Sá þennan lista á síðunni hjá Ásdísi og svo Hulluog ákvað að fara í smávegis sjálfsskoðun. Væri gaman ef þið skilduð eftir svörin ykkar í kommentakerfinu. Hér er gott tækifæri til að svara í hreinskilninni.
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Já, Guðrún eftir föður ömmu minni og Svandís eftir næst yngstu systur mömmu, hún dó 8 mánaða.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Man það ekki . . .
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?Alveg ótrúlega vel
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? 3 börn, 1 son og 2 dætur.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?Ó, já!!!
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? JÁ
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Herbasheik
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Nei
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?já
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Þýskur vaniluís ú Aldi.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Framkoma
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Ljósbleikur.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Skortur á sjálfsaga
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Pabba, sem er á lífi en fangi í eigin líkama ......
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Það væri gaman.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Svörtum skóm og svörtum skokk ;)
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? banani, ananas og jarðaber með RJÓMA ;)
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Ekkert.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Eiturgrænn eða appelsínugulur. . .
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? nýja ilmvatnið mitt . . .
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Rut
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Sko... sá þetta hjá Ásdísi og Hullu minni og þaðan kemur þetta. Þær eru æði
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Tour du Frans
26. ÞINN HÁRALITUR ? dökkur og svo fagur
27. AUGNLITUR ÞINN ? Bara að skoða....
28. NOTARÐU LINSLUR ? Nei, en hef velt því fyri mér hvort það sé lausnin þegar ég set eyliner
á mig ;)
29. UPPÁHALDSMATUR ? Góður matur með góðum vinum
30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Gamanmyndir, annað er leiðinlegt ;)
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? OMG. Ég man það ekki. Samt í Kolding um páskana, voða gaman ;)
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Iss var algjör slut hérna í denn.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? þýskur vanilluís
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?Líklegur? engin held ég, er svo slow
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? BT o g Magni
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Leyndarmálið
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Eengin motta. . .
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Sjónvarpið er ekki tengt
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Florida :)
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Diplomat og sanngirni
42. HVAR FÆDDISTU ? Á Landsspítalanum
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Geri mér litlar vonir ....
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 7. júní 2008 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)

Ingunn Fjóla fór til Suður Ameríku í 6 vikur með henni Tinu úr sveitinni.
Ferðin var frábær og Ingunn farin að plana næstu ferð. Við Bryndís sóttum þær til hamborgar, brunuðum í sveitina með Tinu, fengum frábærar móttökur þar að vanda og svo var haldið til Sönderborg. Sóttum Billa í vinnuna og svo var slegið upp afmælis- og velkomin heim veislu

Bryndís er alltaf jafn ánægð með dvölina í höllinni en nú fer skólinn að verða búin og þá fara vinirnir í allar áttir.
Hún ætlar að skella sér til Íslands og vinna þar í fríinu sínu.


Vananum trú, voru tómatarnir á sínum stað en þá upphófst barátta við snaróðan svartþröst!
Baráttunni lauk með að hin klókari sigraði

Í ár var ákveðið að byrja á pallinum sem koma á í kringum húsið. Framkvæmdir ganga markvist fram og eru þetta "gamlar" myndir af fyrirbærinu

Maður hefur verið í léttri sveiflu við að kaupa blóm og potta

Voða gaman

Draumar eru til að láta rætast

Við höfum verið verið dugleg við þá yðju

Ó, já... skápurinn varð minn og fyrir það þakka ég Fjólunni minni og gullmolanum honum Bassa. Takk elskurnar mínar.
Lífið er ljúfur draumur.
Njótum þess.
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 7. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er nefnilega þetta skrítna sem fylgir sem en... Þegar þau yfirgefa staði fer allt á annann endann eða því sem næst. Sprengjur springa og órói í gangi. Þau hafa lofað að reyna skilja betur við staði en mér sýnist að það hafi ekki alveg tekist í Katmandu höfuðborg Nepal. Þar er nú allt á leið til... ja, fer eftir stjórnmálaskoðun manns hvort allt sé á leið til andsk... eða til hins betra.
Hér er frétt sem ég tók á mbl.is:
"Borgaryfirvöld í höfuðborg Nepal, Katmandu, hafa lagt bann við mótmælafundum og -göngum í hluta borgarinnar. Bannið tekur gildi í dag en eftir tvo daga mun nýkjörið þing landsins koma saman og lýsa yfir lýðræði en landið hefur verið konungsríki í rúmlega tvö hundruð ár.
Maóistar sigruðu í kosningum sem fram fóru í Nepal í síðasta mánuði og þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir sagði Prachanda, leiðtogi maóista, að fyrsta verk nýs stjórnlagaþings yrði að leggja niður 239 ára konungsveldi Nepals. Það verða ekki gerðar neinar málamiðlanir varðandi konungsveldið," sagði Prachanda."
Baldvin hafði mjög gaman af því að kynna sér það sem var og er að gerast í Katmandu þegar hann var þar og var áhugi hans orðin slíkur að ég mælti með því að hann færi að hypja sig úr landinu svo hann færi ekki að taka þátt í þessum þörfu breytingum
Í Nepal eins og mörgum fátækum konungsríkjum sveltur þjóðin á meðan konungsveldið veltir sér í ofgnót og alsnægtum.
Það er von mín að þessi stjórnarbreyting gerist hið fyrsta og að þessu stolta fólki takist að byggja upp ríki sem hlúir og eflir þegna landsins. Þetta duglega fólk sem byggir Nepal á allt gott skilið.
Baldi minn, hvernig er ástandið í Norður-Tailandi?
Drífa sig að nýta netið
Megi þið eiga góðan dag!
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 27. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þó svo árin líði frá andlátinu hefur söknuðurinn eftir henni ekki horfið. Oft kemur hún upp í huga mér við ýmis tilvik, sérstaklega þegar glettni skín í gegnum atvik og uppákomur. t.d. þegar Kristján sonur hennar kom í heimsókn til okkar. Hann hefur alveg ótrúlega líkan húmor og hún hafði. Engin nema hún hefði líka grett sig og geyflað í gegnum glerið í komuganginum á Billund eins og hann gerði, þegar hann sá okkur bíða hinum megin við glerið

Matarást á tengdó er líka inni í söknuðinum og er þar fyrst að nefna brúnu súkkulaðitertuna hennar sem hún slengdi saman á sunnudögum ásamt öðrum góðum tertum. Ummmm...
Hún var skemmtileg amma og kenndi börnunum mínum ýmislegt sem ekki var auðvelt að venja þau af. Hún taldi Balda trú um að maður ætti að biðja um nýtt tyggjó þegar bragðið væri búið og svo ætti maður að spíta ávaxtasteinum út í loftið þaegar maður borðaði appelsínur og vínber. Hann trúði ömmu sinni algerlega og það var ekki auðvelt að fá hann til að skilja að amma hefði bara verið að fíflast. Sláturgerð með ömmu er líka minnistæð. Þar fékk Ingunn Fjóla að handleika lifrpylsukeppina eins og hana lysti og skemmtu bæði amma og snótin sér vel við að hún setti herlegheitin á hausinn


Bryndís fékk líka að kynnast ýmsum góðum töktum hjá ömmu sinni líkt og eldri systkyni hennar.
Elsku tengdamamma, takk fyrir að vera það sem þú varst okkur. Minningin um þig er með okkur, það sem þú varst okkur, yljar hjarta okkar .
Við elskum þig lífs og liðna.
Þín,
Guðrún
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 24. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábær bloggvinkona á afmæli í dag. Konan er frábær penni, einlæg í skrifum sínum um lífið og tilveruna. Ég óska henni Steinu í Leje hjartanlega til hamingju með daginn og sendi henni mínar bestu kveðjur héðan frá Als.
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 20. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson