Færsluflokkur: Ferðalög

Tækni stemming

Hér á bæ er mikil stemming. Ég vænti mikils af þessum degi. Hvernig á það annað en geta ræst, þegar kona hefur dag sinn með því að vakna klukkan 2 að morgni þessa dags, liggja eins og dauð (með smá dauðateygjum og spörkum/kippum) til klukkan tíu í fjögur (enn á sama degi)? Þá hoppaði ég af minni tæru snilld fram úr rúminu og út á gólf. Minn elskulegur var nefnilega að fara á fætur líka og búa sig undir að fara (með vini sínum. Já, aftur. Miklar vinaferðir). Ég sveif fram eins og álfkona og inn á skrifstofu, kveikti á lífæðinni minni og beið meðan hún vaknaði líka. Loggaði mig inn á msn og SJÁ: prinsessan í Ammríkuhreppi var auðvitað vakandi og í tölvunni (enda klukkan ekki orðin 21 hjá henni) Svo ég skrifaðist á við hana og las á alheimsvefnum, kvaddi minn með kossi og góðum óskum þegar ferlíkið kom og sótti hann. Þökk sé tækninni gat ég svifið um heiminn og sankað að mér mis mikilvægum upplýsingum og bulli, skrifast á við dóttluna og látið tímann líða þar til heimurinn minn vaknaði. Þar sem ég er hraðlæs (hraðtalandi og hraðhugsandi) var ég brátt búin að lesa og kvitta hér og þar sem ég þorði. Lítur ekki vel út: Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 03:02 svo maður kvittar bara hjá þeim sem ekki fá ranghugmyndir. (Held ég Pinch) Þegar mér var orðið kalt skreið ég upp í rúm aftur til að fá hita í kroppinn, Ekki nennti ég að kveikja upp í rómantískum ofninum klukkan 6 að morgni, svo ég las, því ég var ekki syfjuð. Óli Lokbrá hefur líklega átt leið um og stráð einhverju í augu mér, því það næsta sem ég veit er að Rasistasímafélagslánssíminn minn hringir einhver staðar í húsinu. Eftir mikið bras, þá náði ég sambandi við hringjandann sem var nýfundna "horfna konan". Margt að gerast þar.

Nú er ég búin að Skypast við soninn, drekka með honum morgunte/kaffið. Bara kósý. Svona er tæknin. Börnin mín hér og þar í þremur heimsálfum en mútta í sambandi við sína unga InLove Vantar bara að tala við ferðalanginn í Suður/mið Ameríku, það kemur líka Smile

Já, þetta var tæknistemming morgunsins.

Nú fer ég í ræktina, ætlaði að vera löööööööööngu farin Halo


Fánýtisfréttir frá fáklæddri konu

Hér í helli mínum er margt að gerast. Ekki munu þessir viðburðir setja mark sitt á heildarframganginn í hruni efnahagskerfa heimsins. Atburðir eru þetta þó.

Hér eru teknar ákvarðanir hægri og smá vinstri. Alltaf minna um vinstri aðgerðir og ákvarðanir hér. Tökum frekar á okkur hægri krók og ræður hægri reglan svona almennt. Police

Atvinnumál okkar hjónagrjóna eru í brennidepli. Rétt er að ítreka það, að þó svo við búum erlendis og grasið sé hér grænt allt árið, þá eru atvinnumálin það ekki og hafa ekki verið, þessi tæpu tíu ár sem við höfum búið hér. (þetta getur nú ekki fallið undir fánýtisfrétt, en látum hana samt fljóta með) Það er hér, sem svo víða annar staðar, að betra er að hafa innkomu til að komast af. Eiginlega nauðsynlegt. Ekki föllum við nú undir atvinnuleysisbótarétt hér því við erum alltaf farin að brölta eitthvað sjálf til að auka líkur á vinnu og er ekki unað við slíkt af hálfu verkalýðsfélaga. Mátt til dæmis ekki ákveða að fara á námskeið og kosta það sjálfur ef þú ert atvinnulaus. Já, kallinn minn og kerlan mín, þá þarft þú bara ekkert. Ég var að ljúka námi og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en eftir 4 virkar vinnuvikur frá lokum námsins. Get sagt ykkur, að ef ég verð ekki komin með vinnu fyrir þann tíma þá verð ég komin á námskeið sem ég greiði sjálf. Þoli ekki svona kerfi sem treður þig í kaf ef þú sýnir frumkvæði og vilja Angry Skil nú reyndar oft ekki hvernig stóð á því að ég fór til DK en kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun var ekki byggð á pólitískri lífssýn okkar. Fattaði bara eftir að ég kom hingað hvað þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið. Ég hefði dáið í gömlu kommúnistaríkjunum eins og þau voru. Heppin er ég að vera þó hér  Halo

Fyrir jól sagði ég ykkur frá viðskiptum mínum við 3.dk Rasistasímafyrirtækið. Finnst rétt að uppfæra þær fréttir, hvort sem þið viljið eða ekki (þetta er fánýtisfréttapistill). Man ekki hvort ég sagði ykkur, að auðvitað fékk ég nettenginguna þrátt fyrir NEI frá fyrirtækinu. Maður sýnir bara kurteisi og beitir þeirra eigin rökum og þá smellur þetta saman. Reyndar get ég alveg undrast það að ég skuli hafa haldið fast í að fá þetta net. Kemst alltaf að þeirri niðurstöðu (sem er þá rétt) að þetta er tækni sem ég vil og þessi rasismi í fyrirtækinu beinist ekki eingöngu gegn Íslendingum, heldur einnig Norðmönnum, Svíum, Finnum og Þjóðverjum sem hér búa. Mér er einnig tjáð að það sé í gangi dómsmál vegna þessa kvaða þeirra og það er nóg fyrir mig. (enda ég búin að fá það sem ég vildi) Whistling

Í fyrra hóf ég árið á að fara yfir planlagðar ferðir fjölskyldunnar fyrir árið 2008. Það var strax ljóst að þetta yrði mesta ferðaár fjölskyldunnar. Reyndist það rétt. Sonurinn og kærastan hans fóru í 18 vikna ferð um Asíu. Ferð sem þau búa ætíð af. Nú eru þau, okkur til gleði búsett í Köben, svo ferðum þangað hefur fjölgað frá því sem var. Eldri dóttirin fór í 6 vikna ferð um Suður Ameríku ásamt vinkonu sinni. Þegar ég sótti hana á flugvöllinn, fékk ég risaknús og svo sagði hún mér að hún ætlaði fljótt aftur. Já, á morgunn fer hún í 14 vikna ferð með kærastanum og nú á að fara á aðeins aðrar slóðir í Suður Ameríku. Ég er enn ekki komin með ferðadrögin. Örverpið fór svo í skóla í Ammríkuhreppi og lenti hjá yndislegri fjölskyldu og er hún alsæl þar. Um jólin fékk hún að fara til LA og heimsækja danska vinkonu þar. Hún er 17 ára, yngsta barnið okkar, en var fyrst til að vera ekki með okkur um jól. Við hjónagrjónin fórum líka í nokkrar ferðir en voru þær styttri og fleiri. Við komum til Póllands, London, Þýskalands þvers og krus og Marakkó. Þangað eigum við eftir að ferðast oftar. Ísland heimsótti ég x3 og stoppaði x2 í 3 vikur. Nú er ég að skreppa aftur og ætla að stoppa svona "smá". Verður gaman. Við stefnum á ferð í Ammríkuhrepp til að heimsækja prinsessuna okkar og fólkið sem hún er hjá. Vonandi verður af því.

Hafir þú lesið þetta allt í gegn, áttu hrós skilið. Þetta eru eins og í fyrirsögninni stendur fánýtisfréttir frá fáklæddri konu, sem nú ætlar að demba sér áfram með verkefni dagsins.

 


Maðurinn farinn

...

Hef stundum velt þessu fyrir mér með fyrirsagnir og komið smá inn á það áður. Á í basli með þær á köflum. Fyrirsögn þarf að gefa til kynna hvað í textanum kemur en stundum er samt eins og þetta fari ekki saman, hvorki hjá mér né öðrum. Ég er nú ekki svona "hengi við fréttir" bloggari heldur meira "sést ekki" bloggari. Finnst það fínt en vil samt að einhverjir lesi það sem ég set hér inn og best er að fá kvitt.

Nú er ég komin langt frá fyrirsögninni.

Í gærkvöldi fór ég rosalega snemma í  bólið. Búin að slökkva ljós kl. 22. Á leið inn í draumalandið þegar síminn hringdi. Útlendingaherdeildin að hringja segjum við, þegar Smart síminn hringir. Þetta var bara múttu krúttið mitt að athuga hvernig ég hefði það. Mamma, ég hafði það fínt þar til þú vaktir mig. Að venju fannst henni ég skemmtileg og spjallaði líflega við mig. Þarf að hringja í hana á eftir og ath. hvað hún sagði (og ég).Whistling

Nú er ég aftur komin langt frá fyrirsögninni.

Þegar ég var þarna í svefnrofunum að sofna, þá dreymdi mig. Nei, eiginlega hef ég bara verið að hugsa. Veit, gerist ekki oft og því erfitt að þekkja muninn.  Ja, allavega þá hugsaði ég, að ef ég setti inn fyrirsögn á bloggið eins og þessi hér fyrir ofan og bloggaði svo um eitthvað, sem ég man bara alls ekki hvað var, þá fengi ég kannski heimsóknir á þetta blogg. Sko, til að útskýra þetta þá er ég með annað blogg, annar staðar. Á stað þar sem maður sést alls ekki, er bara alveg tíndur. En öfug eins og ég er, þá eru miklu fleiri heimsóknir þar en hér. Maðurinn minn segir að teljarinn þar sé bilaður (það er ekki þess vegna sem hann er farinn) Ég neita að trúa því, enda má ég velja hverju ég trúi og hvað mér finnst. I´kk? 

Nú þar sem ég man ekkert hvað á að koma á eftir fyrirsögninni þá nær það ekki lengra.

Eða jú...

Sko maðurinn minn er farinn...

 

Já, einmitt.

Hélstu að nú hefði hann seint og um síðir, komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi í raun ætlað að ganga frá honum með björgunarafrekssögunni?

Get sagt þér að það er rangur misskilningur hjá þér!

Hann er bara farin að hjálpa vini sínum Halo

 


Hafnað um viðskipti sem íslenskum ríkisborgara búsettum í Danmörku!

Á þessu átti ég ekki von og hef stundum efast um fréttir þessa efnis. En nú er ég reynslunni ríkari. Síður en svo skemmtileg reynsla en ég ætla samt að deila henni með ykkur því mér finnst eins og þetta geti ekki staðist lög um viðskiptahætti.

 

Þannig er að ég hef um nokkurt skeið verið með símaáskrift hjá símafélaginu 3

Mér hefur líkað það vel. Í síðustu viku fékk ég sent frá þeim áhugavert tilboð um nettengingu og ákvað að taka því tilboði. Ég fór í gær til að ganga frá því. ég var beðin um vegabréf eða ökuskírteini. Eins og áður sýndi ég ökuskírteini. Það gekk ekki, þar sem það var íslenskt. Var mér sagt að ég þyrfti að framvísa dönsku vegabréfi eða ökuskírteini, ella landvistarleyfi. Þar sem ég er norðurlandabúi þarf ég ekki landvistarleyfi, einnig gildir íslenska ökuskírteinið mitt hér, um ríkisborgararétt skipti ég ekki. Ekki gat ég fengið neina skriflega yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna þessarar höfnunar, en sagt að þeir vildu velja sína viðskiptavini sjálfir. 

Nú er það mín spurning til ykkar:

- Eru þetta lögmætir viðskiptahættir?

Ég velti því fyrir mér hvaða staða getur komið upp fyrir okkur sem búum erlendis, ef símafyrirtæki taka almennt upp þessa stefnu. Mér hrýs hugur við því og finnst þetta frekar líkjast "rasisma" en vali á viðskiptavinum. 

Hver er staða erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi, þegar kemur að því að kaupa símaáskrift og nettengingu?
Er spurt um íslenskt vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða landvistarleyfi?

 


Hvort er maður í . . .

Er bara að velta fyrir mér hvort ég "hangi " í lausu lofti eða hvort ég sé í "hlutlausum" gír. Er í svona "stuði" þar sem mér verður minna úr verki en hugsun Woundering Er til dæmis í huga mér búin að skipuleggja breytingar hér innan húss. Komin lítið lengra en að skila Stínu nabo rúminu sem fósturbarnið var með. Gerði það á mánudagskvöldið. Fattaði í gærkvöldi um níu leitið að ekkert meira hafði gerst í þessum breytingum Pinch svo ég tengdi ryksuguna og lét hana vinna sitt verk, flutti kommóðu frá einum vegg til annars. Skellti mér svo út á pall með mínum manni og horfði í lotningarkenndri hrifningu á ljósin sem hann er búin að setja í handriðið á pallinum okkar.
Já, ég hef nú ekki sagt neitt að ráði frá þessum palli og það er nú eiginlega bömmer. Þannig er að við erum að byggja "íslenskan" pall í kringum hálft húsið. Hann er með handriði og ljósum. Á pallinum eru útskot og eitt og annað sem gerir hann fínan. Um síðustu helgi vorum við í götugrilli og þá áttuðum við okkur á, að nágrannar okkar hér í götunni hafa fylgst vel með þessum framkvæmdum. Þykir pallurinn stór og flottur. Já, alveg ótrúlega stór Wink Við vorum ekkert að segja að hann á eftir að stækka, það mun líklega ekki fara fram hjá nokkrum manni þar sem stækkunin kemur í átt að innkeyrslunni. Blessað fólkið botnar hvort sem er ekkert í okkur Grin

En aftur að því að vera í lausu lofti eða í hlutlausum gír. Gerist ekkert hjá mér. Bara hugsa. úff...
Er að velta því fyrir mér hvort þetta lagist þegar ég er búin að fara til Tyrklands. Er kannski svona truflandi að vera alveg að fara þangað og svo ekki. Hélt að ég væri að fara þangað á mánudagskvöldið, vissi það um eitt þann dag að svo var ekki. Nú er ég sjálf búin að ákveða að ég fer í fyrsta lagi á laugardaginn sama hvað "Flösku Dísa" gerir.

Best að hætta þessari tímaeyðslu og fara að hengja út þvott eða var ég að hugsa um að tína tómata????

Sennilega tæmi ég bara uppþvottavélina Whistling


mömmublogg


Mamma er alltaf annað slagið að ýtreka við mig að skrifan blogg og nú ætla ég að verða við því, spes fyrir hana. Verst að ég veit ekkert hvað ég ætla að skrifa um svo þetta gæti orðið þokkalegur hrærigrautur 8)
Hér ríkir mikill léttir. Já við erum öll léttari. Ekki af því að við höfum verið í megrun, nei nei sussum svei, ekkert þannig.  Þarf ekki, við erum svo fín. Okkur er létt því loksins tókst bandaríska sendiráðinu í Köben að útbúa visaáritun fyrir Bryndísi, áður en startdagurinn rann út! Alveg ótrúlegt ferli, humm... eða kannski ekki ????
Nú er það ljóst að Bryndís kemst af stað í sina ævintýrareisu á föstudagsmorguninn. Hún þarf sem betur fer ekki að ferðast ein þrátt fyrir seinkun. Hann Daníel, sem við þekkjum ekki, fer líka á vegum STS til Chicaco ( hvernig er þetta skrifað? )  Þau verða samferða alla leið í terminal 1 CHC þar sem leiðir skilja, því hann er greinilega ekki að fara til Browning ;)
Til að jafna okkur á brottför Bryndísar, ætlum við að eyða helginni í Köben hjá Balda og Birnu. Þau verða reyndar að vinna alla helgina en ... sóóóó????? Miðjubarnið hún Ingunn, verður bara að vera ein heima, passa hundinn og húsið og mæta í vinnu. Þannig er það þegar maður er miðjubarn. Kannski breytist það smá þegar hún verður eina barnið á heimilinu??? Þ.e.s. ef við verðum heima til að sinna henni???
Jú, jú ,við eigum efti að hafa það kósy, horfa á grínmyndir, borða popp og veltast um í notalegheitum í herberginu hennar Bryndísar, sem við ætlum að breyta í sjónvarpsherbergi á meðan hún er í US og A. Það eru auðveld heimatök við því nú eru í herberginu 3 sjónvörp 8), 1 dvd og fín hljómtæki. Sjónvarpssófinn fer þangað eftir helgi. Þá er planið að færa rúmið hennar Bryndísar, tímabundið, inn í tölvuherbergi. Skila Stínu Nabo rúminu hennar, já einmitt Palli minn, takk fyrir lánið ;) þá fara grænu stólarnir 2 í stofuna ásamt stóra sófaborðinu. Þar verður bara kósy, ekkert sjónvarp. Gott að fá einn gest í einu og einn að taka á móti honum. Ekki pláss fyrir fleiri nema við stofuborðið :haha: 
Já, mamma og þið hin, ég varaði ykkur við. Þetta er ruglblogg og þannig má það líka vera með gríni og alvöru blandað saman eftir uppskrift sem ekki verður látin af hendi svo glatt.

Getið nú. Hvað er grín og hvað er alvara.....

Farin. . . 

         að velta fyrir mér hversvegna hér er enginn gestagangur miðað við á hinni síðunni og þó er sama bullið oft birt á báðum stöðum 
Woundering
Bíst ekki við að verða klókari af þeirri pælingu, ef hún verður þá nokkur þar sem lífið bíður upp á svo margt skemmtilegt Wizard

Hjúkket!!!

Leit á stjörnuspánna mína hér á mbl.is og ákvað að hún væri skrifuð til mín LoL

LjónLjón: Horfðu fram hjá smáatriðunum og sjáðu það sem skiptir máli. Þú hefur meiri stjórn yfir aðstæðum en þú gerir þér grein fyrir. Æfðu þig seinna í dag.

Tek þetta þannig að nú sé ég að ná stjórn á einhverju af því sem er að gerast í sendiráði USA í Köben, má ekki minna vera en baks mitt fari að skila árangri. Halo

Mikið líður mér betur að hafa áttað mig á þessu. Um leið og prinsessan er send af stað til Tortryggnislandsins(vonandi á föstudaginn) þá ætla ég að eyða helginni með mínum ekta manni í Köben, kíkja á einkasoninn og tengdadótturina Joyful Ó já ekki væri leiðinlegra að finna eina frænku og kíkja á merka atburði Cool Er vís með að hoppa af á heimleiðinni til að taka eina flugferð suður á bóginn og sjá hvort ég finn ekki fósturbarnið. Gæti verið að það sé að ganga upp líka Wizard Heyrði í snúllunni í vikunni í gegnum gemsa sem ekki var hennar eða mömmu hennar, bara e.h. númer í Tyrkjalandinu. Hún bíður alllavega spennt eftir að ég komi Smile

Nú er best að snúa sér að náminu og bíða eftir tilkynningu frá sendiráðinu um að afskipti mín hafi komið Visamálinu á rétt ról Whistling

Pollróleg en kát, þökk sé stjörnuspánni sem ég vel að trúa í dag.

 

Munið við veljum okkur viðhorf Grin


Hvernig . . .

eru reglurnar þegar gefið er út visa á USA? Þurfa að líða 2 sólahringar frá því visað er gefið út þar til má fara?

Er bara alveg búin að fá nóg af því að koma svona umsókn í gegn. Vildi að prinsessan hefði valið sér annað land en tortryggna USAlandið  Shocking Furðulegar reglur um dagsetningu upphafsdags dvalar og þær hafa valdið því að ekkert er að ganga upp. Finnst þetta eitt allsherjar bull!!!Gæti notað tíma minn í skemmtilegri hluti en að bíða klukkutíma í símanum eftir að fá samband við starfsmann í sendiráðinu, skrifa meil og ítreka með símtölumm, að ekki sé minnst á allt ferðalagið til Köben svo hægt sé að vera á staðnum til að sækja um þetta "merkilega" plagg  Angry

Er samt í smá æfingu, því ég er búin að hringja svo oft í Iceland Express og bíða þar í símanum til að fá svör sem ekki skila neinu enda er ég alveg búin að missa álítið á þessu fyrirtæki!!! En ég gef mig ekki og ætla að halda áfram uns ég fæ skrifleg svör frá þeim. Er nefnilega búin að senda þeim meil 4x vegna flugseinkanna í ágúst og svo virðist sem þeim þyki ekki ástæða til að svara!

Pollróleg Halo


Seinkanir á flugi hjá Iceland Express

Er það ekki fréttnæmt hversu miklar seinkanir eru og hafa verið á flugi hjá Iceland Express?

Er það ekki fréttnæmt að flugfélag geti valsað með flugtímann eins og þeim hentar án þess að vera bótaskyldir við flugfarþega???

Er það bara mér sem ofbíður?

 


Réttlætanlegt eða óásættanlegt???

Er að velta því fyrir mér að þegar ég þarf að breyta minni flugáætlun, þá hef ég samband við viðkomandi flugfélag, fæ breytingu á flugáætluninni og borga fyrir það um fimm þúsund krónur. Mér finnst það ásættanlegt.

En...  þegar flugfélagið þarf að breyta flugáætluninni minni, þá þarf það það ekki að borga mér krónu! Nú er það þannig að ég og mín fjölskylda erum talsvert á flugferðinni og því fylgir ákveðið skipulag. Vinna þarf að passa saman við ferðaáætlun,  tíma þarf til að pakka niður og ná út á viðkomandi flugvöll sem er í nokkurra klukkustunda akstursleið frá heimilinu. Stundum er líka um áframhaldandi flug að ræða. Nú höfum við lent í breytingum af hálfu flugfélagsins fimm sinnum á 10 dögum. Þessar breytingar á flugáætlun flugfélagsins hafa borist okkur með vel innan við dags fyrirvara.  Þetta hefur í öllum tilvikum komið sér illa fyrir okkur.
Við eigum, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu, engan rétt á að krefja það um greiðslu vegna þessara breyttu flugáætlana.  Mér finnst það óásættanlegt. Í einu tilvikinu var boðið upp á flugvél þar sem fólki var pakkað svo þétt í sætaraðir að ógerlegt var fyrir smávaxið fólk að hreyfa fæturna eða halla sætisbaki. Þá var vart pláss fyrir matarbakka. Ekki var heldur hægt að lesa blöðin nema halda þeim hátt yfir höfði sér.

Er þetta í lagi?

Hver er réttur neytenda í svona tilvikum í raun?

Getur þetta virkilega gengið svona?

Hvað finnst þér? 


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband