Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig er þetta hægt?

Í morgunn vakti Billi athygli mína á rósaknúbb sem virtist ákveðin í því að springa út þrátt fyrir að nú væri veturkonungur genginn í garð. Þegar hann ríkir er ekki tími nýútsprunginna rósa. Litli rósaknúbburinn okkar virtist ekki hafa heyrt um þessa staðreynd eða látið hana sem vind framhjá sér þjóta.

 

 

Þetta vakti mig til umhugsunar. Þannig er mál með vexti að ég er mjög leið. Eiginlega voða sorgmædd líka. Þið vitið, svona líðan þegar tárin eru alveg að fara að renna og renna stundum. Langar þig að vita hvers vegna mér líður illa? Mig langar alla vega að segja þér það. Helst vil ég segja það sem flestum. Helst vil ég að ástæða hryggar minnar valdi umræðu sem gæti skilað árangri til lausnar á því er hryggir huga minn. Ástæðan er að þetta er ekkert einsdæmi. Of margir eru lítilvirtir á þennan hátt. Einstaklingar sem ekki geta varið sig, sem ekki geta beðið um hjálp, einstaklingar sem eiga allt sitt undir þeirri umönnun sem þeir fá.
Þið sem þekkið mig eruð án efa búin að gera ykkur grein fyrir að þetta snýst um pabba og aðstæðurnar hans. Pabbi er í þeim fjötrum að lifa í líkama sem gerir hann að miklum umönnunar sjúkling. Hann er spastískur í öllum limum. Getur hreyft höfuðið lítillega og augun hans fylgja okkur þegar við erum hjá honum. Málið er farið en tárin ekki. Hann getur setið í hjólastól sem er stór óþjáll og fyrirferðarmikill. Til að setja hann í rúmið og taka hann úr því þarf að nota sérstaka lyftu. Allur þessi útbúnaður tekur pláss.
Mamma fer til pabba í hverju hádegi og gefur honum sondu. Síðan kemur hún aftur um kvöldmatarleitið, gefur honum sondu, er hjá honum á kvöldin tekur þátt í aða undirbúa hann fyrir nóttina. Situr hjá honum, talar við hann og segir helstu fréttir, les fyrir hann, spilar tónlist eða horfir á sjónvarpið með honum. Reynir að skapa þeirra stemmingu. Þau eru jú búin að vera gift í rétt rúm fimmtíu ár og þekkja því hvort annað vel. Mamma tekur gjarnan handavinnuna sína með í þessar samverustundir þeirra hjóna. Notalegt, finnst ykkur það ekki? Þrátt fyrir allt, þá er möguleiki á að eiga notalegar samverustundir þó lífið hafi ekki fært þeim þá samveru á efri árum sem þau dreymdi um og stefndu að.

En er þetta svona?

Nei, ekki alveg. . . Það er nefnilega þannig að pabbi er á tveggjamanna stofu. Þannig hefur það verið í um 3 ár. Á þessum árum hafa "sambýlismenn" pabba verið nokkrir og þetta er ekki ádeila á þá. Þeir hafa líka verið fórnalömb þessa kerfis. Það sem er að, er að það er vita vonlaust fyrir mömmu að eiga einkasamverustundir með pabba á tveggjamannastofu, því aðeins skilur tjald á milli. Tjald sem stundum lafir uppi. Svona tjöld eru efnisþunn. Þau eru ekki notuð sem milliveggja efni hjá þér eða mér. En þetta er það sem stendur til boða og þrátt fyrir að fjölskyldan haf marg ítrekað beðið um einbýli fyrir pabba svo hægt sé að sinna honum sem þeim sjúkling sem hann er. Með aðstöðu fyrir starfsfólk með hjálpartækin hans, með aðstöðu fyrir mömmu til að geta átt síðustu stundirnar með honum án þess að þurfa að hlusta á hræddan mann í næsta rúmi bölva og ragna í ótta sínum eða hóstandi, hrópandi á ættingja svo eitthvað sé nefnt. Það er útilokað að halda sönsum við þessar aðstæður. Útilokað að eiga það einkalíf sem manni finnst að hjón eigi rétt á, þó heilsa annars sé farin. Oft hefur okkur verið vísað út frá pabba þegar við höfum verið þar um kl. 19.30 til 20.00 á kvöldin. Ástæðan er að setja þarf "sambýlismanninn" upp í rúm. Klárlega þarf það að gerast án þess að við séum til staðar. Enginn spurning. Þetta er bara svo bilað. við getum ekki litið inn til pabba á kvöldin því herbergisfélaginn er kominn í rúmið og þarf að sofa. Hans rytmi er annar en pabba. Þetta er geggjun. Hversvegna í andskotanum er ekki meiri virðing fyrir lífi fólks? hversvegna getur pabbi ekki fengið einbýli? Svo virðist, að þau einbýli sem losna á deildinni séu eingöngu fyrir konur. Því virðist ekki von um að það gríðarlega álag sem er á mömmu minnki. Mér er fyrirmunað að skilja að ekki sé hægt að koma á móts við þarfir jafn veiks manns og pabbi er. Á móts við þarfir mömmu, sem með aðhlynningu við pabba sparar deildinni ómældan starfskraft.

hvar er viðringinn við einstaklinginn? 

Hvar er virðingin við hjónabandið?

Hvar er virðingin við einkalífið?

Hvar er velferðarsamfélagið?

Er von?

Á ég að leyfa mér að trúa og vona að lausn sé handan við hornið?

Að þrátt fyrir vitavonlausar aðstæður þá munum við ekki gefast upp heldur berjast gegn "veðri og vindum" og ná árangri fyrir pabba og mömmu, svo þau geti saman átt sínar einkastundir þrátt fyrir allt?

Heldur þú að hægt sé að bæta þetta ástand?

Ef þú heldur það, segðu mér þá hvað þú telur vænlegast.

 

Fegurð

 

Í lokin er svo mynd af fegurstu rósinni minni sem blómstrar í dag. Hún gefur von eins og hinar rósirnar hér á undan. Þegar ég fór út í garð í morgunn til að taka mynd af litla bjartsýna rósaknúbbnum mínum, þessum rósaknúbb, sem gaf mér þá hugmynd að þó útlitið virtist vonlaust, þá væri samt alltaf von ef baráttan væri til staðar. Þegar ég svo var komin út í garð sá ég fleiri knúbba og útsprungnar rósir. Það sagði mér það sem ég þurfti í dag.

Lifið heilHeart

 


Íslendingur

Þá er maður komin heim aftur og farin að keyra hið daglega líf, af lífi og sál Smile Já, ég er sátt við annríkið mitt hér, því ég er að gera nákvæmlega það sem mig langar.

Það er alltaf gott að kom heim til Íslands, faðma fólkið sitt og anda að sér íslensku lofti, svo eitthvað sé nefnt.

Það er margt gott á og við Ísland. Eitt af því er ýmis matur og nammi sem er bara til á Íslandi. Það er alltaf vinsælt ef ég tek með smá góðgæti á þessum ferðum mínum. Með það í hug að gleðja dætur mínar, gekk ég inn í Nettó í Mjódd síðast liðinn föstudag. Ég var ekki ein á ferð þar. Systurdóttir mín 6 ára hélt þétt í hönd mína. Við byrjuðum á að fá okkur innkaupavagn og  svo var farið að kíkja í hillur, ýmislegt féll niður í körfuna. Eftir því sem lengra var haldið inn í búðina fór óróleiki í huga mínum að gera vart við sig. Ég er ekki vön að gera svona innkaup, en nú var ég bara nánast ekki með neinn farangur heim og jólin framundan. Ostar, harðfiskur, lifrapylsa og NAMMI. Eitthvað hafa innkaupin verið farin að undra frænkuna litlu því nú spurði hún: Guðrún frænka kaupir þú ekki hollan mat? Einmitt punkturinn, ég var mest að kaupa óhollustu og var ekki alveg að fíla tilfinninguna við það, en fannst samt mikilvægt að eiga smá nammi fyrir jólin, en ekki hvaða? Íslenskt nammi er best! Þegar þarna er komið í innkaupum mínum er ég farin að spá í hvort þessi innkaupakarfa sé dæmigerð fyrir íslending búsettan erlendis. Meðan ég bíð í röð við kassann sannfærist ég um að svo sé. sannfærist algerlega um það. Hef líka smá samvisku yfir þessari óhollustu sem liggur á bandinu, er orðið í mínum heimi þarna í röðinni, hrekk í kút þegar röðin er komin að mér að borga, því afgreiðslukonan segir við mig: FÆF ÞÁSDÚND AND NÆN HÚNDRED!!! VÁ, hvað mér brá, ég kipptist við og hrópaði: Ég er ÍSLENDINGUR!!!
Konan sem stóð fyrir aftan mig fór að hlægja og sagði: Svona er Ísland í dag og þá fattaði ég það! Afgreiðslukonan hafði ekki fattað að ég bjó í útlöndum, því síður hélt hún að ég væri svo tæp að ég kynni ekki íslensku lengur.
Málið var að  hún var ÚTLENDINGUR. . .

Ó já Whistling

 


Eftir níu klukkustundir . . .

En. . .  ég ætla að nota tímann í lestinni til að lesa um verkefni sem ég er að fara í þegar ég kem til baka, fá mér kaffi, leysa smá SDUKO og halla mér á koddann. Jamm. . .  8)

MUNA; MuNa, muna, alltaf að fá það besta út úr líðandi stund :haha:

Í fluginu heim ætla ég að kaupa mér íslenskt að lesa og og íslenskt að drekka ;)

Ég tek með mér 2 myndir sem Rósin hefur teiknað og ætla að koma þeim á sína staði. Ég tek líka með mér myndaseríu sem hún vann hjá mér um tilfinningar. Ætla að sýna fölskyldunni minni afrek fósturbarnsins. Já, loksins er allt komið í gegn. Hún verður okkar 4 daga í viku frá og með morgunndeginum!!! Hún er glöð, mamma hennar er glöð og við líka ;) Svo glöð að við skellum okkur hvort í sínu lagi til landsins okkar kæra.

Kæru vinir nú bíð ég góða nótt og líð inn í draumalandið og læt mig dreyma um allt það sem ég ætla að upplifa á landinu kæra.

 Sí jú

Wizard


Er þetta sanngjarnt?

Hér situr íslensk snót alsæl, eða ætlaði að vera það. Loksins búin að koma saman nýju skrifborði sem tekur tvær tölvur með risaskjáum og gera fínt hjá í kringum sig. Sest glöð við tæknina sína. Tölvurnar tvær farnar að virka. Elskulegur HIVE síminn virkar aftur eftir að hennar heittelskaði reif yndið úr sambandi í hjálpsemi sinni við að koma lagi á líf snótar. Þessi hjálpsemi kostaði snót, ferð undir borðundrið og af einskærri snilli tókst snótinni að raða símaleiðslum upp á nýtt. Nú virkar allt.  Aftur hægt að hringja frá Als til landsins kæra í norðri frítt. Vona að auglýsingin sé sönn. Wink
Nú þegar snótin er búin að tengja alla tæknina þá er langþráður draumur komin í uppfyllingu. Hátalarar eru nú tengdir við tölvuna. Það þýðir að aftur er hægt að spila íslenskt útvarp í beinni! En böggul fylgir skammrifi.
Nú situr snótin hér og þráir heita KJÖTSÚPU!!! Pinch
Af hverju getur maður ekki fengið ALLT?
He he...
 
Var svo ánægð áðan þegar ég fór berfætt út í garð á stutterma hlaupabolnum til að kíkja á framkvæmdir.
 
Jamm og já, hvenær verður maður ánægður? 
 
Kröfur eru þetta LoL
 
 

Lengsta helgi ársins runnin upp

Þessi helgi er lengsta helgi ársins og hef ég hugsað mér að nýta hana til fulls, en ekki hvað? Tounge
Nú tekur við vetrartími og hann hentar mér. Öll mín samskipti við Íslands verða auðveldari!
Tímamunurinn fer í 1 klukkustund og það er grundvallar atriði þegar einhver hringir frá Íslandi klukkan níu að kvöldi Grin Svona skóla- vinnusnót eins og ég sem mætir í ræktina þrisvar í viku kl. 6.00. er sko á góðri leið í draumalandið þegar klukkan hennar nálgast ellefu Halo
Alltaf eitthvað til að gleðjast yfir Smile

Reyndar gladdist ég ekki yfir stjörnuspánni minni í dag, því mér fannst hún vísa í samtal sem ég átti við skólastjórann minn í morgunn. Angry
Hér er spáin:

LjónLjón: Skrefin sem þú tekur til að verða upplýstari skerpa hæfileika þín og skýra það að draumurinn verður kannski ekki að veruleika. Þannig herðir lífið mann.

Þannig er, að ég er að reyna að sannfæra skólastjórann um að hleypa mér í gegnum námið á styttra en stutt. Hann fór eitthvað að tala um að ég væri í fullri vinnu. So what???
Ég er þeirrar skoðunar að ef mér tekst ekki að leysa verkefnin fyrir fyrstu og aðra önn saman þá á ég alltaf möguleika á að taka lítið á þriðju önninni og hvað er þá í hættu?
Þetta nám mitt er í raun 2 ½ ár. Ég fékk það samþykkt að sleppa verklegri þjálfun sökum útlits og innri fegurðar eða vegna aldurs og fyrri starfa Kissing

Hvað sem öllu líður þá er ég að vinna verkefni á fyrstu og annarri önn og skila verkefnum á fyrstu önn á undan öðrum, fá tíur eftir nýja einkunnarskalanum og meðan þetta gengur svona, stoppa ég ekki Whistling 
Þar sem allt er hverfult í þessu lífi og fátt fast í hendi, þá verður auðvitað bara að koma í ljós hvort mér tekst þetta eða hvort ég verð að sætta mig við að fara þetta á næstum sama hraða og hinir Crying

Ég er harðjaxl Cool

Góða helgi mín kæru Wizard

 


Uppruni konu

Röm er sú taug...
Sennileg var eitthvert framhald á þessu en það man ég bara ekki. Blush
Datt þetta í hug áðan.
Nú er ég búin að búa í DK í rúm 8 ár. Frekar skrítið. Mér finnst 8 ár langur tími svo ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta gerðist og þó... önnur saga. Wink
Þegar kona hefur búið í svona lengi í útlöndum er hún búin að hitta marga íslendinga sem hafa komið til SDB í mislangan tíma og farið svo heim. Þetta verður til þess að kona hættir að hafa áhuga á að stofna til kynna við fólk, því áður en hún veist af þá eru vinirnir fluttir aftur til Íslands.  Auðvitað myndast samt vinakjarni og kunningjar eru nokkrir. Gott mál.
Eftir að hafa búið svona lengi í SDB þá telur kona sig nú falla aldeilis vel inn í danska hjörð og sé því ekki auðkennanleg sem íslendingur þegar íslendingar verða á vegi hennar. Ég er þá til dæmis að tala um ef ég mæti bíl á íslensku númeri og ég á mínu danska. Wink Nú eða ef ég sé íslending í fallegri íslenskri flíspeysu. Já, þá veit ég auðvitað að þarna er íslendingur á ferð en viðkomandi veit að sjálfsögðu ekki að ég er íslendingur.

He he. . . það er sko þarna sem ég flaska. Pinch

Mín elskar nefnilega íslenska hönnun Heart


Undirskriftarsöfnun

Hún Ásdís bloggvinkona er farin af stað með undirskriftarsöfnun til stuðnings málefnum öryrkja.

Hvet þig til að kynna þér málið.


Morgunnveltifyrirmér...

Góðan og blessaðan daginn hér LoL Smá blogg í tilefni af haustfríi í skólanum.

Mætti í ræktina í morgunn galvösk rétt yfir 0.6.00. Í dag voru 4 mættir og svo bættust nokkrir morgunhrafnar í viðbót. Ég held mig alveg á mottunni og stend enn við þá ákvörðun mína að fara varlega af stað. Ástæðan fyrir því að ég  er að taka þetta af yfirvegaðri skynsemi er sú að í lok okt. í fyrra var ég á Íslandi í 6 vikur og þá var ekki annað að gera en að stunda ræktina. Ég er vön að hlaupa hér í DK í skóginum og glápa í kringum mig og njóta þess sem ég sé. Það hefur reyndar haft þær afleiðingar að ég hef stundum villst í skóginum en alltaf komið heim. Nú, að hlaupa í ræktinni er dáldið annað. Ég var þarna einn laugardagsmorguninn að hlaupa á bretti þegar ég féll niður í að glápa á  sjónvarpið. Að gleyma sér á hlaupabretti er ekki sniðugt... Whistling
Aftur að ræktinni í morgunn. 
Þetta er snilld að geta mætt svona snemma í ræktina. Alveg nýtt fyrir mér hér.

En hversvegna er maður að leggja þetta á sig?
Fyrir útlitið?
Losna við aukakílóin?
Bæta þrekið?
Auka lífslíkur?
Auka lífsgæði?
Auka lífsgleði?
Þjálfa til íþróttaárangurs?

Sennilega allt þetta og fullt af  öðru  Joyful

Eitt sem mér fannst alveg frábært í morgunn var atriði í búningsklefanum. Þegar ég var búin að æfa og kom inn í búningsklefann voru þar tvær stelpukonur og það var svo gaman að verða vitni að því hvað þær nutu þess að spjalla saman og gera sig klárar fyrir daginn. Einlægar spáðu þær í málefnin um leið og þær settu upp andlit dagsins vopnaðar stórum snyrtitöskum. Snyrtinguna unnu þær af sömu natni og þær spjölluðu. Ferlega kósý eitthvað. Einfarinn ég reddaði mér án spegils því þær voru við þessa 2 spegla sem eru í búningsklefanum. Þetta er ekki eins og í Árbæjarlaug Tounge
En snilldin hjá mér var svo sú að ég á þessa fínu snyrtitösku sem er sérhönnuð fyrir konu á fleygiferð! Þetta er græn taska sem er rúlluð saman og í mögum hólfum þannig að þegar ég rúlla henni út er komin hálfur veggur af viðlegubúnaði konu. Þessa Mary Popins snyrtitösku hengdi ég upp á snaga og þá var ég komin með smá spegil í augnhæð og sá ég svona svipað brot af sætu mér og sést á myndinni við færsluna á undan. Sem sagt meira en nóg. Á þennan hátt setti ég upp andlit dagsins sem miðast við að kona er heima þar til kemur að vinnu síðdegis og þar eru nú fáir þessa dagana og ekki ástæða til spartla mikið fésið.
Á morgunn ætla ég í ræktana þegar ég er búin að vinna. Ég ætla með vinkonu minni Spinningþjálfanum. Þá vona ég að speglarnir verði lausir fyrir okkur. Við þurfum nefnilega að tala svo mikið og gera okkur svo sætar á morgunn því þá erum við komnar í frí Kissing

Nú er hafin kafli sem á að vara lengi!!!!!!!!! 


Haustfrí

 

 himin og haf

Hress og endurnærð eftir góðan tíma í nýju ræktinni minni, ákvað ég að skella inn bloggi hér Grin
Nú er haustfrí í skólanum mínum og það þýðir meira frí hjá mér þessa viku. Þarf bara á mæta á tvær vaktir í vikunni og þá er ég næstum búin að vinna mína tíma þennan mánuðinn. Fjör Wizard

Ég er búin að bíða spennt eftir að ný líkamsræktarstöð opnaði hér í SDB. Það gerðist svo á laugardag og sunnudag að stöðin var með "opið hús" til að sýna sig og skrá inn. Dagurinn í dag er svo "fyrsti dagurinn". Þar sem ég er frekar önnum kafið flón þessa dagana þá er planið að setja inn tíma fyrir líkamsrækt kl.6.00 á morgnana. Það er tími sem ég ligg oft vakandi í rúminu og bíð eftir að klukkan mjakist í 7.00. Þar sem við hjónin erum árisul og samtaka í mörgu er þetta tími sem við getum farið saman í ræktina áður en leiðin liggur í vinnu og/eða skóla Heart

Ég er með markmið í gangi en tíunda það ekki hér Wink lítið lesið "bras" hér.

Nú nota ég síðuna til að setja inn myndir á gamla bloggið.

Kannski smá skrif og myndir en samt finnst mér ég svo lost hér og eitthvað eins og villuráfandi sauður innan um alla þessa ofur penna sem eru með svo marga bloggvini að þeir geta vart sett sig inn í hver er hvað. Hentar mér ekki en ég virði að þetta hentar öðrum Sideways

Ég er alltaf smá í baklás hér en samt finnst mér margt í þessu kerfi skemmtilegt eins og að geta séð í stjórnborði bloggvini, nýjar færslur hjá þeim og athugasemdir ( þegar þær eru...) 

ég


H A U S T I Ð

Haustið mitt

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband