Um hugann reikar...

Atburðir síðustu daga hafa verið þannig að ekki virðist viðlit að ganga út frá neinu sem gefnu. Þessir atburðir reyna mjög á "umburðarlyndistaugarmínar" og enn og aftur vil ég ítreka aðdáun mína á því hve vel ráðamenn okkar standa sig með Geir í eldlínunni. Takk Geir!!!

Þessi vísa reikar gjarnan um huga minn þegar mér verður hugsað til breskra hryðjuverkamanna GB:

Ef ég man það ekki skakkt
engan vil þó styggja.
En Kristur hefur sjálfur sagt,
sælla er að gefa en þiggja.

En þegar kraftur orðsins þverr
á andans huldu brautum,
gefa á kjaftinn verðum vér
vorum skuldunautum.
KN

Heart

 


Orða vant . . .

Eiginlega hef ég fátt að segja. Finnst of margt að gerast og á nóg með að reyna að fylgjast með atburðarásinni, því það finnst mér mikilvægt. Eitt undrast ég þó og það eru allir snillingarnir sem tjá sig. Eiginlega finnst mér sú snilligáfa minna á eldhúsborðsnillingaumræðu. Það er vandalítið að sitja hjá og fordæma og níða. Sé ekki alla þessa snillinga fyrir mér í þeirri eldlínu sem nú brennur á ráðamönnum okkar. Að standa í eldlínunni og berjast fyrir hinu strandaða fleygi er vandasamara. Því fylgja miklar ágjafir. Þar fá fáir hrós í augnablikinu. Ég er nú bara þannig að ég dáist að þeim styrk sem ráðamenn þjóðarinnar sína á þessum hrikalegu tímum þar sem hvert áfallið dynur á annað. Þeirra verkefni er stórt og yfirsýnin sem þeir þurfa að hafa er mikil. Hlutirnir gerast hratt og það sem var áðan er ekki núna.

Megi samstaða koma okkur í gegnum þennan vítiseld.


Bara krúttlegt uppátæki...

ef litið er til þess hve sumir Íslendingar hafa verið stórir upp á sig í kóngsins Köben, þá er þetta bara pent grín.

Ef fer fram sem horfir hér í DK þá stefnir í ástand líka, þó aldrei verði það eins alvarlegt og  íslenska ástandið. Verðbréf hrynja og bankar í haugum í stórum vandræðum.

Elsku Gréta hans Hans granna míns hér við hliðina, stóð yfir fréttatímanum í kvöld. Þessi elska er vön að taka fréttunum í danska tí víinu með sitjandi ró. Já, þetta sé ég þegar ég elda hafragrautinn á kvöldin. 

Vinnufélagar míns manns trúðu honum ekki þegar hann sagði að dönsk verðbréf héldu áfram að falla í dag. Samt fóru þeir inn á netið og voru í áfalli það sem eftir lifði vinnudagsins. Sydbank, bankinn þeirra með pension uppsparnaðinum hafði líka hrunið í dýpstu skorur. Agalegt ástand fannst þeim.

Ó, já.

Kannski við förum að safna fyrir Danina innan skamms???


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg að ruglast???

Ætlaði að logga mig inn á bloggið mitt til að bulla eitthvað að vanda en fékk smá sjokk þegar ég ég áttaði mig á að ég hafði skrifað einn bankanna okkar sem notendanafn og mesta tapið sem aðgangskóða Sick

Hvað er til ráða?

Verð ég að flytja fókusinn eins og bankarnir þurfa að flytja til eignir?

Spyr sú sem ekki veit Whistling

Farin að leita svara . . .


Sýnileg?

Sýnileg, frýnileg, rýnileg, rennileg, skemmtileg?

Bara smá að spá í málin, er ég sýnileg eða ósýnileg eða bara svona frýnileg (veit ekkert hvað það þýðir Woundering)

Fékk nýju gleraugun í síðustu viku eftir óvenjulegt ævintýri sem aðrir lenda ekki í. En allar götur segi ykkur ekkert frá því heldur hitt að mín er alsæl með lonníetturnar sem að lokum lentu á nefinu auma. Eftir martraðir um dönsk gleraugu, hryllingsliti og skreytta arma þá fékk ég minimalisma armana mína frá Íslandi/Kastrup. Voða fín, en engin hefur haft á orði að ég sé með nýjar lonníettur. Skrítið eins og ég er ferlega fín með þessi sjást næstum ekki brillur Woundering Til að gera gott betra ákvað ég að fara í klippingu, alveg orðin loðin eins og rolla að vori enda ekki verið sneytt hár af mínu höfði síðan í síðustu Íslandsferð. Ég smellti mér því í klippingu hér einn daginn og fannst ég aldeilis hugguleg eftir þá aðgerð.
Það er þó skemmst frá því að segja að engin hefur sagt neitt um þetta mjög svo breytta útlit og nú velti ég því fyrir mér, hvort ég sé hreinlega orðin ósýnileg Woundering


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband