Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 13. desember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili er ekki eitthvað sem fólk velur sér, heldur kostur sem fólk verður að taka því það getur ekki lengur búið á heimili sínu, heilsu sinnar vegna. Þetta er stórt skref fyrir viðkomandi og nánustu aðstandendur. Því er mikilvægt að hjúkrunarheimilin séu í stak búin til að sinna hlutverki sínu.
Að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili er stór breyting í lífi hvers einstaklings. Tengdafaðir minn átti þá ósk heitasta að geta búið heima hjá sér eins lengi og kostur var. Hann taldi þó líklegt að hann kæmist ekki hjá því að flytja á dvalar-/hjúkrunarheimili. Honum þótti það ekki góður kostur en tók þá ákvörðun að venja sig við lífið þar með því að fara þangað nokkrum sinnum í viku og borða þar hádegisverð. Þetta var hans aðlögun að því er seinna kom. Þá þekkti hann bæði heimilisfólk og starfsfólk og hið óumflýjanlega varð honum auðveldara. Önnur öldruð vinkona mín sem átti eins og svo margir þá ósk að geta búið heima hjá sér alla tíð, þurfti heilsu sinnar vegna að gefa þá von sína upp og flytja á dvalarheimili. Hún hefur nú búið þar í nokkur ár. Þegar ég heimsæki hana segir hún mér að hún hafi það "svo sem" ágætt þarna á Hælinu. Sannarlega hefur hún það, því hún er þarna í öruggu umhverfi, heilsan leyfir ekki lengur að hún geti sinnt sér og heimili sínu án aðstoðar. Fólkið á dvalarheimilinu sem staðsett er úti á landi þekkir hana og hennar. Það er sæmilegasta festa í starfsmannahaldi og hjálpar það mikið til.
Þegar faðir minn fór á hjúkrunarheimili var það vegna þess að hann var orðin svo mikill sjúklingur og þurfti því á mikilli faglegri umönnun að halda. Hann hefur dvalið á hjúkrunarheimili í Reykjavík í nokkur ár. Þar er enginn sem þekkir hann frá því áður en hann veiktist, engin sem þekkir okkur. Þar eru endalaus mannaskipti, manneklan og mikið af ófaglærðu fólki sem ekki talar íslensku. Á meðan "Góðærið" át upp þjóðfélagið okkar var ekki hægt að manna stöður þarna með fagmenntuðu fólki þannig að það héldist í starfi. Þetta hefur verið erfitt fyrir hann. Hann er háður öðrum með allt sitt líf. Hann dregur andann og sér með augunum sínum. Næringu fær hann í gegnum sondu. Þegar hann hefur "fótavist" er það í hjólastól sem er eins og ferlíki því hann er lamaður, spastískur og allur hnýttur. Við erum að tala um mann sem áður var heilsuhraustur, vinnusamur maður, kærleiksríkur og umhyggjusamur faðir og eiginmaður. Akkerið okkar. Í dag er hann eins og áður sagði, öðrum háður með allt og þess vegna er það svo mikilvægt að öll umönnun í kringum hann sé fagleg og vel gerð því hjá honum má ekkert út af bregða. Í sumar hafa verið ráðin sumarafleysingabörn til starfa á deildina hans. Það hefur komið niður á honum. Það er ekki sjálfgefið að 18 ára barn hjúkrunarfræðings á staðnum hafi fag- og verkþekkingu móður sinnar. Ég ætlast ekki til þess. En ég ætlast til þess og finnst eðlilegt að með svo mikinn hjúkrunarsjúkling sem faðir minn er, sé fólk sem kann til verka til að sinna honum. Líkamlegt ástand hans fer ekkert í frí þó starfsfólkið á deildinni sé í fríi. Að faðir minn eftir þetta sumarfrís ástand er nú með mein sem ekki voru þar fyrir sumarfrí finnst mér alvarlegur hlutur. Með hans heilsu á ég ekki von á að fótamein grói. Sár sem kom þegar óharðnaðir sumarafleysingaunglingar voru að setja hann í hjólastólinn. Eða kannski kom það af því fóturinn var ekki rétt settur í fetilinn og hefur því lent utan í vegg eða öðru sem særið viðkvæmt hörundið. Hann var í höndunum á fólki sem ekki kunni til verka sinna. Finnst líklegt að þarna sé komið varanlegt vandamál. Að koma heim til Íslands nú í sumar og ætla að eiga góðar stundir með föður mínum fór öðruvísi en ætlað. Sorgin yfir því hvernig umönnuninni á honum var háttað var stór og þungbær. Hann getur ekki kvartað. Hann getur bara horft á þig með tillitsfullu augnaráði sínu og þú veist að hann spyr: hví getur fólkið ekki hugsað betur um mig?
Segir gengið á rétt sjúkraliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 14. ágúst 2009 (breytt kl. 12:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Síðustu vikur og mánuðir hafa ekki kallað á neitt sérstaka þörf til að blogga. Ástandið á Íslandi setur sterkt mark sitt á mann þó maður búi ekki á landinu. Einstaka blogg hefur verið sett inn meira svona til að gera en Gera.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera óvenju mikið á Íslandi það sem af er þessu ári. Mér finnst það gott en það er líka gott að koma hingað heim í kreppuna, atvinnuleysið sem hér er. Gott því það er ekki eins slæmt og Heima. Sennilega svona Pollýönnubull. Mér finnst það nefnilega alveg "fokking" ómögulegt að vera hér í atvinnuleysi. Útlendingur, dýr starfskraftur í mínu fagi og sennilega frekar kresin á hvað mig langar að gera eða ekki gera En það reddast
Eitt af því sem ég hef verið að nota tíma minn í er íslenskt handverk. Ég prjóna smá sjálf en ég fylgist líka mikið með því sem er að gerast á Íslandi í þeim málum og hef gert lengi. Nú er það auðveldara með FB
Mér finnst stórkostlegt að fylgjast með þróun íslensks handverks. Það eru magnaðir hlutir að gerast í íslenskri hönnun!
Íslendingar eru að mínu mati alveg einstaklega sérstök þjóð. Fólkið í landinu okkar getur svo margt og hefur hvert og eitt svo stórt hlutverk í samfélagshjólinu. Ef að þjóðarsálin verður ekki kæfð með þessu ICE Save ógeði þá mun hún ná sér upp úr þeim öldudal sem nú ríkir með einstökum kröftum. Ef ICE Save reikningunum verður troðið upp í afturenda þjóðarinnar (afsakið orðbragðið) þá mun hún verða bugðuð til langrar framtíðar.
Nú er ég búin að tjá mig um þetta og komin að því sem ég ætlaði að blogga um.
Ég ætla nefnilega að segja ykkur frá og kynna fyrir ykkur uppáhaldslagið mitt.
Þannig er að um daginn fjárfesti ég í tveimur geisladiskum.Ég var í "kreppuferðalagi" með mínum ástkæra og eins og tæknin er, þá er auðvitað nettenging í bílnum og gildir þá einu hvort maður er í DK eða SE. Slíkar aðstæður nýtir kona sér þegar ekki er verið að þræða lykkjur á prjóna eða góna.
Ég nýtti mér möguleika netsins og pantaði eins og áður sagði tvo geisladiska Diskar þessir eru rammíslenskir og dæmi um frábært framtak. Þessir geisladiskar eru með hljómsveitinni Hjónabandið. Fyrri diskurinn kom út 2006 og sá seinni var gefin formlega út 2. júní sl. Hann heitir: Í minningu Jóns. Ég er yfir mig ánægð með þessa diska sérstaklega þann seinni. Hann nær mér inn að hjartarótum. Eitt lagið á honum er algerlega númer eitt hjá mér svo er annað sem er algerlega númer tvo hjá mér Ég syng hástöfum með þegar diskarnir eru spilaðir og einnig þegar minn spilar lög af þessum diskum á hljómborðinu sínu. Nú skulið þið ekki fá neinar grillur í hausinn og halda að við séum einhverjir rosa tónlistarmenn, því fer víðsfjarri.
Já og nú er ég endanlega komin að efninu og það er uppáhaldslagið mitt þessa dagana, Vorganga.
Dýrka lagið og textann og syng það í hljóði og með hljóði.
Mig langar að deila þessum texta með ykkur. Ástæðan er einföld, þetta er fallegt og einfalt, svo ljúft og einlægt.
Nú vil ég að þið sjáið þennan texta fyrir ykkar innra auga og njótið.
Vorganga.
Er á rölti, um mel og móa, mikið á ég gott,
söng í eyrum lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifnar vor.
Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.
Andinn svífur, gáfur gefast,
ef ég geng um engi,
lengi, beðið eftir því,
beðið eftir þér.
Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott.
Lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfga dott.
Gutli vatn í gúmískónum gerir ekkert til.
Er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.
Nú er vorið, gengið inn í garðinn,
græni, blærinn
kominn allt í kringum mig,
kringum mig og þig.
Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og lækinn langi að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskynið.
Hæðir birtast, grundir gróa.
Þá er gaman úti að gleðjast
einn og leika sér,
leika sér með þér.
Texti; Jón Ólafsson
Lag; Jens Sigurðsson
Er nema von að maður elski þetta land?
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 9. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eins og ég "hótaði" í síðasta bloggi þá set ég hér inn nokkrar myndir frá seinni hluta trukkaferðarinnar í síðustu viku. Að fara í svona trukkaferð er upplifun og maður sér ýmislegt á annan máta. Sem fagmaður í akstri verður maður auðvitað að leggja sitt af mörkum í umferðinni en það fer ekki hjá því að sumt vekti enn frekar furðu manns þegar maður er komin á svona stórt ökutæki
Leið okkar lá meðal annars í gegnum Ebeltoft.
Þar var verið að undirbúa bæjarhátíð og mikið í gangi.
Þar var líka þessi flotta skúta.
Samt ekki skútan okkar Billa né heldur Möggu og Hinna.
Mér finnst svona gamlar skútur algert ævintýri og elska að sjá þær út á sjó.
Þetta er eitt af því sem stingur sterkt í augað þegar maður ekur á trukk.
Þessum fannst greinilega í lagi að leggja stórum traktor með kerru í vegabrúnina rétt við umferðareyju.
Í Grenaa biðum við eftir ferju í 7 klukkutíma.
Bíll við bíl í löngum röðum.
Billi sá um kvöldmatinn þetta kvöldið
Það er ekki mikið pláss í þessum ferjum.
Það eru líka krúttleg hús í DK
Ég elska að horfa yfir grósku mikla akra
...og af því að heima er best, þá setti ég rassinn í bílstjórastólinn á fimmtudagskvöldinu þegar Billi minn, var búinn með ökutímann sinn þann daginn.
Galvösk ók ég bíltítlunni, sem vó tæp 50 tonn heim eftir hraðbraut og sveitavegum.
Gegnum hringtorg og yfir brýr.
Home sweet home
Já og þarf ég að taka það fram að ég hafði aldrei ekið þessari beinskiptu títlu áður?
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 30. júní 2009 (breytt kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 28. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 22. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tjörnin ofan við Alsund hjá Sandberg Slot
Eitt af ráðstefnuhúsunum á Sandberg Slot
"Allir" vegir í DK eru brekkulausir.
Þess vegna hjóla ég
Ég dái fegurðina í gulu Rappsökrunum á vorin.
Í fjarska sér í segl á skútu sem siglir fyrir seglum á Alsundinu mínu.
Bráðum verð ég þar að sigla
Fegurð og friður.
Ég nýt þess að hjóla í danska vorinu og sjá og skynja lífið kvikna.
Finna lyktina af gróðrinum,
halda niður i sér andanum þegar hjólað er fram hjá svínabúi.
Þjóta eftir mjóum sveitavegum í þeirri von
að ekki komi hraðskreiður bíll og þvingi þig út í kannt.
Það eru nefnilega líka ökufantar hér, mitt í allri hjólasælunni minni.
Sé að ég þarf að fara með stóru vélina og taka mynd af blómstrandi trjám og runnum.
Njótið dagsins og þess sem hann hefur upp á að bjóða.
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 12. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um daginn var ég að lesa blogg hjá einum bloggvini mínum. Viðkomandi skrifar um alvarleg mistök sem gerð voru í heilbrigðiskerfinu okkar. Hvert slíkt tilfelli er einu tilfelli of mikið. Þetta tilfelli snertir mig djúpt. Ég fylgdist með í gegnum bloggið þegar bloggarinn sagði frá því að hún hefði farið til Íslands og heimsótt þar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Hjartavernd. Mér fannst þetta eitthvað svo öruggt. Ég var á þessum sama tíma í krabbameinsskoðun hjá heimilislækni. Einnig var í gangi hér í bæ eftirlit með öllum konum frá ákveðnum aldri og var hér staddur sérstakur tengivagn sem innréttaður hafði verið fyrir brjóstamyndatöku. Alger snilld og framtakið líka. Samt fannst mér eins og ég hefði verið öruggari á Íslandi. Nú efast ég stórlega. Í framhaldi af fyrri rannsókn var ákveðið að fjarlægja legið. Ekki var neinn grunur um meinsemd, önnur óþægindi í gangi. Ég fór næstum pollróleg í þessa aðgerð hér, sannfærð um ágæti spítalanns, eftir að hafa lesið fram og til baka upplýsingabækling frá þeim um allt ferlið. Þar stóð nákvæmlega hvað ég ætti að gera á degi 1 eftir aðgerð og 2 o.s.fr.Reyndin varð önnur, það stóð ekki steinn yfir steini af því sem lýst var í bæklingnum fína. Þarna ver engin setustofa til að borða matinn í, þarna var ekki boðið upp á próteindrykki, morgunnmatur, hádegismatur og kvöldverður var í ENGU samræmi við sjúkrahúsmatarstaðalinn sem hékk á fínu skilti upp á vegg. Fagleg umönnun var einnig í molum. Þessi deild sem ég lá á, var innst á gangi sem 2 aðrar deildir voru á. Fremst var fæðingadeild, svo var háls-, nef- og eyrnadeild og innst kvennsjúkdómadeildinn. Við erum að tala um spítala sem á að þjóna a.m.k. 100 þúsund manns! Að morgni annars dags var svo útskriftin mín. Hún fór þannig fram að ég rakst á hjúkrunarfræðing á göngu minni um ganginn og spurði hana hvort ég gæti ekki farið heim sem fyrst. Jú jú ,getur farið núna. Ok, sagði ég, þarf ég ekkert að hitta lækninn sem skar mig? Nei nei, sagði hún. Humm... en fæ ég ekki lyfseðil á verkjalyf. Nei, nei, sagði hún og var en brosandi. Þú tekur bara 2x500mg Panódíl. Ég ákvað að kyngja þessu, fæ nefnilega stundum smá skammir fyrir að kyngja ekki öllu sem læknalið segir við mig. Fannst samt smá munur á þessum lyfjaskammti og morfínblandinu sem ég var á hjá þeim. En hvað veit ég? Rúm 20 ár síðan ég var rist á kvið síðast og þá nær dauða en lífi og man lítið eftir verkjum. Skemmst er frá því að segja að heim komst ég og var alsæl með vistaskiptin, lyfjaskammturinn var bull og því datt verkjameðferðin niður með tilheyrandi sársauka og vanlíðan þangað til tókst að fá viðeigandi lyf. Engin eftirskoðun er eftir svona ingrip. Ég hef farið vel með mig. Hlustað á ráleggingar reynslubolta. Látið heimilstörf vera sem ekki henta fyrst eftir svona aðgerð. Verið dugleg að hvíla mig og dugleg að ganga. Samt er ég oft geggjað þreytt. Líklega vegna þess að fyrir aðgerðina var ég orðin of lág í blóði. Ekkert fylgst með því. En eins gott og það nú er, að fá tíma á heilsugæslunni þá á ég þann 15 n.k. tíma hjá hjúkku í blóðprufutöku.
Já, þessi heilbrigðiskerfi eru æði. Allavega er ég enn sannfærðari en áður um, að það er ég sem ber ábyrgð á minni heilsu númer 1, 2, og 3. Ég þarf ekki að kyngja því sem fólkið í þessu kerfi segir við mig ef ég efast. Ég hvet ykkur/þig sem þetta lesið/lest að hlusta á ykkar sannfæringu og láta ekki segja ykkur hvað sem er.
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 7. maí 2009 (breytt kl. 09:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er að spá í að setja inn smá blogg.
... .... .... .... ... .. .... .... .... ..... ...... ..... ... .............
........ ... .. .... ..... .... .... ...
...... .. . .. ....... ....... ...... ........ .... ..... ..... ..... .......
...... ... ...... ..... .... .... ...... ..... .... ... .... ...... ... ....
... .... .... .... ... .. .... .... .... ..... ...... ..... ... .............
........ ... .. .... ..... .... .... ...
...... .. . .. ....... ....... ...... ........ .... ..... ..... ..... .......
...... ... ...... ..... .... .... ...... ..... .... ... .... ...... ... ....
Já, einmitt.
Veit ekkert á hverju ég á að byrja.
Hef ekki bloggað mikið á þessu ári.
Eiginlega bara lítið.
Mest vegna þess að ég hef ekki verið heima.
Verið að ferðast.
Ferðast á námskeið.
Ferðast til að sjá og hitta fólk.
Ferðast af einskærri löngun til að sjá nýtt.
Hitta nýtt fólk.
Læra nýtt.
Tileinka mér nýja þekkingu.
Vita eitthvað, um eitthvað sem ég vissi bara ekkert um.
Hitta fólk.
Kynnast fólki.
Æði.
Tíminn frá miðjun janúar til dagsins í dag hefur mikið til farið í þetta.
Smellti mér reyndar í smá aðgerð og vinn heilshugar það því að ná mér eftir hana.
Mætti ganga hraðar.
En ok ;)
Kemur...
Þessir fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa liðið svo hratt og svo margt hefur gerst.
Yndislegt að geta flakkað svona eftir hentugleika.
Yndislegt að geta nú einnig valið að vera heima og njóta þess.
Er ég flakkari eða er ég könnuður?
Veit það ekki.
En þó ég hafi ekki verið að blogga mikið eða sé mikið lesinn, þá hef ég grætt alveg heilann auð á þessu bloggi mínu.
Ó já.
Þvílíkan helling sem ég hef grætt.
Það er jú alltaf betra að græða að en tapa.
Sérstaklega er gott að græða í kreppu.
Ég ætla að deila smá með ykkur, því sem ég hef grætt.
Ég hef nefnilega verið verulega heppin hér á blogginu.
Árið 2008 kynntist ég tveimur afburðamanneskjum hér á blogginu, þessari og þessari
Árið 2009 hef ég nú þegar hitt, tvær konur sem einnig eru alveg frábærar og fyrir það þakka ég.
Er viss um að þegar þetta ár er á enda, verður "að hitta gott fólk" listinn minn orðin rosalega stór, því hann stækkaði alveg heilann helling i Ammríkuhreppi.
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 28. apríl 2009 (breytt 29.4.2009 kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fordómar koma fram með ýmsum hætti. Mest í viðhorfi og viðmóti. Skrapp á markað í dag. Var búin að ákveða áður en ég fór, að þetta væri ekkert fyrir mig. Þoli ekki svona staði. Sölufólkið er margt svo ágengt. Í mínum huga er "ágengt" það að yrða á mig þegar ég rölti í gegn. Eftir að hafa rölt þarna um markaðinn í steikjandi vorsólinni settumst við niður rétt við inngang/útgang á svæðið. Fylgdumst með mannlífinu. Ótrúlega margir Danir þarna. Einmitt hugsaði ég, komnir til að kaupa ódýrar eftirlíkingar. Mætti danskri fjölskyldu, heyrði að sonurinn var svangur og vildi gjarnan borða þarna. Nei sagði danska mamman, það er of dýrt. Hvenær eigum við þá að borða spurði soltni unglingurinn eymdarlega. Þurfum við að bíða þangað til við komum heim? Ástand
Datt þetta í hug þegar einn þjónn niður á Klukkutorgi varð fúll út í mig áðan, því ég vildi ekki borða hjá honum. Var nýbúin að borða þarna rétt hjá. Neiið mitt fór eitthvað í taugakerfið á honum, því að hann gekk upp að mér og hvíslaði: I vil alt gratis!! Ég gat ekki varist því að brosa út í annað því ég var sannfærð um að mannræfillinn hefur haldið að ég væri Dani, sem ég er auðvitað ekki. Það hvarflar ekki að mér, að hann hafi haldi að ég væri Íslendingur
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 8. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson