Sól úti, sól inni, sól í sinni...

 
Þvílíkur dagur að vakna til! 
Sól og hiti og aðeins 16 apríl hér í DK Wink
Dagurinn í gær var líka alveg met og um að gera að njóta þessara stunda í botn, því á morgunn kemur nýr dagur og þá með öðru veðri.( það segir veðurkallinn Shocking )
Í gær rölti ég með myndavélina mína um garinn. Geri þetta stundum. Finnst svo stórkostlegt að hafa þessi fallegu blóm og tré sem eru í garðinum mínum. Jurtir sem lifa af sambýli við mína ekki grænu fingur. Joyful 
Það er gott fyrir svona konu eins og mig að getað ræktað eitthvað sem lifir af. Búin að reyna af veikum mætti að halda lífi í sumarblómum á Íslandinu mínu kæra, en án árangurs.
Hér er get ég LoL Jebb, rosalega góð í rósum og sólblómum enda þessi blóm nú með mínum uppáháldsblómum.
Ég er einstaklega heppin með nágranna. Hans og Gréta rækta garðinn sinn og ég nýt útsýnisins úr innkeyrslunni minni Smile
 
Þetta er "mömmutréð" þeirra: 
 
nabo
Gréta fékk þetta tré í gjöf fyrir 30 árum á mæðradaginn frá sonum sínum.
Ég veit ekki hvað þetta tré heitir. Þarf þess ekki til að njóta fegurðar þess.
 
Heart
 
Í gær sprungu fyrstu blómin á kirsuberjatréinu mínu út:
kirsuberjatréð
Það leikur engin vafi á því að það verður nóg af kirsuberjum hér í júlí. Joyful
 
Við hliðina á kirsuberjatréinu mínu stendur plómutréið mitt.
Þessi tré eru gjöf frá ættingjum Smile
Í morgunn þegar ég skoðaði það, kom það mér á óvart!
Aldrei hef ég séð annað eins af blómum á því í þessi 7 ár sem ég hef átt það! 
 plómutréð
Þvílík fyrirheit um plómur!
Stórkostlegt, því ég er góð í að gera plómugel Grin
 
Þetta voru fréttir úr garðinum mínum í dag Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sonur minn er í CPH og er alltaf að segja mér frá góða veðrinu, kannski fer maður að stökkva yfir pollinn og kíkja á tré í blóma, væri ekki leiðinlegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ásdís mín, ég mæli með svoleiðis hoppum Á laugardaginn ætla ég að þeytast alla leið til Köben og hitta soninn, sem verður staddur þar í helgarferð. Þetta er næstum eins langt og þegar við fórum að sjá  krúttið Knút Það er alltaf gaman að koma til Köben og ekki skemmir ef einhver manni kær er þar Gott veður er líka svo frábært fyrir líkama og sál

Guðrún Þorleifs, 17.4.2007 kl. 05:39

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er örugglega sami veðurkallinn og hér hjá okkur. Lét okkur hafa þesssa líka bongóblíðu en í dag er aðeins skýjað og kaldara. Hitinn hrokkinn niður fyrir 25 stigin...alveg niður í 18 gráður. Ætla alls ekki að kverta..smelli á mig fartölvutöskunni með tölvunni í auðvitað og tölti uppá kaffihús og skrifa þar í dag.

Góða ferð til Köben!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 08:39

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

katrín mín, vona að þessi góði kall komi sem fyrst aftur, líður svo vel þegar hann er hér Ég svo mikið eldsmerki að ég best í góðu veðri... spurning um hvort ég er nægilega vel staðsett enn???

Gangi þér vel á kaffihúsinu

Guðrún Þorleifs, 17.4.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já ég er alveg sammála þér þessi tími er dásamlegur, allt í blóma, líka í garðinum mínum. í Lejre

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:08

6 identicon

Blessuð Guðrún mín

Rakst á síðuna þína fyrir tilviljun og elskaði að sjá blómin á trjánum "okkar"   Kveðja af Suðurnesjunum

Hjördís

Hjördís og co. 19.4.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir inlitið Hördís mín Tréin frá ykkur hafa aldeilis verið ánægjuauki hér í garðinum. Kirsuberjatréið hefur gefið ótrúlegt magn af kirsuberjum en plómutréið hefur farið hægar af stað. Ég á von á að það verði samt met plómusumar í á því í ár. Ég er orðin svo góð í að gera plómugel eftir að hafa séð um að nýta plómurnar á tréinu í Fredriksgård VErð að viðurkenna að það er líka kominn jarðaberjafílingur í gang hér og sennilega er það þetta milda vor sem veldur þessu öllu saman

Knús til ykkar

Guðrún Þorleifs, 20.4.2007 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband