Uppruni konu

Röm er sú taug...
Sennileg var eitthvert framhald á þessu en það man ég bara ekki. Blush
Datt þetta í hug áðan.
Nú er ég búin að búa í DK í rúm 8 ár. Frekar skrítið. Mér finnst 8 ár langur tími svo ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta gerðist og þó... önnur saga. Wink
Þegar kona hefur búið í svona lengi í útlöndum er hún búin að hitta marga íslendinga sem hafa komið til SDB í mislangan tíma og farið svo heim. Þetta verður til þess að kona hættir að hafa áhuga á að stofna til kynna við fólk, því áður en hún veist af þá eru vinirnir fluttir aftur til Íslands.  Auðvitað myndast samt vinakjarni og kunningjar eru nokkrir. Gott mál.
Eftir að hafa búið svona lengi í SDB þá telur kona sig nú falla aldeilis vel inn í danska hjörð og sé því ekki auðkennanleg sem íslendingur þegar íslendingar verða á vegi hennar. Ég er þá til dæmis að tala um ef ég mæti bíl á íslensku númeri og ég á mínu danska. Wink Nú eða ef ég sé íslending í fallegri íslenskri flíspeysu. Já, þá veit ég auðvitað að þarna er íslendingur á ferð en viðkomandi veit að sjálfsögðu ekki að ég er íslendingur.

He he. . . það er sko þarna sem ég flaska. Pinch

Mín elskar nefnilega íslenska hönnun Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þegar ég bjó í London þá var aldrei neinn efi þegar Íslendingar voru á ferð  það fylgdi þeim svo mikill hávaði, einu sinni vann ég í tískuverslun og passaði mig að láta aldrei vita að ég væri frá Íslandi því mér fannst stórkostlegt að hlusta ruglið í þeim  Pínu nastí ég veit!!!   en ekki gæti ég þekkt þá á klæðnaðinum þar sem ég þekki ekki Íslenska hönnun,

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið Huld mín. Kannast við það sem þú lýsir frá London. Strikið í Köben er bara verst

Góða helgi

Guðrún Þorleifs, 20.10.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Hann Óskar minn nennir aldrei á Strikið, ja nema búðir séu lokaðar hann þolir ekki hávaðann og troðninginn.  Kveðja til SDB.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mér fnnst nú t.d. best að vera í íslenskri flíspeysu, enda á ég 3 Ekki fer ég að ganga í danskri flíspeysu þegar íslensku eru flottari
Er hægt að líkja þessu við arabakonurnar sem ganga með slæðu og klæðast síðum flíkum? Ég þoli nefnilega ekki þess háttar klæðnað á ungum stelpum. Mér er alveg sama hvað konur gera... eða ....

Guðrún Þorleifs, 22.10.2007 kl. 18:46

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ditto, dansk er godt !!!

Lys og Kærlighed til dig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 20:55

6 Smámynd: Linda

Það er svo langt síðan ég var í DK, var bara barn þá og eins og börnum er vant þá kunni ég því vel að vera í útlöndum.  Hinsvegar bjó ég vestan hafs og þegar maður heyrði íslenskuna talað, þá var maður svo hrifin og sveif af fólkinu eins og villimaður og það vissi ekki hvað það átti að gera, enda ekki vant því að fá svona innilegar móttokur frá ókunnugu fólki hahahha Eflaust hefðu þessu ágæta fólki einna helst langað að segja "klikkaðir kanar" hahah, en þarna voru jú bara klikkaðir íslendingar með heimþrá og ást á landanum hahahah, greyið fólkið...

Linda, 26.10.2007 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband