Fordómar

Fordómar koma fram með ýmsum hætti. Mest í viðhorfi og viðmóti. Skrapp á markað í dag. Var búin að ákveða áður en ég fór, að þetta væri ekkert fyrir mig. Þoli ekki svona staði. Sölufólkið er margt svo ágengt. Í mínum huga er "ágengt" það að yrða á mig þegar ég rölti í gegn. Eftir að hafa rölt þarna um markaðinn í steikjandi vorsólinni settumst við niður rétt við inngang/útgang á svæðið. Fylgdumst með mannlífinu. Ótrúlega margir Danir þarna. Einmitt hugsaði ég, komnir til að kaupa ódýrar eftirlíkingar. Mætti danskri fjölskyldu, heyrði að sonurinn var svangur og vildi gjarnan borða þarna. Nei sagði danska mamman, það er of dýrt. Hvenær eigum við þá að borða spurði soltni unglingurinn eymdarlega. Þurfum við að bíða þangað til við komum heim? Ástand Wink

Datt þetta í hug þegar einn þjónn niður á Klukkutorgi varð fúll út í mig áðan, því ég vildi ekki borða hjá honum. Var nýbúin að borða þarna rétt hjá. Neiið mitt fór eitthvað í taugakerfið á honum, því að hann gekk upp að mér og hvíslaði: I vil alt gratis!!  Ég gat ekki varist því að brosa út í annað því ég var sannfærð um að mannræfillinn hefur haldið að ég væri Dani, sem ég er auðvitað ekki. Það  hvarflar ekki að mér, að hann hafi haldi að ég væri Íslendingur Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlit ;)

Aprílrós, 10.4.2009 kl. 01:36

2 identicon

Sniðugt hjá þér hahahahehe. Flott hjá þér að láta ekki Danina plata þig ,hahahahehe.

Jón Reynir Svavarsson 14.4.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleiksljós frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband