Uppgjör dagsins

Fór í spinning með Stínu nabo. Það var....
Kom inn í salinn, valdi hjól. Það var bilað. Flutti mig að næsta hjóli. Fékk það ekki til að vera eins og ég vildi, þá kom þjálfarinn inn. Hún sagði eh um leið og hún gekk hjá. Eftir stóð ég í hvítlauksbrækju :^) Svo kom hún hjálpaði mér, sagði eh á mállýsku sem ég skildi ekki. Hváði. Afsakaðu að ég anga af hvítlauk. Ég hristi höfuðið, upp og svo niður, held ég. Hélt nefnilega í mér andanum. Svo hófst tíminn og ég mátti hafa mig alla við að setja mig inn í mállýskuna hjá henni. Púlsinn fór í 230. Lögin voru ágæt, æfingaranar einsleitar og nú hætti ég áður en ég verð neikvæð í þessu yfirliti mínu  8) 8) 8)

Skellti mér svo í að útrétta í herbergi prinsessunnar. Hún var með sínum vinkonum í bænum og ég tók B.T. með til að bera. Í búð númer 2 sáum við hilluna sem hún hafði beðið um. Keyptum 4 í 2 lengdum. Í búð 3 fundum við bekk undir sjónvarpið og fötin. Nú vildi B.T. að ég hringdi í hana og bæri kaupin undir hana. Nei, nei, sagði ég, hún verður ánægð. Veit það hún er í vogarmerkinu. Hefði hún komið með í búðina hefði kannski verið SMÁ erfitt að ákveða sig. Tíminn er dýrmætur :d
Gat losað mig við skrifborðið og hilluna í dag á stað sem það var vel þegið til geymslu. Skápurinn verður sóttur um 5.30 í fyrramálið.
Nei, nei , bara grín ;)
Niðurstaða dagsins:
Spinningið var ekki mikið verra en ég átti vona á.
Innkaupin gegnu betur en ég átti von á.
Ætla að prófa annan spinningþjálfa næst :haha:
Veðrið er ekki að gera sig.
Lifði af að fara á haugana og tæma kerruna en váááá... hvað það var kalt!!!
Ég vil gott veður.
Gleðilega páska!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er hreinræktuð vog, fædd í því merki og báðir foreldrar í vog líka, svo ég veit að það getur tekið tíma að ákveða sig ..

Gleðilega páska ...

Maddý 23.3.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig í PáskaLjósið

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka í bloggspinning  Easter Bonnet  Innilega gleðilega páska til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:10

4 Smámynd: Hulla Dan

Ert þú bara mesta dúlla EVER???
Takk æðislega fyrir eggin. Allt íslenskt nammi er í mínum augum sem gull, svo þú getur rétt ímyndað þér hvað mér finnst um hana frænku mína í augnablikinu

Óska þér gleðilegs dag og vonast til að hitta þig í fljótlega...

Hulla Dan, 23.3.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Maddý, vog eða ekki. maður velkist ekki í vafa um fegurðina sem þú skapar í myndunum þínum

Guðrmundir, yndislegt að "sjá" þig hér aftur. hef saknað þín á blogginu. ég er þessi sérviskupúki með fá bloggvini en nýt að skiptast á kommentum 

Takk fyrir hlýjar kveðjur Steina mín og velkomin aftur til DK 

Ásdís mín, aldeilis flott myndin af þér hjá Guðmundi. Mín kona

Ha ha Hulla. Ég ólst líka upp við að íslenskt nammi væri best. Þú veit hver lagði grunninn. Bíð þér bara í kaffi á milli ferða

Kærleiks knús á ykkur öll

Guðrún Þorleifs, 23.3.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Alltaf nóg að gera hjá þér, er sólarhringurinn lengri hjá þér en mér??? ..... líklega ég bara svona löt.

Ég elska spinning, það er eitt af því fáa sem fær mig í líkamsræktarstöð, en ég held ég væri aktívari ef þau myndu stundum færa tímann heim til mín, í staðinn fyrir að ég þyrfti að fara til þeirra..... í alvöru....

Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband