Ástand?

Ég er í talsverðum vandræðum þessa dagana. Vandræði mín stafa af vinsældum sem ég verð að viðurkenna að ég kæri mig ekki um. Já, ykkur er óhætt að trúa mér. Þó svo ég sé fædd í ljónsmerkinu og allt það, þá er ég bara engan veginn að fíla þessar vinsældir mínar!

Þessar vinsældir hófust einn blíðviðrisdag fyrir skömmu en rénuðu svo og það var von mín að með töku B1 vítamínsins myndi mér takast að slá á þessar vinsældir mínar. Ég er svo vítamín og bætiefna sinnuð, tel það lausn á flestum vanda. Halo

Eitthvað hefur kenningin klikkað eða ég gleymt að taka bjögunarbætiefnið... Pinch

Ósköpin hófust aftur í fyrradag, þegar ég eins og bersekkur (vil ekki segja valkyrja, nýbúið að vera 19. júní) var að berjast við þyrnigerðið mitt hér utan vert á lóðinni. Ég var vopnuð glæsilegri rafmagnshekkklippu, í hlaupaskónum mínum, fallegum top og snyrtilegum buxum (ekki uppáhaldsbuxurnar). Ég hafði grun um að það bæri eitthvað í gangi (sjötta skilningarvitið?), en ýtti því frá mér, var í svo brjálaðri baráttu við þyrnihekkið að ég áttaði mig ekki á því sem einnig var að gerast! Þar sem ég barðist þarna hetjulega með hekkklippurnar að vopni við þyrna, arfa og gras (já, sló bara hel.... grasið þarna á bak við í "leiðinni") þá sló út á mér svita svo ég sá ekki út um gleraugun  né heldur vissi ég þá alltaf hvar ég var að klippa. Lét það ekki á mig fá en barðist eins og hetja (riddari?), hálf blinduð af svitataumum á gleraugunum, við að klippa hekkið. Það tókst. Reyndar virðist mér, að mér hafi tekist að þynna það ansi mikið, alla vega er ekki laufblað á þeirri hlið sem snýr út í átt að opnu svæði kommúnunnar! Ég segi bara ha ha . . .   Gott á kommúnuna að hekkið mitt er ljótt þeim meginn. Sama er mér. Bandit

En... aftur af þessum vinsældum mínum. Þegar hekkklippuberseksbrjálæðisbaráttuæðið rann af mér (með svitanum) þá áttaði ég mig á að ég var orðin geðveikt vinsæl af MYG W00t

Dem...   dem...   dem...

Já, krúttin mín, þið sem höfðuð úthald í að lesa hingað. Litla sæta ljónið er nú útbitið og var nú ekki á bætandi eftir árásir þyrnirunnans á viðkvæmt prinsessukennt ungmeyjarhörund. Humm... smá ýkjur þetta er nú að verða þykkur skrápur. Má nú ekki ljúga ykkur full svona í einni færslu.

Til að staðfesta minn þykka skráp, tók ég mig svo til í gær og lenti (aftur) í árekstri við kantstein. Í þetta skiptið eyðilagði ég bara einu buxurnar sem ég vil vera í og bætti við örasafnið mitt á hnjáskeljunum. Alltaf gott að eiga nóg af einhverju. Grin

PL079

Eigið góðan dag.

Mín bíða mikil ævintýri í dag!

LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Gangi þér vel í baráttu dagsins hver sem hún verður :) Ég er ein af þeim sem flugur hafa sýnt talsverðan áhuga í gegnum tíðina, mér til mjög lítillar gleði, þangað til ég fattaði þetta með b-vítamínið. Svo nota ég líka sítrónusápu yfir sumartímann og ímynda mér að það fæli burt flugurnar. Ég veit samt ekkert hvort það er að virka, ég bara þori ekki að hætta því. Kannski er flugunum alveg sama og ég verð bara súr eins og sítróna :)

Thelma Ásdísardóttir, 21.6.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þarf að skoða þetta með sítrónusápuna Hvað gerir maður ekki til að vera í "friði"? Varðandi ævintýri dagsins þá segi ég bara að að þau eru þegar orðin fleirri en ráð var fyrir gert! Hver sem útkoman Gaman að þessu...

Guðrún Þorleifs, 21.6.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flugur koma ekki nálægt mér og bita mig aldrei. Og ég sem hef verið svo lengi að velta fyrir mér hvert sé mitt stóra lífshlutverk..það er augljóst . Flugnafæla!!!!

Hvernig datt mér ekki dottið þetta í hug fyrr....takk fyrir færslu sem breytir lífum Guðrún mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 12:04

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæra flugnafæla, njóttu hlutverks þíns með æðru og sóma en ekki hégóma

Nú ætla ég að taka til hendinni, humm...  nú ætla ég að fara gera eitthvað...

He he... það sem ég meina er að ég er svo glöð yfir að hafa orðið þér svona að liði, að ég er að hugsa um að husa um að fara að gera eitthvað hér heima. Er nefnilega búin að flandrast út í bæ og fara í svona líka sniðugt viðtal

Sagði það: ég er með ritræpu...

Guðrún Þorleifs, 21.6.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flugur eru ekki skotnar í mér sem betur fer. Það er örugglega vont að vera svona vinsæl meðal þeirra. VOna að þær bíti ekki fast.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Heppin ertu Ásdís! Venjulega er ég ekki svona vinsæl, en það koma ár sem þetta er svona og svo slepp ég í annan tíma Ég á það til að bólgna nokkuð mikið undan þessu og eitt sinn sátum við föst í höfn í 3 daga því ég var svo bólgin á hægra handarbaki alveg upp undir olboga! Ég var nefnilega á seglunum þegar þetta var og minn maður gat ekki leyst mig af því hann var þrí-handarbrotinn á annari henndinni Ferkar fyndið ástand og stelpurnar of litlar þá til að bjarga En við áttum góða daga í eyjunni sem við vorum föst í

Vá... ég er enn með ritræpu

Guðrún Þorleifs, 22.6.2007 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband