Fríið búið, alvaran að taka við...

Allt tekur enda, líka langt og gott jólafrí. Hér er ég búin að lifa í ró og makindum síðan 20 desember. Hef varla gert neitt erfiðara en að dröslast á lappir, fá mér í gogginn og svo aftur í hvíldarstöðu. Ekki var hreyfingu fyrir að fara í þessu frí og man ég bara ekki eftir öðru eins letilífi. Sú hugsun hefur flogið um koll minn að kannski hafi bara verið þörf á smá pásu til að hlaða batteríin eftir fjörugt og gott haust. Kvefið sem mér fannst ég vera að fá fyrir jól, kom svo hressilega á gamlársdag og gerði slökunina algera eftir það. Eftir þessa miklu hvíld kem ég nú fíleflfd til leiks út í lífið Wink
Skólinn byrjaði í dag og það var bara gaman, þó kennaranum þætti greinilega ekki eins gaman, sennilega er hann bara eitthvað veikur...  Sideways
Hress og kát eftir góðan skóladag skellti ég mér í bæinn og það undarlega gerðist! Ég fann skó, hviss, hviss og bæng! Er bara eitthvað sem ekki gerist mjög oft...  Ekki versnaði það að ég fékk líka smá fatakyns á mig. Maður verður að líta vel út eftir fríið og því ástæða til að fá sér nýjan fatnað, það segir sig næstum sjálft. Reyndar eru þetta nú undur og stórmerki því mér gengur afar illa að finna fatnað sem er hannaður svo passi mér. Veit ekki hvað er með þessa fatahönnun í dag???
En ekki gengur að lifa ljúfu lífi eingöngu og því skellti ég mér í spinningtíma hjá Spinningmeistaranum Döggu í dag. Algerlega frábært.
Nú er hreyfiplanið að skýrast smá, verður að gera það. Jólafríið búið, afsakanirnar líka og mæjónesan orðin gul...

Í grófum dráttum er vikuplanið í janúar svona:

2 x spinning hjá Döggunni 

2 x fittnes kl. 06.00

1000 magaæfingar heima 

Þetta er lágmark. Allt yfir þetta er löglegt, minni hreyfing er ólögleg og er refsingin minni árangur...

Ó, já...

Farin að gera magaæfingar Pinch

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Farin að gera magaæfingar, my god, ekki get ég gert svoleiðis, geri bara rass æfingar í staðinn.  He he, hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Er  það þess vegna sem  þú ert svona mikill krúttrass?

Kvedja úr skólanum

Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 08:48

3 identicon

Að lesa hvað þú ert dugleg gefur mér svakalega hugarorku, ég sé sjálfa mig í anda á göngubrettinu og í tækjunum enda er ég búin að panta tíma hjá sjúkraþjálfaranum mínum og hitti hann í fyrramálið hvernig sem ég verð, alveg nóg að brosa til hans ef ég get ekki gert meira en það.  Svo er ég ákveðin í að búa til gott plan og fara eftir því. 

Maddý 8.1.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Maddý mín, einu sinni var ég ekki svona hress... Ég hef átt líf þar sem líkami minn var þreyttur, vöðvar aumir og engin orka svo eitthvað sé nefnt. síðan uppgötvaði ég fyrir algera tilvijun að ég var með óþol fyrir ýmsum aukafnum í mat og ertir það gat ég farið að forðast mat sem inni hélt þessi efni og þegar mér fór að líða betur lærði ég líka meira að "hlusta" á líkama minn og bregðast við út frá því.  Það eu rúm 6 ár síðan ég fór markvist að vinna í mínum lífsstíl og fyrir 5 árum kynntist ég Herbalife og eftir það hefur mér gengið betur að hada mig frá því sem er mér óholt. Ég þarf alltaf að vera á varðbergi, það er svo auðvelt að láta reka á reiðanum. Afleiðingar af því láta ekki á sér kræla... Ég var heppin að átta mig á hvað að var, læknarnir voru að geta sér til að um gigt eða efnaskiptasjúkdóm væri að ræða eða bæði og fl. Nú er ekkert að mér og ég í góðu formi. Fékk það marg staðfest á síðasta ári

Gangi þér vel að finna hvað þig hrjáir. 

Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel í þessu öllu saman kæra kona.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 13:01

6 identicon

Mamma nagli!

Baldvin 10.1.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband