Lán

Lán = að láni

Lán = gæfa

Fór aðeins að velta því fyrir mér í dag hve mikið lán/gæfa það er að eiga góða foreldra. Orsök þess að ég fór út í þennan þankagang er bloggið hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar

Það er með mig sem hana að báðar höfum við alist upp hjá foreldrum sem hafa elskað okkur, stutt okkur, verið til til staðar á sínum forsendum og okkar forsendum, þ.e. gagnkvæm virðing og væntumþykja. Nú er mamma hennar mikið veik, tímaglasið hefur sinn gang. Ásdís er döpur og það er þess vegna sem ég var að hugsa þetta. Ástæða dapurleikans er fólginn í þeirri væntumþykju sem hún ber til móður sinnar. Allt sem móðirin hefur verið í lífi hennar í meðbyr og mótbyr. Gleði og sorg. Gott að geta verið leiður, dapur, sorgmæddur vegna slíks láns, slíkrar gæfu.

Ég hitt um daginn 10 ára snót sem komið hafði verið fyrir á heimili fyrir börn sem ekki geta verið á heimili foreldra sinna. Þessi litla snót sagði við mig eftir  þriggja vikna dvöl á ókunnum stað: Hér vil ég alltaf vera. Ég varð hissa og spurði hvers vegna? Sú stutta sagði: hún mamma mín kann EKKI að vera mamma! Þegar barn afneitar foreldri sínu með slíkum hætti, hefur mikið og margt slæmt gerst.

Mín kynni af börnum er sú, að það er með ólíkindum hvað þau finna sig í að hálfu foreldra sinna. . .

Þessi snót á sennilega ekki eftir að vera döpur og leið eins og hún bloggvinkona mín er núna.

Það er gæfa að eiga góða foreldraInLove
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan mín. Hjartans þakkir fyrir þessi fallegu orð, þú skilur mig alveg. Þetta verða erfiðir dagar, en hjörtu manna eru missterk og gamla mín hefur gott hjarta en málið er að hún er tilbúin að fara og finnst þetta orðið gott. Hún er allavega södd og sæl og innan um þá sem hún elskar mest.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Tengdapabbi minn lést í febrúar sl.  Það var mikil lífsreynsla. Hann var svo góður maður og við elskuðum hann svo mikið, en þarna var hann búin, tilbúin að fara. Ári áður var hann svo veikur að læknarnir hugðu honum ekki líf. Vidu setja það í hendur barna hans að ákveða hvernig framhaldið yrði. Þau völdu lífgjöf og það gaf honum heilt ár með okkur Þvílik tilfinning, upplifun, reynsla. . . 

Mamma þín velur sitt og það ber að virða. Þykir svo vænt um þig mín kæra  

Knús og famlag  

Guðrún Þorleifs, 8.7.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband