Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Ferlega finnst mér pirrandi þegar eitthvað pirrar mig...
Fór að velta því fyrir mér í gærkvöldi þegar ég velti mér pakksödd í bælið að ég var ekki sátt við viðhorf fósturbarnsins til þess að kommúnan lét peninga upp í hjól handa henni. Hún tók það sem sjálfsagðan hlut og sagði að hún hefði nú verið búin að bíða alveg nógu lengi. Þetta fór í mig, pirraði mig, truflaði mig.
Sannarlega samþykkti kommúnan fyrir rúmi ári pening til hjólakaupa á eftirskólanum sem hún var á þá. Það hjól var aldrei keypt og mamman búin að taka barnið úr skólanum um þetta leiti í fyrra og fara með hana til Tyrklands og skilja hana þar eftir, mállausa á því máli. Sem betur fer hafði barnið hæfileika til að læra málið og er í dag vel spjallfær á málinu. Þegar við tókum hana í fóstur bað ég um að þetta hjólavilyrði yrði fundið svo hægt væri að fá hjól handa henni, það gerðist nú fyrir jólin. Upphæðin er full lág til að hægt sé að kaupa gott hjól fyrir og þagði ég því um þetta og fór svo á stúfana að leita að hjóli þegar útsölur hófust nú í febrúar. Það tókst að finna rétta hjólið, gera allt klárt fyrir afhendingu á afmælisdaginn. Sannarlega er snótin ánægð með hjólið sitt, en henni finnst bara alveg sjálfsagt að kommúnan borgi hjólið og það pirrar mig. Í morgunn þegar ég vaknaði fannst mér ég hafa lausn. Ég sagði henni að það væru mjög fáir sem fengju hjólin sín borguð af kommúninni og að því væri við hæfi að hún sendi þeim teikningu sem sýndi hana á hjólinu, svo fólkið sem tók þessa góðu ákvörðun fyrir hana, gæti sé hve glöð hún væri með nýja hjólið. Það var gert og nú liggur hér tilbúin teikning af ungri snót sem er á fleygiferð á nýja hjólinu sínu.
Nú get ég snúið mér að næsta pirring.
Sannarlega gott að vera hér heima í vetrarfríi og leysa pirring. Einn pirringurinn er að moggastjörnuspáin sagði í gær að ég gæti fegrað heimili mitt án þessa að það kostaði neitt. Eftir að hafa litið yfir heimilið sem er eins og eftir sprengjuárás þar sem framkvæmdir til endurbóta eru í gangi, ákvað ég að setja á mig varalit og fara bara í heimsókn í gærmorgunn. Þegar ég kom heim um hádegisbilið hafði ástandið ekkert lagast, enda enginn til að laga það. Þá ákvað ég að úr því að þetta væri svona slæmt þá sæi ekki högg á vatni þó ég rifi allt niður í eldhúsinu og gerði klárt fyrir málningu í dag. Gerði það og nú held ég að við þurfum að fara út að borða í kvöld líka, ja, nema einhver bjóði okkur í mat? Íkornafjölskyldan eða elgurinn?
Úff, hvað var ég að pæla svona kvefuð eins og ég er?
Hefur kvef áhrif á skynsamahugsun????????
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 12. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
í dag á fósturbarnið afmæli. Daman er 17 ár í árum. Frekar erfitt að ná þessum aldri þegar maður vill helst fá að vera barn áfram. Áhugamálin liggja í bókum og dvd sem fjalla um dýr og ákveðnar teiknimyndafígúrur. Já, þröngur heimur einhverfunnar.
Þegar hún kom hér í dag kl 14.00 eins og "lög" gera ráð fyrir var hún föðmuð og kysst, óskað til hamingju með afmælið og spurð hvernig dagurinn hefði gengið. Hann hefur gengið vel sagði hún glöð. Þegar ég vaknaði í morgunn beið ég eftir að mamma vaknaði og gæfi mér afmæliskaffi en hún svaf svo sætt, svo að lokum vakti ég hana með kossi. Svo þurfti hún að fara að vinna og mátti ekki vera að því að kaupa afmælisgjöf handa mér en það gerir hún örugglega seinna.
Já, enginn vafi, það verður gaman.
Svo tók kvennfólkið hér á bæ sig til, allar í fríi í tilefni dagsins. Þegar kvennhersinginn í allt fjórar fínar dömur voru tilbúnar var haldið niður í bæ. Búið var að ákveða að dætur mínar gæfu snúllunni skó (eitthvað merki) Sú einhverfa var ekki alveg á því að hún þyrfti skó og alls ekki rauða. Hennar skór væru fínir og hún gengi bara í svörtum skó. Já, einmitt og þú í gráum skóm í dag? Þar fuku þau rök og hún mátaði rauðköflótttu skóna og fannst þeir bara frekar fínir. Hvort hún gæti hugsað sér að eiga þá? Já. Skórnir voru keyptir og með leynd var bætt við punti á reimarnar. Snótin átti smá pening, gjöf frá bekknum og svo hafði ég skipt fyrir hana íslenskum peningum sem hún átti frá því ég fór með bekkinn hennar til Íslands í maí 2005. Fyrir þetta gat hún keypt sér MP3 spilara og fínan rauðan bol. Þegar minn maður var búin að vinna var hann sóttur og við fórum í hjólabúðina. Kommúnan hafði fyrir jól samþykkt að leggja út pening fyrir hjóli handa henni. Sú upphæð dugði ekki fyrir hjóli í þeim gæðaflokki sem ég vildi fá handa henni og því beið ég með kaupin þar til útsölurnar byrjuðu og svo var fundið hjól og það var svo gjöf frá kommúnunni og okkur. Þegar við vorum komin út með hjólið og vorum að setja það á bílinn segi ég við snótina: jæja, hvað segir þú nú? Það var SANNARLEGA kominn tími til að ég fengi hjól! Þakklæti? Dætur mínar fengu kast þegar þær heyrðu þetta, vitandi að ef þær hefðu svarað svona hefði hjólinu verið skilað í búðina Fínító!!!
Til að toppa daginn fórum við öll út að borða og fékk snótin að velja matsölustað. Þetta var hin besta skemmtun og voru allir saddir og sælir eftir góðan mat á Mongolian Barbeque. Á leiðinni heim var tekinn smá auka rúntur og afmælisbarnið hamingjusamt í aftursætinu ákvað að nú væri tími komin til að hún finni upp á einhverju sniðugu og spurði því minn mann: Billi, veistu afhverju jarðaberið grét? Billi: nei. Hún: það er af því það lenti í sultuglasi. Smá þögn, svo sagði hún: humm... þetta var víst ekki fyndinn brandari. Þá sprungum við öll. OMG þvílík viðleiti til að reyna að skilja brandara Þegar heim var komið fékk snótin að hringja í múttu sína og segja henni frá öllu sem hún hafði fengið og keypt þennan daginn. Í frásögninni voru allir hlutirnir frá mér einni
Þakklæti og þakklæti, það er afstætt.
Nú er þessi snúlla að útbúa lagkage að dönskum sið með prinsessunni og þegar þær hafa lokið því munum við úða henni í okkur og þá fær hún síðustu gjöf dagsins, sjálflýsandi armbandsúr, snúllan sér svo illa og vonandi getur hún með þessu séð á klukkuna ef hún vaknar að nóttu til.
Það er upplifun og lærdómur hvern dag að hafa hana. Hlutir sem maður tekur sem sjálfsagða eru í raun ekki sjálfsagðir. Tækifærin eru ekki þau sömu fyrir alla. Nú er ég að vinna að því að hún fái áframhaldandi kennslu næsta ár. Hún elskar að læra stærðfræði, að leggja saman og draga frá, læra dönsku, ensku og náttúrufræði. Aldur og geta skipta ekki máli, það sem skiptir máli er að einstaklingurinn fái að njóta sín og læra það sem hugurinn stendur til. Þessi litla snót sem fékk harða byrjun í þessu lífi, byrjun sem mótaði og skóp alla hennar framtíð og getu, getur svo margt sem öðrum er ekki gefið. Hún er góð að teikna, sálin er hrein, viljinn er góður, tungumálahæfileikinn er ótrúlegur en hefur ekki verið nýttur fyrr en á síðasta ári. Nú talar hún dönsku, tyrknesku og smá ensku og er að læra meira og meira í íslensku með hverri vikunni sem líður!!!
Þetta var um afmælisbarn dagsins
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 11. febrúar 2008 (breytt 12.2.2008 kl. 12:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tók daginn í gær snemma. Engin ástæða til að missa af góðum degi. Í morgunnsárið var hiti um 3° en þegar sólar fór að njóta komst hitinn í rúmar 12° sem er heitasti dagur það sem af er þessa árs hér hjá okkur. Ekki slæmt það. Við hjónakornin mætum á stað staðanna rétt yfir 10. Þarna var fullt af fólki í sömu erindagjörðum og við, taka daginn snemma og losa sig við rusl. Ægilega skemmtilegt dæmi. Við kvöddum þarna gömlu rafmagnssláttarvélina okkar sem liðsinnt hefur okkur síðan sumarið 1991. Nú er hún farin á vit nýrra ævintýra . . . Endurvinnsluferlið verður sjálfsagt feikna spennandi, engin ástæða til að efast um annað. Lífið er svo skemmtilegt!
Eftir þennan gjörning var haldið heim. Vegna veðurs ákvað minn maður að skella sér í hjólatúr, þann fyrsta á þessu ári. Ég óskaði honum góðrar ferðar og hét út í garð, rakaði saman brotnum greinum og hreinsaði illgresi. Rosalega gott að stússa í slíku þegar mikið kvef angrar. Kosturinn er fólginn í því að utanhúss getur maður notað "hjólamannaaðferðina" við að snýta sér! Hún fer vel með fögur nef.
Vorblíðan sem geisar hér nú, mun ekki endast lengi en ástæðulaust er að njóta hennar ekki.
Undir helgi mun streyma hingað kalt þurrt loft og því kólna og frjósa um nætur. Það gleður mig verulega að eiga von á næturfrosti. Þannig er að ekki fyrir svo löngu síðan fór ég í búð. Var að skila hlut sem mér nýttist ekki. Til að nota nú inneignina áður en ég tíndi henni ákvað ég að versla bara fyrir hana. Eitthvað mikilvægt og þarft fann ég þarna, en ekki dugði það upp í inneignina. Leit ég í kringum mig og rak augun í spreybrúsa á borðinu við hægri nasavænginn á mér. Hvað er þetta spurði ég fróðleiksfús. Ungi afgreiðslumaðurinn fræddi mig á að þarna væri um að ræða sprey á brúsa sem nota ætti á köldum morgnum þegar komið væri að eigin bifreið með ísingu á rúðum. Væri efninu ætlað að eyða þeirri ísingu á nótæm, hviss, bæng engin ísing á rúðunni og því ekkert skaf með sköfu! Þetta hljómaði líkt og Ajax auglýsingin hér forðum. Þessi sem sýnir Ajaxið fara sem stormsveip um húsið og hviss og bæng allt er hreint. Hef ég margprófað þá aðferð og aldrei náð árangri. Ég ákvað samt að festa fé mitt í þessum spreybrúsa og eiga hann í skottinu á mínum eðalvagni. Er skemmst frá því að segja að síðan hefur hér herjað vorveður ef undan er skilið einn morgunn þar sem þunn ísskán lá á bílnum norðanverðum. Gaf það mér langþráð og kærkomið tækifæri til að prófa "ekki meira skafa með sköfu" efnið. Er styðst frá því að segja að helvítis efnið virkaði betur en Ajaxauglýsing og gladdi árangurinn hug minn og hjarta, þó mest hendur er ekki króknuðu úr kulda við skaf með sköfu. Ef ekki hefði háttað þannig til að ég var að fara að aka mínum manni í vinnu og sjálf svo á leið í mitt menntasetur þá hefði ég ef einhverjir bílar hefðu verið heima í sínum innkeyrslum úðað með með gleði allar rúður í norður og austur.
Þetta var helst í fréttum núna, farin út að horfa á páskaliljurnar
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 11. febrúar 2008 (breytt kl. 07:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó, já
Skellti mér með mínum manni í bíltúr í dag að leita að draumabílnum. Ekki bar sú leit árangur að því leiti. Veðrið var bjart og fagurt, hiti rétt yfir 10° og glampandi sólskin sem gaf fyrirheit um að nú styttist í vorið. Það hafði áhrif á okkur, við fundum draumasláturvél. Jebbs... liðið bara fjárfesti í sláturvél sem er svo fullkomin að það er snilld. Þarf vart að taka fram að gripurinn var að sjálfsögðu á góðu tilboðsverði Þessu til viðbótar var svo eytt í nokkra lauka í potum og með þetta var síðan haldið heim á leið. Aðeins þurfti nú að laga til hér fyrir utan húsið, því hér voru vetrarskreytingar en í notkun enda vetur hjá húsmóðurinni hér í gær
Nú eru fyrstu vorskeytingarnar komnar á sinn stað hér við aðaldyrnar og teborðið og stólarnir komnir á sinn stað. Vantar nú bara smá hlýju og þá verður hægt að vígja pólsku bollana 3 sem sérstaklega voru verslaðir með það í huga að nota þá við teborðið
Allt að koma.
Sunnan undir stofuglugganum eru yndislegar páskaliljur búnar að stinga sér upp úr moldinni og áður en ég veit af verð ég farin að klippa páskaliljur úr eigin garði til að punta með hér inni
Þetta voru fréttir úr Bjórgarði í dag
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 9. febrúar 2008 (breytt kl. 15:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gærmorgunn snéri velgefna vinkona mín sér að mér og sagði: Rosalega finnst mér þú dugleg! Ég horfði á hana og hugsaði: Hvað skildi nú vera að henni? Spurði svo: Hvað meinar þú? Jú, sjáðu, munurinn á því sem þú gerðir fyrir sjálfa þig þegar ég kynntist þér (2000) og nú er rosalegur. Ég var enn sannfærð um að hún þjáðist af einhverju. Um hvað ertu að tala? Velgefna vinkona mín sagði af stakri þolinmæði: jú, þér hefur tekist að breyta lífsstíl þínum til betri vegar og halda þig þar. Það tekst ekki öllum.
Óóó, þannig. Er það eitthvað til að dáðst að hugsaði ég.
Eftir smá vangaveltur áttaði ég mig á, að ef um aðra persónu en mig hefði verið að ræða, þá hefði ég líklegast verið hjartanlega sammála henni. Skrítið.
Ef ég lít í kringum mig á þá sem hafa farið út í að breyta lífsstíl sínum, þá sé ég að þeir sem ákveða að gera það til lífstíðar virðast eiga meiri möguleika á að ná árangri en hinir sem líta á þetta sem skammtímalausn til að grennast.
Góða helgi, góðir hálsar.
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 1. febrúar 2008 (breytt kl. 13:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já, ég gerði það!
Lét drauminn rætast. Gaman að láta drauma sína rætast.
Þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma í nóv. fyrir þremur árum gat ég varla setið á hnakknum í þessar 60 mínútur, því síður gat ég lítið meira en reynt að hreyfa fæturna allan tímann. Sem sagt, sat eins og hræ á hjólinu fyrstu tímana. Ég ákvað að gefast ekki upp því mér fannst þetta skemmtilegt þrátt fyrir allt. Alltaf smá skrítin
Eftir einn af fyrstu tímunum rak ég augun í blað sem límt var upp á vegg í spinningherberginu (ekki salur) Á þessum seðli var verið að auglýsa spinningmaraþon. Ég varð full lotningar yfir því að til væri fólk sem hjólað gæti heilt maraþon. Í mínum huga var maraþon 4 tímar. Það kom svo í ljós að þonið átti að vera 3 tímar og fannst mér það nú talsvert aftek líka. Enginn spurning að þarna væru hetjur á ferð sem gætu þreytt svona þraut. Ég ákvað að koma mér í form og verða svona hetja. Stefnt var á annað þon í lok febrúar en ekkert gat orðið af því og svo leið vorið. Ég var komin í þokkalega þjálfun, æfði þrisvar í viku, samtals þrjá og hálfan tíma, stundum meira. Ekki vildi ég ljúka þessum hjólavetri án þess að þreyja maraþon. Tók ég það til bragðs að leggja saman tvo spinningtíma, tengja þá með áframhaldandi hjóli og bæta hálf tíma framan við fyrri tímann. Með þessum hætti tók ég mitt eigið einkamaraþon og var alsæl á eftir. Milli jóla- og ný árs í fyrra tók ég þátt í spinningmaraþoni upp á þrjá tíma og var það svakalega skemmtilegt. Ekki hafði ég æft fyrir það, þar sem ég hafði verið frá síðan í lok okt. vegna snúins ökla. Í desember sl. var svo mitt þriðja maraþon og þá var ákveðið að hafa þon aftur í lok janúar. Spurningin var hvor hjóla ætti í þrjá eða fjóra tíma. Ég var ein um að vilja hjóla í fjóra tíma svo í gær byrjaði ég rúmum klukkutíma á undan hinum Þau vildu svo hjóla aðeins lengur og því endaði ég í að hjóla í fjóra tíma og tuttugu mínútur. Algert æði og ég alsæl.
ÉG GET ÞETTA
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 31. janúar 2008 (breytt kl. 20:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er janúar að renna sitt skeið á enda. Markmiðin sem ég setti mér í upphafi mánaðarins verða tekin upp til endurmats hér í byrjun febrúar. Eitt af janúarverkefnunum var að stefna á spinningmaraþon. Nú er komið að því á morgunn frá kl. 17.00 til kl. 20.00. Þrír tímar að þessu sinni. Eins og glöggir lesendur kanski muna þá átti ég mér ósk um 4 tíma þon en fékk ekki hljómgrunn fyrir því. Þar sem ég er á því að maður eigi að láta drauma sína rætast, þá ætla ég að byrja að hjóla kl.16.00 og hjóla til kl. 20.00. Þar með hef ég þreytt mitt eigið fjögurra tíma þon
Ég er að sjálfsögðu búin að æfa mig vel. Hef mætt í spinning tvisvar til þrisvar í viku og svo í ræktina tvo morgna í viku. Um helgina breytti ég aðeins æfingunum og skellti mér á Þorrablót hér í SDB. Ég tók minn mann með en hann var samt ekki að æfa fyrir þon.
Hér er ég með hjólavini okkar Villa að hita upp fyrir létta danssveiflu sem við vorum með í æfingaprógraminu

Eftir stífa dansæfingu gaf ég mér smá tíma svo hægt væri að mynda Snorra með mér

Veit ekki af hverju Kjartan heldur um höfuðið en kannski hefur hann bara dansað of mikið???

Ekki veit ég hvað Billa og Ægi fór á milli, en þeim leiddist ekki á barnum . . .
Vinir og fjölskylda | Þriðjudagur, 29. janúar 2008 (breytt kl. 21:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í gær barst okkur tölvupóstur og hann ýtti við mér, gerði mig reiða. Reiða vegna þess að svo virðist sem auðveldara sé að sanna lygi en sannleika. Ég veit ekki afhverju ég er að blogga um þetta, kannski til að fá hugsanir mínar á blað, tjá mig um þetta, þar sem ég sit hér ein heima? Maður velur hvað maður les Set hér fyrir neðan færslu sem ég skrifaði eftir sjokkerandi símafund árið 2005. Í þeirri færslu er líka vísað í færslu sem ég skrifaði um slysið.
------------------------ Þegar B. lenti í slysinu gaf hann svo fljótt sem kostur var skýrslu hjá lögreglu. Það var um 10 dögum eftir slysið. Hann var á lögreglustöðinni í tæpa 3 tíma og gaf skýrslu af því sem gerðist. Afar erfitt fyrir hann með öll beinbrotinn og krankleika eftir slysið. Á þeim tímapunkti lá fyrir lögregluskýrsla sem tekinn hafði verið af eiganda fyrirtækisins sem B. vann hjá og Pe.sem var að vinna við hliðina á B.uppi á þaki. Innihald í þessum skýrslum kom okkur fyrst fyrir sjónum 7/6 sl(2005), þegar við áttum símafund með lögfræðingi TIB (fagfélag Billa). Í þeirra vitnisburði kemur meðal annars fram að vinna við að rífa þakplöturnar hafi átt að fara fram frá stillans! Hvaðan kemur svona fullyrðing? Hvernig gátu þeir sagt svona? Þetta var ekki í samræmi við aðstæður. Munið hvernig ég lýsti aðstæðum hér fyrr. Hvað var Pe. þá að gera uppi á þaki með B. og hvernig átti að standa í stillans sem bara gat verið inni í húsinu og losa þakplötur utan frá? Þegar lögfræðingurinn las þetta upp fyrir B., var bæði B.og mér brugðið. Hvað er að gerast? Hvernig er hægt að segja svona þegar aðstæður voru þannig að það var ekki hægt? Hvernig er hægt að segja svona, þegar þetta var ekki það sem sagt hafði verið við B.áður en þeir héldu upp á þakk að vinna? Hver getur staðið í stillans inni undir þaki og losað þakplötur sem festar eru utan frá? Hvað er að gerast, hugsuðum við. Þetta passar ekki, þetta er ekki hægt, þetta var ekki svona!!! Þá sagði lögfræðingurinn rólega: jú, ef þú lítur á mynd 6 í skýrslunni frá vinnueftirlitinu, þá sérðu stillansinn og hann er rétt hjá þar sem merkt er við að þú hafir fallið niður. Af hverju stóðstu ekki í stillansinum? Nú brá bæði B. og mér. Hvað er konan að tala um? Á hún að fara með þetta mál fyrir réttinn og hún bullar bara??? ÓMG!! Svo litum við á umrædda mynd og nú brá B. aftur og ég sá hvað honum leið og byrjaði bara að titra inni í mér. Ástæðan??? Jú, B. hann þekkti ekki myndina sem átti að vera af slysstaðnum! Vinnueftirlitið hafði verið á staðnum eftir slysið og tekið myndir af slysstaðnum og aðstæðum. Á einni myndinni var ör sem átti að benda á staðinn þar sem B. féll niður. Það var bara eitt þak þar... Það passaði bara ekki sagði B., þar sem ég féll í gegn voru tvö þök sem mættust í skotrennu sem ég stóð í. Humm... nú skyldi lögfræðingurinn og við ekkert. Það var ljóst að hér var eitthvað sem ekki passaði. En hver var að ljúga og hver var að segja satt og hvernig var hægt að taka svona myndir af slysstaðnum sem ekki líktust þeim aðstæðum sem voru þegar slysið varð???? Ja, svona eins og B. hafði upplifað þær. Þetta var ekki gott. Nú fór að skýrast afhverju eigandinn og Pe. sögð að vinna hefði átt verkið úr stillans. Svona út frá myndunum séð þá var það rökrétt. En það passaði bara ekki við það sem í raunveruleikanum gerðist hjá B.. Hvar var myndin af gatinu í þakinu??? Þessu gati sem myndaðist þegar B. féll niður í gegnum etenítplötunar sem skáru hann á andliti og höfði.. Hvar var ÞAKIÐ sem B. féll niður í gegnum??? Af myndunum sem við höfum nú fengið ljósrit af er ljóst að átt hefur verið við slysstaðinn áður en vinnueftirlitið kom á staðinn. Hvernig við sönnum það er ekki ljóst. Það eina sem er ljóst er að sönnunarbyrðin liggur hjá B... Núna skilur B. betur hvað I. og Pe. voru að meina þegar þeir heimsóttu hann daginn eftir á gjörgæsluna og sögðu að þeir hefðu þurft að halda áfram með verkið...
|
Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 23. janúar 2008 (breytt kl. 14:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dansinn sem Rassálfur í dag og í gær hefur sannarlega gert mig færa um að taka skemmtilegar ákvarðanir sem ekki þarf að bíða eftir, allavega ekki mjöööög lengi
Meira seinna
Over and out
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 11. janúar 2008 (breytt kl. 22:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mikil skynsemi eða þreyta í skrokk, réði því að í dag var ekki farið í ræktina. Hvorki klukkan 6, 7 eða 8 Ég var svo þreytt eftir 3 spinningtíma í þessari viku. Fór í spinning mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Í gær tók ég hressilega á með hraða og þyngd. Það var erfitt en skemmtilegt :) Eftir svona átök er heit sturta góð. Þetta þýðir að ég fór ekki sturtu í morgunn og fyrir það "geldur" hár mitt og útlit. Líkist ég nú Rassálfi um hausinn og verð að sætta mig við að hvorki heitur blástur né sléttujárn geta hér bætt nokkuð. Því mun ég dansa í gegnum þennan dag sem Rassálfur
Mikið finn ég hvað mér hefur farið aftur við að vera að eyða svona miklum tíma í fyrir jól í vinnu í stað þess að þeysast í gegnum lífið á hjóli, í spinning eða göngu.
Sussu svei...
Nú er það bara fjörðið sem fær að ráða.
Over and out.
Er farin út að dansa við lífið.
Eigið góðan dag krúttmolarnir mínir.
Vinir og fjölskylda | Föstudagur, 11. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
-
Hulla Dan
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Maddý
-
Vilma Kristín
-
Anna Guðný
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Helga Magnúsdóttir
-
Aprílrós
-
Birna Guðmundsdóttir
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Sigga Hjólína
-
Kristín Einarsdóttir
-
Áslaug Sigurjónsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Sólskinsdrengurinn
-
Dana María Ólafsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson