Afmæli. . .

í dag á fósturbarnið afmæli. Daman er 17 ár í árum. Frekar erfitt að ná þessum aldri þegar maður vill helst fá að vera barn áfram. Áhugamálin liggja í bókum og dvd sem fjalla um dýr og ákveðnar teiknimyndafígúrur. Já, þröngur heimur einhverfunnar.
Þegar hún kom hér í dag kl 14.00 eins og "lög" gera ráð fyrir var hún föðmuð og kysst, óskað til hamingju með afmælið og spurð hvernig dagurinn hefði gengið. Hann hefur gengið vel sagði hún glöð. Þegar ég vaknaði í morgunn beið ég eftir að mamma vaknaði og gæfi mér afmæliskaffi en hún svaf svo sætt, svo að lokum vakti ég hana með kossi. Svo þurfti hún að fara að vinna og mátti ekki vera að því að kaupa afmælisgjöf handa mér en það gerir hún örugglega seinna.
Já, enginn vafi, það verður gaman.
Svo tók kvennfólkið hér á bæ sig til, allar í fríi í tilefni dagsins. Þegar kvennhersinginn í allt fjórar fínar dömur voru tilbúnar var haldið niður í bæ. Búið var að ákveða að dætur mínar gæfu snúllunni skó (eitthvað merki) Sú einhverfa var ekki alveg á því að hún þyrfti skó og alls ekki rauða. Hennar skór væru fínir og hún gengi bara í svörtum skó. Já, einmitt og þú í gráum skóm í dag? Þar fuku þau rök og hún mátaði rauðköflótttu skóna og fannst þeir bara frekar fínir. Hvort hún gæti hugsað sér að eiga þá? Já. Skórnir voru keyptir og með leynd var bætt við punti á reimarnar. Snótin átti smá pening, gjöf frá bekknum og svo hafði ég skipt fyrir hana íslenskum peningum sem hún átti  frá því ég fór með bekkinn hennar til Íslands í maí 2005. Fyrir þetta gat hún keypt sér MP3 spilara og fínan rauðan bol. Þegar minn maður var búin að vinna var hann sóttur og við fórum í hjólabúðina. Kommúnan hafði fyrir jól samþykkt að leggja út pening fyrir hjóli handa henni. Sú upphæð dugði ekki fyrir hjóli í þeim gæðaflokki sem ég vildi fá handa henni og því beið ég með kaupin þar til útsölurnar byrjuðu og svo var fundið hjól og það var svo gjöf frá kommúnunni og okkur. Þegar við vorum komin út með hjólið og vorum að setja það á bílinn segi ég við snótina: jæja, hvað segir þú nú? Það var SANNARLEGA kominn tími til að ég fengi hjól! Þakklæti? Dætur mínar fengu kast þegar þær heyrðu þetta, vitandi að ef þær hefðu svarað svona hefði hjólinu verið skilað í búðina Wink Fínító!!!
Til að toppa daginn fórum við öll út að borða og fékk snótin að velja matsölustað. Þetta var hin besta skemmtun og voru allir saddir og sælir eftir góðan mat á Mongolian Barbeque. Á leiðinni heim var tekinn smá auka rúntur og afmælisbarnið hamingjusamt í aftursætinu ákvað að nú væri tími komin til að hún finni upp á einhverju sniðugu og spurði því minn mann: Billi, veistu afhverju jarðaberið grét? Billi: nei. Hún: það er af því það lenti í sultuglasi. Smá þögn, svo sagði hún: humm... þetta var víst ekki fyndinn brandari. Þá sprungum við öll. OMG þvílík viðleiti til að reyna að skilja brandara Wink Þegar heim var komið fékk snótin að hringja í múttu sína og segja henni frá öllu sem hún hafði fengið og keypt þennan daginn. Í frásögninni voru allir hlutirnir frá mér einni Whistling Þakklæti og þakklæti, það er afstætt.Wink

Nú er þessi snúlla að útbúa lagkage að dönskum sið með prinsessunni og þegar þær hafa lokið því munum við úða henni í okkur og þá fær hún síðustu gjöf dagsins, sjálflýsandi armbandsúr, snúllan sér svo illa og vonandi getur hún með þessu séð á klukkuna ef hún vaknar að nóttu til.

Það er upplifun og lærdómur hvern dag að hafa hana.  Hlutir sem maður tekur sem sjálfsagða eru í raun ekki sjálfsagðir. Tækifærin eru ekki þau sömu fyrir alla. Nú er ég að vinna að því að hún fái áframhaldandi kennslu næsta ár. Hún elskar að læra stærðfræði, að leggja saman og draga frá, læra dönsku, ensku og náttúrufræði. Aldur og geta skipta ekki máli, það sem skiptir máli er að einstaklingurinn fái að njóta sín og læra það sem hugurinn stendur til. Þessi litla snót sem fékk harða byrjun í þessu lífi, byrjun sem mótaði og skóp alla hennar framtíð og getu, getur svo margt sem öðrum er ekki gefið. Hún er góð að teikna, sálin er hrein, viljinn er góður, tungumálahæfileikinn er ótrúlegur en hefur ekki verið nýttur fyrr en á síðasta ári. Nú talar hún dönsku, tyrknesku og smá ensku og er að læra meira og meira í íslensku með hverri vikunni sem líður!!!

Þetta var um afmælisbarn dagsins InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ykkur hefur greinilega tekist að gera daginn hennar frábæran. Þú ert einmitt manneskjan til að gera svona, svo hlý og góð Guðrún mín.  Ég veit að skvísan á eftir að lifa á þessu lengi þó svo hún tali kannski ekki svo mikið um það.  Innilegar hamingjuóskir til hennar  Figure Skating 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk Ásdís mín. Hún var sátt með daginn, engin spurnig þegar upp var staðið. Henni fannst ég samt alveg ömurleg þegar ég neitaði henni um að kaupa dýrlífsbók og dvd. Það er það sem hún vill bara og þar sem hún getur ekki keypt þá fær hún þetta á bókasafninu sem er hið besta mál. Heimurinn er þröngur og ekki mikil ánægja í gangi þegar verið er að koma nýrri reynslu inn í þröngan heim einhverfunnar. Hún er sam ekki dæmigerður autisti en með mjög sterk einkenni. Já, það er fjör

...og mikið ertu sæt á skautunum

knús 

Guðrún Þorleifs, 12.2.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband