Horfin

Nú er tími breytinga og ég smá pirruð. Til að tengja ekki pirringinn við ásjónu mína hverf ég í einhvern tíma og vappa hér um með hattinn minn og smile.

Það er auðvitað bilun að vera bloggari. Því er ég tæknilega séð búin að vera biluð í um 6 ár.  Pinch

Á þessum tíma hef ég rausað um eitt og annað misgáfulegt og aldeilis lítið skemmtilegt. Mest fyrir mig sjálfa. Ég, um mig, frá mér, til mín dæmi að mestu.  Ég hef í 2 ár verið með tvær síður í gangi. Meiningin var að prófa þessa og velja svo á milli. Er ekki búin að því enn. Ástæðan er að mbl bloggið er svo "samskiptalegt". Maður sér myndir af fólki, getur átt sérstaka bloggvini, sent þeim sér skilaboð og fengið slík. Já og hreinlega eignast góða vini og kunningja í gegnum þetta. Hef meira að segja fundið eina frænku sem mér fannst alveg frábært. Hún er svo yndisleg og ég heppin að fá að kynnast henni. En hér koma fáir, færri sem kvitta og því finnst mér ég oft sitja á eintali með sjálfri mér. Hitt bloggið er öðruvísi, ekkert samskiptanet, maður er eyland án tenginga við aðra bloggara í því kerfi, er með sína vini og kunningja linkaða inn en annars rólegt. Þar er þó snöggtum meiri umferð en ekkert meira kvittað þrátt fyrir það. Sú síða hefur verið meira á persónulegu nótunum en þegar maður fær fleiri hundruð heimsóknir á dag á móti tveimur tugum hér þá er það sem ég spyr mig hvar á þetta persónulega að vera. Nú er ég ekkert að tala um að ég skrifi einhver svaka leyndarmál þar, meira svona fréttir fyrir fjölskylduna. Stundum er bara copy/paste aðferðin á milli síða.

Þetta var langur inngangur að einföldum hlut.

Nú hef ég ákveðið að blogga hér í smá tíma án nafns og myndar og athuga hvernig mér finnst það. Ég veit ekkert hvort ég kvitta hjá ykkur, því sumum er svo illa við nafnlausa bloggara. Ég get þó sagt ykkur að ég ætla ekki að fara níða hér einn eða neinn. Ég fæ nefnilega ógeðshroll um mig þegar ég les hatursskrif sem ég hef verið svo óheppin að rekast á hér á bloggsíðum. Ég undrast það hve fólk leyfir sér að taka sér stór orð og ljót í munn/skrif.

Nei, málið er að nú ætla ég að fara í fæting við minn versta óvin, sem einnig er minn besti vinur og það verður skráð hér. Ég ætla að taka hana "mig" í gegn. Ég er búin að haga mér eins og argasti letingi síðan í vor. Ekki stundað reglulega líkamsrækt, bara legið og flatmagað ein og værukært ljón. Nú skal því lokið og átökin skráð hér.

Amen eftir efninu Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ég þakka fyrir þig frænka

Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú segir nokkuð.  Ég er búin að pæla mikið í þessum ljótu skrifum sem geta droppað upp hjá hverjum sem er en segi eins og þú mér finnst gott að haf eignast vini hér á blogginu og þess vegna held ég áfram líka vegna þess að fjölskyldan mín og vinir fylgjast með okkur hér.

Bara svo þú vitir það Guðrún mín þá er mér slétt sama um nafnausa bloggara svo framalega sem þeir eru heiðarlegir og ekki með skæting svo þú vogar þér ekki að hætta að koma inn á síðuna mína.  Bið að heilsa í bæinn.

Ía Jóhannsdóttir, 20.11.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hlakka til morgunn dagsins Hulla mín

Takk Ía, ég er bara ekki á fíla þetta slæma við bloggið hér, en nú langar mig að nýta mér það sem gæti verið jákvætt fyrir mig.

Ég held þá áfram að kvitta hjá þér Skila kveðjunni og þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að spjalla við hann. Ég á eftir að leita til þín eftir áramótin. 

 Kærar kveðjur

Guðrún Þorleifs, 20.11.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Líney

Skil þig svo mæta vel,til að byrja með var ég N.N  hérna en ákvað svo að breyta og blogga undir nafni, það setur manni vissar hömlur líka sér í lagi ef  mann langar að  skrifa um erfiða  og sára  hluti en veit að það gæti komið illa við ýmsa sem lesa (td ættingja) en það voru líka  nokkrir búnir að fatta  hver ég  var

Kær kveðja  til þín og kærleiksknús

Líney, 20.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband