Heimsendir ???

Þegar ég var lítil snót lék ég stundum við hana Sigrúnu. Hún var rosa stór og vissi mikið, enda heilu ári eldri en ég. Einn daginn sagði hún mér, að um kvöldið yrði heimsendir. Hún útskýrði rækilega fyrir mér hvernig þetta gengi fyrir sig. Ég trúði öllu sem hún sagði enda bar hún föður sinn, skipstjóra á risaskipi fyrir þessu. Ég flýtti mér heim en varð ekki vör við áhyggjur hjá foreldrum mínum og ekki vildi ég íþyngja þeim með þessari skelfilegu vitneskju minni. Um kvöldið átti ég erfitt með að sofna. Þið vitið, hvað ef ég vakna ekki aftur og eins hitt, hvernig gerist heimsendir í alvörunni? Miklar pælingar fóru fram í kolli mínum þetta kvöld. Reglulega kallaði ég fram: Hvað er klukkan? En hún var bara hálf tíu og svo var hún korter í tíu og svo var hún tíu og svei mér ef mömmu var ekki farið að leiðast þessi óvanalegu köll í mér Crying Tíminn leið og ég beið, ekkert gerðist enda átti þetta að gerast um miðnætti. Váá...  hvað ég var hrikalega hrædd inni í mér. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að nefna þetta við mömmu og pabba, því hvað ef þetta væri bara allt vitleysa? Nú eða það sem verra væri ég  gerði þau hrædd líka? Það er ekki gott að eiga hrædda foreldra. Svona flugu hugsanirnar í kollinum fram og til baka, upp og niður, út og suður. Smám saman hefur nú hægst á þeim því litla snótin lét undan Óla Lokbrá og féll í svefn fyrir miðnætti og missti því af heimsendanum sem aldrei kom!
Næsta morgunn vaknaði ég og áttaði mig mjög fljótt á því að ég var lifandi, að ég var í rúminu mínu, í herberginu mínu, að pabbi var að gera sig kláran í að fara til vinnu og umferðin á Miklubrautinni var með eðlilegum hætti.
Þennan dag lærði ég lexíu sem ég hef nýtt mér. Að ekki er allt satt sem sagt er, jafnvel þó það séu mér eldri sem fullyrða það og að maður deyr yfirleitt bara einu sinni og þá er allt búið eða þannig.
Er það ekki???

Til hvers að hafa áhyggjur af einhverju sem hugsanlega verður ekki?

Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar ég las bloggið hennar Hullu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg frásögn, takk fyrir það. þú hefur ábyggilega verið yndisleg bara það að vilja ekki gera foreldra þína áhyggjufulla er fallegt !

knús á þig sem ert sennilega búinn í prófunm!

hvernig gekk ?

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Steina.

Þurfti bara að fara í eitt próf, var búin með svo mörg fög áður og það gekk vel, fékk 10 Nú er lokaönnin eftir og þá klára ég þetta.  Bara svo gaman að vera í skóla og læra nýtt að mig langara að halda áfram. Með hvað veit ég ekki . . .

Góðan afmælisdag í Leje

Guðrún Þorleifs, 1.7.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta !

hafðu fallegt sumar

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Hulla Dan

Bíddu... átt þú ekki að vera að skipuleggja ferð til útlanda???

Sæt færsla. Ég er orðin róleg.

Knús á þig og þína.

Hulla Dan, 1.7.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jú Hulla mín, en þegar ég var farin að skoða hvað flug til Thailands kostaði, ákvað ég að það væri ódýrara að blogga. Tíndi sonurinn kemur heim eftir 30 dag og ég hitti hann eftir 32 daga svo það verður að duga

En veistu eitt Hulla, ef ég hefði spurt Dana um ferðahugmyndir hefði ég bara fengið eitt svar: þú átt við lúxusvandamál að stríða, svo hefðu þeir bara snúið sér við og beðið um að fá að borga meira í skatt

Guðrún Þorleifs, 1.7.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skemmtileg frásögn

Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Sendu Knús og Gul, ég set inn mynd af okkur í kvöld þegar ég fæ tölvuna.  Mér finnst hún líka yndisleg stúlka.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 12:18

8 Smámynd: Hulla Dan

Mér finnst reyndar allir sem ég þekki (danir þ.e.a.s) vera að skella sér til útlandis.

Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 17:57

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulla, það er hluti af hinu skipulagða lífi þeirra.

Guðrún Þorleifs, 2.7.2008 kl. 19:21

10 Smámynd: Hulla Dan

Ó þú meinar

Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 19:45

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

En skemmtileg frásögn og einhvernveginn barnslega einlæg.....  

Við mannfólkið erum alltaf að hafa áhyggjur af einhverju, oftast nær ónauðsynlegar, þótt því miður slæðist alvöru áhyggjuefni með inn á milli....

Nú er ég að njóta lífsins í "landinu þínu"!!

Lilja G. Bolladóttir, 4.7.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband