Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Nú verða íslenskar konur að taka sig á!!!
Gengur ekki að við séum feitari en þær dönsku. Ekki nógu hollt og ekki nógu flott
Hollt mataræði og hreyfing er lykilatriði í velferð hverrar konu. Að taka sig á, í alvöru, ekki bara vera að spá og láta sig dreyma um betri lífsstíl. Finnið leiðir sem henta til að lifa hollara lífi! Leiðir sem þið getið lifað með. Skyndilausnir eru ekki lausnir. Misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Líttu á hvað þú ert að gera, hvað þú hefur verið að gera, hvað þarf að laga, hvernig getur þú gert það og hvenær ætlar þú að gera það. Langtíma markmið og skammtímamarkmið. Skref sem eru ekki stærri en að þú ræður við þau, nærð tökum á þeim og getu til að halda áfram og bæta við. Þá mun þér ganga vel.
Danskar konur eru samkvæmt þessari könnun grennri en íslenskar. Færri í yfirvigt. Ástæðan er sögð að þær hjóla mikið og það er rétt. En margar danskar hjólakonur reykja alveg rosalega!!! Það er bara ekki verið að kanna það í þessari athugun. Hvort betra er að vera með pest eða kóleru læt ég ósagt en hvet íslenskar konur til að taka á sínum málum í fullri alvöru, sjálfrar sín vegna.
Gangi þér vel!
Farin út að hjóla
ps.
Maður fær flottan rass af að hjóla, það þarf ekki að fara í dýra líkamsræktarstöð til þess
![]() |
Íslenskar konur þyngri en þær dönsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 28. ágúst 2007 (breytt kl. 07:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um daginn gerðist það hér í Suðursólarborg að eldri herramaður er kom akandi á vespu sinni um eina af götum borgarinnar ók aftan á bíl á ferð. Ökumaður bifreiðarinnar, vösk ung kona stoppaði bílinn, vatt sér út og athugaði með manninn. Hann hafði ekki slasast og sagði henni að hún þyrfti ekkert að vera að hringja á lögguna, hann muni borga skaðann. Ekki hlustaði hún á það og innan skamms var pólití borgarinnar mætt á staðinn. Þeir snéru sér að ökumanni vespunnar og spurðu:"Hefur þú verið að drekka í dag?" Ökumaður vespunnar brosti sæll og svaraði:"já, ég er búin með 24 bjóra í dag".
Þeir þurftu ekki að nota þvaglegg
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 27. ágúst 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
í bili að minnstakosti.
Hverju er lokið?
Rólega lífinu mínu
Danmerkurdvölin hefur ekki getað breytt genunum í mér. Þrátt fyrir að ég hafi á köflum reynt samviskusamlega að hægja á og dingla mér, þá kemst ég alltaf að þeirri niðurstöðu ansi fljótt, að það sé leiðinlegt
Ekki nógu mikið að gerast
Svo á morgunn hefst fjörið og stendur allavega fram í janúar og ef það gengur eftir, þá tekst mér kannski að gera annað plan sem gerir mér fært að klára það sem ég er að prófa mig áfram með núna
Lífið bíður upp á möguleika.
En það er engin trygging fyrir því að á þeirri leið sem nú er að hefjast finnist ekki nýir möguleikar sem ég veit ekki af núna og því mun ég áfram vera með augun opin fyrir því góðir hálsar
Nú hefst það . . .
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 27. ágúst 2007 (breytt kl. 10:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rigning síðustu 14 daga hér á Suður -Jótlandi er farnin að segja til sín. Úrkoman hefur verið þvílík að stöðuvötn hafa myndast á ökrum og í skóglendi. Verð að segja að mér finnst fallegt að sjá þessar tjarnir í skóglendinu en þær eru ekki vanar að vera þarna og hverfa þegar himininn hættir þessu heljarinnar skæli. Það er nefnilega þannig að vatnið er svo mikið að það er farið að brjóta sér farveg. Farvegur vatnsins er ekki alltaf á heppilegum stað fyrir okkur mannfólkið.
Hér fór sannarlega betur en verr.
Síðastliðið mánudagskvöld ók lestin frá Kaupmannahöfn til Sönderborgar eftir þessu járnbrautarspori.
Ekki var vitað af þessu jarðfalli sem komið hafði í kjölfar úrhellisrignigar undan genginna daga.
Lestin fór yfir þetta jarðfall á 80 km hraða!
Nú eru engar lestarsamgöngur til Sönderborg. Allir sem ætla með lest þurfa að taka rútu til Tinglev og stíga þar á lestina!
Skondin tilviljun að á mánudaginn var einn af þingmönnum okkar Suður-Jóta ( Radikal-Venstre) að vekja athygli á ástandinu í lestarsamgöngum hér til landhutanns. Ástæðan til þeirrar opinberu gagnrýni var að þingmaður af Sjálandi hafði boðið einhverjum fyrirmönnum sem sitja á peningakassa járnbrautaumbóta í lestarferð um Sjáland til að kynnast af eigin raun lélegu ásigkomulagi brautasporanna. Okkar þingmaður sagðist ekki efast um að lestarsporin á Sjálandi væru léleg, en verra væri það hér, þar sem þau væru ekki til staðar lengur. . .


Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 23. ágúst 2007 (breytt kl. 10:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kom þú fagra veröld,
með öllum þínum möguleikum.
Leggðu að fótum mér,
leyfðu mér að njóta með mínu fólki.
Láttu okkur muna
að meta allt sem gott er.
Að vera þátttakendur í núinu.
Að vera og njóta.
Alltaf.
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 22. ágúst 2007 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga að hér við hliðina á okkur er annar heimur.
Vissuð þið það?
Nú er ég ekki að tala um andaheim eða neitt í þá átt sem það nú getur farið.
Ég er að tala um heim sem er nýtilkomin og við erum að nota dags daglega.
Við notum hann og erum kannski ekki meðvituð um hvernig hann virkar eða að við séum þátttakendur í honum eða bara alls ekki þeir þátttakendur í hinu raunverulega lífi á þann hátt sem við höldum.
Er þetta að verða torskilið?
Ég er að tala um heim sem byggður er upp á tækni. Tækni sem gerir kleift að eiga samskipti við aðra sem ekki eru til staðar þar sem þú ert.
Ég er að tala um mátt smsa.
Að vera til staðar, að eiga samskipti við aðra sem eru ekki á staðnum.
Að þeir sem eru á staðnum vita ekki af samskiptunum við hina sem eru ekki á staðnum.
Að þeir sem eru ekki á staðnum vita ekki af samskiptunum við þá sem eru á staðnum.
Eintal - fleirtal.
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 20. ágúst 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ljón: Plánetnurnar benda þér á möguleika sem þér voru ekki ljósir fyrr. T.d er möguleiki að vinna starfið sitt og verða ríkur í frítímanum.
Nokkrum dottið þetta í hug
Skoða málið.
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 20. ágúst 2007 (breytt kl. 05:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 16. ágúst 2007 (breytt kl. 08:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 13. ágúst 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurning dagsins:
Er ég að fara út að sigla?
Hugmyndin er að sigla hér upp í Alsund og liggja við akkeri eða ef tími er til að sigla upp í Dyvig og liggja í höfninni.
þetta sumar hefur ekki verið sumar siglinga.
þetta sumar hefur verið sumar breytinga og framkvæmda, skreytt með gegndarlausri rigningu og á köflum full vindasamt úr vestri sem er verra en austan vindur hér um slóðir. Búin að læra það
Er í vinnunni núna á 24 tímum. Ferlegur munur að klára þetta svona. Eina vandamálið er að muna hvenær á að mæta í vinnuna
Ég á mér ekki von... um að breytast í rólegan dana á ég við. Er nefnilega svo mikill íslendingur að ekkert getur lagað tað Reyndar er ég búin að lifa rólegu lífi í nokkra mánuði en váá... ég var ekkert duglegri. Segi nú ekki að garðurinn hafi fengið aðeins meiri tíma en venjulega en samt held ég að ég sé best þegar nóg er að gerast, annars leiðist mér
Spurningunni er enn ekki svarað. Kemur allt í ljós eftir hádegi. Bara bíða. Ekkert mál

Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 10. ágúst 2007 (breytt kl. 09:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson