120 km

Það er engum blöðum um það að fletta að veðrið hefur mikil áhrif á það sem ég geri. Joyful

Í sól umbreytist ég og nýt mín í botn. Í rigningu er svona meiri leti í mér... annað en orkan sem er í eldingunum og þrumunum sem hér hafa geisað.

Síðustu dagar hafa einkennst af úrhellis rigningardembum, þrumum og eldingum. Í fyrrakvöld kviknaði í húsi hér 1 km frá okkur, er eldingu laust í þakið. Ég heyrði þrumuna og hún var eins og sprengja, enda nálægt. Ég var í vinnunni sem er í um 600m metra fjarlægð frá húsinu. Ótrúleg orka sem þarna er á ferðinni. Sama kvöld kviknaði líka í bóndabæ hér norðar á Als þegar annarri eldingu laust þar niður.  Læti.

Í gær var svo komið gott veður og ég í fríi. Tók mig til og fór í gluggaþvott þar til ég fékk góða heimsókn.

Þegar minn maður kom heim var svo farið í hjólatúr og hjólað þvers og kruss um eyjuna og endanna á milli, frá Sönderborg til Nordborg.

alskort

Þetta var alveg frábær túr.

Langt síðan við höfum getað hjólað í svo góðu veðri og roklausu Joyful

Vð vorum í algeru hjólastuði og í stað þess að hjóla beint í Nordborg tókum við marga króka inn í þessi litlu þorp sem liggja hér um alla eyjunua.

Komum á ýmsa staði sem við höfum ekki verið á áður.

Hjóluðum í kringum Lange Sø sem er vatn við höll prinsessunnar okkar.

Hún hleypur þar á hverjum degi, ja, nema þegar hún er þreytt, þá hjólar hún. 

Dagurinn í höllinni byrjar nefnilega á því að litlu prinsessurnar og prinsarnir sem þar búa byrja daginn á því trimma. 

Heim komum við og þá var farið í að plana helgina.

Loksins komumst við út að sigla og getum verið 3 daga í burtu.

Hefur ekki verið möguleiki á því í sumar.

Við ætlum að sigla af stað síðdegis í dag.

Lystbaadegif

Ferðinni er heitið niður Flensborgarfjörð.

Þar ætlum við að byrja á að leggja í höfn sem heitir Marina Minde.

Marina

Skemmtileg lítil höfn í fögru umhverfi. Okkur finnst frábært að vera þar. 

Á morgunn ætlum við að sigla í góðu veðri um Flensborgarfjörð.

Þetta er afar fallegt svæði og við eigum þarna eina af okkar uppáhaldshjólaleiðum við fjöðrin. 

Höfum ekki áður gefið okkur tíma til að sigla svona inn í Flensborgarfjörð. Sennilega of nálægt Wink

Annað kvöld er svo möguleiki á að við verðum í höfninni í Gråsten. Það á eftir að koma betur í ljós. . .  

egscam2

Sunnudagurinn verður svo notaður í að krussa Flensborgarfjörðin á leið heim í Sönderborg. 

Já, svona í lokin, við hjóluðum 120 km í gær.

Billi 60 km og ég 60 km Halo

Góða helgi !

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegt plan, njótið helgarinnar í botn.  Vona að sólin skíni þér óskipt. Var að hringja upp á spítala, mamma svaf vel en er slöpp svo nú ætla ég að prófa að leggja mig aftur.  Vinkonu knús og já, flottir góðir 120 km.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 07:46

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir spjallið Ásdís mín  Gott að mamma þín hvíldist vel í nótt.

Guðrún Þorleifs, 24.8.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er nú meira ævintýralífið sem þú lifir...svona á þetta að vera. Sigla hjóla og vera letibuska á stundum er bara frábær samsetning. Frábæra helgi þið tvö og njótið þess að dugga saman.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 17:57

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gott hjá þér og njóttu vel. Það spáir góðu veðri um helgina.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband