Auðvitað er það tær snilld að nýta sér tæknina. Nú náðum við loksins talsambandi í gærkvöldi, prinsessan í Ammríkuhreppi og ég. Fyrir utan að bisa við 7 klukkustunda mun tóku tölvurnar okkar sig til og stríddu, svo það var fyrst í gær að við gátum báðar talað. Það var kominn tími á það og var ég frekar framlág í morgunn þegar ég skreiddist á lappir. Ætlaði eignlega ekki að trú því að klukkan væri orðin fótaferð því það var svo dimmt. Dem...
Það er frábært að upplifa hvað prinsessan er ánægð. Hún hrósar því mikið hve fólkið sé gott við hana. Hún og dóttirin á heimilinu ná vel saman og allir eru ánægðir. Ótrúlega gott að þetta passar allt svona fínt. Prinsessan hefur mikið að gera og dagarnir þjóta hjá. Hún sagði að veðrið væri gott en hún nyti þess lítið því skólinn er til 15.00 og þá tekur við ferðin heim og svo námið fyrir næsta dag, því allir dagar eru eins á stundaskránni!
Frábært hvað tölvutæknin gerir fjarlægð afstæða
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 23. september 2008 (breytt kl. 09:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já já, bara alein heima með hundinn. Fjölskyldan út um hvippinn og hvappinn í mislangan tíma. Smá skrítið að vera svona ein heima en samt allt í lagi því það er bara stutt
Það er þó ýmislegt sem kemur á daginn í mínu eðli þegar ég er svona ein. Ó, já.
Nú eru það leyndarmálin sem afhjúpast.
Humm... bull
Bara að skapa stemmingu
Málið er að ég hef komist að því að það er þokkalega gott fyrir mig að ég bý ekki ein!
Ég kann ekki að borða ein! Þar með er eitt leyndarmál afhjúpað
Byrja daginn fínt að vanda með sheik. Svo er vatnið en síðan er bara allt í bullandi tjóni! Í gær borði ég 5 kleinur og þar með var næringu þess dags lokið. Já, sheik og 5 kleinur. í dag sheikinn og vatnið (er vatnssjúk) og síðan. . . úff nú er illt í efni pulsa með öllu og franskar. Að sjálfsögðu vatn með. Enginn kvöldmatur, en nú var ég lögst fyrir framan imbann með popppoka að horfa á einhvern þátt. Man ekki á hvaða rás, því ég "sappaði væk" þegar komu auglýsingar og nú finn ég ekki rásina aftur og allstaðar eru auglýsingar eða vonlausir þættir.
Man núna af hverju ég horfi svona lítið á sjónvarp, ég hef bara ekki þolinmæði í þetta auglýsingavesen. Kannski ég ætti að krefjast þess að vera bara með eina rás?
Já, eins og ég sagði hér í upphafi, ég er ein heima og til að vekja ekki athygli þjófa og ræningja á því er ég bara með kveikt á kertum. Það kemur líka í veg fyrir að einhver álpist hér í heimsókn á meðan ég er í þessu leikriti mínu
Nú, ég er frekar tæknivædd/sjúk kona er mér ljóst og til að fá útrás fyrir það er ég bara með kveikt á tveimur tölvum, var að slökkva á þeirri þriðju og sú fjórða er vandlega pökkuð niður í Nike tölvutöskuna mína.
Það er orðið of seint að halda áfram að leita að þessum vitlausa þætti sem ég tíndi, því ég veit að nú er að hefjast danskur þáttur um sjötta skilningarvitið og sorry þar finnst mér Danir frekar lost, svo ég horfi ekki á þessa þætti.
En já, ég er með kveikt á tveimur tölvum því ég ætla að vera viðbúin þegar prinsessan í Ammríkuhreppi kemur heim úr skólanum á eftir, nú á að tala við krakkann
Over and out
Still home alone
Bloggar | Mánudagur, 22. september 2008 (breytt kl. 19:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Barnið mitt í Ammríkuhreppi hefur svo mikið að gera að hún hefur ekki getað hringt í okkur. Reyndar var hún búin að kaupa alþjóðlegt símakort þarna í sveitabúðinni en það kom í ljós í gær að það virkar ekki til DK. Skiljanlega, það er nú ekki eins og DK sé nafli alheimsins.
Ég var búin að biðja hana að láta þessi kaup vera og nota bara msn og Skype. Hún hefur einhverra hluta vegna ekki verið fáanleg til að tala við okkur í gegnum tölvuna, finnst það asnalegt. Verð bara að segja að það er í raun líka asnalegt að tala í síma, sérstalega ef maður er með heyrnasett við símann. Man eftir því þegar ég tók eftir því í fyrsta sinn hver fáranlegt það er að ganga um með heyrnasett í eyranu og talandi út í loftið við "engann". Þessi náungi sem ég sá, var á Kastrup, klæddur í jakkaföt, skyrtu og bindi, með stressara í annari hendinni. Hann gekk þarna um flugstöðina, talandi út í eitt og sveiflandi lausu hendinni út í loftið. Ég man ég hugsaði: æ,æ, farinn yfir af stressi
Vona að snúllan mín í Ammríkuhreppi sætti sig við að tala við mig í tölvunni, því það er eina vitið
Barnið mitt í stórborginni er með símaáskrift þannig að það er frítt að hringja í mig, svo það er ekki málið. Bara hringja meira til að græða meira
Barnið mitt hér í Suðursólarborg er líka með svona fría áskrift en nú spörum við batteríin í símanum og tölum saman því við erum báðar heima núna, sjaldan þessu vant.
Over and out farin að tala
...og bíða
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 22. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Má bara ekki vera að því að blogga eða lesa blogg annara, né heldur kvitta því því ég er á fullu að fara eftir sjtörnuspánni minni á mbl.is...


Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 20. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ljón: Þú einbeitir þér að viðhalda góðri heilsu þinni. Álit þitt á sjálfum þér hefur mest að segja um hvernig þér líður, andlega og líkamlega. Horfðu mikið í spegil.
Ætla að gera þetta eða fara út að hjóla á töfraprikinu
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 19. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson