Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Stúdentin

Það er ekkert smá mál að vera foreldri barns sem líkur stúdentsprófi hér í DK. Danir eru með svo mikið af skemmtilegum hefðum í kringum þetta.

Þar sem mér finnst mikilvægt að þeir sem flytja til einhvers lands og búa þar, tileinki sér siði og menningu viðkomandi lands þá hef ég reynt að fara eftir því.

Halo

Þess vegna var stór hluti fjölskyldunnar saman komin á Statsskolen mánudagsmorguninn 25 júní kl 9.30. Þar mættum við með freyðivín og rósir, tilbúin að taka á móti Ingunni Fjólu er hún kæmi út úr síðasta prófinu, munnlegri spænsku Smile

Beðið eftir IFB

Beðið eftir stúdentinum

 

Svo kom hin nýbakaði stúdent og þá hófst nú hið danska ritual fyrir alvöru !

Systkynin

Ákveðið hafði verið að það yrði bróðirinn sem setti húfuna systir sína.

Fyrst þurfti hann að fjarlægja hvíta kóverið af sinni húfu Wink

Enn vantar myndir af þessu, þar sem Baldvin var aðalmyndatökumaðurinn og græjurnar hans svo bilað fullkomnar að ég get ekki opnað hans myndir...

Ingunn Fjóla

Ingunn Fjóla með húfuna.

Þessi húfa er svo allt öðruvísi en húfan hans Baldvins.

Þessi húfa gerir ráð fyrir því að stúdentinn djammi hraustlega að loknum prófum og minnist þess með ýmsum merkingum í húfuna.

Að auki er nafnið hennar saumað í húfuna, á giltu hnöppunum sem halda svarta bandinu fyrir ofna derið er annars vegar útskriftar árið upphleypt og hinsvegar bekkurinn hennar 3 - B.

Svarta bandið er í teygjuformi og ætlað til að setja undir höku þegar stúdentinn er í þannig stuði að húfan gæti ella dottið af.

Þegar við höfðum skálað við Ingunni Héldum við til okkar verka og hún varð eftir til að taka á móti sínum vinum sem voru að klára. Síðan tók við allsherjar djamm og sáum við lítið til hennar eftir þetta og er svo enn. Hún leit þó við með bekknum síðast liðinn fimmtudag þegar bekkurinn ók á milli heimila bekkjarfélaganna og þáði veitingar.

Þær voru hér snemma morgunshressar og kátar.

Þeim var boðið upp á ávexti og gos Wink

3-B

Hér er bekkurinn einungis 1 strákur í bekknum.

Þetta var skemmtilegur bekkur og hér eru á ferðinni krakkar sem hafa markmið.

Þetta er mikill tónlistarbekkur og eru stelpurnar margar hverjar afburða söngkonur, spila á hljóðfæri o.s.v. Stráksinn er meira í pólitíkinni. Greyið er formaður ungra sósíallista á Suður-Jótlandi. 

Eitt var líka áberandi með þennan bekk og það er hve jafnhá þau eru LoL

Á föstudagsmorgunn kl. 10 var svo stóra stundin, sjálf útskriftin úr skólanum. Við mættum þar og áttum ekki von á neinu sérstöku. Eiginlega sá ég eftir að hafa ekki fengið mér kaffi áður en ég fór svo ég mundi ekki verða mér til skammar og dotta.

Enn...

Þessi útskrift var svo skemmtielg að við hefðum verið til í að borga okkur inn á hana!

Ferlega sem Danir geta gert leiðinlegar athafnir skemmtilegar!

Man þegar Baldvin útskrifaðist úr Fjölbraut í Breiðholti.

Voða þurrt og snautt. Hátíðlegt kannski en ekki gaman. 

Það sem geri athöfnina svo skemmtilega var að 5 manns úr Sinfóníuhljómsveit Suður-Jótlands spiluðu á blásturhljóðfæri á milli ræðuhalda, sem voru í hófi og fjöldasöngs.

Þessi hópur var svo frábær í alla staði. Kom einu sinni spilandi inn í salinn úr tveimur áttum, spiluðu lag sem þau útsettu eftir löndum og svo margt annað skemmtilegt og toppuðu svo með vísindalegum fyrirlestri um uppbyggingu blásturshljóðfæra og til að undirstrika uppbygginguna enduðu þau á að spila á mislöng rör með trekt og munnstykki. Ferlega flott og skemmtilegt atriði, líka stutti vísindalegi fyrirlesturinn LoL

Engar myndir frá þessu.

Svo fórum við heim að undirbúa stúdentaveisluna sem haldin var um kvöldið.

Ingunn Fjóla fór niður í bæ...

Hringdi í hana 45 mín fyrir veislu og spurði hvort hún hefði tíma til að mæta Wizard

Hún var þá á heimleið þessi elska.

Varðandi veisluna þá hafði sú hugmynd verið að hafa fjörið úti í garði.

Veðrið var svo ekki með okkur svo ákveðið var að vera með þetta í tjaldi sem við eigum hlut í með nágrönnum okkar.

Veðrið var heldur ekki hliðholt okkur þar, of kalt. Lokaniðurstaðan var að þetta yrði hér í stofunni og var stofan tæmd og borð borin inn Wink

Ég hafi planað að vera með grill þar sem hver grillaði fyrir sig.

Það er svo gott að skipuleggja hlutina í tíma svo maður viti hvernig allt á að vera.

Þetta var ég búin að dunda mér við í rólega lífinu mínu.

Enn...

þá hvarf rólega lífið mitt sem dögg fyrir sólu!

Það gerðist á fimmtudeginum 21. júní í vikunni á undan.

Ég fann allt í einu vinnu sem mig langaði bara að fá og 1, 2, 3,

ég var komin í vinnu strax á mánudeginum  25 júní!

Þennan sama fimmtudag var HRINGT og spurt eftir Billa, ég fékk símanúmeið og nafnið og Billi hringdi strax að loknum sínum vinnudegi.

Góðan daginn!

Það var verið að bjóða honum vinnu HÉR í Sönderborg!

Vúbbiddí búbb...

Hann er búin að segja upp í Tinglev og ráða sig í Sönderborg!

Já..

og mitt í þessu fjöri var svo útskriftin og gestirnir frá Íslandi Wizard

Já og eins og þið sjáið af þessu varð ekki mikill tími til að dunda sér við að útbúa grillmat.

Þetta sá minn maður og kom með tillögu ársins: kaupa tilbúið vildisvin með sósu og rjóma kartöflum.

Umm...

Besti matur í heimi og var þetta samþykkt!

Baldvin

Ég þurfti bara að gera 2 salöt og dekka upp borðin og svona smá tutl Wink

Æðislega góður matur og nóg var af honum...

Við fengum marga góða gesti bæði fjölskyldu og vini.

Baldvin

Baldvin kom, þrátt fyrir að vera nýbúin að vera í DK.

Það var best í heimi að hafa hann með okkur InLove

mamma, Sonja og ég

Mamma kom og var með í öllu fjörinu og Sonja danska frænka mætti á föstudaginn og fór heim í gær.

 

 Magga

Magga mágkona mætti á svæðið. Var hjá Gísla og svo kom Stebbi líka!

 

 

 

 

Desertinn var að stórum hluta í hollu deildinni Halo

 

Þar sem bloggið er orðið svona langt, þá lengi ég það með nokkrum myndum Joyful

mæðgur

Við Bryndís Wink

Billi

Billi minn 

Desertin Whistling

Verði ykkur að góðu, þið sem komust alla leið.

Vinsamlegast staðfestið afrekið með kvitti Wizard 


Bibba járnkarl!!!

Get ekki látið vera að óska henni Bibbu minni hjartanlega til hamingju með Ironamanninn!!!

Bibba, þú ert stórkostleg og þvílík fyrirmynd Heart Þú sannaðir svo sannarlega í gær að hugurinn til verksins skiptir öllu. Það hefði margur karlinn sett árar í bát við það eitt að viðbeinsbrotna tæpum tveimur mánuðum fyrir Ironmannkeppni, hvað þá að togna illa. . .

Nei, það stoppaði þig ekki kæra hetja Smile

Enn og aftur óska ég þér til hamingju með árangur þinn og mannsins þíns. Þið eruð engin meðalhjón Wizard

Ironman

  


Í dag...

bæjarferð
ætla ég að skreppa í bæinn og versla mér:
sítrónusápu, sítrónusjampó, sítrónunæringu, sítrónuilmvatn...
Já, það verður sítrónuinnkaupaferðin stóra.
Nú skal endanlega loka á þessa miklu og þrúgandi aðdáun á mér!
 
Ég bara þoli ekki þessar vinsældir !!!

Ástand?

Ég er í talsverðum vandræðum þessa dagana. Vandræði mín stafa af vinsældum sem ég verð að viðurkenna að ég kæri mig ekki um. Já, ykkur er óhætt að trúa mér. Þó svo ég sé fædd í ljónsmerkinu og allt það, þá er ég bara engan veginn að fíla þessar vinsældir mínar!

Þessar vinsældir hófust einn blíðviðrisdag fyrir skömmu en rénuðu svo og það var von mín að með töku B1 vítamínsins myndi mér takast að slá á þessar vinsældir mínar. Ég er svo vítamín og bætiefna sinnuð, tel það lausn á flestum vanda. Halo

Eitthvað hefur kenningin klikkað eða ég gleymt að taka bjögunarbætiefnið... Pinch

Ósköpin hófust aftur í fyrradag, þegar ég eins og bersekkur (vil ekki segja valkyrja, nýbúið að vera 19. júní) var að berjast við þyrnigerðið mitt hér utan vert á lóðinni. Ég var vopnuð glæsilegri rafmagnshekkklippu, í hlaupaskónum mínum, fallegum top og snyrtilegum buxum (ekki uppáhaldsbuxurnar). Ég hafði grun um að það bæri eitthvað í gangi (sjötta skilningarvitið?), en ýtti því frá mér, var í svo brjálaðri baráttu við þyrnihekkið að ég áttaði mig ekki á því sem einnig var að gerast! Þar sem ég barðist þarna hetjulega með hekkklippurnar að vopni við þyrna, arfa og gras (já, sló bara hel.... grasið þarna á bak við í "leiðinni") þá sló út á mér svita svo ég sá ekki út um gleraugun  né heldur vissi ég þá alltaf hvar ég var að klippa. Lét það ekki á mig fá en barðist eins og hetja (riddari?), hálf blinduð af svitataumum á gleraugunum, við að klippa hekkið. Það tókst. Reyndar virðist mér, að mér hafi tekist að þynna það ansi mikið, alla vega er ekki laufblað á þeirri hlið sem snýr út í átt að opnu svæði kommúnunnar! Ég segi bara ha ha . . .   Gott á kommúnuna að hekkið mitt er ljótt þeim meginn. Sama er mér. Bandit

En... aftur af þessum vinsældum mínum. Þegar hekkklippuberseksbrjálæðisbaráttuæðið rann af mér (með svitanum) þá áttaði ég mig á að ég var orðin geðveikt vinsæl af MYG W00t

Dem...   dem...   dem...

Já, krúttin mín, þið sem höfðuð úthald í að lesa hingað. Litla sæta ljónið er nú útbitið og var nú ekki á bætandi eftir árásir þyrnirunnans á viðkvæmt prinsessukennt ungmeyjarhörund. Humm... smá ýkjur þetta er nú að verða þykkur skrápur. Má nú ekki ljúga ykkur full svona í einni færslu.

Til að staðfesta minn þykka skráp, tók ég mig svo til í gær og lenti (aftur) í árekstri við kantstein. Í þetta skiptið eyðilagði ég bara einu buxurnar sem ég vil vera í og bætti við örasafnið mitt á hnjáskeljunum. Alltaf gott að eiga nóg af einhverju. Grin

PL079

Eigið góðan dag.

Mín bíða mikil ævintýri í dag!

LoL


Umskiptin

Þá eru umskiptin gengin í garð, eða ætti ég kannski að segja að búið sé að koma þeim úr garði...

122-2207_IMG

og í sjóinn?

122-2215_IMG

Ég var ekki alein í þessum umskiptum.

Einkasonurinn ólmaðist með múttu sinni eins og galeiðuþræll

að skrúbba, bóna og pússa Perluna okkar Smile

Við gerðum allt klárt og þegar mastursmeistarinn mætti á hafnarbakkann, móður og rjóður eftir 40 km hjólatúr úr vinnunni, var mastrið pússað og fínt og tilbúið til uppsetningar undir styrkri stjórn hans Grin

122-2218_IMG

Veðrið var blíða og var hægt að nota biðina eftir mastursmeistaranum til að busla í sjónum sem komin er í 20°.

Um kvöldið fengum við góða heimsókn. Yndisleg fjölskylda úr Kópavoginum kom og átti með okkur góða stund.

Næsta dag var haldið á haf út í logninu LoL

122-2222_IMG

Ögn var þessi sjóferð ólík því sem reynslu miklið kappsiglingafólk frá Íslandi á að venjast  Tounge

Ég veit að ég er ekki efni í íslenska siglingahetju Wink


Seinnipart laugardagsins kvöddum við okkar góðu gesti og með þeim fór einkasonurinn.

Huggun harmi gegn að hann kemur fljótlega aftur InLove

 

Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr.

Við hjónakornin ákváðum að taka góðan hjólatúr í blíðunni.

Hanns granni vildi ekki skipta við okkur, hann valdi að lesa dagblaðið undir stóru bláu sólhlífinni sinni  enda hitinn komin yfir 25° Grin

Við tókum tæpa 50 km og ég verð bara að segja að ég hef ekki hjólað betur!

Sennilega hef ég fengið svona mikið sjálfstraust við að vera nr. 341 af ca 6800  Joyful

Óstaðfest er, að auki að ég átti annan besta íslenska tímann í Tøse-Runden Wizard

Ég meina, ég er still 48 Whistling

 

Eftir hjólatúrinn var komið við heima og örverpið tekið með nú lá leiðin niður í Perlu! 

Jamm... nóg að gera í að sinna hobbyunum W00t

122-2231_IMG

Já, eins og þið sjáið þá er ég heldur ekki hefðbundin siglari því ég dembdi mér um borð og út að sigla í flottu og fínu Herbalife hjólatreyjunni minni og í hlaupabuxum af Fjólu systir Joyful

Virðingu fyrir siglingaklæðnaði vantar líka í mig Whistling

 

Við sigldum hér út með ströndinni, vörpuðum akkerum og við mæðgurnar skelltum okkur í sjóinn

122-2232_IMG

Ég tók nokkra hringi í kringum snekkjuna en þríþraut verður ekki á mínum lista í sumar, því miður.  Þar er á ferðinni "skynsemin ræður"....

Voða leiðinlegt fyrirbrygði Crying

 

Þegar haldið var heim á leið hringdi eldri dóttirin. Hún er á kafi að lesa fyrir stúdentspróf og hafði fengið bílinn lánaðan til að skreppa til Tinu í sveitinni og læra smá...

Foreldrar Tinu reka eitt stærsta Arla-umhverfisvæna kúabúið hér á svæðinu og mikið fær bílinn okkar ekki að fara þangað aftur í sumar...

122-2236_IMG

Over and out 

er farin út á þvottastöð

Sideways

 


Umskipti

Mikil umskipti í gangi hér LoL

Mín á fullu að skipta yfir í skútulífið! Það var enginn tími til að sjósetja fyrir hjólakeppnina.

Við erum nefnilega þannig hjónin að við getum ekki gert allt í einu. Teljum okkur vera búin að læra það, en gleymum því stundum Wink Allavega, núna  eru allar lausar stundir notaðar í að gera Perluna sjóklára. Ég verð ein í sjósetningunni á morgunn ásamt kranakallinum. Váá... minn maður verður í vinnunni en heppnin er með mér og sonurinn mun verða mín stoð og stytta þegar að þessu kemur á morgunn. Held hann hafi einu sinni verið viðstaddur sjósetningu svo hann er með reynslu Grin

Bull er þetta ég verð ekki ein Wink 

Hafið það gott Heart

Skútuskvísukveðjur Wizard


Tøse-Runden

Brotið blað. Hér með er ég búin að taka þátt í minni fyrstu hjólakeppni. Aldeilis saga til næsta bæjar Smile

Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa stefnt á þessa keppni og farið í hana! Þetta var svo skemmtilegt Wizard Einmitt eitthvað fyrir mig Í þessari keppni er pláss fyrir alla, mig og hinar Joyful Um 6800 konur voru skráðar í keppnina og fór fyrsti hópurinn af stað kl 7.00 að morgni laugardagsins 2. júní. Ég var í ráshóp númer 7 og var alsæl með að geta byrjað svona snemma. Þannig átti ég möguleika að klára keppnina fyrir lokun og svo er wc-in hreinni svona í byrjun Whistling

Eins og ég hef áður sagt, fór ég "ein" í þessa keppni, en ... lífið er skrítið. Ég er búin að fara á 3 æfingar í þessum hjólaklúbb hér og þar var kona sem líka ætlaði í keppnina, hefur farið mögrum sinnum. Þannig hittist á að þetta var eina konan sem ég vissi um að væri á leið í keppnina sem ég hafði augum litið. Ég vissi af 4 fræknum görpum frá Íslandi en þær þekki ég bara ekkert. Svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast þá lentum við í sama starthóp ég og þessi kona sem ég vissi ekki einu sinni nafnið á Wink Jamm... ekki er allt tilviljun, nema það sé viljinn til að hlutirnir gerist Halo

121-2191_IMG

Hér erum við Elsa áður en við förum í ráshollið okkar.

Þessi hjólagarpur er í hjólahóp þarna í Køge og það ver með hóp af konum þaðan sem hún ætlaði að hjóla. Þær deildu sér upp í 3 hópa og ætlaði Elsa að leiða miðhópinn í byrjun. ég var velkomin að fylgja þeim eða hóp númer 3 bara eftir hvað ég gæti. Það fannst mér frábært, því ég vissi sannarlega ekki hvað ég var að fara út í og var kvíðin brekkum því ég er búin að vera með eitthvað angur í lungunum undanfrið og hef því verið mæðin og vitlaus á hjólaæfingum  Blush Sjálfstraustið var ekki alveg á sínum stað þarna í byrjun. En mig hlakkaði til að takast á við þetta verkefni og sigra þar með sjálfa mig sem fyrir aðeins 9 mánuðum lét mér nægja að hjóla 3 km og finnast það afrek Sideways

121-2192_IMG

Má til með að setja inn mynd af rásmarkinu. Það er sérstaklega gert fyrir Stínu og Elísu. En við þetta rásmark stóðum við í fyrra og hvöttum Fjólu systir þegar hún fór maraþonið sitt í Köben. Við hinar sem stóðum þarna við marklínuna með íslenska fána og hvatningarhróp vorum aðalmyndefni DR1 þegar kom að umfjöllun um umrætt maraþon Wizard

Þetta var smá skemmtiinnskot, því nú er ég búin að fara í gegnum  rásmarkið Cool

start

Hér er ég svo að leggja af stað og ég verð að segja að mér fannst þetta voða sniðugt allt saman LoL Hlakkaði geggjað til að takast á við þessa 112 km hef aldrei hjólað lengra en 75 km Halo

Leiðin byrjaði á beinum kafla sem var umvafin trjágöngum og  strax og ég byrjaði að hjóla þá fann ég að ég var í fínu formi, var til í hvað sem var.

Ég ákvað að halda mig í hópnum hennar Elsu og konurnar tóku mér vel þar. Hjólað var 2 og 2 saman og þær voru sætar og spjölluðu við mig. Ein sagði mér að hún væri ellilífeyrisþegi og hún notaði hjólreiðarnar til að halda sér í líkamleguformi. Hún á við slitgigt að stríða í hnjám, en með því að hjóla heldur hún sér góðri. Ég er núna að tala um konu sem ekki lætur  sig muna um að taka þátt í 300 km hjólreiðum í Svíþjóð, eyða fríunum sínum í að hjóla í fjallahéruðum Mallorka o.s.fr. Hreint frábært. Þessi hópur sem ég var í fór rólega af stað en eftir 6 km voru þær tilbúnar í að halda áfram og nú hóst skemmtunin, þegar tekið var fram úr hverjum hópnum á eftir öðrum.  Alltaf kallað: Allir með? Þetta var svo gaman því þær pössuðu svo vel hver upp á aðra. Svona gekk þetta alveg að fyrsta stoppi eftir 30 km. Þar var stoppað til að létta á sér og fá smá næringu. Ég var smá stressuð, hafði áhyggjur af því að eiga eftir að berjast í brekkum og missa af kerlunum og dreif mig því í gegnum þetta og ákvað að hjóla af stað. En þá voru þessar elskur bara líka að fara af stað, ekkert slór í gangi og áfram var haldið. Nú fóru að koma hópar sem fóru fram úr okkur og áfram héldum við og tókum líka fram úr hópum. Það var samt að mörgu að gæta. Við vorum að hjóla á vegum þar sem var umferð og oft þurftum við að hægja á okkur vegna umferðar sem ýmist kom aftan frá eða framan frá, jafnvel úr báðum áttum stundum. Mikið var af beygjum og oft verðir sem vísuðu leiðina eða rauðar örvar. 

Ég var alsæl alla leið og fannst þetta geggjað skemmtilegt!

Ég leyfði mér að kveðja konurnar við síðasta stopp, ég var bara ekki til að stoppa í fjórða sinn! Langaði bara að gefa í, klára keppnina og hringja í afmælisbarnið mitt Smile 

Svo ég kastaði kveðju á þær og þakkaði fyrir mig hélt áfram og nú var það bara þannig að þegar ég hafði tekið fram úr 3 hjólakonum voru bara ekki fleiri fyrir framan mig. Greinilega stór eyða og ég varð hálf skelfd. Hvað ef ég villtist nú??? 

 

121-2196_IMG
 
En það gerðist ekki og ég tók síðasta kaflann á 26 til 29 km hraða og var alsæl, átti svo mikið eftir, leið vel í skrokknum og var bara að fíla þetta í ræmurWizard

 

Ég er ákveðin í því að vera með næsta ár og ekki bara það, heldur ætla ég að fá með mér hressar stelpur, því þetta er geggjað skemmtileg keppni.

Pláss fyrir allskonar konur á allskonar hjólum með allskonar getu og allskonar viðhorf og... 

Ég er ekki komin með staðfestan tíma en sé að hraðamælinum mínum að meðalhraðinn minn var 25,6 km og það er ég ánægð með Joyful

 


Þarf að...

Þarf að fara að skipta um mynd hér í blogghausnum. Setti þessa mynd gagngert inn til að minna mig á hve gott er að hjóla í rigningu Grin Nú þegar styttist í hjólatúr ársins þá finnst mér vera komin tími á aðra mynd.

Ég er búin að hjóla minn lengsta túr fyrir Töse-Runden. Ég var smá stressuð áður en ég lagði af stað því síðasta æfingavika var mér strembin. Brekkurnar voru alveg að fara með mig og 40 km túrinn á miðvikudaginn var nánast martröð, þar sem ég var hóstandi, lafmóð og ólík sjálfri mér. Held að það hafi verið eh að angra mig í lungunum sem er á leið burtu núna. Allavega gekk þessi ferð vel og ég var að sættast aftur við smelluskóna mína. Hef ekki þorað að hjóla á þeim vegna ökklameiðsla sem ég fékk sl. haust. En eftir ferðina í dag er ég sigurvegari sem hlakkar til að fara og hjóla 112 km. Ég á mér minn draumatíma en því fer fjarri að um sé að ræða keppnismarkmið þar. Er svo laus við að vera með þennan íþróttaanda þar sem maður er alltaf að keppa við allt og alla. Minn stærsti og einasti keppinautur er ég sjálf og sú keppni er nóg fyrir mig Tounge

Framundan er róleg vika með stuttum hjólatúr, gleðinnar vegna.

Ég þarf líka að setja mér markmið fyrir líf mitt eftir 2. júní Joyful

Júní verður  samt annasamur mánuður, Báðar prinsessurnar í lokaprófum, yngri að ljúka grunnskólanum og sú eldri að taka stúdentsprófin. Því verður fagnað 29. júní með Gardenparty hér  heima Smile Einkasonurinn kemur líka í heimsókn og tökum við hann með okkur frá Köben um næstu helgi og fáum að hafa hann í viku. Svo er von á honum þegar systurnar klára. Það er hefð hér í DK að þegar stúdentinn kemur úr síðasta prófinu þá bíður fjölskyldan fyrir utan dyrnar og einn úr fjölskyldunni setur stúdentshúfuna á stúdentinn og svo er skálað í kampavíni Wizard Semsagt fjölskyldan er þátttakandi í þessu. Gaman að því Smile Þetta verður skemmtilegt!

 

 


Veðurfar og fleirra í Suðursólarborg

 

2 til 6-døgnsudsigt

Já, mín er bara sátt við veðurspánna Wink

Hjólaði 65 km á föstudaginn og 75 km á sunnudaginn.

Í dag verða æfðar brekkur W00t og ef ég kemst að, þá ætla ég í spinning í kvöld hjá Döggu Spinningdrottningu.

Já, þetta er allt að koma hér. Mín alveg að verða tilbúin í Töse-Runden Halo

Veit hvar stoppistaðirnir eru á leiðinni Happyog hæðirnar á brekkunum Whistling ekki brattann í % Sideways

Jamm... þetta verður voða huggulegt. Eftir hjólatúrinn er svo hægt að kaupa mat og bjór á hafnarbakkanum í í tjöldum sem þar eru sett upp í tilefni dagsins Joyful

Hitti í gær konu sem ég er ánægð með. Henni finnst ekki sniðugt að fara út að hjóla í rigningu og roki. Er sama þó það byrji að rigna þegar hún er komin af stað. Eins og talað út úr mínu Heart  Það sniðuga er, að þessi kona sem ég hitti í annað skiptið í gær er í SAMA start holli og ég í Töse-Runden. Við erum nú um 6.200 konur skráðar! Ég er í rásholli nr. 7 Hún hjólar með hjólakonum úr Köge hjólaklúbbnum sem hún er líka meðlimur í. Já, einmitt, kannski ég eigi eftir að verða í tveimur hjólaklúbbum? Er enn að átta mig á því að ég sé yfirleitt félagi í hjólaklúbb Undecided 

Ég er endanlega tilbúin að ljóstra upp klæðnaði dagsins: Að sjálfsögðu verður skvísan í Herbalife hjólabolnum sínum, hvað annað InLove svo verður hún í stuttum hjólabuxum sem eftir  er að kaupa, enn hafa ekki fundist neinar nógu góðar Whistling 

Veður er pantað gott fyrir þennan dag Wizard

Over and out


Rigning

Mikið svakalega hefur veðrið mikil áhrif á mig! Ég skil alveg fólk sem talar um veðrið. Veðrið hefur áhrif á svo margt í lifi manns, þar af leiðandi er veðurtal mikilvægt tal í mínum huga núna. Allavega þegar rignir og líka þegar sólin skín. bara skemmtilegra tal þegar sólin skín. . Alveg búin að átta mig á því eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í vetur. Þegar ég var útivinnandi, þá hafði veðrið ekki eins mikil áhrif á mig, því það var svo miklu meira af utanaðkomandi þáttum sem höfðu áhrif. Nú lifi ég rólegu lífi í fyrsta skipti. En það var nú ekki rólega lífið mitt sem ég ætlaði að skrifa um, heldur viðhorf mitt til rigningar.

rigning13

Mér finnst ég alveg vera á kafi í rigningu og bara þoli hana ekki þessa dagana. Þess vegna finnst mér full ástæða til að taka á þessu. Reyna að sjá eitthvað gott við rigninguna. 

 

rigning4

Það er engin vafi að náttúran þarf á rigningunni að halda, en í vissu magni þó.

Ilmurinn í skóginum þegar nýbúið er að rigna er frábær.

 

rigning12

Fallega eplatréð mitt nýtur þess líka að það fær nægt vatn og mun skila mér fögrum eplum þegar líður á sumarið. 

 

rigning9

Að baða sig í rigningu er líka frábært, engin spurning.

Gott að eiga svona horn í garðinum sínum á þessum rigningartímum. 

 

rining5

En þrátt fyrir að rigningin eigi sínar fögru og lífsnauðsynlegu hliðar, þá finnst mér best ef hún væri bara á næturnar.

 

rigning10

Eitt er þó gott við rigningu og það er að maður sér betur kóngulóavefina þegar regndroparnir sitja á fínofnum vefnum.

Það verður til þess að maður gengur síður á þá.

 

rigning7

Mig langar út að hjóla en að það sé til í dæminu að ég láti það eftir mér þegar rignir. Nei!

Allt í lagi að vera úti að hjóla þegar fer að rigna. Þá er mér alveg sama.  

 

 rigning8

En af því ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari, þá bíð ég bara mínum elskulegasta í hjólatúr út í skóg.

 

rigning1

...og ef það gerir hellidembu þá höfum við regnhlífina með og stöndum í skjóli sem einn maður. 

 

birta1

Síðan þegar styttir upp göngum við saman út í fagra og hreina veröldina. 

 

hjól1

Þá get ég skellt mér í hjólatúra í "de flade bakker" .

 

sund

Siglt og synt í sjónum. 

 

birta2

Niðurstaða: 

Hvað sem öllu líður, þá er ég og verð sólskinsbarn og þrífst best þannig.

 

ljos

Sólin er ljósið. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband