Berlín

Ákvað að taka taka pásu frá náminu og segja ykkur smá frá Berlínarferðinni Wink

Við fórum með rútu að þessu sinni. Alveg ný upplifun að geta bara sest upp í faratæki og þurfa svo ekki að spá meira í umferðina eða leiðina. Þokkalega þægilegt líka Grin

Við snæddum morgunnverð á þýskum bjórgarði. Staður sem liggur um 2 km frá veginum og maður veit ekki af. Þarna stjórnuðu eldri hjón, (mamma og papa). Selja mat og brugga bjór svo e.h. sé nefnt. Voða þýskt og gaman að koma á svona gamaldags stað þar sem starfsfólkið veit varla hvernig á að afgreiða greiðslukort. Grin

Ferðin til Berlínar gekk vel. Mér leiddist ekkert að vera ekki undir stýri LoL Las bók og leysti suduko, voða dugleg. Hótelið sem við vorum á heitir Motel One og er nýlega tekið í notkun. Í byrjun mars ef ég man rétt. Þetta var fínt motel, naumhyggjan í algleymingi. Frekar fyndið á köflum. Set kannski inn myndir af herberginu og lobbyinu, þegar hægist um. Öllu var vel fyrir komið og plássið vel nýtt!!!

Í ferðinni fórum við í hröðustu lyftu í Evrópu. Hviss, bæng og við vorum komin 93 m upp í loftið! Hellur fyrir eyrun, þrátt fyrir þokkalegt gab Wink Lofthrædda ég missi ekki jafnvægisskynið en hafði enga þörf fyrir að rölta upp á efri útsýnispallinn Tounge Ég stóð mig líka vel þegar við fóru í útvarpsturninn og í um 207 m hæð snæddi ég minn mat í ró. Sat samt ekki við gluggann Whistling 

Frábær kabarettsýning verður líka eftirminnileg. Stærsta Kabaretthús Evrópu sótt heim og OMG ég vissi ekki að maður gæti orðið svona skelkaður á einni kabarettsýningu Blush En það var samt mest gaman LoL

Sendiráð Dana var skoðað og fræðst um sögu þess að þetta samstarf norðurlandanna kom til. Fannst asnalegt að nota friðaðan stein í klæðningu á sendiráðið okkar. Eiginlega bara mjög asnalegt og mikið bull. Frekar að nota e.h. sem er meira táknrænt fyrir landið okkar. Já, þetta fannst mér. Mér fannst líka hallærislegt að Danska sendiráðið er klætt stáli að utan. Sé ekki tengingu þar og ekki gátum við fengið útskýringu sem var skotheld. En þetta var skemmtileg skoðunarferð og í Fælleshúsinu hlustuðum við á áhugaverðan fyrirlestur.

Þetta er bara svona stiklað á því sem gert var. Tíminn er ekki mikill þessa dagana til að bulla hér Whistling 

Þetta var sem sagt alveg þrælfín ferð. Berlín er meiriháttar með allri sinni sögu. 
Það að fara í ferð og þurfa bara að taka upp veskið þegar mann langar að kaupa e.h. í búð er líka bara OK Joyful


Fréttir frá Berlín

Smá fréttir af okkur Smile
Ferðin hingað gekk vel. Við þurftum ekki að gera annað en að setjast upp í rútu á réttum stað og réttum tíma. Engar pælingar í hvaða afleggjara ætti að fara út af o.s.fr. Hér er allt gert fyrir okkur og það eina sem við borgum er það sem rennur út af kortinu. Það er samt lítið. Í dag er mikið sem á að skoða m.a. danska sendiráðið. Í kvöld er svo revía og næs.

Læt þetta gott heita dagurinn er farinn í gang. 


Styttist . . .

í fyrstu ferðina hjá mér. Á morgunn eldsnemma hefst hún. Ég er tilbúin. Komin með kvef og hnerra hraustlega með reglulegu millibili. Já, þetta er alveg að gera sig LoL

Prinsessan kom til Noregs í morgunn. Hélt frá höllinni um hádegi í gær í afar glæsilegri rútu og  síðan sigldi hún héðan úr jólasnjónum á fínni ferju til Gautaborgar.  Þaðan var ekið til Noregs í nótt.
Vona að það sé líka snjór í Noregi Joyful

Kveðja úr snjónum í SDB 


Uppgjör dagsins

Fór í spinning með Stínu nabo. Það var....
Kom inn í salinn, valdi hjól. Það var bilað. Flutti mig að næsta hjóli. Fékk það ekki til að vera eins og ég vildi, þá kom þjálfarinn inn. Hún sagði eh um leið og hún gekk hjá. Eftir stóð ég í hvítlauksbrækju :^) Svo kom hún hjálpaði mér, sagði eh á mállýsku sem ég skildi ekki. Hváði. Afsakaðu að ég anga af hvítlauk. Ég hristi höfuðið, upp og svo niður, held ég. Hélt nefnilega í mér andanum. Svo hófst tíminn og ég mátti hafa mig alla við að setja mig inn í mállýskuna hjá henni. Púlsinn fór í 230. Lögin voru ágæt, æfingaranar einsleitar og nú hætti ég áður en ég verð neikvæð í þessu yfirliti mínu  8) 8) 8)

Skellti mér svo í að útrétta í herbergi prinsessunnar. Hún var með sínum vinkonum í bænum og ég tók B.T. með til að bera. Í búð númer 2 sáum við hilluna sem hún hafði beðið um. Keyptum 4 í 2 lengdum. Í búð 3 fundum við bekk undir sjónvarpið og fötin. Nú vildi B.T. að ég hringdi í hana og bæri kaupin undir hana. Nei, nei, sagði ég, hún verður ánægð. Veit það hún er í vogarmerkinu. Hefði hún komið með í búðina hefði kannski verið SMÁ erfitt að ákveða sig. Tíminn er dýrmætur :d
Gat losað mig við skrifborðið og hilluna í dag á stað sem það var vel þegið til geymslu. Skápurinn verður sóttur um 5.30 í fyrramálið.
Nei, nei , bara grín ;)
Niðurstaða dagsins:
Spinningið var ekki mikið verra en ég átti vona á.
Innkaupin gegnu betur en ég átti von á.
Ætla að prófa annan spinningþjálfa næst :haha:
Veðrið er ekki að gera sig.
Lifði af að fara á haugana og tæma kerruna en váááá... hvað það var kalt!!!
Ég vil gott veður.
Gleðilega páska!!!

Á sumartíma . . .

Nú er ég komin fram úr sjálfri mér og dönsku tímatali.  Ég er sem sagt án klukku farin að vakna kl 6.30 hvort heldur er frí eða ei Pinch Sumartíminn skellur ekki á fyrr en um næstu helgi og þá verð ég í Berlín. Það er í sjálfu sér allt í lagi að vakna svona snemma alla daga ef ekki væri fyrir það, að ekki er svo mikið að gera svona snemma dags. Ræktin opnar ekki fyrr en kl 8 og 9 á svona spesíal dögum og aðrir íbúar hússins sofa svefni hinna réttlátu og ekki vert að vekja þau með hávaðanum í mér Wink

Ég er sem sagt búin að vera að mæta í ræktina í fríinu. Alla daga, ójá!!!

Á Skírdag skellti ég mér með Stínu nabo í ræktina. Við náðum fínni sveiflu þarna og drengpjakkarnir hennar héldu þetta þokkalega út. Getur bara ekki verið gaman að þurfa að hanga svona fyrir atorkusama pjakka. Við bókuðum okkur í spinningtíma sem verður á eftir. Þar með er ég vonandi búin að brjóta þann múr. Vona bara að mér líki þjálfarinn. Er samt raunsæ og veit að ég verð að stilla kröfunum í hóf. Engin er sem Daggan sem nú er orðin Reykjanesbæingur.
Ef ekki væri fyrir það að Stína nabo ætlar með mér, væri ég búin að afpanta tímann. Ekki er veður þannig að ég færi í hjólatúr í staðinn. Hér geisar mikið vorhret á glugga (bílrúðum).

Framkvæmdir með herbergi prinsessunnar eru á lokastig. Hún er flutt inn en aðeins vantar að setja síðustu hönd á innstungur fyrir rafmagn og sjónvarp. Það kemst í lag í dag. Þá er einnig fyrir hugað að fara í smá innkaupa leiðangur og mubla upp hjá henni. Kröfurnar eru ekki stórar bara eina hillu Wink Vona að við finnum hina einu sönnu hillu.
Heppnin var með mér í gær, ég fann húsnæði til að geyma skápinn, skrifborðið, hilluna og annað skrifborð. Hjúkket. Kem þessu vonandi frá mér seinni partinn. Þá er kannski von til þess að ég nái að laga til í stofunni, sem litið hefur út eins og Flóamarkaður með allt þetta dót/drasl sem fylgir svona framkvæmdum Blush
Ég er komin með upp í kok nóg af húsaendurbótum Crying Verst að eftir er að einangra herbergið hjá Ingunni Pingunni og alveg eins líklegt að það fái að bíða haustsins því nú fara útiverkefni að vera aðkallandi.

Never ending story....


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband