Það er . . .

farið að snjóa hér hjá mér!!! Vissi að það hafði snjóað í Vejle, en að það færi að snjóa hér suður frá í vorveðrinu mínu, nei!!!

Rétt áðan skein sólin og gældi við páskaliljurnar mínar en núna . . .

Humm....

Er ekki að fíla svona vetrarhörku. Ég er sólskinsbarn og vil fá meiri sól  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hellú bloggvinan mín
Veit ekki vel hvar þú ert stödd, en hér (í uppsveitum sønderborgar) snjóaði líka í dag. Þvílík hörmung.
Vonum að þetta gerist ekki aftur á þessu ári.

Kveðja Hulla.

Hulla Dan, 4.3.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þú ættir að vera komin í slabbið hér á landi, meira vatnsveðrið í dag og svo á frysta og svo og svo og svo, veit ekki hvar þetta endar  knús til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ Hulla og takk fyrir að samykkja mig sem bloggvin var að átta mig á það þú er hér í "nágreninu". Nafnið þitt vakti athygli mína (held alltaf að þær sem eru kallaðar þessu nafni sé í minni norðlensku ætt )  og því kíkti ég á síðuna þína   Talaði svo við múttu krúttið mitt og hún bað að heilsa þér

Ásdís mín, þetta var alvöru áfall, ég er komin í pils og bíð eftir að ganga um berfætt. Páskaliljurnar alveg að springa út og arfinn komin á fulla ferð i beðunum. Ég meina það, þarf að fara að komast út og hjóla um sveitir Als og Jótlands. Gengur ekki lengur. vona bara að þetta svo og svo veður verði farið þegar ég kem til Ísl í apríl. Vona að þú verðir ekki á Akureyri þá  

Guðrún Þorleifs, 4.3.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Hulla Dan

Hellú igen.
Ég er reyndar að norðan, allavega svona í og með. Og við erum nú ekkert voðalega margar sem berum þetta nafn  Þekkiru margar með þetta undurfagra nafn???
Bið að heilsa henni móður þinni tilbaka

Ég er reyndar dálítið út úr nágreninu þar sem ég er sveitalubbi. Bý alveg við kommúnumörki Sønderborg og Åbenrå.

Hulla Dan, 5.3.2008 kl. 06:48

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Daginn Hulla

Segir Hulla og Jói þér eitthvað

Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 06:56

6 Smámynd: Hulla Dan

Ómg
Það eru ég og litli sonur minn

 Já eða amma og afi

Segðu frá...

Hulla Dan, 5.3.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta héldum við mamma í gær þegar ég spurði hana. Ég er að tala um Hullu frænku og Jóa í Víkurbakkanum. Mamma heitir Pollý og við bjuggum í Núpabakkanum. Ég man eftir Jóhönnu systir þinni og kannski einu sinni eftir að þú hafir komið með ömmu þinni til okkar Mömmu fannst þetta svo spennandi og var voða ánægð að "frétta" af þér.

Skondið

Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Hulla Dan

Hér var ég búin að skrifa svaka langa færslu, en áttaði mig svo á að hún ætti kannski betur heima á síðunni minni.

Man ykkur

Hulla Dan, 5.3.2008 kl. 13:52

9 identicon

Hej hej, tad er langt sídan ég hef heyrt af tér og nú finn ég tig allt í einu á blogginu hennar Hullu!!! Hún er vinnufélagi minn ;-) Gaman ad vita ad tú enntá býrd hérna í Danaveldinu.

Kvedja Frá Hjordkær

Maria Hjordkær 5.3.2008 kl. 19:37

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þoli ekki heldur snjóinn, væri til í fullt af sól og hita   Gaman að sjá þetta nafn Hulla, ég var alltaf kölluð Hulla þegart ég bjó í Bretlandi því þeim fannst svo erfitt að segja Huld

Kveðja úr snjónum í snjóinn

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 20:49

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ María Vissi í gegnum Sonju að þú værir hér enn, en um daginn talaði ég við Guddu og hún sagði að Þórey væri að spá í að flytja út, passar það?

Huld, ég vil líka sól og hita Gaman að heyra að þú hafir verið kölluð Hulla, mér hefur alltaf þótt það töff  

Guðrún Þorleifs, 5.3.2008 kl. 21:06

12 Smámynd: Linda

Hæhæ og vertu margblessuð,  það er komið plat vor í Reykjavík, sumir hafa látið orð sleppa frá sér eins og td. " það er bara komin vorlykt". við vitum vitanlega að láta slíkt út úr sér svona snemma á Góu, er bara til þess að pota í Veturguðinn..og núna eigum við von á öllu..ok, ég er kannski smá hjátrúarfull þegar það kemur að Íslensku veðri, en það er kannski ekki af ástæðulausu

En hvað um það, ég er að taka bloggvina rúntinn og vona í leiðinni að mér verði fyrirgefið vanræksluna.

Knús og blessunar kveðja til þín og þinna.

Linda, 5.3.2008 kl. 21:31

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég man svona daga í Danmörku, þegar maður hélt að nú færi að koma pils- og sandalaveður, og svo allt í einu fór að frysta aftur, en snjóa, það gerði það nú sjaldan af alvöru þau rúmlega sex ár sem ég bjó í DK. Ég man reyndar eftir nokkrum skiptum þar sem jörðin var hvít og sumir Danir slepptu því að nota bílinn og tóku strætó...... af því að þeir höfðu aldrei lært að keyra í snjó!!!  Við Íslendingar kölluðum þetta smá föl á jörðinni, en..... híhí...

Lilja G. Bolladóttir, 6.3.2008 kl. 02:42

14 Smámynd: Hulla Dan

Góðan daginn

Eða þannig, þvílíkt ógeðsveður. En núna hlýtur þetta að fara að koma, sól og hiti og pöddur.

Ég sé að þú þekkir Mæju. Fyndinn heimur.

Manstu nokkuð hvaða tegund hundurinn hennar Rönnu (eða Kollu) var. Hún hét Dúna... er það ekki???

Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 06:44

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ekki veitir af að óska manni góðs í þessu ógeðsveðri

Bíð spennt eftir pöddunum

Heyrðu, ekkert smá lítll heimur, þið að vinna saman. Hún fékk hvolp hjá mér. Smá saga í kringum það.

Ég er úti að flauta í hundategundum ( veit bara á ég á isl. fjárhund) Ég hringi bara í Rönnu frænku og spyr hana. Hún man þetta kanski, því hún var eh að vesenast í þessu hunda dæmi á sínum tíma en gat ekki haft hund út af ofnæmi. Hvað hundurinn hét man ég ekki man bara að hundurinn var öllu vingjarnlegri en Heddý. Ein vinkona mín á kjúklingabeinahund sem geltir svona og minnir mig á Heddý  

Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 07:34

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vá, ég er alveg komin í hundana

Linda mín, takk fyrir innliðið. Hér ertu alltaf velkomin og engar heimsóknarkvaðir í gangi. Hafðu það sem best

Lilja, nákvæmlega þetta með snjóinn og dani. Ha ha ha... allt í fári og svo eru þessar elskur svo hissa á að norðmenn hlægi að þeim í snjó

Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 07:38

17 Smámynd: Hulla Dan

Hvað í óköpunum er kjúklingabeinahundur??? 

Hulla Dan, 6.3.2008 kl. 08:19

18 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Lítlill hundur sem ekki má horfa fast á . . . Veit sko ekkert hvað svona fyrirbæri heita

Guðrún Þorleifs, 6.3.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband