Það var og...

Klukkan 14.00 á föstudaginn fyrir rúmri viku kom í ljós að við vorum ekki að fara til Tyrklands þá um kvöldið. Hviss og bæng, breytt plön hjá okkur og fleirum. Auðveldara fyrir okkur að átta okkur á því en suma aðra. En..
Við áttum frábæra daga í Þýskalandi þar sem ævintýri gerðust oft á dag. Prílaði meðal annars upp og niður fjöll Wink  Bara ljúfur draumur.

Í dag hefst ný ferð og henni fylgir kveðjustund við litla vinkonu sem fer til Tyrklands á fimmtudaginn, nú er það pottþétt. (Held ég) Þegar ég kem frá landinu góða, verður önnur ferð plönuð. Þá verður kannað nýtt land, nýjar aðstæður. Það verður spes ferð.

 

Sonurinn er búin að vera á ferðalagi í 104 daga. Styttist í að hann komi til DK, bara 17 dagar í að ég hitti hann og knúsi InLove

Mikil ferðalög hafa einkennt fjölskyldulífið það sem af er þessu ári. Ég hélt að allt yrði komið í ró um sumarmál en svo er ekki ferðalög virðast ætla að einkenna þetta ár. Það er bara skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sumrin eru svo skemmtileg, þá eru allir á ferð og flugi. Ef ekki hingað, þá þangað. Og ef ekki núna, þá á eftir eða í gær.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

njóttu þess, þetta er svo gaman.

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitin kæru hjón

Ég vinka til ykkar á eftir þegar ég flýg yfir á eftir. Er að fara í flug frá SDB til KBH núna kl 16.00. Þetta er bara gaman

Guðrún Þorleifs, 16.7.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Viltu faðma vinkonu mína litlu innilega frá mér og segðu henni að mér þyki óendanlega vænt um hana eftir svona stutt kynni.  Vona að guð og gæfan fylgi henni á ókunnum slóðum.  Hlakka til að hitta ykkur hjónin fljótlega.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Carpe diem, Guðrún!!!  Svona á maður að lifa lífinu!!

Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband