Færsluflokkur: Íþróttir

Ferðalög og yfirsýn . . .

Er mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvernig ég get haft yfirsýn yfir ferðalög fjölskyldunnar nú í mars og apríl. Um er að ræða lengri og skemmri ferðalög. Sum ferðalögin vara fram í júní og lok júlí en þá eru önnur ferðalög tekin við hjá þeim er heim voru komnir.
Ég er að tala um 2 ferðir til Berlínar, 1 til Noregs, 1 til Suður Ameríku, 1 til Asíu, 1 til Afríku og 1 til Íslands + Íslandsferðir í sumarfríinu. Ég er svona með allar á hreinu nema þessa Berlínar ferð prinsessunnar. Vona að ferðin sé ekki þegar við BT erum í Afríku. Þetta er skólaferð en mér finnst betra að vita hvenær hún er farin, get bara ekki munað það... Pinch Þegar við erum í Berlín verður hún í Noregi. Þegar við förum til Afríku fara Baldi og Birna í sína 4 mánaða reisu til Asíu og Mið-Ameríku. Ingunn fer svo í sína Suður-Ameríku ferð þegar ég kem frá Íslandi  í apríl, svo ég næ að kveðja hana. Við verðum síðan á Íslandi þegar Baldi og Birna enda sína ferð hér í DK í lok júlí. En hvar Berlínaferðin hjá prinsessunni er það bara man ég ekki Woundering  ..og hvenær hún fer til Ameríku það vitum við ekki. Enn sem komið er sýnist mér að það sé alltaf einhver heima til að passa hundinn Wink

Ég þarf líka að skipuleggja mig út af náminu. Þarf að vera með verkefnaskil viku á undan planinu svo það er nú eins gott að láta páskana ekki bara fara í súkkulaðiát og hjólatúra LoL

Held að nú sé komin tími á að fara teikna smá Whistling eða gera plan?


Áramótasund í Sønderborg 2007

Í dag fór fram Áramótasundið hér í Sønderborg.  Þetta sund hefur verið þreytt hér í nokkur ár og er forsprakki þess sundgarpurinn og hjólakappinn Fylkir. Í fyrstu var hann einn um þetta sund en síðan hefur bættst við í hetjuhópinn. Misjafnt er milli ára hve margir taka þátt. Í ár leit út fyrir að einungis 2 ætluðu að sýna þá hetjudáð að synda í 6° köldum sjónum, þeir Kjartan og Leifur.

Áramótasund 2007 001

Á elleftu stundu snaraði Snorri sér úr kuldagallanum og kom þá í ljós að kappinn var klár í sjósundið. Þar með voru sjósundshetjurnar orðnar 3 sem örkuðu niður í sjávarmálið. Heyrðist þá á ströndinni að baki þeim að tekin var ákvörðun! Vinur vor Sveinn svipti sig klæðum, það var nú eða aldrei ! Maðurinn að flytja heim á vordögum. Á naríunum smellti hann sér í hóp hinna víkinganna.

Áramótasund 2007 002

Á haf út fóru þeir...

 

Áramótasund 2007 006

...og til baka komust þeir  LoL

 

Kæru bloggvinir,

ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar

gleði og farsældar á nýju ári.

 

Wizard Wizard Wizard


 

 

 


120 km

Það er engum blöðum um það að fletta að veðrið hefur mikil áhrif á það sem ég geri. Joyful

Í sól umbreytist ég og nýt mín í botn. Í rigningu er svona meiri leti í mér... annað en orkan sem er í eldingunum og þrumunum sem hér hafa geisað.

Síðustu dagar hafa einkennst af úrhellis rigningardembum, þrumum og eldingum. Í fyrrakvöld kviknaði í húsi hér 1 km frá okkur, er eldingu laust í þakið. Ég heyrði þrumuna og hún var eins og sprengja, enda nálægt. Ég var í vinnunni sem er í um 600m metra fjarlægð frá húsinu. Ótrúleg orka sem þarna er á ferðinni. Sama kvöld kviknaði líka í bóndabæ hér norðar á Als þegar annarri eldingu laust þar niður.  Læti.

Í gær var svo komið gott veður og ég í fríi. Tók mig til og fór í gluggaþvott þar til ég fékk góða heimsókn.

Þegar minn maður kom heim var svo farið í hjólatúr og hjólað þvers og kruss um eyjuna og endanna á milli, frá Sönderborg til Nordborg.

alskort

Þetta var alveg frábær túr.

Langt síðan við höfum getað hjólað í svo góðu veðri og roklausu Joyful

Vð vorum í algeru hjólastuði og í stað þess að hjóla beint í Nordborg tókum við marga króka inn í þessi litlu þorp sem liggja hér um alla eyjunua.

Komum á ýmsa staði sem við höfum ekki verið á áður.

Hjóluðum í kringum Lange Sø sem er vatn við höll prinsessunnar okkar.

Hún hleypur þar á hverjum degi, ja, nema þegar hún er þreytt, þá hjólar hún. 

Dagurinn í höllinni byrjar nefnilega á því að litlu prinsessurnar og prinsarnir sem þar búa byrja daginn á því trimma. 

Heim komum við og þá var farið í að plana helgina.

Loksins komumst við út að sigla og getum verið 3 daga í burtu.

Hefur ekki verið möguleiki á því í sumar.

Við ætlum að sigla af stað síðdegis í dag.

Lystbaadegif

Ferðinni er heitið niður Flensborgarfjörð.

Þar ætlum við að byrja á að leggja í höfn sem heitir Marina Minde.

Marina

Skemmtileg lítil höfn í fögru umhverfi. Okkur finnst frábært að vera þar. 

Á morgunn ætlum við að sigla í góðu veðri um Flensborgarfjörð.

Þetta er afar fallegt svæði og við eigum þarna eina af okkar uppáhaldshjólaleiðum við fjöðrin. 

Höfum ekki áður gefið okkur tíma til að sigla svona inn í Flensborgarfjörð. Sennilega of nálægt Wink

Annað kvöld er svo möguleiki á að við verðum í höfninni í Gråsten. Það á eftir að koma betur í ljós. . .  

egscam2

Sunnudagurinn verður svo notaður í að krussa Flensborgarfjörðin á leið heim í Sönderborg. 

Já, svona í lokin, við hjóluðum 120 km í gær.

Billi 60 km og ég 60 km Halo

Góða helgi !

Heart

 


Mikið um að vera í fótboltaheiminum

Óska D B alls hins besta þarna í USA Smile Hann er flottur nýi búningurinn hans Wink Já, engin spurning, ég er aldeilis ánægð með þetta:

DB

 DB

Þetta er nú orðið nóg um fótboltann, svona allavega þar til næst  Wink

Over andout

Herbaraiserskútuskvísan Wizard


mbl.is Beckham er kominn til Los Angeles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti kvenna - bikardeild

Sem nýbreytni hér á síðunni er ég í dag með fréttir úr íslenska kvennafótblotanum.

Fjölnir vann Stjörnuna í Garðabæ 2-1. Á 20. mínútu náði Fjölnir forystu þegar Helga Franklínsdóttir skoraði. Rúmum 20 mínútum síðar bætti Margrét Magnúsdóttir við öðru marki Fjölnisstúlkna. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum náðu Stjörnustúlkur að minnka muninn þegar Ásgerður Baldursdóttir skoraði. Nær komust þær ekki og lokastaðan 2-1 fyrir Fjölni.

Önnur nýbreytni á síðunni í dag er smá fjölskyldufræði Grin0

Málið er að hún Magga, sem átti 18 ára afmæli í gær og skoraði sitt fyrsta mark í bikardeildinni í gær er systurdóttir mín.

121-2200_img.jpg

Hér erum við frænkurnar staddar á Ráðhústorginu í Köben 2. júní sl.

Hún var þá að koma úr viku fótboltaæfingabúðum og ég hafði skellt mér í kvennahjólakeppni þennan dag og lagt að baki 112 km.

Náðum að hittast á torginu áður en hún fór í flug heim seinna um kvöldið.

Gaman að þessu börnin mín.

Eins og glöggir lesendur kannski sjá þá er maður þokkalega heima hjá sér þarna, bara á íslensku inniskónum frá Lækjabotnum.

Góð blanda

Smile


Bibba járnkarl!!!

Get ekki látið vera að óska henni Bibbu minni hjartanlega til hamingju með Ironamanninn!!!

Bibba, þú ert stórkostleg og þvílík fyrirmynd Heart Þú sannaðir svo sannarlega í gær að hugurinn til verksins skiptir öllu. Það hefði margur karlinn sett árar í bát við það eitt að viðbeinsbrotna tæpum tveimur mánuðum fyrir Ironmannkeppni, hvað þá að togna illa. . .

Nei, það stoppaði þig ekki kæra hetja Smile

Enn og aftur óska ég þér til hamingju með árangur þinn og mannsins þíns. Þið eruð engin meðalhjón Wizard

Ironman

  


Umskiptin

Þá eru umskiptin gengin í garð, eða ætti ég kannski að segja að búið sé að koma þeim úr garði...

122-2207_IMG

og í sjóinn?

122-2215_IMG

Ég var ekki alein í þessum umskiptum.

Einkasonurinn ólmaðist með múttu sinni eins og galeiðuþræll

að skrúbba, bóna og pússa Perluna okkar Smile

Við gerðum allt klárt og þegar mastursmeistarinn mætti á hafnarbakkann, móður og rjóður eftir 40 km hjólatúr úr vinnunni, var mastrið pússað og fínt og tilbúið til uppsetningar undir styrkri stjórn hans Grin

122-2218_IMG

Veðrið var blíða og var hægt að nota biðina eftir mastursmeistaranum til að busla í sjónum sem komin er í 20°.

Um kvöldið fengum við góða heimsókn. Yndisleg fjölskylda úr Kópavoginum kom og átti með okkur góða stund.

Næsta dag var haldið á haf út í logninu LoL

122-2222_IMG

Ögn var þessi sjóferð ólík því sem reynslu miklið kappsiglingafólk frá Íslandi á að venjast  Tounge

Ég veit að ég er ekki efni í íslenska siglingahetju Wink


Seinnipart laugardagsins kvöddum við okkar góðu gesti og með þeim fór einkasonurinn.

Huggun harmi gegn að hann kemur fljótlega aftur InLove

 

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr.

Við hjónakornin ákváðum að taka góðan hjólatúr í blíðunni.

Hanns granni vildi ekki skipta við okkur, hann valdi að lesa dagblaðið undir stóru bláu sólhlífinni sinni  enda hitinn komin yfir 25° Grin

Við tókum tæpa 50 km og ég verð bara að segja að ég hef ekki hjólað betur!

Sennilega hef ég fengið svona mikið sjálfstraust við að vera nr. 341 af ca 6800  Joyful

Óstaðfest er, að auki að ég átti annan besta íslenska tímann í Tøse-Runden Wizard

Ég meina, ég er still 48 Whistling

 

Eftir hjólatúrinn var komið við heima og örverpið tekið með nú lá leiðin niður í Perlu! 

Jamm... nóg að gera í að sinna hobbyunum W00t

122-2231_IMG

Já, eins og þið sjáið þá er ég heldur ekki hefðbundin siglari því ég dembdi mér um borð og út að sigla í flottu og fínu Herbalife hjólatreyjunni minni og í hlaupabuxum af Fjólu systir Joyful

Virðingu fyrir siglingaklæðnaði vantar líka í mig Whistling

 

Við sigldum hér út með ströndinni, vörpuðum akkerum og við mæðgurnar skelltum okkur í sjóinn

122-2232_IMG

Ég tók nokkra hringi í kringum snekkjuna en þríþraut verður ekki á mínum lista í sumar, því miður.  Þar er á ferðinni "skynsemin ræður"....

Voða leiðinlegt fyrirbrygði Crying

 

Þegar haldið var heim á leið hringdi eldri dóttirin. Hún er á kafi að lesa fyrir stúdentspróf og hafði fengið bílinn lánaðan til að skreppa til Tinu í sveitinni og læra smá...

Foreldrar Tinu reka eitt stærsta Arla-umhverfisvæna kúabúið hér á svæðinu og mikið fær bílinn okkar ekki að fara þangað aftur í sumar...

122-2236_IMG

Over and out 

er farin út á þvottastöð

Sideways

 


Tøse-Runden

Brotið blað. Hér með er ég búin að taka þátt í minni fyrstu hjólakeppni. Aldeilis saga til næsta bæjar Smile

Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa stefnt á þessa keppni og farið í hana! Þetta var svo skemmtilegt Wizard Einmitt eitthvað fyrir mig Í þessari keppni er pláss fyrir alla, mig og hinar Joyful Um 6800 konur voru skráðar í keppnina og fór fyrsti hópurinn af stað kl 7.00 að morgni laugardagsins 2. júní. Ég var í ráshóp númer 7 og var alsæl með að geta byrjað svona snemma. Þannig átti ég möguleika að klára keppnina fyrir lokun og svo er wc-in hreinni svona í byrjun Whistling

Eins og ég hef áður sagt, fór ég "ein" í þessa keppni, en ... lífið er skrítið. Ég er búin að fara á 3 æfingar í þessum hjólaklúbb hér og þar var kona sem líka ætlaði í keppnina, hefur farið mögrum sinnum. Þannig hittist á að þetta var eina konan sem ég vissi um að væri á leið í keppnina sem ég hafði augum litið. Ég vissi af 4 fræknum görpum frá Íslandi en þær þekki ég bara ekkert. Svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast þá lentum við í sama starthóp ég og þessi kona sem ég vissi ekki einu sinni nafnið á Wink Jamm... ekki er allt tilviljun, nema það sé viljinn til að hlutirnir gerist Halo

121-2191_IMG

Hér erum við Elsa áður en við förum í ráshollið okkar.

Þessi hjólagarpur er í hjólahóp þarna í Køge og það ver með hóp af konum þaðan sem hún ætlaði að hjóla. Þær deildu sér upp í 3 hópa og ætlaði Elsa að leiða miðhópinn í byrjun. ég var velkomin að fylgja þeim eða hóp númer 3 bara eftir hvað ég gæti. Það fannst mér frábært, því ég vissi sannarlega ekki hvað ég var að fara út í og var kvíðin brekkum því ég er búin að vera með eitthvað angur í lungunum undanfrið og hef því verið mæðin og vitlaus á hjólaæfingum  Blush Sjálfstraustið var ekki alveg á sínum stað þarna í byrjun. En mig hlakkaði til að takast á við þetta verkefni og sigra þar með sjálfa mig sem fyrir aðeins 9 mánuðum lét mér nægja að hjóla 3 km og finnast það afrek Sideways

121-2192_IMG

Má til með að setja inn mynd af rásmarkinu. Það er sérstaklega gert fyrir Stínu og Elísu. En við þetta rásmark stóðum við í fyrra og hvöttum Fjólu systir þegar hún fór maraþonið sitt í Köben. Við hinar sem stóðum þarna við marklínuna með íslenska fána og hvatningarhróp vorum aðalmyndefni DR1 þegar kom að umfjöllun um umrætt maraþon Wizard

Þetta var smá skemmtiinnskot, því nú er ég búin að fara í gegnum  rásmarkið Cool

start

Hér er ég svo að leggja af stað og ég verð að segja að mér fannst þetta voða sniðugt allt saman LoL Hlakkaði geggjað til að takast á við þessa 112 km hef aldrei hjólað lengra en 75 km Halo

Leiðin byrjaði á beinum kafla sem var umvafin trjágöngum og  strax og ég byrjaði að hjóla þá fann ég að ég var í fínu formi, var til í hvað sem var.

Ég ákvað að halda mig í hópnum hennar Elsu og konurnar tóku mér vel þar. Hjólað var 2 og 2 saman og þær voru sætar og spjölluðu við mig. Ein sagði mér að hún væri ellilífeyrisþegi og hún notaði hjólreiðarnar til að halda sér í líkamleguformi. Hún á við slitgigt að stríða í hnjám, en með því að hjóla heldur hún sér góðri. Ég er núna að tala um konu sem ekki lætur  sig muna um að taka þátt í 300 km hjólreiðum í Svíþjóð, eyða fríunum sínum í að hjóla í fjallahéruðum Mallorka o.s.fr. Hreint frábært. Þessi hópur sem ég var í fór rólega af stað en eftir 6 km voru þær tilbúnar í að halda áfram og nú hóst skemmtunin, þegar tekið var fram úr hverjum hópnum á eftir öðrum.  Alltaf kallað: Allir með? Þetta var svo gaman því þær pössuðu svo vel hver upp á aðra. Svona gekk þetta alveg að fyrsta stoppi eftir 30 km. Þar var stoppað til að létta á sér og fá smá næringu. Ég var smá stressuð, hafði áhyggjur af því að eiga eftir að berjast í brekkum og missa af kerlunum og dreif mig því í gegnum þetta og ákvað að hjóla af stað. En þá voru þessar elskur bara líka að fara af stað, ekkert slór í gangi og áfram var haldið. Nú fóru að koma hópar sem fóru fram úr okkur og áfram héldum við og tókum líka fram úr hópum. Það var samt að mörgu að gæta. Við vorum að hjóla á vegum þar sem var umferð og oft þurftum við að hægja á okkur vegna umferðar sem ýmist kom aftan frá eða framan frá, jafnvel úr báðum áttum stundum. Mikið var af beygjum og oft verðir sem vísuðu leiðina eða rauðar örvar. 

Ég var alsæl alla leið og fannst þetta geggjað skemmtilegt!

Ég leyfði mér að kveðja konurnar við síðasta stopp, ég var bara ekki til að stoppa í fjórða sinn! Langaði bara að gefa í, klára keppnina og hringja í afmælisbarnið mitt Smile 

Svo ég kastaði kveðju á þær og þakkaði fyrir mig hélt áfram og nú var það bara þannig að þegar ég hafði tekið fram úr 3 hjólakonum voru bara ekki fleiri fyrir framan mig. Greinilega stór eyða og ég varð hálf skelfd. Hvað ef ég villtist nú??? 

 

121-2196_IMG
 
En það gerðist ekki og ég tók síðasta kaflann á 26 til 29 km hraða og var alsæl, átti svo mikið eftir, leið vel í skrokknum og var bara að fíla þetta í ræmurWizard

 

Ég er ákveðin í því að vera með næsta ár og ekki bara það, heldur ætla ég að fá með mér hressar stelpur, því þetta er geggjað skemmtileg keppni.

Pláss fyrir allskonar konur á allskonar hjólum með allskonar getu og allskonar viðhorf og... 

Ég er ekki komin með staðfestan tíma en sé að hraðamælinum mínum að meðalhraðinn minn var 25,6 km og það er ég ánægð með Joyful

 


Þarf að...

Þarf að fara að skipta um mynd hér í blogghausnum. Setti þessa mynd gagngert inn til að minna mig á hve gott er að hjóla í rigningu Grin Nú þegar styttist í hjólatúr ársins þá finnst mér vera komin tími á aðra mynd.

Ég er búin að hjóla minn lengsta túr fyrir Töse-Runden. Ég var smá stressuð áður en ég lagði af stað því síðasta æfingavika var mér strembin. Brekkurnar voru alveg að fara með mig og 40 km túrinn á miðvikudaginn var nánast martröð, þar sem ég var hóstandi, lafmóð og ólík sjálfri mér. Held að það hafi verið eh að angra mig í lungunum sem er á leið burtu núna. Allavega gekk þessi ferð vel og ég var að sættast aftur við smelluskóna mína. Hef ekki þorað að hjóla á þeim vegna ökklameiðsla sem ég fékk sl. haust. En eftir ferðina í dag er ég sigurvegari sem hlakkar til að fara og hjóla 112 km. Ég á mér minn draumatíma en því fer fjarri að um sé að ræða keppnismarkmið þar. Er svo laus við að vera með þennan íþróttaanda þar sem maður er alltaf að keppa við allt og alla. Minn stærsti og einasti keppinautur er ég sjálf og sú keppni er nóg fyrir mig Tounge

Framundan er róleg vika með stuttum hjólatúr, gleðinnar vegna.

Ég þarf líka að setja mér markmið fyrir líf mitt eftir 2. júní Joyful

Júní verður  samt annasamur mánuður, Báðar prinsessurnar í lokaprófum, yngri að ljúka grunnskólanum og sú eldri að taka stúdentsprófin. Því verður fagnað 29. júní með Gardenparty hér  heima Smile Einkasonurinn kemur líka í heimsókn og tökum við hann með okkur frá Köben um næstu helgi og fáum að hafa hann í viku. Svo er von á honum þegar systurnar klára. Það er hefð hér í DK að þegar stúdentinn kemur úr síðasta prófinu þá bíður fjölskyldan fyrir utan dyrnar og einn úr fjölskyldunni setur stúdentshúfuna á stúdentinn og svo er skálað í kampavíni Wizard Semsagt fjölskyldan er þátttakandi í þessu. Gaman að því Smile Þetta verður skemmtilegt!

 

 


Veðurfar og fleirra í Suðursólarborg

 

2 til 6-døgnsudsigt

Já, mín er bara sátt við veðurspánna Wink

Hjólaði 65 km á föstudaginn og 75 km á sunnudaginn.

Í dag verða æfðar brekkur W00t og ef ég kemst að, þá ætla ég í spinning í kvöld hjá Döggu Spinningdrottningu.

Já, þetta er allt að koma hér. Mín alveg að verða tilbúin í Töse-Runden Halo

Veit hvar stoppistaðirnir eru á leiðinni Happyog hæðirnar á brekkunum Whistling ekki brattann í % Sideways

Jamm... þetta verður voða huggulegt. Eftir hjólatúrinn er svo hægt að kaupa mat og bjór á hafnarbakkanum í í tjöldum sem þar eru sett upp í tilefni dagsins Joyful

Hitti í gær konu sem ég er ánægð með. Henni finnst ekki sniðugt að fara út að hjóla í rigningu og roki. Er sama þó það byrji að rigna þegar hún er komin af stað. Eins og talað út úr mínu Heart  Það sniðuga er, að þessi kona sem ég hitti í annað skiptið í gær er í SAMA start holli og ég í Töse-Runden. Við erum nú um 6.200 konur skráðar! Ég er í rásholli nr. 7 Hún hjólar með hjólakonum úr Köge hjólaklúbbnum sem hún er líka meðlimur í. Já, einmitt, kannski ég eigi eftir að verða í tveimur hjólaklúbbum? Er enn að átta mig á því að ég sé yfirleitt félagi í hjólaklúbb Undecided 

Ég er endanlega tilbúin að ljóstra upp klæðnaði dagsins: Að sjálfsögðu verður skvísan í Herbalife hjólabolnum sínum, hvað annað InLove svo verður hún í stuttum hjólabuxum sem eftir  er að kaupa, enn hafa ekki fundist neinar nógu góðar Whistling 

Veður er pantað gott fyrir þennan dag Wizard

Over and out


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband