Færsluflokkur: Íþróttir

Æfingavika 4:

Svona lítur vika 4 út í þessu æfingaferli konunnar:

29/4     50,4 km Hjólað til Nordborg m. B. / blandað álag

1/5     17,1 km Kærhringurinn. Stelpurnar / létt

3/5     35,5 km Fynshav yfir Tandslet. Ein / blandað álag

4/5     20,7 km Hjólað til Ketting m. B. P. & S/ létt

5/5     70,0 km Hjólað á Grensuna m.B. / blandað álag

Hjólað alls í vikunni:    193,7 km

 

Nú þarf bara að finna lengri leiðir til að hjóla...

Er samt að spá í að taka aðra Grensuferð og sjá hvort ég bæti mig ekki á þessari leið. Gott fyrir sjálfstraustið Grin

 

Framundan er rigningarspá alla vikuna og hryllir sóladýrkandanum við því...

Keppni hvað?

Stundum tekur maður ákvarðanir á svipstundu, veit að þessi ákvörðun er eitthvað sem maður ætlar að gera, sama hvað.

Er þetta eitthvað sem þú kannast við?

Ég hef lent í þessu.

Í fyrrahaust þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma, sá ég miða upp á vegg.

Áður en ég settist á hjólið las ég það sem stóð á miðanum.

Þetta var auglýsing um spinningmaraþon sem halda átti milli jóla og nýárs. 

Þarna sem ég stóð og las þetta, ákvað ég að ég ætlaði að taka þátt í spinningmaraþoni. Þar sem þeir sem stóðu fyrir þessu maraþoni voru ekki þeir þrír þjálfarar sem ég æfði hjá, ákvað ég að bíða eftir maraþoninu þeirra sem halda átti í janúar.

Ekkert varð þó af því maraþoni og þegar fram í byrjun apríl var komið hafði ég ákveðið að ég mundi bara fara ein í mitt eigið spinningmaraþon, engin vildi með mér. OK

Þetta gerði ég og var stolt af.

Smá stund.

Reyndar var ég frekar klikkuð þegar ég hætti, því ég dauðsá eftir að hafa ekki bætt við 1 klukkutíma í viðbót, því mér fannst ég eiga svo mikið eftir af orku! Getur maður verið auli? Ég hafði aldrei á spinninghjól komið þegar ég byrjaði í okt. eða nóv. um haustið. Ég var lurkum laminn eftir fyrstu tímana, eiginlega í henglum...  

Og svo er ég rúmlega 38 ára...

Síðan gerist það að ég fell fyrir raiserhjólunum í ágúst sl., lenti reyndar í æfingabanni í 3 vikur vegna migrenis og blindu en...  áfram hélt ég.

Á þessum tíma var ég að vinna með stelpu sem er með háskólagráðu í íþróttafræðum. Hún fór að segja mér frá Tøse-Runden. Sagðist hafa farið nokkrum sinnum með vinkonum sínum og hvort ég væri ekki til í að koma með næsta sumar. Þetta væri svo skemmtilegt, kosy að hjóla svona saman og njóta nátturinnar og samverunnar.

Ég fann það strax og hún fór að útlista þetta fyrir mér að ég ætlaði að vera með. Með henni eða án. Þess vegna skráði ég mig í Tøse-Runden.

Ég var að fara cilla og njóta lífsins í góðu veðri á Sjálandi.

Nú er það þannig að ég fer ein (verðum um 7 þús.). Jana mín er að fara í aðgerð á hné og jafnvel öxl. Svona er það að vera alinn upp á íþróttalýðháskóla.0

Já og í þokkabót er fólk að halda því fram við mig að þetta sé keppni!!!

Ég er enn á því að þetta sé næs hjólatúr og er að spá í að kaupa mér sætt ömmuhjól með fallegri tágarkörfu sem ég get skreytt með blómum fyrir túrinn (111 km). Svo hef ég áhuga á að fá fallegt rósótt, vítt bómullar pils í mildum pastellitum og hvítann hlýrabol á ég. Á höfðinu ætla ég að hafa barðastórann hatt úr basti og binda hann með silkiklút undir hökuna. Stór sólgleraugu munu prýða nef mitt.

Ég er töffari.

bæjarferð

KEPPNI HVAÐ?


Æfingavika 2

Vika 2 leit svona út:

 

16/4    Spinning 60 mín. Álagstími og allt gefið í hann Tounge 

17/4    30 km Mótvindur og langar brekkur í byrjun, létt í lokinn Joyful

18/4    25km Létt með hjólahópum mínum Halo

19/4     Spinning milli léttur tími Wink

Þegar hér var komið sögu varð ég að horfast í augu við það að ég var með stærra sár á hægra hné en hentaði mér og hnéskelin var farin að kvarta Undecided  Ákvað að taka frí frá frekari hjólreiðum fram yfir helgi Pinch

Afleiðing: Stress hjá minni, sem sér dagana hverfa án þess að geta æft lengri leiðir Gasp

Lífið er yndislegt, smá stress er merki um að maður er til og vill eitthvað Kissing Er það ekki???

Hjólið er komið úr viðgerð og alveg með ólíkindum hvað hægt var að laga það Cool  Átti bara ekki von á því að fá töfraprikið svona fínt aftur. Nú bíð ég bara eftir að álfkonan ljúki saumaskap sínum svo hægt verði að hjóla aftur í hjólabrókum Whistling

 


Gleðilegt sumar

sumar
 
Gleðilegt sumar !
 
Yndislegur tími er hafinn.
Sá tími er náttúran losnar úr vetrarfjötrum og  sýnir sig í allri sinni fegurð.
 
Þessi tími markar okkur mannfólkið líka.
Mannlífið verður allt með léttari blæ og þú mætir fleirri brosum á leið þinni í gegnum daginn.
 
Ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif.
 
Veturinn á líka sína heillandi fegurð, en nú víkur hann fyrir vorinu sem í örlæti sínu færir okkur yndislegt sumarið. 
 
Heart

Æfingavika 1

Þá er fyrstu æfingavikunni lokið og best að fara yfir gang mála.

Svona leit þetta út:

9/4       23 km á léttu tempó

11/4    13 km létt með hjólahópnum mínum

11/4    39 km puð upp brekkur og hraði með Hjólaklúbbnum C hóp

13/4    34 km millihraði í byrjun, hratt í lokin. Æfði mig í að hanga í næsta hjóli fyrir framan.

14/4    17 km hratt tempó, æft að hanga aftan í næsta hjóli.

Samtals km í vikunni: 126 km

Þessi vika gekk ágætlega allt þar til ég lenti á kantsteini og endaði hjólatúr dagsins í hrúgu á gangstétt niður við strönd. Pinch

Nú fer hjólið í viðgerð og hnéin með pástur. Nýju fínu hjólabuxurnar verða sendar til álfkonunnar góðu sem mun sauma saman bæði götin á hnjánum.  

Þetta var upplifun! Ég sem hafði verið að pæla í að hjóla á hlýrabol í góða veðrinu var þakklát skynsemi minni sem varð yfirsterkari og því var ég í langermapeysu Halo Hafði eitthvað með það að gera að vinkona mín hafði nýlega tekið á móti tveimur hjólaslysum og haft á orði að það hefði verið ótrúlet hvað fólkið var krjálað þrátt fyrir góðan fatnað.

Þarf að spá betur í þetta. Ég var svo upptekinn við hanga í dekkinu hjá mínum manni að ég var of sein að uppgötva að innkeyrslan á hjólastíginn frá götunni sem við vorum á, var frekar mjó og ég lenti því á fullri ferð á kantsteininum við hliðina. Bæng!

Nú er ég reynslunni ríkari.

Á morgunn hefst svo ný æfingavika og ég tek bara hjólið hjá mínum manni og held áfram með planið Cool


Ákveðið og staðfest

Þá er það komið á hreint. Mín að fara í sína fystu íþróttakeppni. Ekki seinna vænna að byrja ferilinn Halo

Skráði mig í dag í hjólakeppni. Ákvað síðastliðið haust að ég ætlaði að vera með. Þá var ég nýbyrjuð að hjóla og fannst þetta bara snilldarhugmynd! Þessi hugmynd hefur svo hangið í mér þrátt fyrir þrálátt öklavesen. Nú viriðst mér loksins hafa tekist að fara hæfilega rólega af stað svo öklinn heldur enn.

Ég er því byrjuð að æfa fyrir þessa keppni og er fyrstu viku nú að ljúka. Búið að skrá sig í keppnina og borga Wink Orðið voða alvörulegt. Ekki bara snakk og hugsun, komin framkvæmd!

Þetta er hjólakeppni sem heitir Tøseturen og  fer fram í Köben 2. júní nk. Þar á að leggja að baki 112 km Smile  Skráðir þátttakendur voru þegar ég gáði síðast 5559 og er vonast eftir að um 7000 konur taki þátt í keppninni Smile

Ég hef ákveðið að blogga hér um þetta æfingaferli mitt því ég veit aldrei hvað ég á að blogga um, allir svo gáfulegir hér Smile sko... þessir sem les Tounge

Með því að bulla hér um undirbúning minn fyrir mína fyrstu íþróttakeppni er ég bara með eitthvað alveg annað en aðrir Sideways 

Já, nú er hægt að láta sig hlakka til eða þannig...

Over and out 


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband