Já...

Húsið mitt er byggt 1960. Fljótlega eftir það var plantað runna í kringum lóðamörkin. Húsið stendur á horni og á bak við húsið er opið svæði. Runnarnir voru því svakalegir þegar við keyptum húsið 1999. Sem betur fer eru Hans og Gréta hér í Kökuhúsinu við hliðina á okkar hinir fullkomnu grannar og þegar við höfðum búið við hliðina á þeim í tæpt ár, spurðu þau hvort í lagi væri að taka runnann sem er á milli okkar og setja tréspjöld í staðinn. Það vildum við gjarnan því innkeyrslan er mjó og þarna gafst kostur á að rýmka hana. Hekkið sem snýr út að götunni hefur svo verið höfuðverkur hjá okkur. Nokkru áður en við keyptum hafði hluti af hekkinu sligast undan snjó og merki þess eru enn sjáanleg. Við fengum í lið með okkur vinkonu okkar Svanhildi garðyrkjufræðing til að klippa hekkið til. Við þetta höfum við barist ár hvert og erum ekki sammála um hvað gera skal. Minn maður vill rífa upp hekkið og planta nýju. Ég vil ekki heyra það nefnt að vera opin fyrir umferð og allra augum á þann hátt og vil þá fá alvöru skjólveggi úr tré í staðinn. Eftir því sem okkur lest til í þinglýstum ákvæðum um garðinn okkar og annarra hér í kring á að vera hekk. Við höfum ekki fundið lausn sem við getum bæði við unað og er lögleg Halo

Núna þegar ég er að lifa rólega lífinu mínu þá hef ég tíma fyrir svo ótal margt sem ég hef ekki haft svo mikinn tíma fyrir  lengi. Eitt af því er að sinna garðinum mínum. Hann hefur dálítið setið á hakanum eftir að við fengum skútuna. Nú er staðan þannig að hér fær varla illgresi að hugsa til þess að stinga upp blaði þá er ég kominn með klóruna, arfavitlaus Devil

Oft hef ég verið frökk og nýtt fjölskyldu meðlimi sem hér hafa verið í heimsókn til að hreinsa þessi beð mín. Útkoman hefur reyndar verið skrautleg. Eitt sumarið hreinsaði einkasonurinn samviskusamlega 5 raðir af mislitum og misháum  blómum sem ég hafði af mikilli natni sáð í lita- og stærðar röð. Ég lifði áfallið af og skammaði hann ekki,   ... held ég Pinch

Árið eftir kom mútta krútt og hún var beðin um að hreinsa illgresið í innkeyrslunni ásamt örverpinu. Þær voru alsælar með afrakstur dagsins þegar ég kom heim úr vinnunni og sá að ég átti næstum engar jarðaberjaplöntur eftir Whistling

Nú eru það bara við hjónin sem sjáum um garðinn. Minn maður hefur séð um að slá og klippa hekk. Ég hef séð um arfann í beðum og innkeyrslu.

Af því ég er svo sanngjörn, þá fannst mér, að þar sem ég lifi rólegu lífi og hann er að  feta sig út á vinnumarkaðinum eftir þriggja ára fjarveru og í þokkabót á alveg nýjum vettvangi, að það væri sanngjarnt að ég tæki líka að mér að slá garðinn. Það geri ég samviskusamlega með gömlu 13 ára rafmagnssláttuvélinni sem ég er svo hrifin af InLove

Nú er svo að nálgast tímabilið þar sem klippa þarf hekkið. Samkvæmt DK hefðum á það að gerast fyrir Jónsmessu. Við höfum ekki verið að eltast við það því Hans granni gerir það ekki. Aftur á móti þá komst ég að þeirri niðurstöðu í gærmorgunn að það væri sanngjarnt að ég í rólega lífinu mínu sæi um að klippa hekkið í ár. Ég lét ekki sitja við hugsunina eina og rauk út í skúr og náði í hekkklippurnar sem hanga svo fallega á sínum stað eftir að ég tók til í skúrnum þegar minn var í Englandi um daginn Joyful 

Ég var ögn kvíðin, hafði aldrei mundað svona græju áður en maður kallar nú ekki allt ömmu sína eða langömmu svo ég tengdi græjurnar við rafmagn og hófst síðan klippingin. Ég sá fljótlega að það hafði verið skynsamleg ákvörðun að byrja inni í garðinum. Hér var hægt að æfa sig og gera smá mistök án þess að allt nágrenið sæi mistök mín. Þetta gekk vonum framar fannst mér og ég klippti eina langhliðina af  þremur. Þá fannst mér nóg komið og tími kominn á pásu. Eftir smá pásu þar sem ég hafi virt handverkið fyrir mér tók ég klippurnar aftur og sjænaði nú smá og lagaði handbragðið.  Ég var reyndar orðin svo kjörkuð að ég ákvað að taka aðeins ofan af hekkinu á smá kafla. Sjá hvernig það tækist til. Það tókst vel, en nú var komin tími á að hætta og undirbúa kvöldmat. Svo kom minn elskulegi eiginmaður heim, ekki vildi ég vera auglýsa afrek mín en vænti þess að hann sæi afrekið og yrði hrifinn.

Enn...       minn maður stóð í stofuhurðinni og leit út í garð og svo saup hann hveljur!!!    

Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir runnann???

Nú er hann endanlega farinn!!!

Jááá... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

uppss ekki gott, en gerir nokkuð til að hann sé svolítið skrautlegur ? alltaf gaman af því sem er ekki eins og annað

svona eru líka reglurnar í kolonihusum ! sem betru fer eru engar reglur hérna og við getum gert það sem við viljum !

ljós til þín og gangi þér vel með garðinn !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ha, ha, ha  kannast við svona vinnubrögð. Kallinn minn var alltaf skíthræddur þegar ég birtist með klippurnar og margt þurfti nú undan að láta. Nú á ég engan garð, hef ekki heilsuna í hann, svo það eru engin tré í hættu af minni hálfu. Þjóðhátíðakveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina, ég er sammála þessir runnar þurfa nú ekki að vera í hnífbeinni línu

Guðmundur mér lýst vel á þína tegund af hekki, verst að sennilega yrði maður að klippa það allt sumarið hér. Allt vex hér, meira að segja hjá mér!

Óneitanlega er maður vígalegur með hekkklippurnar Ásdís

Alveg á eftir að koma í ljós hve mikið verður eftir af runnanum þegar ég hef lokið verki mínu, sem enn er í gangi, bara í pásu vegna rigningar og 16/17 júní hátíðarhalda

Guðrún Þorleifs, 16.6.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband