Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Hvað?

vid
                    Er að velta því fyrir mér hvað ég hef að segja hér... 

Vatn og ...

Minn uppáhaldsdrykkur er vatn. Hvort það var þess vegna sem ég fékk þennan pistil sendan á sínum tíma veit ég ekki. Mér datt í hug að leyfa ykkur að lesa þetta 

 

VATN

75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af íbúum jarðar) Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.

Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.

Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnum hjá Háskóla í  Washington.

Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.

Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.

Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.

Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.

 

Viltu ekki fá þér vatnssopa???

 

KÓK

Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.

Til að hreinsa klósettið:

Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.

Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.

Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.

Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.

Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

Virka efnið í kók er phosphoric acid.  Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru notuð á bíla sem annast flutning á MJÖG ÆTANDI EFNUM.

Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár  til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

 

Langar þig enn í hressandi dós af Cola drykk?

Útskýring fyrir. . .

Jóna bað mig að útskýra nokkur atriði í morgunnfærslunni minni. Geri tað gjarnan. Finnst nú ekki gott að fólk líti út eins og spurningamerki LoL

Slottid:

Yngri dóttirin er farin á eftirskóla og tar er um að ræða alvöru höll  Joyful Kannski með 2 draugum Whistling

Pavillon: 

Í staðin fyrir að byggja útistofu ( búin að fá upp í kok á að breyta og byggja við húsið ) tá gefur tetta möguleika á "að hugge sig i haven" á kvöldin  Joyful

Fósturbarn: Erum hvíldar( veit ekki ísl. orð ) foreldrar 16 ára einhverfar snótar.

Innbrot: Hún braust inn til okkar í gær tar sem ákveðnir hlutir í lífi hennar voru ekki að virka og tá var bara ein leið. Skipti engu að við (ég) vorum ekki heima. Shocking


Rólegt . . .

Rólegt hér.
Búin að fara með litlu prinsessuna í slottið.
Rólegt, ef undan er skilið suðið í imbanum.
Fósturbarnið mætt á staðinn.
Braust bara inn.
Hafði ákveðið upp í sínu einhverfa höfði að hún væri að koma núna . . .
Helgin var góð.
Náði að sigla og versla garðhúsgögn og pavillion.
Fara með prinsessuna í slottið.
Ná mér niður eftir innbrot fósturbarnsins,
hjóla um sveitirnar i kring
og njóta lífsins sem er núna.

Nú tekur við vinna og frí og vinna og frí. . .
Nóg að gera.
Over and out.


Er ég . . .

Spurning dagsins:

Er ég að fara út að sigla?

Hugmyndin er að sigla hér upp í Alsund og liggja við akkeri eða ef tími er til að sigla upp í Dyvig og liggja í höfninni. 

þetta sumar hefur ekki verið sumar siglinga.

þetta sumar hefur verið sumar breytinga og framkvæmda, skreytt með gegndarlausri rigningu og á köflum  full vindasamt úr vestri sem er verra en austan vindur hér um slóðir. Búin að læra það Wink

Er í vinnunni núna á 24 tímum. Ferlegur munur að klára þetta svona. Eina vandamálið er að muna hvenær á að mæta í vinnuna Whistling

Ég á mér ekki von...      um að breytast í rólegan dana á ég við. Er nefnilega svo mikill íslendingur að ekkert getur lagað tað Woundering Reyndar er ég búin að lifa rólegu lífi í nokkra mánuði en váá...  ég var ekkert duglegri. Segi nú ekki að garðurinn hafi fengið aðeins meiri tíma en venjulega en samt held ég að ég sé best þegar nóg er að gerast, annars leiðist mér Sleeping

Spurningunni er enn ekki svarað. Kemur allt í ljós eftir hádegi. Bara bíða. Ekkert mál Whistling

6400
 
 Góða helgi
 
Wizard

 


Komin heim að heiman

Lenti hér í DK um hádegi í gær. Þurfti að fara á fætur á biluðum tíma. Datt nefnilega strax inn í íslenska tímann því við komum svo seint til Ísl.

Þetta var algerlega frábær ferð! Ekki skemmdi veðrið. Hef ekki verið á ísl. í ágústmánuði síðan 1998 og fannst frábært að koma út í morgunnloftið  Smile Skellti mér í smá hlaup fyrsta daginn. Fór gamlar slóðir um Bakkana. Bara stutt því ökklinn minn er ekki par hrifinn af þessum hlaupum. Ég er samt ákveðin í að halda áfram í rólegheitum og sjá hvort þetta er ekki bara spurning um að gefa þessu tíma rétt eins og þegar ég byrjaði að hjóla aftur í vor. Slæmt að vera svona mikill vitleysingur eða viðvaningur þegar maður meiðir sig að maður fattar ekki alvöru málsins Shocking Reyna að læra af því Whistling

Skutlaðist í Þorlákshöfn á föstudeginum með soninn. Komin á fullorðinsár ákvað hann að fara til Eyja með kærustunni.  Allt í lagi mín vegna en ekki þegar hann var 16 og 17 Wink 

Afmælisdagurinn hans pabba var ljúfur og góður í alla staði. Frábært að geta verið með honum og fjölskyldunni InLove 

Ég skelli mér svo austur á laugardagskvöldinu með stelpurnar mínar. Leiðin lá upp að Heklu, þar sem kaldavatnslaust var í mínu húsi. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá litlu systur og fam. til mánudags. Á sunnudeginum bættist bróðir minn í hópinn með sína fam. Aldeilis frábært Smile

Ég ákvað að fara um gamlar slóðir með dæturnar, svo á sunnudeginum skelltum við okkur út á íslenska malarvegakerfið og ókum (hristumst) sem leið lá í Landmannahelli. Alltaf fallegt að fara þessa leið og gott fyrir stelpurnar að þekkja hana. Hefði verið nóg að renna inn í Áfangagil, svona miðað við veginn. Sideways

Á mánudeginum fórum við svo niður Land og komum við í kirkjugarðinum. Litum inn á einum bæ hjá góðum vinum og renndum síðan að okkar húsi. Alltaf fallegt þar og víðsýnt. Vatnsleysið þar er greinilegt merki um þurrviðrasamt sumar.

Sveitin mín er mikið að breytast þessi misserin og skrítið að sjá það.

Ferðin í bæinn gekk vel þrátt fyrir mikla umferð. Finnst samt rólegra yfir ökumönnum en ég hef áður upplifað og vona að þar sé bætt umferðarmenning á ferðinni.

Skrítið að aka í gegnum Selfoss og sjá gömlu húsin farin. Mér finnst ekki söknuður af þeim en er spennt að sjá hvernig til tekst með uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna. 

Góð ferð í alla staði Heart

 

 


Til hamingju

 

Í dag er merkisafmæli í fjölskyldunni.

Stór dagur, því frábær maður á afmæli í dag.

Afmælisbarn dagsins, sýndi í gegnum líf sitt einstaka umhyggju og ást í garð fjölskyldu sinnar.

Hann var stólpi fjölskyldunnar, hinn sanna fyrirmynd, hin trausti og kærleiksríki faðir.

Elsku pabbi minn,

ég og fjölskylda mín óskum þér hjartanlega til hamingju með daginn.

Við þökkum þér af heilum hug allt það sem þú varst fyrir okkur á meðan þú hafðir heilsu til.

Það er ómetanlegt að eiga í minningar- og reynslusjóði sínum það sem þú hefur verið okkur.

Það er svo margt sem þú kenndir okkur.

Þá þekkingu notum við í okkar lífi.

Ég vona að okkur auðnist að bera þann arf áfram til afkomenda okkar.

Það var gæfu spor þegar þið mamma ákváðuð að ganga saman lífsins veg.

Það er í dag gæfa okkar allra.

Eftir að veikindi þín hófust hefur mamma sýnt og sannað hve gott ykkar samband var.

Hve djúpur skilningur og ást ríkti á milli ykkar.

Mamma skynjar líðan þína og þarfir af þvílíkri næmni að einstakt verður að teljast.

Það var skelfilegt högg þegar illvíg veikindin hófu innrás í heilsuhraustan líkama þinn.

Ekkert var hægt að gera til að stoppa þá þróun sem hafin var.

Þá var það huggun í harmi og sorg að þú áttir hana mömmu að.

Mikið er hún búin að vera dugleg í þessum veikindum þínum.

Ég veit að þú treystir á hana.

Veit það, þó þú hafir engin orð lengur til að tjá þig með.

Veit það, þó þú hafir ekki lengur snertinguna til að tjá þig með.

Ég veit það, því ég sé hvernig augu þín fylgja henni.

Sé hve augu þín eru leið, þegar mamma fer í frí til að hlaða sál sína og líkama,

svo hún geti haldið áfram að annast þig í kærleika sínum.

Í dag verðum við fjölskyldan saman og fögnum afmælisdeginum þínum.

Elsku pabbi minn,

Guð veri með þér.



 



Fræðsla fyrir fróðleiksfúsa og minna forvitna...

Góðan daginn góðir hálsar,( augu?)

Ég var að renna yfir blogg og kvitt hjá mínum ágætu bloggvinum og það var ansi skemmtilegt, svona í heildina séð. Ég má til með að segja ykkur að á þessari bloggyfirferð minni áttaði ég mig á einu mikilvægu!

Ég áttaði mig á að til er einkenni/heilkenni sem ekki er til greining á!!!

Já, þetta er rétt hjá mér og látið vera að mótmæla því, þar sem ég er á þessari skoðun og hún gildir hér.

Hvað er það sem er rétt hjá mér?

Ég er búin að búa til greiningu. Greiningu á fólki sem alltaf er saklaust af öllu sem það gerir. Ekkert er þeim að kenna. Veit ekki hvort þið þekkið svona fólk, en í starfi mínu hér í DK hef ég mætt mörgum með þetta einkenni og er þar um að ræða bæði börn og fullorðna. Fólk með þokkalega greind sem og greindarskerðingu. Virðist þetta einkenni geta háð fólki óháð kyni, kynþætti, aldri, né öðru sem oft hefur áhrif, jafnvel skatttekjur hafa ekki áhrif þarna!!!

Þetta einkenni/heilkenni hef ég nefnt: ÞÉRKENNI.  Byggist það á tilhneigingu"sjúklingsins" til að taka aldrei ábyrgð á eigin gerðum og kenna þér eða öllu/öllum um.

Jamm... 

Verði ykkur að góðu.

Er farin að pakka niður.

Er að fara yfir 5 eyjar með meiru í dag Wink

Alveg rétt, í símtalinu á sunnudaginn var ég og mín fjölskylda boðin til Íslands Wizard

 


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband