

Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 18. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)

Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 18. júní 2008 (breytt kl. 07:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sit hér og bíð eftir að tíminn líði. Ég er komin fram úr sjálfri mér og framtíðinni með það sem ég þarf að gera
Trúðir þú þessu?
Bara að grínast svona í morgunnsárið. Þvottavélin er biluð enn eina ferðina og ég hef því lítið annað að gera en að horfa á þvottahrúguna hækka.
Reyndar passar þetta ekki því ég er frekar forhert. Hringdi bara í Stínu nabo í gærkvöldi og spurði: má ég koma yfir með þvott, vélin er biluð? já, það er ok en er þetta ekki ný vél? Jú, ég kaupi bara bilaðar vélar sagði ég sannleikanum samkvæmt. Svo döslaði ég blauta þvottinum í poka og bala og fór yfir til Stínu nabo. Það þurfti 5 fúla brandara áður en hún sagði: viltu ekki bara að ég hengi þetta upp fyrir þig þegar vélin er búin og þú getur svo náði í þetta á morgunn hjá mér? Jú, sagði ég og skottaðist alsæl heim til mín og fór að mála í myrkrinu. Mér finnst það besti tíminn til að mála, þá gengur allt svo vel. Reyndar þurfti ég svo að mála allt aftur í morgunn en það er annað mál. . .
Ég er enn í skólanum, fer í vörnina 25/6. Ég tek því rólega og vinn vörnina þegar nær dregur. Væri svo leiðnlegt ef ég væri löngu búin með þetta og stæði svo fyrir framan kviðdóminn og færi að bulla um eh allt annað eins og brú yfir Þjórsá í staðinn fyrir sumarbústað
Í gær sló ég grasflötina, eða það sem var grasflöt. Þetta er eiginlega eins og sviðin svörður með einstaka löngu strái og það voru þau sem fóru í útlitstaugarnar á mér. Ætli það komi gras aftur eða skyldum við þurfa að setja pall yfir allann garðinn? Erum langt komin með það.
Í gær ringdi, þá fór ég og vökvaði tómatplönturnar. Ég er í svo góðum takt við veðrið.
Nú skín sólin og því ætla ég út og láta ljós mitt skína þar henni til samlætis. Já, það verður bjartur dagur í dag
Ó, já svo mög voru þau orð . . .
Allt bú...
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 16. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ótrúlegt hvað ein fyrirsögn getur komið í veg fyrir að maður bloggi!! Oft er ég með alveg brillijant efni í kollinum. Tilbúið til niðurritunar, en þá gerist það! Hver á fyrirsögnin að vera??? Og þá "Nonni" minn gerist það... Allt þetta sem var tilbúið til niðurritunar hverfur!!! Hviss, bæng, faaaarið.
Svona er þetta ekki í dag. Ég snuðaði með því að sniðganga fyrirsögnina. Dem... hvað maður getur verið klár
Það var þannig að þegar ég stóð undir sturtunni áðan þá áttaði ég mig á því að ég væri með snilldarblogg í kollinum. Málið var þó að plan dagsins stendur upp á hreingerningu og engan skóla í staðinn. Að auki hafði ég leyft mér að vera smá drílinn inn á síðu hjá vinkonu minni sem kvartaði yfir vöntun af tímum í sólarhringinn. Ef ég fer að bæta meiru inn á þennan dag heldur en þrifum og undirbúining fyrir matarboð í kvöld þá er ekki víst að það verði svo vel þrifið eins og plön sögðu til um í gær þegar ég var að skipuleggja mig. Reyndar er það þannig að mér gengur vel að skipuleggja næsta dag. Alveg þrælvön því. Það er aðeins einn hængur á mínu skipulagi og það er að ég er ekki eins æfð í að fara eftir þessu plani gærdagsins Ég er samt öll af vilja gerð til að taka mig á og því ákvað ég að bæta bloggtíma inn á gærdagsplanið og til að vinna þann tíma, spreyjaði ég sturtuna með kalkhreinisi, henti í þvottavélina og setti uppþvottvélina í gang. Það sjá þeir sem vilja að þetta er bullandi aksjon.
Nú er þessi inngangur orðin svo langur að ég man ekki hvað ég ættlaði að blogga um í tærri snilld minni. Niðurstaðan er því sú að langir inngangar geta líka komið í veg fyrir snilldarblogg.
Vandlifað.
Til að valda ekki algerum vonbrygðum set ég samt inn smá hugrenningar og upplifanir.
Alveg get ég orðið steinhissa þegar fólk tekur feil á mér og Hjálparstofnun kirkjunnar eða Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna.
Þetta kemur einstaka sinnum fyrir og mikið hrikalega er erfitt að leiðrétta svona misskilning! Hvað segir maður við fólk sem er svona áttavillt?
Ég ákvað bara að þegja og vona að viðkomandi kæmi til ráðs og rænu, nú eða fengi betri ráðgjöf en þá sem vísaði honum á minn vasa!
Var í afmæli á laugardaginn og það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að svo skemmtilega vildi til að þarna hrönnuðust upp "tilviljanir/vilji til" atriði.
Ásdís bloggvinkona mín bað mig í fyrravor að skila kveðju til hjóna sem búa hér.Kveðjan var frá henni og Bjarna. Þar sem ég hitti þessi hjón sjaldan þá var kveðjan ekki komin til skila. En... á föstudaginn fórum við til afmælisbarnanna að trufla þau við undirbúninginn þá komu skilaðukveðjutilhjónin með dót sem nota átti í afmælið. Semsagt aðhjálpafólk og þau hittu okkur að truflafólk hjá aðhaldaafmælifólkinu. Ég skilaði kveðjunni samviskusamlega. Fékk að vita að við hittumst aftur daginn eftir sem við og gerðum og þá gætum við Jói sem dó og ég planað móttökur á konunglegu liði sem er væntanlegt hingað á mánudaginn!Tær snilld, sérstaklega þegar litið er til þess að við bara þekkjumst ekkert.
Hér eru heiðurshjónin umræddu sitthvoru meginn við dönsku mágkonuna mína.
Þessi hljómborðsleikari er víst þekktur í Sönderborg
Þetta er kagginn minn, hann er til sölu því BT keypti sér bíl.
Svona hugsa ég nú um minn bíl. Geri aðrir betur
Úff... ég svitnaði áðan, datt í hug hve lengi má kalkuppleysir vera á flísum án þess að húðin fari af flísunum???
Þori ekki annað en að þrífa efnið af og það þýðir að þið missið enn einu sinni af snilldarbloggi.
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 12. júní 2008 (breytt kl. 09:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson