Helst í fréttum

Hér snjóaði ekki þrátt fyrir veðurspá um slíkt. Frétti ég af því að nokkur hvít korn hafi þó sést í og við Köbenhavn.
Þetta eru ákveðin vonbrigði því væntingar mínar voru þær að njóta hvítrar fannkomu með jólatónlist, jólasmákökum og lærdóm.

Ég er með hausinn fullan af allskonar ég "held skoðunum". Eruð þið þannig?

Ég held svo margt af því að. . .

Ég held að . . .

æææææææ nú man ég ekki neitt dæmi, en skítt veri með það. "Ég held" til dæmis að þið skiljið mig, alveg þangað til þið misskiljið mig og ég fatta það.

Eitt af nýlegu "ég held" dæmi mínu er frá því að úrslitin í forsetakosningunum voru ljós þarna í Ammríkuhreppi. Ég vissi að fólkið sem prinsessan er hjá fylgdi Mac Cain að málum. Það gerðu flestir í þessu litla sveitasamfélagi. Þetta er mjög trúað samfélag, liggur á svo kölluðu "biblíubelti". Fólkið fer oft í kirkju og biður borðbænir út um allt. Þegar útslitin lágu fyrir, spurði ég prinsessuna, hvernig tók fólkið niðurstöðunni. Fólkið, sagði hún, þau eru drukkin. Þá fattaði ég að ég hafði gert sama sem merki á milli þess að biðja borðbænir út um allt og þess að drekka ekki áfengi. Pinch
Annað "ég held" dæmi hjá mér er að "ég held" að ef ég man ekki eftir að hafa borðað eitthvað t.d. jólasmáköku eða súkkulaði mola, þá fitni ég ekki af því. Halo Whistling

Að öðru.

Á fimmtudaginn skellti ég mér í ræktina aftur eins og frægt er orðið.Í gær hringdi R á röltinu í mig og bauð mér í göngutúr út í skóg. Ég þakkaði það því langt er síðan síðast. Ég ók heim til R á röltinu og þaðan gengum við niður á strönd, með fram henni og á leiðinni heim gengum g_22_11_08.jpgvið í gegnum skóginn. Frábær ferð sem við nutum báðar. Við tölum alltaf svo mikið, erum báðar þokkalega ákveðnar í skoðunum og alls ekki alltaf sammála. Það gerir það að gönguhraðinn eykst stundum í snörpustu diskutionunum og skógurinn ómar.               Nei, nei . . . smá ýkjur en í tæpa tvo tíma gengum við.
Ég var vel klædd enda kalt. Þegar ég segi vel klædd þá á ég auðvitað við að ég hafi verið smart klædd. "Ég held" að það sé lykilforsenda fyrir góðum göngutúr. Til að vera vel klædd þennan dag sem aðra valdi ég íslenska hönnun. Má þar nefna: 66° húfu, 66° lúffur og Chintamani flíspeysu. Átti ekki íslenska úlpu, (álafossúlpan löngu búin) svo ég reddaði því með fallegri Nike úlpu sem mér áskotnaðist eitt sinn þegar ég hagaði mér betur en venjulega.
"Ég held" að það sé hollt fyrir ykkur að trúa ekki öllu sem hér hefur verið en sagt/ritað. Samt "held ég" að einhver taki mark á mér og trúi öllu eins og nýju neti.


Sólargeislinn

Árla morguns fékk ég heimsókn af sólargeisla. Sólargeislinn kom inn á heimilið mitt og vermdi og hlýjaði umhverfið. Það þurfti bara einn geisla, því þessi geisli sem kom er töfrageisli og getur miklu meira en hann veit. Ég vil með þessum orðum mínum þakka fyrir það sem gert var fyrir mig Heart
Þessi sólargeisli (ég á marga geisla í mínu lífi) lofaði að koma aftur og verma líf mitt, fyrir það er ég þakklát. Ég er ekki viss um að þessi sólageisli minn viti hvað hann gerði fyrir mig en ef viðkomandi les þetta blogg, þá taktu við þakklæti mínu.

Sólargeislanum mínum líður ekki vel og er skugga þessa dagana. Ég vildi að ég gæti dregið skuggana frá svo þessi yndislegi geisli geti skynið og notið sín eins og hann á skilið.  Ekki allt er mér megnugt, en ég bið  InLove
Ég veit að öll él birtir upp um síðir og að á eftir stormi kemur logn. Þrátt fyrir að vita það, þá er erfitt að bíða lífsins veðurbarning af sér. Óveður eru líka erfið sólargeislum sem þrá að skína og breiða út frá sér hlýju til alls í kringum sig.

Kæri sólargeisli, ég get ekki sent þér góða veðrið sem þú þráir en ég get sagt þér að mér þykir afar vænt um þig og er þakklát fyrir að hafa kynnst þér.


Allt klikkaði og nú get ég ekki lært heima í dag

Get ekki sagt að það hafi glatt mig að uppgötva að usb penninn var með vitlausri teikningu og að sendingin á hotmeilinu feilaði. Síður en svo, nú sit ég uppi verkefnalaus og döpur. Agalega hnuggin því ég er viss um að dagurinn í dag hefði verið dagurinn þar sem ég hefði lært svo mikið og vel heima. Já farið langt með þetta ef bara . . .  Því sit ég hér verkefnalaus og velti fyrir mér þeim möguleikum sem í lífi mínu eru í augnablikinu. Staðan er hrikaleg!!!

Ég get ekki ryksugað flísalögð gólfin sem eru að breytast í teppi þar sem hún Lauga mín er að fara úr hárum. Ég er nefnilega alveg einstök manneskja og lánaði því ryksuguna akkúrat í dag. Ægilegt vesen Pinch 
Ég get ekki þurrkað af, því ég nenni því ekki. Er að þvo í vélinni, gleymdi bara að setja hana í gang svo þar er allt á eftir engri áætlun. Sem sagt í tómu tjóni. Whistling

Þetta byrjaði í gær. Allavega var það þá sem ég fattaði það. 

Sko, ég notaði allan daginn í gær eftir skóla til að kaupa hluti sem ég gleymi alltaf að kaupa, eins og öryggi í bílinn og bómull. Þessi "gleymi alltaf að kaupa" innkaupaferð mín var hrikalega erfið, því ég mundi ekkert hvað ég gleymi alltaf að kaupa og það tók á að reyna að rifja það upp.  Afleiðingin var sú að ég varð fyrir ofálagi á heilabúið og hætti á tímabili að rata um bæinn minn. Hvort það var af því að ég ætlaði að finna mér líkamsræktarstöð til að æfa í, veit ég ekki. . . 
Þetta með líkamsrækt er búið að vera á döfinni í laaaaaaaangan tíma en alltaf hef ég gleymt því að byrja aftur. Æ, ææææ voða leiðinlegt. Mín komin upp í rúm seint á kvöldin þegar hún man eftir því, að það víst í dag sem hún ætlaði að byrja í ræktinni Shocking Allar götur ók ég, hingað og þangað og mundi hvorki hvert ég var að fara eða hvers vegna. Hrikalegt. Ég endaði svo í síðustu stöð sem ég æfði í, meldaði mig inn og mætti kl 6.30 í morgunn. Halo
Ætlaði að mæta kl. 6.00 en ég fann bara ekki peningaveskið mitt (sem var í íþróttatöskunni minni) og auk þess þurfti ég að snúa við og ná í fötin mín sem ég er alltaf af með í sér poka. Ég spara mér nefnilega tíma á morgnana og fer beint í Nike gallann.  Mikið minnisleysi í gangi hér. Eitt man ég þó og það er að ég lifði fyrstu æfinguna af og þegar ég var að sjæna mig við spegilinn, íklædd leggingsbuxum og fyrna stuttu gallapilsi sagði örmjó kona við mig: Rosalega ertu í flotti outfitti (Linda manstu; eins og hjólaoutfitt) Ég þakkaði konunni pent fyrir og hún var svo innspíreruð af töffleika mínum að hún sagði mér að sig hefði oft dreymt um að ganga í pilsi en einhvern vegin ekki séð lausnina og nú ætlaði hún að fá sér svo svona töff leggings og draga síðan fram pils sem hún taldi sig eiga heim. Verður gaman að hitta hana aftur Wink

Nú gerðist það svo í næstum þessu augnabliki að ryksugunni var skilað, ég fann usb penna sem var með verkefninu mínu á (Gengur víst ekkert að opna vitlausan penna), þvottavélin búin að þvo og hundurinn orðin hárlaus eftir rokið úti.

Nú ýti ég bara á hnappinn og hverf héðan úr bloggheimum yfir í minn ábyrgðarfulla raunheim og tekst á við mín mál þar, af stakri elju og  hugrekki.

Over and out að leika. . .


Horfin

Nú er tími breytinga og ég smá pirruð. Til að tengja ekki pirringinn við ásjónu mína hverf ég í einhvern tíma og vappa hér um með hattinn minn og smile.

Það er auðvitað bilun að vera bloggari. Því er ég tæknilega séð búin að vera biluð í um 6 ár.  Pinch

Á þessum tíma hef ég rausað um eitt og annað misgáfulegt og aldeilis lítið skemmtilegt. Mest fyrir mig sjálfa. Ég, um mig, frá mér, til mín dæmi að mestu.  Ég hef í 2 ár verið með tvær síður í gangi. Meiningin var að prófa þessa og velja svo á milli. Er ekki búin að því enn. Ástæðan er að mbl bloggið er svo "samskiptalegt". Maður sér myndir af fólki, getur átt sérstaka bloggvini, sent þeim sér skilaboð og fengið slík. Já og hreinlega eignast góða vini og kunningja í gegnum þetta. Hef meira að segja fundið eina frænku sem mér fannst alveg frábært. Hún er svo yndisleg og ég heppin að fá að kynnast henni. En hér koma fáir, færri sem kvitta og því finnst mér ég oft sitja á eintali með sjálfri mér. Hitt bloggið er öðruvísi, ekkert samskiptanet, maður er eyland án tenginga við aðra bloggara í því kerfi, er með sína vini og kunningja linkaða inn en annars rólegt. Þar er þó snöggtum meiri umferð en ekkert meira kvittað þrátt fyrir það. Sú síða hefur verið meira á persónulegu nótunum en þegar maður fær fleiri hundruð heimsóknir á dag á móti tveimur tugum hér þá er það sem ég spyr mig hvar á þetta persónulega að vera. Nú er ég ekkert að tala um að ég skrifi einhver svaka leyndarmál þar, meira svona fréttir fyrir fjölskylduna. Stundum er bara copy/paste aðferðin á milli síða.

Þetta var langur inngangur að einföldum hlut.

Nú hef ég ákveðið að blogga hér í smá tíma án nafns og myndar og athuga hvernig mér finnst það. Ég veit ekkert hvort ég kvitta hjá ykkur, því sumum er svo illa við nafnlausa bloggara. Ég get þó sagt ykkur að ég ætla ekki að fara níða hér einn eða neinn. Ég fæ nefnilega ógeðshroll um mig þegar ég les hatursskrif sem ég hef verið svo óheppin að rekast á hér á bloggsíðum. Ég undrast það hve fólk leyfir sér að taka sér stór orð og ljót í munn/skrif.

Nei, málið er að nú ætla ég að fara í fæting við minn versta óvin, sem einnig er minn besti vinur og það verður skráð hér. Ég ætla að taka hana "mig" í gegn. Ég er búin að haga mér eins og argasti letingi síðan í vor. Ekki stundað reglulega líkamsrækt, bara legið og flatmagað ein og værukært ljón. Nú skal því lokið og átökin skráð hér.

Amen eftir efninu Halo


Hvatning

Einu sinni fór ég í búð og þar sá ég kort sem ég ákvað að kaupa. Alltaf gott að eiga kort. Þetta kort hef ég svo átt og rekist á það annað slagið í dótinu mínu. Ég læt það ekki frá mér en í dag ætla ég að deila með ykkur því sem stendur á kortinu.

Hvatning

Þegar eitthvað fer úrskeiðis
eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir
virðist allur upp í móti.
Þegar afraksturinn er lítill
en væntingarnar miklar,
þegar þig langar til að brosa,
en neyðist til að andvarpa.
Þegar áhyggjurnar
verða þrúgandi,
þá hvíldu þig
en gefstu ekki upp!

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband