Helst í fréttum

Hér snjóaði ekki þrátt fyrir veðurspá um slíkt. Frétti ég af því að nokkur hvít korn hafi þó sést í og við Köbenhavn.
Þetta eru ákveðin vonbrigði því væntingar mínar voru þær að njóta hvítrar fannkomu með jólatónlist, jólasmákökum og lærdóm.

Ég er með hausinn fullan af allskonar ég "held skoðunum". Eruð þið þannig?

Ég held svo margt af því að. . .

Ég held að . . .

æææææææ nú man ég ekki neitt dæmi, en skítt veri með það. "Ég held" til dæmis að þið skiljið mig, alveg þangað til þið misskiljið mig og ég fatta það.

Eitt af nýlegu "ég held" dæmi mínu er frá því að úrslitin í forsetakosningunum voru ljós þarna í Ammríkuhreppi. Ég vissi að fólkið sem prinsessan er hjá fylgdi Mac Cain að málum. Það gerðu flestir í þessu litla sveitasamfélagi. Þetta er mjög trúað samfélag, liggur á svo kölluðu "biblíubelti". Fólkið fer oft í kirkju og biður borðbænir út um allt. Þegar útslitin lágu fyrir, spurði ég prinsessuna, hvernig tók fólkið niðurstöðunni. Fólkið, sagði hún, þau eru drukkin. Þá fattaði ég að ég hafði gert sama sem merki á milli þess að biðja borðbænir út um allt og þess að drekka ekki áfengi. Pinch
Annað "ég held" dæmi hjá mér er að "ég held" að ef ég man ekki eftir að hafa borðað eitthvað t.d. jólasmáköku eða súkkulaði mola, þá fitni ég ekki af því. Halo Whistling

Að öðru.

Á fimmtudaginn skellti ég mér í ræktina aftur eins og frægt er orðið.Í gær hringdi R á röltinu í mig og bauð mér í göngutúr út í skóg. Ég þakkaði það því langt er síðan síðast. Ég ók heim til R á röltinu og þaðan gengum við niður á strönd, með fram henni og á leiðinni heim gengum g_22_11_08.jpgvið í gegnum skóginn. Frábær ferð sem við nutum báðar. Við tölum alltaf svo mikið, erum báðar þokkalega ákveðnar í skoðunum og alls ekki alltaf sammála. Það gerir það að gönguhraðinn eykst stundum í snörpustu diskutionunum og skógurinn ómar.               Nei, nei . . . smá ýkjur en í tæpa tvo tíma gengum við.
Ég var vel klædd enda kalt. Þegar ég segi vel klædd þá á ég auðvitað við að ég hafi verið smart klædd. "Ég held" að það sé lykilforsenda fyrir góðum göngutúr. Til að vera vel klædd þennan dag sem aðra valdi ég íslenska hönnun. Má þar nefna: 66° húfu, 66° lúffur og Chintamani flíspeysu. Átti ekki íslenska úlpu, (álafossúlpan löngu búin) svo ég reddaði því með fallegri Nike úlpu sem mér áskotnaðist eitt sinn þegar ég hagaði mér betur en venjulega.
"Ég held" að það sé hollt fyrir ykkur að trúa ekki öllu sem hér hefur verið en sagt/ritað. Samt "held ég" að einhver taki mark á mér og trúi öllu eins og nýju neti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Við fengum snjóinn og man ég ekki eftir svona ofankomu á þessum árstíma og engin kemst hjá því að fara í smá jólafíling núna þar sem allt er hvítt. 

Ég þyrfti eiginlega að fara í göngutúr ekki fyrir mig heldur hundinn sem er að hlaupa hér í spik grey ræfillinn.  Ætla þess í stað að fara í smá jólahreingerningu í eldhúsinu.

Njóttu dagsins Guðrún mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2008 kl. 09:45

2 identicon

Sæl Guðrún Svandís. Var að leyta að Kirsuberjatrénu (búðinni) og lenti þá inn á síðunni þinn. Gaman að ,,sjá" af þér. Sé t. d. að Bryndís Björk er skiptinemi í USA, fór hun með AFS? Kjartan Óli fór í fyrra með AFS til Gvatemala og var þar með dönskum strák (Esben Fælling) frá Sönneborg. Kveðja úr kuldanum Auður Anna.

Auður Anna Pedersen 24.11.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ Auður Anna. Sömuleiðis gaman að "sjá" þig hér! BBB fór með STS sem eru sænsk samtök og starfa líka hér í DK. Þekkjum engan með þessu eftirnafni en ætli við röbum ekki á e nú þegar við höfum frétt þetta, heimurinn er ekki svo stór. Ingunn var 6 vikur í Suður Ameríku í vor og er að fara núna í janúar í rúmar 13 vikur. Baldvin eyddi 18 vikum í Asíu í vor og sumar og toppaði það svo með að flytja ti Köben í lok júlí þegar ferðinni lauk. Ertu ekki með meil, blogg eða eh svo maður missi ekki alveg af þér aftur. Silaðu kvðeju á fólkið okkar. Til gamans get ég sagt þér að hún amma Guðrún hefði átt 110 ára árstíð í dag. Tíminn líður og við fljótum líka með. Kær kveðja frá Sönderborg

Guðrún Þorleifs, 24.11.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband