Vatn og ...

Minn uppáhaldsdrykkur er vatn. Hvort það var þess vegna sem ég fékk þennan pistil sendan á sínum tíma veit ég ekki. Mér datt í hug að leyfa ykkur að lesa þetta 

 

VATN

75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af íbúum jarðar) Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.

Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.

Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnum hjá Háskóla í  Washington.

Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.

Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.

Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.

Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.

 

Viltu ekki fá þér vatnssopa???

 

KÓK

Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.

Til að hreinsa klósettið:

Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.

Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.

Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.

Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.

Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

Virka efnið í kók er phosphoric acid.  Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru notuð á bíla sem annast flutning á MJÖG ÆTANDI EFNUM.

Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár  til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

 

Langar þig enn í hressandi dós af Cola drykk?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

haha ég hef aldrei getað drukkið kók, finnst það virkilega vont eins og aðrir gosdrykkir en vatnið hefur alltaf runnið ofan í mig í lítravís

Huld S. Ringsted, 16.8.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hulda mín, það er gott að vera laus við kóksýki

Ég er svo ferleg í vatninu á köflum að ég geng fram af sjálfri mér 

Guðrún Þorleifs, 16.8.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elska vatniö og drekk vatnsglas fyrir hvern kaffibolla sem drukkinn er á dag. Reyndar drekk ég bara einn kaffi daglega en svona 10 vötn.

Það er rétt sem þú segir..aðalvandmál margra er ofþurkkur. Stundum hitti ég fólk sem drekkur ALDREI vatn...ekki einn dropa!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Katrín, ég undrast hvernig hægt er að komast í gegnum daginn á vatns og það dag eftir dag!!! Hugsaðu þér ef þetta fólk gerði sér það að reglu að drekka vatn daglega, þvílík breyting fyrir líkamann!

Guðrún Þorleifs, 16.8.2007 kl. 20:36

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Vatn, vatn, vatn. Og við á Íslandi sem búum yfirleitt við gott kranavatn, að vísu kemur fyrir að vatnsból mengist, og það hlýtur að vera alveg skelfilegt. Einhvern tíma skemmdist vatnsbólið okkar heima í sveitinni en við vorum svo heppin að hvorki var vatnið eitrað né langt að fara að fá vatn úr brunni nágrannans svo af því að það var sumar var grafinn skurður í hvelli og lögð ný vatnsveita. Svo ég haldi áfram að vitna, þá hætti ég alveg við kóladrykkina fyrir rúmum sex árum og ekki snert þá síðan. Hvernig er kranavatnið í Danmörku?

Annars er hafin barátta gegn því að setja of mikið af vatni á flöskur með allri þeirri mengun sem tilheyrir flöskuframleiðslu og -flutningum. Nauðsynlegt þó að hafa slíkar vörur tiltækar, t.d. í stað þess að kaupa gosdrykki.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 06:58

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

sæll Ingólfur. Kranavatn hér er misjafnt að gæðum. Hér breyta þeir bara staðlinum. Fyrstu 3 árin hér keyptum við allt drykkjarvatn en eftir að við fengum okkur amerískan ísskáp drekkum við vatnið kalt þaðan. Er samt alltaf erfiðara eftir að maður hefur verið heima á íslandi í gæðavatninu þar. Fleiri og fleiri fyrirtæki kaupa áskrift á stóra vatnsdunka, þeir eru komnir mjög víða og er það gott mál.

Guðrún Þorleifs, 17.8.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Guðrún, ég hef séð þessa vatnsdunka, aðallega þó erlendis. kveðjur frá akureyri og loftkælda vatninu hér, þ.e. það eru svo miklar loftbólur í því. En afar gott vatn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 10:33

8 Smámynd: Linda

Því miður þá  hef ég verið kókisti í mörg ár, enn þetta stendur allt til bóta, með því  að byrja daginn með vatnsdrykkju og vítamínum þá minkar öll sykurþörf yfir daginn..yeah auk þess að taka Vítamín B-stress blönduna.  Vatn er best, ekki spurning, mér hinsvegar leiðist það og þarf að bæta við smá bragði eins og sítrónu djúsi og svoddan, get kúgast á því að drekka vatn, furðulegt alveg. Svona getur fólk verið misjafnt.  Dásit af  þínum krafti, gefur mér kraft að kíkja hér inn.  Guð blessi þig, og knús.

Linda

Linda, 18.8.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband