Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Friðarspillar???

Alveg hefur það verið með ólíkindum hvernig ferð Balda og Birnu hefur verið. Sem betur fer hefur ferðin í alla staði gengið vel hjá þeim. En... 
Það er nefnilega þetta skrítna sem fylgir sem en... Þegar þau yfirgefa staði fer allt á annann endann eða því sem næst. Sprengjur springa og órói í gangi. Þau hafa lofað að reyna skilja betur við staði en mér sýnist að það hafi ekki alveg tekist í Katmandu höfuðborg Nepal. Þar er nú allt á leið til...  ja, fer eftir stjórnmálaskoðun manns hvort allt sé á leið til andsk... eða til hins betra. 

Hér er frétt sem ég tók á mbl.is:

"Borgaryfirvöld í höfuðborg Nepal, Katmandu, hafa lagt bann við mótmælafundum og -göngum í hluta borgarinnar. Bannið tekur gildi í dag en eftir tvo daga mun nýkjörið þing landsins koma saman og lýsa yfir lýðræði en landið hefur verið konungsríki í rúmlega tvö hundruð ár.

Maóistar sigruðu í kosningum sem fram fóru í Nepal í síðasta mánuði og þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir sagði Prachanda, leiðtogi maóista, að fyrsta verk nýs stjórnlagaþings yrði að leggja niður 239 ára konungsveldi Nepals. „Það verða ekki gerðar neinar málamiðlanir varðandi konungsveldið," sagði Prachanda."

Baldvin hafði mjög gaman af því að kynna sér það sem var og er að gerast í Katmandu þegar hann var þar og var áhugi hans orðin slíkur að ég mælti með því að hann færi að hypja sig úr landinu svo hann færi ekki að taka þátt í þessum þörfu breytingum Wink
Í Nepal eins og mörgum fátækum konungsríkjum sveltur þjóðin á meðan konungsveldið veltir sér í ofgnót og alsnægtum.
Það er von mín að þessi stjórnarbreyting gerist hið fyrsta og að þessu stolta fólki takist að byggja upp ríki sem hlúir og eflir þegna landsins. Þetta duglega fólk sem byggir Nepal á allt gott skilið.

Baldi minn, hvernig er ástandið í Norður-Tailandi?
Drífa sig að nýta netið Smile

Megi þið eiga góðan dag!


Minnist . . .

Í dag vil ég minnast ástkærrar tengdamóður minnar, Ingunnar Kjartansdóttur. Þessi elska hefði orðið 85 í dag ef hún hefði lifað. Hún lést 4. september 2000 eftir mikil og erfið veikindi.
Þó svo árin líði frá andlátinu hefur söknuðurinn eftir henni ekki horfið. Oft kemur hún upp í huga mér við ýmis tilvik, sérstaklega þegar glettni skín í gegnum atvik og uppákomur. t.d. þegar Kristján sonur hennar kom í heimsókn til okkar. Hann hefur alveg ótrúlega líkan húmor og hún hafði. Engin nema hún hefði líka grett sig og geyflað í gegnum glerið í komuganginum á Billund eins og hann gerði, þegar hann sá okkur bíða hinum megin við glerið :haha:
Matarást á tengdó er líka inni í söknuðinum og er þar fyrst að nefna brúnu súkkulaðitertuna hennar sem hún slengdi saman á sunnudögum ásamt öðrum góðum tertum. Ummmm...
Hún var skemmtileg amma og kenndi börnunum mínum ýmislegt sem ekki var auðvelt að venja þau af. Hún taldi Balda trú um að maður ætti að biðja um nýtt tyggjó þegar bragðið væri búið og svo ætti maður að spíta ávaxtasteinum út í loftið þaegar maður borðaði appelsínur og vínber. Hann trúði ömmu sinni algerlega og það var ekki auðvelt að fá hann til að skilja að amma hefði bara verið að fíflast. Sláturgerð með ömmu er líka minnistæð. Þar fékk Ingunn Fjóla að handleika lifrpylsukeppina eins og hana lysti og skemmtu bæði amma og snótin sér vel við að hún setti herlegheitin á hausinn ;) Ég hef ekki farið út í gera slátur með Ingunni Fjólu síðan :haha:
Bryndís fékk líka að kynnast ýmsum góðum töktum hjá ömmu sinni líkt og eldri systkyni hennar.

Elsku tengdamamma, takk fyrir að vera það sem þú varst okkur. Minningin um þig er með okkur, það sem þú varst okkur, yljar hjarta okkar .
Við elskum þig lífs og liðna.
Þín,
Guðrún

Afmælisbarn dagsins

Frábær bloggvinkona á afmæli í dag. Konan er frábær penni, einlæg í skrifum sínum um lífið og tilveruna. Ég óska henni Steinu í Leje hjartanlega til hamingju með daginn og sendi henni mínar bestu kveðjur héðan frá Als.


Gengur ekkert að setja inn kvittkveðjur.

vandamál hjá mér síðustu daga. Nenni ekki svona bulli. Get ekki einu sinni svarað mínum kæru bloggvinum. Set því kvittið mitt til þeirra hér inn og vona að þetta fari að lagast. Getur ekki verið mér að kenna....

Ásdís, það verður frábært hjá þér í göngutúrunum og ég skil Óskar vel að vilja fá ykkur út í veðurblíðuna hér á þessa sömu ósk um að fá mömmu mína út en pabbarnir okkar sitja fyrir og þannig á það að vera Heart Ég verð á Íslandi eftir miðjan júlí fram í byrjun ágúst.

Kær kveðja á ykkur Akureyrarskvísur Smile

Gunni Palli, þetta er nákvæmlega það sem ég upplifi, þess vegna vil ég byrja í þessum svo kallaða meðvindi LoL

Flott hjá þér Steina að velja að vera sólarmeginn, þar vil ég líka vera Heart

Gengur illa að kvitta alls staðar. Þetta er tilraun 9!!!  

 


Og þá . . .

- hefst lesturinn?

- hefjast skriftirnar?

- ?

Ætlaði annars bara að segja að Töfraprikið er komið út undir bert loft. Nú er engin leið að hemja það, biðin var svo löng.  Nú svíf ég á Töfraprikinu mínu um Als og er bara flott. Í fínu outfitti og allt í góðu. Þegar við BT lögðum af stað áðan í 2 túr vorsins/sumarsins þá hugsaði ég; hummmm Angry ummmm Woundering þegar hann spurði hvort við ættum ekki að hjóla upp fyrir Danfoss. Hvað er það langt? 40km sagði hann brattur. Ég hugsaði: 40 km í 2 túr vorsins/sumarsins Pinch Upphátt sagði ég: Já, látum reyna á það (Blush) BT vill alltaf byrja í mótvindi og hafa meðvind á leiðinni heim, þess vegna valdi hann Danfoss. Ég vil hafa meðvind í byrjun og vona svo að vindur hafi snúist þegar kemur að heimferð. Annars er ég betri á heimleið. Svona eins og heimasjúkt hross. Svo héldum við af stað. Minn hraðamælir er betteríslaus svo það var stólað á BT. Mjög mikilvægt hjá mér að vita þegar ég hjóla hratt Smile

Svo var lagt af stað. Hraðinn á sléttu fínn og allt í góðu. Þegar við komum lengra inn á Als, hvatti ég minn til að taka bara brekkurnar á sínum keppnishraða. Ég er meira svona, ætla upp, í brekkum Pinch
Þetta gekk allt alveg fínt en svo fór ég að dragast smá aftur úr, brekkur og svoleiðis. BT spændi í brekkurnar og fyrir ofan Danfoss mætti ég honum á baka leið. Can you tell my hvar Vífilstaðavegur is? (þýðir: hvar er 20 km markið) Hjá bláa skiltunu, ég þangað og svo til baka og nú á blússandi ferð. Ég er best á heimleið   Halo

Ó, já þinng var það. . .  


Í dag á . . .

 

Birna hans Baldvins afmæli.

Við sendum afmælissnótinni okkar bestu hamingjuóskir til Nepal

og vonum að ferðin gangi áfram vel.

img 8390

Sólarlag í eyðimörkinni.

 

img 8514

Við Taj Mahal  


Að trúa á áhrifamátt sinn

Að trúa því að maður geti haft áhrif er mikilvægt. Oft mæti ég fólki sem segir: Æ, það þýðir ekkert fyrir mig að segja neitt, það breytir engu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt mat. Að ég ætti til að hugsa svona var ég ekki alveg með á hreinu. En svo var mér bent á frétt á visir.is sem minnti mig á mikilvægi þess að trúa því að maður geti haft áhrif með því að tjá skoðun sína. Þess vegna ætla ég að panta viðtal við skólastjórann í skólanum þar sem ég var á fundi á mánudaginn var.

Arn��r � m�tm�lum.st�r

Þessir 6 ára guttar trúa á áhrifamátt sin. Í 3 daga stóðu Aron t.v og Arnþór t.h. með spjöldin sín og tjáðu skoðun sína á bensínverði. Algerlega frábært hjá þeim félögum. Hér er fréttin öll 

 Ég þarf varla að taka það fram að Arnþór er systursonur minn InLove

 


Jæja . . .

Stundum er það nóg að finna fyrirsögn á blogg að ég hætti við að blogga. Las hjá vinkonu minni í morgunn að hún væri farin að standa sig að því að hugsa í bloggfærslum. Sennilega erum við ekki tvær um það. Held samt ekki að þetta sé alvarlegt ástand. Lít frekar á þetta sem sama heilkenni og olli því að menn hér áður fyrr, á alls ekki tækniöld, tjáðu sig í svo nefndu bundnu máli. Mannlegt eðli  á mismunandi tímum og því mismunandi tjáningarform.

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um.

Nú eru allir útiblómapottarnir mínir orðnir dökk gráir. Þeir sem ekki voru það fyrir breyttust í morgunn. Þetta get ég þakkað ókeypis ráði frá Sólrúnu sólargeisla sem kom með þá snilldarhugmynd í gær að í staðin fyrir að æða hundleið, búð úr búð í leit að rétta pottalitnum, þá gæti ég bara tekið málningu og skvett á pottana. Ég var neikvæð fyrst. Á ekki rétta litinn og þá þarf ég að fara út að kaupa hann. Nei nei, sagði hún þú hlýtur að eiga gráa málningu og með það fór hún. Ég pældi aðeins í þessu í friði og áttaði mig á snilldinni í þessu. Ef ég mála alla pottana mína þá get ég notað þá áfram og pottar sem brotið er út úr fá lit í sárið og allt í fína. Í morgunn náði ég svo í restina af sökkulmálningunni frá í fyrra og skvetti henni á matta og glansandi leirpotta. Vááá. . .  hvað þetta var skemmtilegt. Svo átti ég ekki fleiri potta og þá var fjörinu lokið þangað til kæmi að næstu umferð. Leit yfir til Hans granna til að tékka á því hvort ég gæti ekki málað fyrir hann og Grétu líka. Enn....  já, þá hætti ég við, þau eru í grænu og rauðu línunni og pensillinn minn var grár. LoL

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um.

Ég veit ekki hvort mig hrjáir pirringur eða réttlát reiði. Nú, eða hvort tveggja og kannski fleirra. Wink

Málið er að í dag er fimmtudagur og ég er enn reið síðan á mánudaginn!

Ekki við allt og alla. Alls ekki. Er eiginlega frekar umburðarlynd. Finnst mér. En þegar mér misbýður þá þarf dáldið til og þá fer það heldur ekki á milli mála að mér er misboðið.

Ég er ekki í eldmerki fyrir ekki neitt LoL

Ég veit ekki hvernig ég á að tjá mig um það sem sýður á mér. Langar virkilega að gera það en veit ekki frá hvaða hlið ég á að byrja. Það er hægt að taka þetta mál frá ýmsum hliðum og velta því þannig upp. 

Við BT erum fósturforeldrar 17 ára snótar sem er þroskaheft. Hún fæddist þremur mánuðum fyrir tímann. Tvíburi, bróðir hennar dó rétt eftir fæðinguna. Hún barðist fyrir lífi sínu og var oft tæpt á hvernig færi. Hún ólst upp hjá einstæðri móður, því faðirinn flúði til heimalandsins. Þetta var ekkert fyrir hann. Drengurinn dó og stelpan alltaf veik, út og inn af sjúkrahúsi. Mamman stóð því ein og lengi vel lá ekki fyrir hve mikinn skaða snótin hafði orðið fyrir. Þetta ferli allt (síðustu 17 ár) hefur verið hörmungarferli. Ég kynntist snótinni þegar hún byrjaði í skólanum hjá mér. Síðan eru liðin 7 ár. Erfitt var að ná samvinnu og trausti mömmunnar. Hún var orðin svo vön því að ekki væri á hana hlustað, svo hún var kolvitlaus  á öllum fundum. Hún kunni ekki að berjast öðru vísi og ég verð að segja að það hefur því miður líka haft áhrif að hún var ekki af dönskubegi brotinn. En allar götur, þá tókst mér að vinna traust mömmunnar og hún var tilbúin að gera allt sem ég lagði til og ef ég samþykki eitthvað þá gerir hún það líka. Þannig æxlaðist það svo í stuttu máli að stúlkan kom í fóstur til okkar 4 sólahringa í viku. Það gengur ljómandi vel finnst okkur og allir sáttir. Það er, þær mæðgur og við.
Á mánudaginn var var svo enn einn fundurinn, að þessu sinni skóli/heimili fundur. Þetta var á gamla vinnustaðnum mínum og er ég því ansi kunnug þar innan húss. Mamman neitaði að mæta nema ég kæmi.  Ég mætti. Á fundinum voru 2 kennarar og við. Annar kennarinn er nýr síðan í haust, hægur maður og kurteis. Hin kennarinn(?) er eldri kona sem byrjaði í febrúar.
Það var hún sem gerði mig svo reiða. Hún var svo ófagleg og hrokafull. Talaði eins og hún vissi best allt um snótina. Upp á gott og vont. Það sem hún lét út úr sér þarna fær mig enn til að verða reiða!!! Ég vil ekki fara inn á það en nefni sem dæmi: Hún þarf að fá morgunnmat áður en hún kemur í skólann. Hún þarf að fá meira í nesti, því hún er búin með nestið klukkan níu og truflar mikið með þessu. Hún þarf að hafa rúgbrauð í nesti. (typiskt danskt) Ég horfði á konuna romsa þessu upp og spurði svo í forundran hvort hún héldi virkilega að barnið fengi ekki morgunnmat. Já, það var nokkuð ljóst miðað við hungrið sem hrjáði hana. Ég spurði þá hvort hún hefði ekki kynnt sér gögnin um snótina. Jú, það hafði hún. Þá veistu sagði ég að hún er ekki með eðlilega tilfinningu fyrir því að vera södd og svöng? Það þarf að stýra máltíðunum hennar. Nei, það er ekkert að matarlystinni hennar. Hún hefur heilbrigða og eðlilega matarlyst. Hún lifir ekki bara á hrökkbrauði eins og sumir. Í þessum dúr var viðtalið. Ég skil vel mömmuna að vilja ekki fara eina í þetta helvíti. Sem betur fer unnum við ekki svona. 

Svo voru engin takmörk fyrir því hvað hún gat talað um það sem snótin getur ekki. Fullyrðingarnar þar voru oft langt utan úr skógi. Þessi konu drusla sem hefur verið þarna í tæpa 3 mánuði talaði eins og hún vissi allt betur en við sem höfum þekkt barnið og getu þess í áraraðir. Karlkennarinn sem þarna var,reyndi á köflum að dempa umsagnir og yfirlýsingar konu druslunnar. Þegar fundinum var lokið tók ég í höndina á karlkennaranum og óskaði honum alls góðs, síðan gekk ég út.

Eftir að hafa farið nákvæmlega yfir efni fundarinns við minn mann, þá er ég mikið að velta því fyrir mér að panta tíma hjá skólastjóranum og fara yfir það sem fram fór á þessum fundi. Ég veit ekki hvort það breytir neinu til góðs. Þetta var langt út yfir allt sem í lagi er. Sem betur fer hættir snótin þarna í lok júní og það er mikið tilhlökkunar efni.

Þegar ég fór yfir breytingar sem við verðum að gera hér heima svo snótin verði ekki fyrir aðkasti af hendi kennarans þá sagði snótin: Guðrún, stundum finnst mér eins og hún þoli mig ekki.

Váá....  á því leikur ekki vafi. Snótin sem er með greindarskerðingu og sterk einhverfueinkenni áttar sig á þessu.

 

Ætlaði ég að blogga um þetta?


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband