Færsluflokkur: Bloggar

Fréttir úr garðinum...

Guðrún er enn að klippa hekkið innan vert Whistling Reyndar kom nokkurra daga hlé vegna rigningar. Var hléið notað til að stúdera vankanta á klippingunni. Í dag hefur svo verið brasað við að taka ofan af hekkinu og er allt útlit fyrir að ef hekkið á ekki að enda við jörð eða neðar þá verði það fagurlega bogadregið að ofan og á innan verðum hliðum.

Það er betra en tannstönglar, er það ekki? Undecided

 

ps. ég held að það sé mjög skynsamlegt að fá minn mann í að klippa hekkið að utan... allavega ef eitthvað á að vera eftir, en það var meiningin í upphafi Sideways


Já...

Húsið mitt er byggt 1960. Fljótlega eftir það var plantað runna í kringum lóðamörkin. Húsið stendur á horni og á bak við húsið er opið svæði. Runnarnir voru því svakalegir þegar við keyptum húsið 1999. Sem betur fer eru Hans og Gréta hér í Kökuhúsinu við hliðina á okkar hinir fullkomnu grannar og þegar við höfðum búið við hliðina á þeim í tæpt ár, spurðu þau hvort í lagi væri að taka runnann sem er á milli okkar og setja tréspjöld í staðinn. Það vildum við gjarnan því innkeyrslan er mjó og þarna gafst kostur á að rýmka hana. Hekkið sem snýr út að götunni hefur svo verið höfuðverkur hjá okkur. Nokkru áður en við keyptum hafði hluti af hekkinu sligast undan snjó og merki þess eru enn sjáanleg. Við fengum í lið með okkur vinkonu okkar Svanhildi garðyrkjufræðing til að klippa hekkið til. Við þetta höfum við barist ár hvert og erum ekki sammála um hvað gera skal. Minn maður vill rífa upp hekkið og planta nýju. Ég vil ekki heyra það nefnt að vera opin fyrir umferð og allra augum á þann hátt og vil þá fá alvöru skjólveggi úr tré í staðinn. Eftir því sem okkur lest til í þinglýstum ákvæðum um garðinn okkar og annarra hér í kring á að vera hekk. Við höfum ekki fundið lausn sem við getum bæði við unað og er lögleg Halo

Núna þegar ég er að lifa rólega lífinu mínu þá hef ég tíma fyrir svo ótal margt sem ég hef ekki haft svo mikinn tíma fyrir  lengi. Eitt af því er að sinna garðinum mínum. Hann hefur dálítið setið á hakanum eftir að við fengum skútuna. Nú er staðan þannig að hér fær varla illgresi að hugsa til þess að stinga upp blaði þá er ég kominn með klóruna, arfavitlaus Devil

Oft hef ég verið frökk og nýtt fjölskyldu meðlimi sem hér hafa verið í heimsókn til að hreinsa þessi beð mín. Útkoman hefur reyndar verið skrautleg. Eitt sumarið hreinsaði einkasonurinn samviskusamlega 5 raðir af mislitum og misháum  blómum sem ég hafði af mikilli natni sáð í lita- og stærðar röð. Ég lifði áfallið af og skammaði hann ekki,   ... held ég Pinch

Árið eftir kom mútta krútt og hún var beðin um að hreinsa illgresið í innkeyrslunni ásamt örverpinu. Þær voru alsælar með afrakstur dagsins þegar ég kom heim úr vinnunni og sá að ég átti næstum engar jarðaberjaplöntur eftir Whistling

Nú eru það bara við hjónin sem sjáum um garðinn. Minn maður hefur séð um að slá og klippa hekk. Ég hef séð um arfann í beðum og innkeyrslu.

Af því ég er svo sanngjörn, þá fannst mér, að þar sem ég lifi rólegu lífi og hann er að  feta sig út á vinnumarkaðinum eftir þriggja ára fjarveru og í þokkabót á alveg nýjum vettvangi, að það væri sanngjarnt að ég tæki líka að mér að slá garðinn. Það geri ég samviskusamlega með gömlu 13 ára rafmagnssláttuvélinni sem ég er svo hrifin af InLove

Nú er svo að nálgast tímabilið þar sem klippa þarf hekkið. Samkvæmt DK hefðum á það að gerast fyrir Jónsmessu. Við höfum ekki verið að eltast við það því Hans granni gerir það ekki. Aftur á móti þá komst ég að þeirri niðurstöðu í gærmorgunn að það væri sanngjarnt að ég í rólega lífinu mínu sæi um að klippa hekkið í ár. Ég lét ekki sitja við hugsunina eina og rauk út í skúr og náði í hekkklippurnar sem hanga svo fallega á sínum stað eftir að ég tók til í skúrnum þegar minn var í Englandi um daginn Joyful 

Ég var ögn kvíðin, hafði aldrei mundað svona græju áður en maður kallar nú ekki allt ömmu sína eða langömmu svo ég tengdi græjurnar við rafmagn og hófst síðan klippingin. Ég sá fljótlega að það hafði verið skynsamleg ákvörðun að byrja inni í garðinum. Hér var hægt að æfa sig og gera smá mistök án þess að allt nágrenið sæi mistök mín. Þetta gekk vonum framar fannst mér og ég klippti eina langhliðina af  þremur. Þá fannst mér nóg komið og tími kominn á pásu. Eftir smá pásu þar sem ég hafi virt handverkið fyrir mér tók ég klippurnar aftur og sjænaði nú smá og lagaði handbragðið.  Ég var reyndar orðin svo kjörkuð að ég ákvað að taka aðeins ofan af hekkinu á smá kafla. Sjá hvernig það tækist til. Það tókst vel, en nú var komin tími á að hætta og undirbúa kvöldmat. Svo kom minn elskulegi eiginmaður heim, ekki vildi ég vera auglýsa afrek mín en vænti þess að hann sæi afrekið og yrði hrifinn.

Enn...       minn maður stóð í stofuhurðinni og leit út í garð og svo saup hann hveljur!!!    

Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir runnann???

Nú er hann endanlega farinn!!!

Jááá... Whistling


Stjörnuspá

Ljón  Ljón: Þegar aðrir eru ringlaðir, er morgunljóst fyrir þér. Vertu varkár þegar þú leiðir þá í átt að skilningi á sýn þinni. Reyndu að skilja hvernig fólk þetta er.
 
Bjargar þetta mínum degi??? 
 
Skildi ég þurfa að vera skyggn til að skilja þetta?
 
Hversvegna er ég að lesa þetta?
 
Farin út að gera eitthvað vitrænna LoL 

Til hamingju Marta!

Aldeilis frábært afrek hjá Mörtu og vona ég að safnast hafi vel í rannsóknarverkefnið.

Held að það hljóti að vera alveg meiriháttar upplifun að ganga yfir Grænlandsjökul!


mbl.is „Glöð og pínu montin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskiptin

Þá eru umskiptin gengin í garð, eða ætti ég kannski að segja að búið sé að koma þeim úr garði...

122-2207_IMG

og í sjóinn?

122-2215_IMG

Ég var ekki alein í þessum umskiptum.

Einkasonurinn ólmaðist með múttu sinni eins og galeiðuþræll

að skrúbba, bóna og pússa Perluna okkar Smile

Við gerðum allt klárt og þegar mastursmeistarinn mætti á hafnarbakkann, móður og rjóður eftir 40 km hjólatúr úr vinnunni, var mastrið pússað og fínt og tilbúið til uppsetningar undir styrkri stjórn hans Grin

122-2218_IMG

Veðrið var blíða og var hægt að nota biðina eftir mastursmeistaranum til að busla í sjónum sem komin er í 20°.

Um kvöldið fengum við góða heimsókn. Yndisleg fjölskylda úr Kópavoginum kom og átti með okkur góða stund.

Næsta dag var haldið á haf út í logninu LoL

122-2222_IMG

Ögn var þessi sjóferð ólík því sem reynslu miklið kappsiglingafólk frá Íslandi á að venjast  Tounge

Ég veit að ég er ekki efni í íslenska siglingahetju Wink


Seinnipart laugardagsins kvöddum við okkar góðu gesti og með þeim fór einkasonurinn.

Huggun harmi gegn að hann kemur fljótlega aftur InLove

 

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr.

Við hjónakornin ákváðum að taka góðan hjólatúr í blíðunni.

Hanns granni vildi ekki skipta við okkur, hann valdi að lesa dagblaðið undir stóru bláu sólhlífinni sinni  enda hitinn komin yfir 25° Grin

Við tókum tæpa 50 km og ég verð bara að segja að ég hef ekki hjólað betur!

Sennilega hef ég fengið svona mikið sjálfstraust við að vera nr. 341 af ca 6800  Joyful

Óstaðfest er, að auki að ég átti annan besta íslenska tímann í Tøse-Runden Wizard

Ég meina, ég er still 48 Whistling

 

Eftir hjólatúrinn var komið við heima og örverpið tekið með nú lá leiðin niður í Perlu! 

Jamm... nóg að gera í að sinna hobbyunum W00t

122-2231_IMG

Já, eins og þið sjáið þá er ég heldur ekki hefðbundin siglari því ég dembdi mér um borð og út að sigla í flottu og fínu Herbalife hjólatreyjunni minni og í hlaupabuxum af Fjólu systir Joyful

Virðingu fyrir siglingaklæðnaði vantar líka í mig Whistling

 

Við sigldum hér út með ströndinni, vörpuðum akkerum og við mæðgurnar skelltum okkur í sjóinn

122-2232_IMG

Ég tók nokkra hringi í kringum snekkjuna en þríþraut verður ekki á mínum lista í sumar, því miður.  Þar er á ferðinni "skynsemin ræður"....

Voða leiðinlegt fyrirbrygði Crying

 

Þegar haldið var heim á leið hringdi eldri dóttirin. Hún er á kafi að lesa fyrir stúdentspróf og hafði fengið bílinn lánaðan til að skreppa til Tinu í sveitinni og læra smá...

Foreldrar Tinu reka eitt stærsta Arla-umhverfisvæna kúabúið hér á svæðinu og mikið fær bílinn okkar ekki að fara þangað aftur í sumar...

122-2236_IMG

Over and out 

er farin út á þvottastöð

Sideways

 


Umskipti

Mikil umskipti í gangi hér LoL

Mín á fullu að skipta yfir í skútulífið! Það var enginn tími til að sjósetja fyrir hjólakeppnina.

Við erum nefnilega þannig hjónin að við getum ekki gert allt í einu. Teljum okkur vera búin að læra það, en gleymum því stundum Wink Allavega, núna  eru allar lausar stundir notaðar í að gera Perluna sjóklára. Ég verð ein í sjósetningunni á morgunn ásamt kranakallinum. Váá... minn maður verður í vinnunni en heppnin er með mér og sonurinn mun verða mín stoð og stytta þegar að þessu kemur á morgunn. Held hann hafi einu sinni verið viðstaddur sjósetningu svo hann er með reynslu Grin

Bull er þetta ég verð ekki ein Wink 

Hafið það gott Heart

Skútuskvísukveðjur Wizard


Yasmin

Talið er að hér í DK hafi ein kona látist af völdum þessarar pillu og nokkrar ungar stúlkur fengið blóðtappa. Í síðustu viku var sjónvarpsþáttur á TV2 að mig minnir sem fjallaði gagngert um þessa pillu og áhrif hennar. Rætt var m.a. við tvær ungar stúlkur,  aðra 16 ára og hin var 24 ára. Báðar höfðu fengið blóðtappa í heila sem rekja mátti til notkunar pillunar.

Sjá umfjöllun hér: http://nyhederne.tv2.dk/baggrund/article.php/id-7131278.html 

Rannsóknir hafa einnig sýnt að breyting verður á blóði fullfrískra kvenna sem byrja að taka Yasmin. Breytingin virðist svo ganga til baka þegar inntöku á pillunni er hætt.

Þetta er mest selda pillan hér í DK.

Ég vona að sölu á þessari pillu verði hætt hið snarasta! 


mbl.is Fékk blóðtappa í lungu vegna Yasmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tøse-Runden

Brotið blað. Hér með er ég búin að taka þátt í minni fyrstu hjólakeppni. Aldeilis saga til næsta bæjar Smile

Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa stefnt á þessa keppni og farið í hana! Þetta var svo skemmtilegt Wizard Einmitt eitthvað fyrir mig Í þessari keppni er pláss fyrir alla, mig og hinar Joyful Um 6800 konur voru skráðar í keppnina og fór fyrsti hópurinn af stað kl 7.00 að morgni laugardagsins 2. júní. Ég var í ráshóp númer 7 og var alsæl með að geta byrjað svona snemma. Þannig átti ég möguleika að klára keppnina fyrir lokun og svo er wc-in hreinni svona í byrjun Whistling

Eins og ég hef áður sagt, fór ég "ein" í þessa keppni, en ... lífið er skrítið. Ég er búin að fara á 3 æfingar í þessum hjólaklúbb hér og þar var kona sem líka ætlaði í keppnina, hefur farið mögrum sinnum. Þannig hittist á að þetta var eina konan sem ég vissi um að væri á leið í keppnina sem ég hafði augum litið. Ég vissi af 4 fræknum görpum frá Íslandi en þær þekki ég bara ekkert. Svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast þá lentum við í sama starthóp ég og þessi kona sem ég vissi ekki einu sinni nafnið á Wink Jamm... ekki er allt tilviljun, nema það sé viljinn til að hlutirnir gerist Halo

121-2191_IMG

Hér erum við Elsa áður en við förum í ráshollið okkar.

Þessi hjólagarpur er í hjólahóp þarna í Køge og það ver með hóp af konum þaðan sem hún ætlaði að hjóla. Þær deildu sér upp í 3 hópa og ætlaði Elsa að leiða miðhópinn í byrjun. ég var velkomin að fylgja þeim eða hóp númer 3 bara eftir hvað ég gæti. Það fannst mér frábært, því ég vissi sannarlega ekki hvað ég var að fara út í og var kvíðin brekkum því ég er búin að vera með eitthvað angur í lungunum undanfrið og hef því verið mæðin og vitlaus á hjólaæfingum  Blush Sjálfstraustið var ekki alveg á sínum stað þarna í byrjun. En mig hlakkaði til að takast á við þetta verkefni og sigra þar með sjálfa mig sem fyrir aðeins 9 mánuðum lét mér nægja að hjóla 3 km og finnast það afrek Sideways

121-2192_IMG

Má til með að setja inn mynd af rásmarkinu. Það er sérstaklega gert fyrir Stínu og Elísu. En við þetta rásmark stóðum við í fyrra og hvöttum Fjólu systir þegar hún fór maraþonið sitt í Köben. Við hinar sem stóðum þarna við marklínuna með íslenska fána og hvatningarhróp vorum aðalmyndefni DR1 þegar kom að umfjöllun um umrætt maraþon Wizard

Þetta var smá skemmtiinnskot, því nú er ég búin að fara í gegnum  rásmarkið Cool

start

Hér er ég svo að leggja af stað og ég verð að segja að mér fannst þetta voða sniðugt allt saman LoL Hlakkaði geggjað til að takast á við þessa 112 km hef aldrei hjólað lengra en 75 km Halo

Leiðin byrjaði á beinum kafla sem var umvafin trjágöngum og  strax og ég byrjaði að hjóla þá fann ég að ég var í fínu formi, var til í hvað sem var.

Ég ákvað að halda mig í hópnum hennar Elsu og konurnar tóku mér vel þar. Hjólað var 2 og 2 saman og þær voru sætar og spjölluðu við mig. Ein sagði mér að hún væri ellilífeyrisþegi og hún notaði hjólreiðarnar til að halda sér í líkamleguformi. Hún á við slitgigt að stríða í hnjám, en með því að hjóla heldur hún sér góðri. Ég er núna að tala um konu sem ekki lætur  sig muna um að taka þátt í 300 km hjólreiðum í Svíþjóð, eyða fríunum sínum í að hjóla í fjallahéruðum Mallorka o.s.fr. Hreint frábært. Þessi hópur sem ég var í fór rólega af stað en eftir 6 km voru þær tilbúnar í að halda áfram og nú hóst skemmtunin, þegar tekið var fram úr hverjum hópnum á eftir öðrum.  Alltaf kallað: Allir með? Þetta var svo gaman því þær pössuðu svo vel hver upp á aðra. Svona gekk þetta alveg að fyrsta stoppi eftir 30 km. Þar var stoppað til að létta á sér og fá smá næringu. Ég var smá stressuð, hafði áhyggjur af því að eiga eftir að berjast í brekkum og missa af kerlunum og dreif mig því í gegnum þetta og ákvað að hjóla af stað. En þá voru þessar elskur bara líka að fara af stað, ekkert slór í gangi og áfram var haldið. Nú fóru að koma hópar sem fóru fram úr okkur og áfram héldum við og tókum líka fram úr hópum. Það var samt að mörgu að gæta. Við vorum að hjóla á vegum þar sem var umferð og oft þurftum við að hægja á okkur vegna umferðar sem ýmist kom aftan frá eða framan frá, jafnvel úr báðum áttum stundum. Mikið var af beygjum og oft verðir sem vísuðu leiðina eða rauðar örvar. 

Ég var alsæl alla leið og fannst þetta geggjað skemmtilegt!

Ég leyfði mér að kveðja konurnar við síðasta stopp, ég var bara ekki til að stoppa í fjórða sinn! Langaði bara að gefa í, klára keppnina og hringja í afmælisbarnið mitt Smile 

Svo ég kastaði kveðju á þær og þakkaði fyrir mig hélt áfram og nú var það bara þannig að þegar ég hafði tekið fram úr 3 hjólakonum voru bara ekki fleiri fyrir framan mig. Greinilega stór eyða og ég varð hálf skelfd. Hvað ef ég villtist nú??? 

 

121-2196_IMG
 
En það gerðist ekki og ég tók síðasta kaflann á 26 til 29 km hraða og var alsæl, átti svo mikið eftir, leið vel í skrokknum og var bara að fíla þetta í ræmurWizard

 

Ég er ákveðin í því að vera með næsta ár og ekki bara það, heldur ætla ég að fá með mér hressar stelpur, því þetta er geggjað skemmtileg keppni.

Pláss fyrir allskonar konur á allskonar hjólum með allskonar getu og allskonar viðhorf og... 

Ég er ekki komin með staðfestan tíma en sé að hraðamælinum mínum að meðalhraðinn minn var 25,6 km og það er ég ánægð með Joyful

 


Sjóræninginn minn

Í dag er stór og mikill dagur hjá litlu prinsessunni minni. Í dag breyttist hún í sjóræningjaprinsessu! Hún vaknaði klukkan 5.30 til að gera sig klára Wink Svona umskipti taka tíma!

Tilefni þessara umskipta hennar er að í dag er hennar allrasíðsti skóladagur og nú eru engar bækur á borðum!  Í dag er dagur leiks og gleði. Allir krakkarnir klæða sig út, skreyta hjólin sín með borðum, blómum og flautum.

Hjólið skreytt

Við unnum við það í gærkvöldi mæðgurnar að skreyta hjólið. Það var alveg rosalega skemmtilegt og ég missti mig alveg í krumpupappírsrósagerðinni Joyful

Sjóræningjaflaggið fékk að fara með og á sætinu var hauskúpuhlíf.  Pabbinn kom líka með klemmu og smellti plastspjaldi á stellið.

Á stýrinu var flauta. Í körfuna var svo sett hávaðaflauta, svona þrýstikútsdæmi...

 

 

 IMG_2179

Hér er fákurinn fíni tilbúin í ævintýri með sjóræningjaprinsessunni Bandit

IMG_2181

  

Sjóræningjaprinsessann tilbúin!

Með í ferðinni var sjóræningjasekkur sem innihélt ferlegan feng,

6 kg af karamellum og 3 brúsa af rakkremi.

Karamellunum er hent yfir yngri nemendur og rakkremið notað til að að úða á yngri vini og systkyni.

Þykir skemmtilegt að vera á þeim lista Whistling

 

 

 

IMG_2178

 Síðan komu bekkjarfélagarnir Wizard

Byrjað var hjá þeim sem lengst býr í burtu og svo safnað saman á leiðinni þar til allir voru með.

Bryndís var síðust og því var þetta hávær hópur sem var hér klukkan 7 í morgunn.

Hávær og skrautlegur hópur! Whistling

 

 

 

IMG_2189

Svo hurfu þau hávær út í bjartan og hlýjan sumardaginn.

Mikið var ég fegin að ég fór yfir í Kökuhúsið og lét Hans og Grétu vita af væntanlegum látum.

En dagur ærslabelgjanna verður langur.

Núna eru þau að borða morgunnbrauð á skólanum. Morgunnverð þar sem áttundubekkingar hafa dekkað borð og þjóna þeim og þeirra kennurum til borðs. Síðan verður leiksýning. 

Að henni lokinni hefst fjörið í skólagarðinum með karamellukasti og rakkremssprauti.

Maður kemur ekki fínn í skólann þennan dag Tounge

Frá kl 11 til kl 13 er pása og að henni lokinni munu allir ærslabelgir Sönderborgar safnast saman niður við Slott, þeyta horn sín og flautur og láta bæinn taka eftir sér.

Seinnipartinn hjóla þau svo heim til bekkjakennarans síns og borða hjá henni. Að því loknu er bekkjarpartý heima hjá einni stelpunni og vonar maður bara að það fari vel fram. Sjóræningjaprinsessan mín er búin að fá skýr skilaboð um hvað hún má Wizard (Mútta svo pædagogisk) 

Allt í allt finnst mér þetta skemmtilegur siður, sem gefur góðar minningar.

Grin

 

 


Hálflasin í dagvistun - hversvegna?

Get ekki látið vera að velta því fyrir mér hvort hluti af þessu máli sé ekki sú staðreynd að foreldrar barna hafa einungis einn veikindadag á launum ef barnið veikist. Hann heitir "barnets første sygedag".  Strangt tiltekið er þetta fyrsti dagurinn sem barnið veikist og ef foreldri t.d. sækir barnið á leikskólann á venjulegum tíma og barnið er orðið lasið, þá er það fyrsti veikindadagurinn! Þar með eiga foreldrarnir engan dag til að vera heima með veiku barni sínu. Til að leysa þetta reyna foreldrar að "fela" svona veikindadag og tilkynna veikindi barnsins næsta dag. Ég skil það vel. Stundum hafa foreldranir tilkynnt sig veik þegar séð er að veikindi barnsins muni vara lengur en einn sólahring. Það er ekki góður kostur. Bakland  foreldra ungra barna er ekki alltaf sterkt eða til staðar. Allflestir eru úti á vinnumarkaðinum, þannig er þetta nútímalíf. Mín skoðun er að þjóðfélagið, reglurnar sem gilda, valdi meiru um þessa "lausn" en vilji foreldra til að dæla lyfjum í börn sín.Svo mörg voru þau orð . . .

 


mbl.is Nútímabörn fá pillur í stað umhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband