Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Vortónleikar

 

Notur

 

Við fjölskyldan skelltum okkur á vortónleika í gærkvöldi. Eldri dóttirinn átti að koma þar fram. Til að fá þetta allt til að ganga upp með öðrum skyldum og áhugamálum tókst að mæta á tónleikana hálftíma of seint Blush En betra er seint en ekki, það sannaðist í gærkvöldi. ( var að búa til þennan málshátt Grin )

Við komum þegar dóttlan var nýbúin að syngja með sínum hóp Gasp  Svona getur það farið.

En heimurinn er stærri og þarna voru fleirri krakkar með hæfileika Smile Þetta var þvílík upplifun sem þarna átti sér stað. 

Þegar við komum voru 10 stelpur að syngja og þær voru alveg frábærar Smile 

Sungu 2 dönsk lög. Þjóðlegt.

 

kontrabassi 

Næst á eftir þeim var dúet fyrir kontrabassa. Þetta var alveg fræbært atriði. Þau spiluðu tvö lög af mikilli færni. Bæði spila þau í Strengjasveit hér í bæ og heyrði ég þau fyrst spila í vor er við fórum á 750 mínútu langa jazztónleika hér í bæ. Efnilegir krakkkar.

 

Svo kom röðin að tveimur stelpum og tveimur strákum, þau sungu 2 dönsk þjóðlög og og voru líka alveg frábær að hlusta á.  

 

Brahms

 

 

Næst á dagskrá var E mol sonata Brahms fyrir

 

  

 
klaver Píanó og Selló 
 
Þarna voru á ferðinni 2  stelpur sem ekki réðust á garðinn þar sem hann var lægstur og skiluðu sínu verki með sóma !
 
Píanóleikarinn hélt svo áfram og spilaði undir hjá einsöngvara sem á skilaði skemmtilega lögunum: Easy Monny og Wishing you wher somehow here again.
Flott atriði og gaman að því
 
Nú var farið að styttast í hlé tvö atriði eftir samkvæmt dagskrá og komið að forvitnilegu atriði.
 

metallica
 
fyrir 3   celloHér voru á ferðinni 3 hressar stelpur sem sýndu og sönnuðu að Selló getur verið skemmtilegt hljóðfæri!
 
 
Bach

En áður en kom að síðasta lagi fyrir hlé kom fram ungur og hress piltur sem viðurkenndi að hafa of seint skilað inn miðanum um að hann ætlaði að spila þarna í kvöld Shocking
Hann hafði samt fengið leyfi til að vera með og það var bara frábært! Drengurinn settist þarna við flygilinn og frá honum streymdu þvílikir Bachtónar, slegnir af færni sem tæplega tvítugur drengur má vera stoltur af!!! Snilli Smile


Síðast á dagskrá fyrir hlé var svo:
 
ompa+

 Ompa til du dør

Þetta var alveg þrælskemmtilegt atriði! Gasgríman á hljómborðsleikaranum var á sínum stað og kraftur í tónlistinni sem ekki minnkaði þegar á sviðið kom annar gasgrímuleikari til að halda tunnunni á meðan hinn gasarinn sló taktinn með kúbeini. Bara gaman að þessu!

 

tromma

Eftir hlé kom á sviðið piltur sem sagðist hafa ákveðið að æra salinn með trommuslætti í 3 mínútur og 41 sekúndu. Hann rölti þarna inn með björflösku í hendi og bindi um hálsinn. Létt kærulaus og á sínum hraði settist hann við trommusettið, lagði frá sér bjórinn, tók af sér bindið, setti i-pod heyrnartæki í eyrunn og appelsínugular heyrnarhlífar yfir. Svo hófst trommuslátturinn. Hann stóð við sitt drengurinn. Hann var alveg magnaður. Þvílík færni og kraftur sem þarna var í gangi!!!

Nú var röðin komin að

mozart

ungri stúlku sem söng Cavatina eftir Mozart. Gott hjá henni.

Eftir það atriði kom fram fjórar stelpur sem sungu lagið Girls, girls, girls í danskri þýðingu. Mér fannst frekar fyndið að heyra þetta á dönsku en stúlkurnar sungu af miklu öryggi og skiluðu sínu vel Smile

 Nú var röðin komin að því sem við komum til að heyra og sjá: dóttlunni og hennar hóp.

Þau týndust þarna fram á sviðið 2 bassar, 1 trommari 2 hljómborðsleikarar þar af önnur þeirra handleggsbrotin á hægri hönd, 1 gítarleikari og svo dótla sem setti sig við píanóið!

Þessi krakki! Ég vissi ekki að hún spilaði svona á píanó!

En þarna sat hún sjálfsöryggið uppmálað og spilaði af öryggi undir í laginu: Sådan en som os.

Hún var eins og vanur píanóleikari þegar hún veifaði salnum brosandi með sér til að klappa undir og um salin sveifluðust logandi ljós á kveikjurum. Hún hafði beðið 3 vinkonur um að kveikja á kveikjurum og sveifla í takt við lagið. Þetta smitaði salinn og stemminginn var alveg í botni LoL 

Þetta kom okkur skemmtilega á óvart. Samt hefði þetta ekki endilega þurft að gera það. Þegar hún var á fyrsta ári tók bekkurinn þátt í músikkeppni og þegar var raðað niður í hvað hver og einn átti að gera var hún fjarri góðu gamni og bekkjarfélagar hennar settu hana á trommurnar. Hún var ekki hress með það, hafði aldrei á trommukjuðum snert! En þegar kom að sjálfri keppninni sat hún keik við trommurnar, taldi taktinn og sló taktinn af þvílíku öryggi allt lagið í gegn!

Bekkurinn vann Grin

Krakki, krakki!

En allt í allt voru þessir vortónleikar hin besta upplifun og frábært að upplifa hvað unga fólkið sem erfa mun þennan heim býr yfir miklum hæfileikum. 

 


Út að sjá lífið

 

bæjarferð

 

 Ég vildi bara láta ykkur vita að ég ætla að skreppa í bæinn.

Ég ætla að líta á heiminn.

Eftir blogglestur morgunnsins

  geri ég fastlega ráð fyrir að sjá fullt af appelsínugulu allstaðar LoL

BIRDS-OF-A-FEATHER

Reikna með að að hitta og sjá mikið af jákvætt þenkjandi og glöðu fólki

sem ætlar að vera með í að gera þennan heim betri Grin

PL079

Að sjálfsögðu fer ég á ástkæru hjólinu mínu Heart

Síjú!

Sideways

 


Út að hjóla

Nú er hjólasísonið að byrja hér í DK. Þá er ég ekki að tala um venjulegar hjólreiðar. Nei, nei, nei!

Ég er að tala um raiserhjólatímabilið. Hér hjóla menn ekki á raiserum á veturnar, af og frá! Þá er montainbiketímabilið.  Þetta er ég allt að læra...

Ég er sem sagt dottin inn í heljarinnar hjólaæfintýri hér í DK og sér ekki fyrir endan á fjörinu. 

Þetta byrjaði allt sakleysislega eins og oft vill verða með breytingar í lífi manns Wink Ég hafði um þriggja árabil baksað við að hlaupa. Mest hljóp ég úti í skógi. Villtist í byrjun oft en það gaf þá bara lengra hlaup. Svo kom að því að mér fannst framförin enginn og það var þá sem ég fór í spinning. Alger snilld!

Allann síðasta vetur spann ég og spann. Þetta var bara eitthvað fyrir mig og í lok spinningsísonsins í byrjun maí tók ég mitt eigið þriggja tíma einkaspinningmaraþon ( þekkti engan sem var nógu sprækur til að hjóla með mér ) Þegar sumarið var komið, nennti ég ekki að vera inni í sal og púla og fór því að hjóla smá á götuhjólinu en ekkert að ráði, var ekki mikið að fíla hjólið mitt. 

Svo gerðust breytingarnar! Bæng!!! Við hjóninn féllum kylliflöt 4 ágúst síðastliðinn fyrir raiserhjólum Grin Minn maður keypti nýlegt hjól og svo fórum við að hjóla. Til skiptis á raisernum og götuhjólinu hans. Geggjað fjör og við búin að búa hér í rúm 7 ár og fyrst að fatta þetta Wink

eg Hér er ég við götuhjólið.

Maður verður eiginlega að vera smá töffari þegar maður þeysist á þess háttar hjóli um hjólastíga landsins ;)hjól

En áður en ég vissi af var ég orðin hamingjusamur eigandi míns eigins töfrapriks!

Já, það er varla hægt að kalla þetta tæki hjól. Alla vega er þá hjól og hjól bara ekki að sama! Ég fékk þetta líka glæsilega hjól, sérsmíðað fyrir mig af þýskum hjólaálfum. Því líkur draumur að hjóla á þessu hjóli! Ég kemst svo hratt á því að það kæmi mér ekki á óvart að löggan stoppaði mig einn daginn Halo 

Já, ég er byrjuð að hjóla og nú er málið að komast sem oftast út að hjóla Grin

Svo ef þú kemur í heimsókn og ég er ekki heima þá er ég út að sigla eða hjóla Whistling


Út að sigla

Í dag er ég í miklum siglingaham.

Hlakka rosalega til þess að sjósetja Perluna og láta hana bera mig út á hafið.  

       109-0909_IMG                           

 

Sigla frá landi, 

rugga á hægum öldunum,

með vind í seglum,

njóta kyrrðarinnar,

hlusta á þögninina,

 

 

 

108-0888_IMG

 

njóta þess að vera í núinu,

sjá fegurðina,

synda í sjónum,

staldra við og  

fyllast lotningu yfir meistaraverkinu 

 

 

 


moggabloggarahreyfingin

Hér á moggablogginu er fjör. Mikið og fjölbreytt efni lítur dagsins ljós og skoðanir eru margar. Iðandi blogglíf Smile Eitt finnst mér vera að gerast hér sem er nýtt, allavega fyrir mér, held samt að þetta sé "sögulegt"...         Bloggvinakerfið hér er að valda því að moggabloggarar eru að safna sér saman um ýmis mál. Sameinast um að hafa áhrif, dæmi: þrýstingur moggabloggara á Landlæknisembættið og Lyfjaeftirlit að taka lyfið Flunitrazepam af lyfjaskrá. Nýjasta í þessu er að þrýsta á svör stjórnmálamanna um ákveðinn málaflokk. Þá þykir mér gaman að lesa hve hvetjandi og jákvæðir moggabloggarar eru við bloggvini sína, reyna í gegnum bloggið að hvetja, hrósa, hugga og uppörva. 

Sagði einhver að bloggið væri bæra afþreyjingariðja án tilgangs??? 


Bloggarapæling...

Hvernig hefur ótti þinn við skoðanir annara hindrað þig í lífi þínu?

Hvað gætir þú gert ef þú óttaðist ekki skoðanir annara? 

Góðar spurningar og krefjandi. 

Getur maður gengið út frá því að ef maður vildi gera gagn í þessum heimi að helmingur fólks í kringum mann mundi meta það að verðleikum og hinn helmingurinn mundi líta niður á það sem þú gerir og dæma þig? Hvað svo sem tölfræðihlutfallinu líður þá er það staðreynd að þetta eru þeirra skoðanir og enginn þeirra getur í raun kallast sannleikur.

Þegar við leyfum öðru fólki að sjá hvað við getum þá myndar það sér skoðun á okkur. Undir það þurfum við að vera búin. ( t.d. við sem bloggum Wink )

Fólk í kringum okkur er sjaldan svo eftirtektarsamt um aðra að það átti sig á öllu sem er að gerast hjá hverjum og einum. Það verður til þess að skoðanir viðkomandi eru byggðar á ófullkomnum grunni. Sumir munu vera jákvætt innstilltir og gera þig að meiru en þú ert, á meðan aðrir eru neikvæðir og gera minna úr þér en efni standa til. Það liggur sterkt í eðli manna að dæma aðra. Það virðist ekki liggja eins sterkt í eðli okkar að láta aðra vita af því sem vel er gert.

Hvað sem þessu líður þá finnst mér vert að hafa í huga að sá sem dæmir hart segir meira um sjálfan sig en þann sem hann dæmir. Hinir sem eru jákvæðir, eru líklegri til að þora að fara eftir sannfæringu sinni og trú. 

Svo mín niðurstaða er sú að skoðanir annara á maður ekki að taka persónulega, en get ég látið það vera???  Getur þú það???

 


Vorfílingur í DK

109-0913_IMG

Það fer ekki hjá því að vorið setji sinn svip á viðhorfin og panleggingarnar Grin    Vorið er frábær tími, allt að lifna úr vetrardvala. Í gær sá ég fyrstu laufin vera að springa út. Alveg frábært Smile Krókusarnir hafa fyrir nokkru sett litríkann svip sinn á umhverfið og fuglarnir eru glaðir með veðráttuna, það heyrist á gleðisöng þeirra Whistling Brátt eru páskaliljurnar líka útsprungnar. Hér stendur fyrir dyrum að slá garðinn áður en í óefni fer... Tounge

Þetta þýðir m.a. að það styttist í siglingatímabilið hér. Úff, hvað ég hlakka til þegar við getum skellt okkur um borð í Perluna, lagt frá landi og haldið út á hafið í frelsið og kyrrðina sem fylgir því að sigla á seglskútu. Love it InLove

 


Frábært!

Í dag náði ég í meðmælin mín. Búin að draga þetta von úr viti því ég er ekki að fara að nota þau.

... Held ég Whistling

Þetta voru alveg rosa meðmæli og í kvöld þegar ég ætlaði að fara að sýna uppáhalds nágrönnum mínum herlegheitin á pappír, fann ég ekki umslagið Blush Alveg dæmigert fyrir mig síðustu þrjú árin...

Nú, en uppáhalds nágrannakona mín hefur mikla trú á sínum manni og hún sagði við hann: "Af hverju labbar þú ekki um húsið og finnur umslagið?" Hann gerði það og viti menn!!! Hann kom með umslagið sem ég hafði lagt á fáranlegan stað, af minni (nú) alkunnu snilld!!!

Þarf ég að taka framm að maðurinn er íslendingur??? 


Boðlegt?

 Á deildinni sem hann pabbi minn er á, var maður sem var giftur en barnlaus. Þegar kom að því að konan hans þurfti líka á dvalarheimilisvist að halda, fékk hún ekki pláss þar sem hann var. Nei, hún fékk pláss í vesturbænum, hann var austast í austurbænum. Þau áttu engin börn til að berjast fyrir þeim. Konan var hressari en maðurinn, ef hún vildi heimsækja manninn sinn þurfti hún að hafa starfsmann með sér frá sínu hæli. Nú, er maðurinn dáinn, málið dautt???

Hrædd um að svona sé ekki einsdæmi... 


Getum við lært af dönum?

Fyrir um þremur árum fór hópur dana úr heilbrigðiskerfinu hér á Suður-Jótlandi til Íslands. Tilgangur ferðar þeirra var að kynna sér hvernig sjúkrahúsin á höfuðborgasvæðinu voru sameinuð og rekinn. Þagar danirnir komu til baka voru þeir fullir hrifningar og fannst þeir hafa lært mikið á þessari ferð. Ég veit ekkert um það, finnst sjúkrahús mál hér ekki spennandi.

Mér hefur dottið í hug undanfarna daga að hugsanlega gætu íslendingar lært af dönum í sambandi við aðbúnað eldri borgara. Þar eru danir svo langtum framar en íslendingar. Hér í DK er fólki ekki hrúgað inn á herbergi með með sér bráðókunnu fólki. Reynt er að gera fólki kleyft að vera sem lengst heima í eigin húsnæði og er öflugt net, heimilishjálpar, matarsendinga og hjúkrunar í gangi um hvern einstakling. Þegar fólk síðan þarf að dvalarheimilisvist að halda, fær það sérherbergi með smá aðstöðu. Hve langt ætli það sé í að við höfum þannig aðbúnað fyrir alla okkar eldri borgara sem þurfa á þessari þjónustu að halda??? 

Ég tek undir orð Hrefnu, aldraðrar vinkonu minnar þegar hún segir að hún sé á hæli, margir móðgast og reyna að leiðrétta mann. Segja ábúðarfullir: þetta er dvalarheimili Shocking En mér finnst þetta hælisvist fyrir marga og alger martröð að þurfa að heimsækja aðstandendur í þetta ástand!

Hvað er til ráða???

Sideways


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband