Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Obbobbbbb . . .

Nú vona ég að sumarið komi með hraði!

Í vorfíling skellti ég mér út í garð og ákvað að greinastífa kirsuberjatréð. Fékk munnlegar leiðbeiningar, um það síðastliðið haust. Ekki var verkkvíða fyrir að fara né heldur áhyggjum af árangri. Eins skynsöm og ég er beið ég þar til BT var farin í hjólatúr til Jótlands. Það var á dagskrá hjá mér að þjálfa tvíhöfða og þríhöfða ásamt armlyftum. Fannst mér þessi garðvinna passa vel inni það plan. Kirsuberjatréð okkar er 8 ára. Þegar við plöntuðum því ásamt plómutrénu, voru þetta 2 væskilslegar spírur sem maður átti ekki von á að lifðu sambúðina með okkur. Annað kom á daginn og hafa þessar spírur nú tekið hamskiptum og eru að fylla bakgarðinn. 

IMG_2386

Þar sem við ætlum ekki að búa í frumskógi var sú ákvörðun tekið að setja Kirsuberjatréð í þá hæð að við gætum sett yfir það net og þannig komið í veg fyrir að fuglarnir stælu á einni nóttu allri uppskerunni og lægju svo dauðir hinum megin við hekkið. Munið þið?

Já, nú er ég búin að klippa og saga kirsuberjatréð okkar. Þetta var mikil æfing. Margir vöðvar sem þurfti að þjálfa.

 

Nú er tréð okkar tannstönglar.... 

 


Rassálfurinn mætti í morgunn . . .

Ó já.

Klukkan hringdi kl 5.30. Vá..  ég var ekki að nenna að vakna. Velti því fyrir mér hvort ég væri ekki örugglega veik enn. Áttaði mig á því þegar BT spurð hvort við værum að fara í ræktina að ég væri sennilega að lagast af þessum óþvera sem hefur truflað mig síðast liðna viku.  Það var ekki til setunnar boðið og af stað fórum við. Mikið kom það sér vel að það voru fáir í ræktinni í dag. Hárið mitt hefur síkkað undanfarið og Rassálfagreiðslan því alveg einstök í morgunn Pinch Skil ekki hvernig stendur á því að ég fer svona út úr húsi og er slétt sama. Held að það tengist því að þetta er svo síðla nætur.
Ég var ógó góð í ræktinni. Þegar ég var komin upp í sal til að hita upp á víxlgöngutækinu var púlsinn komin í 145 Blush  Er að mana mig upp í að skrá mig í spinning þarna á morgunn. Verð að gera eh í þessu. Daggan mín flutt til Íslands, svo nú verð ég bara að sætta mig við hitt liðið Frown Maður getur víst ekki alltaf fengið það sem maður vill. Sideways

Smá annað:

Hjólatíska 

Danskar "til og frá" hjólakonur eru margar dáldið flottar. Algengt er að sjá þær hjóla í kápu og hæla háum skóm, margar í stuttum pilsum. Þá sé ég að það færist í vöxt að vera í stíl við litin á hjólinu.
Til dæmis:
Fallega grænt hjól ( í mínum græna lit) þá er við hæfi að vera með stóran klút um hálsinn í sama lita tón.
Rautthjól og rauð kápa.
Blátt hjól og blá húfa ( engin með hjálm nema ég á raisernum)

Fór að taka eftir þessu eftir að ég sá hvíta stelpu CUBE montainbike hjólið með gull stöfunum. 

Já, ég held ég verði að eignast þannig hjól. Ég á hvíta Nike úlpu, geðveika hvíta Puma skó og hvíta tösku. Þetta segir sig sjálft.

Bæ...

Farin að kaupa hvíta hjólið....

 .

.

.

.

.

.

.

 

Nei, grín, trúðir þú þessu? 

Auðvitað fer ég ekki að kaupa montain bike núna.

"Raiser seasonið" er að byrja. Bara um leið og ég treysti mér á bak töfraprikinu mínu dásamlega. Þarf aðeins að ná andanum betur eftir tvær flensur Blush 

Bæ í bili farin að . . .

 

 hlakka til Wizard

 he he he


Alveg einstakur hæfileiki . . .

Ég er gædd einstökum hæfileika. Ó, já...

Get án áreynslu gert mig að algeru viðundri Pinch

Atvikið sem ég ætla að segja ykkur frá gerðist í september 2000. Þá um sumarið hafði tíkin okkar eignast 7 hvolpa, 6 komust á legg og urðu hinir yndislegustu hundar. Við höfðum ekki gert ráð fyrir í okkar plönum að Lauga fengi svona marga hvolpa. Við höfðum planað að það kæmu 2 hvolpar og frændi minn sem hér bjó, átti að fá einn og nágranar okkar annan. Gott plan þarna. En þannig fór þetta ekki. Áður en hvolparnir voru fæddir hafði frændi minn ákveðið að flytja til Ísl. og það kostar morð og milljón að taka hund með sér heim og ekki kom til greina að leggja þetta böl á saklausan hvolp frá mér. Nágrannarnir tóku upp á þeim andskota að skilja og þar með var "Úthlutunar planið" oltið. Þegar krílin 6 mættu svo í þennan heim 1 og 2 maí þá voru góð ráð dýr. Hvert áttu þessir einstöku hvolpar að fara. Smátt og smátt fækkaði í hópnum. Snúlla flutti til Úllu, Skotta til Lottu ( rímið alger tilviljun, hvolparnir hétu þessum nöfnum, eigendurnir komu seinna) Týri til bróður hennar Grétu nabo. Bangsi flutti í Broager og Ósi hér upp á Jótland. Eftir var Snati og það var á hreinu, hér yrðu ekki 2 hundar.
Á þessum tíma var elsku tengdamamma mikið veik og lést í byrjun september. Þá héldum við heim til Íslands en Snata var en óráðstafað. Ég hafði sett auglýsingu í blað en hún kom viku of seint og birtist því þegar við vorum á Íslandi. Á Íslandi var nóg að snúast. Meðal annars þurfti ég að fara í blómabúð. Þetta var lítil búð en yfirfull af viðskiptavinum. Meðan ég beið eftir að röðin kæmi að mér, hringdi dk gemsinn og ég svaraði. Í símanum var kona sem reyndi að tala dönsku. Ég gat skilið á henni að hún hefði séð auglýsinguna um Snata og hún væri að leita sér að hundi. Ég svaraði konunni eftir því sem við átti á dönsku. Svo kom að því að blessuð konan gafst upp á að rembast við dönskuna og spurði hvort ég talaði ensku. Jú, ég gerði það og nú var ég farin að svara henni á ensku og svei mér ef fólkið fyrir framan mig leit ekki við. Nú héldu umræðurnar um þessi hundamál áfram á ensku.
Vá... þetta var varla að gera sig. Dem... af hverju svaraði ég í símann??? Shocking Ég var að far að kaupa blóm og kransa en ekki að selja hvolp.
Konan áttaði sig á því að hún væri að tala við aðila sem væntanlega væri með hvolp fyrir hana. Nú vildi hún bara fá að sjá hundinn. Takk, (Jón ToPP) það er ekki hægt sagði ég á minni snilldar ensku, ég er stödd á Íslandi. Nú heyrðist í konunni: TALAR ÞÚ ÍSLENSKU? Ég,(enn í blómabúðinni þar sem afgreiðsla lá nú niðri og allir fylgdust með þessu alþjóðlega samtali, fannst mér LoL) viðurkenndi að ég talaði íslensku (svona líka góðaWink)
Ó, já...

Af hverju svarar maður alltaf í símann þegar hann hringir; sama hvernig stendur á?

Blómabúðin er sem betur fer flutt  síðan þetta var og ég held áfram að versla þar þegar ég kem til Ísl. 

Núna reyni ég að nota skynsemina með það hvenær ég svara í símann en vá... sem ég gleymi því samt Blush


Það er . . .

farið að snjóa hér hjá mér!!! Vissi að það hafði snjóað í Vejle, en að það færi að snjóa hér suður frá í vorveðrinu mínu, nei!!!

Rétt áðan skein sólin og gældi við páskaliljurnar mínar en núna . . .

Humm....

Er ekki að fíla svona vetrarhörku. Ég er sólskinsbarn og vil fá meiri sól  LoL


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband