Vaknaði í morgunn og langaði að snúa mér á hina hliðina, átti hana örugglega eftir. Slæm samviska kom mér fram úr. Allt var tilbúið fyrir átökin. Ég hafði munað eftir því að sækja æfingagallann út á grænu snúruna mína rétt áður en ég fór að sofa. Það þýðir að verknaðurinn fór fram í myrkri utan dyra og einnig hér innan dyra. Til hvers að vera að kveikja ljós þegar allt er komið í ró og maður veit hvar allt er? Raðaði mínum galla á stofuborðið, þá get ég hoppað í hann með lokuð augun þegar ég kem fram úr herberginu á morgnana. Liggur vel við minni leið inn í daginn. Í morgunn ætlaði ég bara að smella mér í gallann í morgunnskímunni, óþarfi að kveikja ljós. Þegar ég tek svarta NIKE bolinn heyrðist þvílíkur hávaði!!! Mér dauðbrá. Hljóp með bolinn út í dyr og hristi hann og snéri.(mundi ekki eftir svalahurðinni við hliðina á mér ) Það var bara of seint! Ferlíkið sem hafði geymt sig í bolnum mínum hafði sloppið út á leið minni í gegnum eldhúsið og nú hvein og söng í öllu þar. Þvílík risa ófreskja!!! Ég vopnaði BT með flugnaeitursbrúsa af stærstu gerð og nú átti ófreskjan ekki nokkra von. Hún lét í lægra haldi eftir mikla baráttu. Úðabrúsinn er tómur, ófreskjan dauð og ég hef tekið gleði mína á ný.
Allt er gott sem endar vel.
Finnst mér
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 19. mars 2008 (breytt kl. 09:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
. . . bera í skauti sér?
Ég veit hvað komið er, en ekki hvað verður. Ekki hvaða ákvarðanir ég tek og hvort þær verða réttar
Vaknaði kl 5.30. Það var ákvörðun gærdagsins. Ég var ekki að nenna á fætur og í ræktina. Draumur næturinnar um frjálst fall krónunnar í gær og undangegnar vikur var martröð líkastur og ég alveg búin á því. Í ræktina skrönglaðist ég þó. Það blundar enn þessi hugmynd innra með mér að sama hvað gengur á þá skal æft. Er bara í tímabili þar sem sú tilhugsun er ekki aðlaðandi
Er ekki enn búin að koma mér í spinning í ræktinni sem ég er í. Vááá... því líkt átak. Kannski er ég með "skipta um stað fælni"? Ekki getur þetta verið mér að kenna???
Ég þarf að fara að taka út hjólið mitt og þeysa á því um sveitavegi DK. Fíla það vel þegar ekki er rok og rigning. Þar sem mars er senn á enda með sín 5 veður á einum degi, ætti fátt að vera því til fyrirstöðu.
Dem... í sannleika vantar mig einhvern til að sparka mér af stað. Ég er svo ósvífin í þessu hreyfingaleysi mínu að ég reyni ekki gera neitt meira en fara í morgunntímana
Í dag ætla ég mér samt að mála, læra, taka á móti rafvirkjanum sem ætlar að setja ljós í ganginn og fleira þarft. Vona sannarlega að mér verði eh úr verki í dag. Ég er ekki mikill málari en nú bara verða hlutirnir að fara að klárast í herbergi prinsessunnar. Hún kemur heim í páskafrí á morgunn og ekki getur hún bara sofið hér og þar um húsið heilt páskafrí Þarf að losna við skáp, skrifborð og hillur úr lútaðri fur. Selst á sport prís, plís, help.
Einkasonurinn hringdi sæll og glaður í múttu sína í gærkvöldi. Bakpokinn var kominn og drengurinn þokkalega sáttur með val múttu sinnar Já, maður getur nú verið snilli á sumum sviðum.
Þegar ég var að kaupa bakpokana um daginn var ég kominn í þvílíkt stuð að fara stunda fjallgöngur aftur. Ekki samt á Íslandi, nei, nei, í Ölpunum. Var bara alvarlega að pæla í að slúffa afmælispartýinu í sumar á Íslandi og draga minn mann niður í Alpana og puða þar. Gott fyrir menn með svona slasáverka eins og hann. Bara éta meiri verkjatöflur Held samt að það verði ekkert af því í ár. Búin að fjárfesta í partýtjaldi til að hafa við bústaðinn og tjaldið meira að segja komið á Klakann. Humm... svo er líka smá asnalegt að eiga bústað og hafa aldrei notað hann
Ég er aldeilis sæl með grænu snúrustaurana mína, þeir eru enn á sínum stað og ég hef á þessum 10 dögum sem þeir hafa verið í eigu minni, geta þurrkað úti þrisvar sinnum. Stórkostlegt í mars í DK!
Er að bíða eftir að klukkan verði 9, þá ætla ég í búðina að kaupa speltbrauð. Verð að eiga eh fyrir rafvirkjann svo hann líði ekki út af næringarskorti Það yrði ekki stuð Já, ég á víst næstum aldrei brauð. Held ég verði líka að kaupa hundamat. Heyrist hundurinn vera að segja það.
En nú er best að halda af stað inn í daginn og vona að hann færi mér réttar ákvarðanir, réttar niðurstöður og vonandi fullmálaða hurðakarma og gólflista
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 18. mars 2008 (breytt kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
X-Faktor hér í DK.
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 13. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mætti í ræktina í myrkri og góðu veðri, kom út úr ræktinni í birtu en hagléli svo bíllinn var fannbarinn bílstjóramegin. Fór heim, sendi fósturbarnið í skóla, smurði mér nesti og fór í skólann í sól og björtu skömmu síðar. Skellti mér til Þýskalands eftir skóla í skýjuðu veðri. Fór í mollið og keypti næstum bakpokabúðina Hélt heim á leið í ausandi vatnsveðri.
Þetta var veðrið í dag
Prinsessan er hálf farlama eftir eftir stífkrampasprautuna sem hún fékk á mánudaginn. Hún var sprautuð í öxlina aftan verða. Hún er stokkbólgin og í gær og fyrradag var henni óglatt Ingunn Pingunn fékk stífkrampa sprautu í handlegginn og það lagaðist fljótt og var aldrei svo slæmt að hún kvartaði við mig
Ég vil ekki svona sprautu
Á laugardaginn var hér fagurt vorveður. Ég skellti mér í A - Z og keypti fínar grænar útisnúrur. Seinna sama dag voru þær settar niður og þvottur hengdur út. Ummm... ilmandi útiþurrkaður þvottur. Konan ská á móti hafði fengið sömu hugmynd og keypt állitar snúrur. Þær voru líka settar niður og teknar í notkun strax.
Síðan á sunnudag hefur geisað hér rigning og éljagangur . . .
Í dag eru 4 ár síðan BT lenti í slysinu. Ótrúlegt hvernig það getur bæði verið stutt síðan og langt síðan
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 12. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvernig ég get haft yfirsýn yfir ferðalög fjölskyldunnar nú í mars og apríl. Um er að ræða lengri og skemmri ferðalög. Sum ferðalögin vara fram í júní og lok júlí en þá eru önnur ferðalög tekin við hjá þeim er heim voru komnir.
Ég er að tala um 2 ferðir til Berlínar, 1 til Noregs, 1 til Suður Ameríku, 1 til Asíu, 1 til Afríku og 1 til Íslands + Íslandsferðir í sumarfríinu. Ég er svona með allar á hreinu nema þessa Berlínar ferð prinsessunnar. Vona að ferðin sé ekki þegar við BT erum í Afríku. Þetta er skólaferð en mér finnst betra að vita hvenær hún er farin, get bara ekki munað það... Þegar við erum í Berlín verður hún í Noregi. Þegar við förum til Afríku fara Baldi og Birna í sína 4 mánaða reisu til Asíu og Mið-Ameríku. Ingunn fer svo í sína Suður-Ameríku ferð þegar ég kem frá Íslandi í apríl, svo ég næ að kveðja hana. Við verðum síðan á Íslandi þegar Baldi og Birna enda sína ferð hér í DK í lok júlí. En hvar Berlínaferðin hjá prinsessunni er það bara man ég ekki
..og hvenær hún fer til Ameríku það vitum við ekki. Enn sem komið er sýnist mér að það sé alltaf einhver heima til að passa hundinn
Ég þarf líka að skipuleggja mig út af náminu. Þarf að vera með verkefnaskil viku á undan planinu svo það er nú eins gott að láta páskana ekki bara fara í súkkulaðiát og hjólatúra
Held að nú sé komin tími á að fara teikna smá eða gera plan?
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 11. mars 2008 (breytt kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson