Vetrarsól

Yndisleg vetrarsólin, svo lágt á lofti, skín hér inn um gluggana mína.

Ótrúlega falleg.

Laðar fram löngun í forhertu letiblóði.

Löngun til að trítla út í frostið.

Löngun til að fara út fyrir dyrnar og draga andann djúpt að sér.

En...

svo varð mér litið á stofuna mína.

Stofuna, baðaða í geislum vetrarsólar.

Dem...

allt í ryki!

Það laðar fram löngun í letiblóði.

Löngun til að trítla inn í rúm.

Löngun til að trítla inn í rúm og loka augunum og opna þau þegar einhver er búin að þurrka af.

 

Hvar ertu einhver???

Ekki ég, gerði þetta ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þú slærð bara tvær flugur í einu höggi - lokar augunum og labbar út og kemur ekki aftur fyrr en komið er myrkur

, 30.12.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er snilld!!!

Farin út

Þarf nefnilega að kaupa eh i matinn fyrir annað kvöld svo við getum haldið uppteknum hætti og etið smá  . . .

Guðrún Þorleifs, 30.12.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Var einmitt ad hugsa tetta í upphafi pistilsins tinns tetta med rykid er sólin skín en er lengra var lesid varstu líka búin ad uppgötva tetta ....Nennum ekki ad skoda setjum bara gardínuna fyrir eda eins og Dagny segir fara út og koma heim eftir myrkur...Træl gód hugmynd.

Gudrún Hauksdótttir, 30.12.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar færsla, ég fór út og kom svo aftur inn þegar sólin var farin úr rykinu :):)  knús á ykkur darling.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Þú ert alltaf góð....

Agnes Ólöf Thorarensen, 2.1.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 2.1.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband