Hvernig væri að lesa þetta:

Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Úganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.



*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þið þá ekki þak yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.

Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Úganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?

*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.

Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?



Eftir þessar vangaveltur um aðstæður okkar hérna uppi á skerinu og þetta ímyndaða samtal, ákvað hún að vera ekki að íþyngja honum með ræfilslegum áhyggjum sínum af "gjaldþrota" eyríki norður í ballarhafi. Námsgjöld hans skulu greidd hér eftir sem hingað til og kannski fær hann líka smá vasapening með. Hann getur þá kannski tekið strætó í skólann endrum og sinnum í stað þess að þurfa ganga í marga klukkutíma eins og venjulega. Fé hins meinta íslenska terrorista yrði þá líklega bara vel varið.

Það sem ég vildi sagt hafa

Smá blogg hér í morgunnsárið. Var að sjá að það er seinkun í dag á fluginu heim. Gott að ég ætlaði ekki lengra en til einkasonarins.  Wink Nú er þessu vikuferð runnin á endadag. Ég sem hef verið alsæl með "jólasnjóinn" í jólagjafainnkaupunum (keypti meira en hárnæringuna Lilja) sit nú uppi með afleiðingar veðursins, flugseinkunn. Gaman að þessu.

Ég hef verið að skondrast smá í búðum þegar ég hef hætt mér út fyrir hússins dyr. Konan er ekki búin til jöklafara, heldur uppáklædd sem borgarpæja úr útlandinu, mjög skynsamleg Wink 

Í gær fór ég í Krónuna að kaupa hrygg og góðgæti handa fjölskyldunni heima, 4 hlutir í allt þar á meðal poki með fylltum lakkrís. Þegar ég kom að kassanum var afgreiðslusnótin í erfiðleikum með að skanna strikamerkið á lakkrísnum svo hún togaði í pokann, hornið af pokanum rifnaði af og ég horfði undrandi á hana leggja þetta hjá hinum vörunum. Ég vil ekki kaupa poka sem þú hefur rifið sagði ég. Afgreiðslusnótin horfði skilningsvana á mig. Reynslunni ríkari vissi ég nú að hún var ekki heyrnalaus heldur útlensk svo ég segi skýrt á ensku (með íslenskum hreim eins og hinir) að ég sé ekki að kaupa rifin poka. Hún yppir öxlum og ég ítreka að ég sé ekki að kaupa pokann og nú bendi ég á hann. Afgreiðslusnótin yppir aftur öxlum, tekur rifna lakkríspokann og segir 4850. Nei segi ég, ég ætla ekki að borga fyrir lakkríspokann sem þú reifst og ert búin að taka í burtu. Loksins skildi hún það, mínusaði vöruna, tók við peningunum, stóð upp og gekk fram fyrir búðarkassann þar sem stóð ungur maður. Á meðan ég pakkaði þessum fáu vörum sleikti hún tanngarð hans þarna við hliðina á okkur viðskiptavinum búðarinnar, eða hvað er maður í búð. . .
Svakalega spennandi að fara í búðir á Íslandi. Þetta var bara ein saga af fleirrum LoL


Búin að redda þessu öllu, keypti Ísland. . .

Já, nú er ég búin að redda miklu, keypti bara Ísland og ætla að gefa það í jólagjöf til Ammríkuhrepps. Ferlega sátt. Set það í póst í dag. Ekkert mál. Ótrúlega góð tilfinning að fá svona snilldarhugmynd sem reddar öllu!

 Ísland

Já, alveg frábær jólagjöf handa góðu fólki. 

 

 


Margt smátt . . .

gerir eitt stórt. Skellti mér heim á klakann að bæta við gjaldeyri þjóðarinnar. Er reyndar ekki búin að versla neitt nema hárnæringu. Það er mikilvægt að líta ekki út sem rassálfur þegar maður tekur að sér að leggja sitt af mörkum til að bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar Wink

En að öllu gamni slepptu þá er ég hér og ætla að leika mér smá. Yndislegt að anda að sér fersku haustloftinu og geta skellt sér í Árbæjarlaugina í tíma og ótíma.  Knúsað fókið sitt og bara verið til Heart

Nöfnurnar

Hér er ég með henni litlu nöfnu minni sem varð 7 ára um daginn. Miklir fagnaðarfundir hjá okkur. Á morgunn hitti ég svo tvibba bróðir hennar sem var upptekinn á fjöllum um helgina. Meðal annars á uppáhalds fjallinu okkar, henni Heklu.
Ég stefni á að sækja þau í nýja skólann þeirra.
Forréttindi Smile


Þegar harðnar á dalnum . . .

Atburðir síðustu daga hafa velt lífi íslensku þjóðarinn um koll svo um munar. Afleiðingar þessa mikla hruns eru engan vegin komnar í ljós. Hitt er þó ljóst að þessir atburðir hafa mikil áhrif á sálarlíf fólks. Óvissa er ætandi tilfinning, sem skemmir út frá sér ef ekki er vel að gáð. Sannarlega hafa margir og munu margir verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þessa bankahruns, ásamt því að í heiminum ríkir kreppa sem er enn ekki skollin á alls staðar af fullum þunga.
Við þessar aðstæður er vert að staldra við og huga að því hver mestu verðmæti okkar eru. Hvað viljum við síst missa? Eru það veraldlegir hlutir eða gott samband við okkar nánustu fjölskyldu og vini? Hvað erum við með allan auð heimsins en enga fjölskyldu eða góða vini? Mínar bestu stundir eru þegar ég veit að mínu fólki líður vel, mínar verstu stundir eru þegar fjölskyldumeðlimir eru alvarlega veikir, heyja baráttu upp á líf og dauða. Þetta er mikilvægt að vera meðvitaður um. Því spyr ég ykkur hvað er það versta sem getur gerst hjá þér?

Góður maður, Júlli Júll á Dalvík hefur farið af stað með sérstaka knúsviku með yfirskriftinni:

KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008


Hefur þú knúsað í dag ?

Knúsum okkur í gegnum ástandið.




« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband