tannburstinn er . . . horfinn.
Smá leiðindi í rigningunni hér, svo agalega óvön svona veðri
Nei, ég ætlaði á Esjuna, en það hvarflar ekki að mér í rigningu og engu skyggni
Gott veður, takk fyrir Jón Topp!!!
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 21. júlí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klukkan 14.00 á föstudaginn fyrir rúmri viku kom í ljós að við vorum ekki að fara til Tyrklands þá um kvöldið. Hviss og bæng, breytt plön hjá okkur og fleirum. Auðveldara fyrir okkur að átta okkur á því en suma aðra. En..
Við áttum frábæra daga í Þýskalandi þar sem ævintýri gerðust oft á dag. Prílaði meðal annars upp og niður fjöll Bara ljúfur draumur.
Í dag hefst ný ferð og henni fylgir kveðjustund við litla vinkonu sem fer til Tyrklands á fimmtudaginn, nú er það pottþétt. (Held ég) Þegar ég kem frá landinu góða, verður önnur ferð plönuð. Þá verður kannað nýtt land, nýjar aðstæður. Það verður spes ferð.
Sonurinn er búin að vera á ferðalagi í 104 daga. Styttist í að hann komi til DK, bara 17 dagar í að ég hitti hann og knúsi
Mikil ferðalög hafa einkennt fjölskyldulífið það sem af er þessu ári. Ég hélt að allt yrði komið í ró um sumarmál en svo er ekki ferðalög virðast ætla að einkenna þetta ár. Það er bara skemmtilegt.
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 16. júlí 2008 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sorg í sinni og litlu hjarta.
Rosalega er erfitt þegar kveðjustund sem var í fjarska steypist yfir þig. En þannig er og verður líf sumra. Ákvarðanir fluttar til vegna eigin hagsmuna og langana. Sumir eru þeim eiginleikum gæddir að geta aðlagast beitingum nokkuð auðveldlega, jafnvel með gleði. En ekki allir. Litla viðkvæma sálin sem á svo erfitt með að henda reiður á svo margt í þessu flókna lífi þarf öryggi, festu og endurtekningu. Slík sál á erfitt með breytingar, þarf tíma, þarf að finna öryggi. Trúa að allt verði í lagi. Treysta.
Ekkert af þessum atriðum er til staðar í dag. Það er, öryggið, trúin og traustið.
Að fá að heyra að með til komu manns inn í flókið og tætt líf þessarar sálar, hafi komið birta og öryggi. Að heyra hana útskýra á einfaldan hátt, ástæðu þess að líf hennar er með þeim hætti sem það er, kallar fram tár í auga.
Að baki orða hennar liggur skilningur sem er svo djúpur að undrun sætir, þegar litið er til þess að hvert einfalt atriði í daglegum gjörðum viðkomandi getur reynst þrautinni þyngri að leysa.
Þetta var það sem ég vildi sagt hafa hér í byrjun dags.
Er sem sagt að fara til Tyrklands.
Alltaf gott að vera búin að koma á staði sem maður þarf kannski að fara á . . .
Bloggar | Fimmtudagur, 3. júlí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar ég var lítil snót lék ég stundum við hana Sigrúnu. Hún var rosa stór og vissi mikið, enda heilu ári eldri en ég. Einn daginn sagði hún mér, að um kvöldið yrði heimsendir. Hún útskýrði rækilega fyrir mér hvernig þetta gengi fyrir sig. Ég trúði öllu sem hún sagði enda bar hún föður sinn, skipstjóra á risaskipi fyrir þessu. Ég flýtti mér heim en varð ekki vör við áhyggjur hjá foreldrum mínum og ekki vildi ég íþyngja þeim með þessari skelfilegu vitneskju minni. Um kvöldið átti ég erfitt með að sofna. Þið vitið, hvað ef ég vakna ekki aftur og eins hitt, hvernig gerist heimsendir í alvörunni? Miklar pælingar fóru fram í kolli mínum þetta kvöld. Reglulega kallaði ég fram: Hvað er klukkan? En hún var bara hálf tíu og svo var hún korter í tíu og svo var hún tíu og svei mér ef mömmu var ekki farið að leiðast þessi óvanalegu köll í mér Tíminn leið og ég beið, ekkert gerðist enda átti þetta að gerast um miðnætti. Váá... hvað ég var hrikalega hrædd inni í mér. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að nefna þetta við mömmu og pabba, því hvað ef þetta væri bara allt vitleysa? Nú eða það sem verra væri ég gerði þau hrædd líka? Það er ekki gott að eiga hrædda foreldra. Svona flugu hugsanirnar í kollinum fram og til baka, upp og niður, út og suður. Smám saman hefur nú hægst á þeim því litla snótin lét undan Óla Lokbrá og féll í svefn fyrir miðnætti og missti því af heimsendanum sem aldrei kom!
Næsta morgunn vaknaði ég og áttaði mig mjög fljótt á því að ég var lifandi, að ég var í rúminu mínu, í herberginu mínu, að pabbi var að gera sig kláran í að fara til vinnu og umferðin á Miklubrautinni var með eðlilegum hætti.
Þennan dag lærði ég lexíu sem ég hef nýtt mér. Að ekki er allt satt sem sagt er, jafnvel þó það séu mér eldri sem fullyrða það og að maður deyr yfirleitt bara einu sinni og þá er allt búið eða þannig.
Er það ekki???
Til hvers að hafa áhyggjur af einhverju sem hugsanlega verður ekki?
Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar ég las bloggið hennar Hullu
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 1. júlí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nú er bara að koma að því. Á föstudaginn ætlum að skella okkur í vikufrí. Við veðrum 2 að þessu sinni, börnin orðin svo stór. Ýmist erlendis á ferðalagi, erlendis í vinnu eða hérlendis í vinnu eftir ferðalag
Lengi vel var planið að skjótast til Tyrklands með flugi og líta á væntanlegan listaskóla og aðrar aðstæður fósturbarnsins. Þar sem flutning hennar seinkar verður ekkert af því nú. Ætli ég skutlist ekki niður eftir þegar þar að kemur og líti á aðstæður. Maður sendir ekki barn í hvað sem er. . .
Eftir situr að við erum samt að fara í frí. Ekki út að sigla, því ákveðið var að gefa Perlunni frí í ár vegna fyrirséðs annríkis hér á heimilinu. Þetta skapar ákveðinn vanda, hvert eigum við að fara?
Ég er svo hugmyndalaus en get þó sagt að mig langar í sól, sjó og fjöll. Að mig langar ekki að keyra heilann helling, að mig langar að skoða eitthvað fallegt, helst náttúru ekki hús.
Er einhver með tillögu?
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 30. júní 2008 (breytt kl. 10:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson