Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Vetrarsól

Yndisleg vetrarsólin, svo lágt á lofti, skín hér inn um gluggana mína.

Ótrúlega falleg.

Laðar fram löngun í forhertu letiblóði.

Löngun til að trítla út í frostið.

Löngun til að fara út fyrir dyrnar og draga andann djúpt að sér.

En...

svo varð mér litið á stofuna mína.

Stofuna, baðaða í geislum vetrarsólar.

Dem...

allt í ryki!

Það laðar fram löngun í letiblóði.

Löngun til að trítla inn í rúm.

Löngun til að trítla inn í rúm og loka augunum og opna þau þegar einhver er búin að þurrka af.

 

Hvar ertu einhver???

Ekki ég, gerði þetta ekki. 


Takk . . .

Takk kæru bloggvinir fyrir góðar jólakveðjur og hamingjuóskir.

 

Ég hef lítið verið í bloggheimum undanfarið. Ég er búin með námið mitt og nú tekur við tími sem er óskrifaður eins og morgunndagurinn. Engin drög að handriti komin. Eitt er þó víst, í þessu óskrifaða handriti mínu verður gleði og ró.

Við höfum í fyrsta skipti haldið jól án þess að hafa öll börnin okkar hjá okkur. Skrítið, en ekki slæmt. Skrítið því það er yngsta barnið sem varð fyrst til að halda jól án okkar. Það gaf okkur góða tilfinningu að vita að hún er hjá fólki sem er svo gott við hana og henni líður vel hjá. Gott því hún fékk tækifæri á að heimsækja danska vinkonu sína sem líka er skiptinemi í USA milli jóla og nýárs. Ótrúlega skrítið allt samt, þó þetta sé gott. Barnið okkar 17 ára ferðast ein með flugi milli fylkja í USA og klárar sig flott í gegnum svona ferðalag.

Miðju barnið okkar er aftur að fara til Suður-Ameríku. Hún fer af stað í byrjun janúar og ætlar að vera rúma 3 mánuði í ferðinni. Síðast var hún "bara" 6 vikur og var strax ákveðin í að fara aftur. Nú er að koma að því. Hún ætlar að ferðast um mið- og norður hluta Suður-Ameríku. 

Einkasonurinn heldur sig trúfastlega í Köben síðan hann kom úr sinni Asíu ferð í lok júlí. Frábært að hafa hann svona nálægt sér. Ferðirnar á milli SDB og Köben eru nú fleiri en áður og er það ánægjulegt svo ekki sé meira sagt.

Við hjónagrjónin erum ekki með nein skipulögð plön en hefði ég fundið hoppferð milli jóla og nýárs í sólina í suðri værum við þar núna. En við búum við það frelsi að hafa stutt til allra átta og góðan bíl sem ber okkur öruggt um hraðbrautir og sveitaslóða. Það er bara spurning um að fá góða pössun fyrir hana Laugu okkar. Hefur aldrei reynst vandamál því við þekkjum svo mikið af góðu fólk.

Já, nú er bara að sjá til hvað mér dettur í hug og hvað ég framkvæmi. 

Ætla samt pottþétt að mála einn engill.

Ekki spyrja afhverju. Það er bara eitthvað sem mig langar að gera og ekki láta ykkur detta í hug að hér sé upprenndi pensilsnillingur á ferð því þannig er það ekki.

GN

 


Gleðilega jólahátíð

Gleðilega jólahátíð!
 
 
 
 
 
Kær kveðja,
 
Guðrún Þorleifs


. ----

 

 

 

Rasistanetið mitt er ekki enn farið að virka. 

 

 

Búin með skólann.

 

 

 

 

 

 

Já, gekk vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað nú?

 

 

 

 

 

 

 

Fá rasistanetið til að virka.

 

 

Já, ég kann illa við rasisma, svona ef þið hafið ekki áttað ykkur á því.

 

 

 

Í gærkvöldi fór rafmagnið af hér í hverfinu mínu og kannski víðar. 

Fyrsta sem mér datt í hug?

Dem... hvurn and.... eru musl.... að gera núna??????????

 

Ástæða?

 

T.d. sú að allan desember hafa "þeir" verið að sprengja ólöglega flugelda.

Það eru ekki flugeldar með ljósasýningu. Nei, þetta eru sprengjur og það er þvílík hljóðhögg með þessu.

 

Þess vegna.

 

m.a.


Hafnað um viðskipti sem íslenskum ríkisborgara búsettum í Danmörku!

Á þessu átti ég ekki von og hef stundum efast um fréttir þessa efnis. En nú er ég reynslunni ríkari. Síður en svo skemmtileg reynsla en ég ætla samt að deila henni með ykkur því mér finnst eins og þetta geti ekki staðist lög um viðskiptahætti.

 

Þannig er að ég hef um nokkurt skeið verið með símaáskrift hjá símafélaginu 3

Mér hefur líkað það vel. Í síðustu viku fékk ég sent frá þeim áhugavert tilboð um nettengingu og ákvað að taka því tilboði. Ég fór í gær til að ganga frá því. ég var beðin um vegabréf eða ökuskírteini. Eins og áður sýndi ég ökuskírteini. Það gekk ekki, þar sem það var íslenskt. Var mér sagt að ég þyrfti að framvísa dönsku vegabréfi eða ökuskírteini, ella landvistarleyfi. Þar sem ég er norðurlandabúi þarf ég ekki landvistarleyfi, einnig gildir íslenska ökuskírteinið mitt hér, um ríkisborgararétt skipti ég ekki. Ekki gat ég fengið neina skriflega yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna þessarar höfnunar, en sagt að þeir vildu velja sína viðskiptavini sjálfir. 

Nú er það mín spurning til ykkar:

- Eru þetta lögmætir viðskiptahættir?

Ég velti því fyrir mér hvaða staða getur komið upp fyrir okkur sem búum erlendis, ef símafyrirtæki taka almennt upp þessa stefnu. Mér hrýs hugur við því og finnst þetta frekar líkjast "rasisma" en vali á viðskiptavinum. 

Hver er staða erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi, þegar kemur að því að kaupa símaáskrift og nettengingu?
Er spurt um íslenskt vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða landvistarleyfi?

 


Aðventukveðja . . .

AlbumImage

 Hafið það sem best.

Er lítið á ferðinni í "bloggheimum" núna.

Over and yfir í verkefnið.

 


Ég viðurkenni...

Ég viðurkenni hér með að ég hef í gær og í dag eytt miklum skóg í formi pappírs. Þykir það leitt (tímafrekt og leiðinlegt) og mun bæta þetta jarðrask með því að planta nýju tré á nýju ári ... ef ég man eftir því

 Er að prenta út lokaverkefnið og ég og prentskipanirnar erum ekki að vinna vel saman. Engin til að kenna á þennan fína nýja prentara.

RFM = reead the fok... manual Sick

Annars ótúrlega góð.

Fjárfesti kannski bara í jólaglögg ef ég kemst í búð fyrir lokun. Humm... eða er ég á móti því? Hvernig var þetta? æææææææææææææ

Over and  Halo LoL 


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband