Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Vorið er komið hér í DK, bæði samkvæmt dagatali og veðri. Þetta þýðir m.a. að nú fer "raiserhjóla" tímabilið í gang. Trú þessu erum við búin að taka töfraprikin okkar út og byrjuð að hjóla. Reyndar svindluðum við og þjófstörtuðum tímabilinu milli jóla og nýárs, með því að taka 70 km hjólatúr á grennsuna ( þýsku landamærin). Við erum nú ekki íslendingar fyrir ekki neitt og eigum því erfitt með að aðlaga okkur að svona tímabilum En hjólafjörið er hafið hér hjá okkur! Við uppgötvuðum samt ekki þetta sport fyrr en eftir rúmlega sjö ára búsetu hér
Einni hefð höfum við reynt að fylgja hér í DK en það er stóra DGI helgin aðra helgina í mars. Þetta er alveg stórmerkileg helgi. Þannig er að danir hafa alveg rosalega sterka hefð fyrir leikfimi. Dætur okkar skelltu sér í leikfimi hér strax þegar við fluttum. Sú eldri er enn að. Þetta hefur þýtt að við höfum farið og horft á miklar leikfimisýningar hér þessa umræddu helgi árlega. Þetta er oft mjög flott og gaman að sjá hvað æska landsins er að gera. Í ár vorum við svo upptekin af nýja hjólaáhugamálinu okkar að við mættum ekki fyrr en seinni partinn í gær sunnudag til að horfa. Ætluðum bara að horfa dótturina og hennar hóp. Vegna seinkunnar voru að fara á gólfið, þegar við komum, hópur manna og kvenna. Já, það var voða gaman að sjá þau en algerlega óskiljanlegt fyrir mig að fatta að einhverjir karlar á aldrinum 30 til 75 ára séu tilbúnir að sýna eitt skref til hægri og eitt skerf til vinstri, arma upp arma niður o.s.fr. Gott hjá þeim, en ég er nú feginn að minn maður vill frekar hjóla Þegar kom að hóp dótturinnar var stoltið alveg að fara með mann! Krakkinn bara að standa sig svona flott. Já, hún er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt
Bloggar | Mánudagur, 12. mars 2007 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Laugardagur, 10. mars 2007 (breytt kl. 15:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gærkvöldi heyrði ég í litlu systur minni. Hún var að spá í að heimsækja pabba. Hún var bara ekki viss um það hvort hún treysti sér í heimsóknina.
Afhverju var hún ekki viss?
Ástæðan fyrir óvissu hennar eru aðstæðurnar sem pabbi þarf að búa við á öldrunardeildinni sem hann er á.
Skoðum aðeins málið.
Pabbi sem er 74 ára hefur síðan í október 2003 þurft að vera á hjúkrunar- og ummönnunarstofnunum. Hann getur hreyft augun og andað.
Í dag er staðan sú að hann þarf að deila herbergi með bláókunnugum manni. Mamma sem býr í eigin íbúð rétt við umönnunarstofnunina sem pabbi er á, fer til hans tvisvar á dag. Áður var pabbi á einbýli og þá var gott að geta komið og verið hjá honum í ró og næði. Sorgin sem fylgir svona veikindum er mikil og því gott fyrir fjölskylduna að hafa persónulegt afdrep. Þetta næði eða form fyrir "einkalíf" á stofnuninni er ekki lengur til staðar.
Nú er það ekki svo að við höfum neitt persónulega á móti þeim manni sem þarf að deila herbergi með pabba, hans staða er jafn slæm.
Í gær háttaði svo til að herbergisfélaginn var veikur, lá í rúminu og hóstaði út í eitt á milli þess sem hann kallar á dóttur sína. Það gerir hann á hverju kvöldi þegar búið er að setja hann upp í rúm. Það er sorglegt að þurfa að hlusta á þetta og enn erfiðara er það þegar maður situr hjá pabba og langar að eiga góða stund hjá honum. Sú stund er trufluð af svona ytri aðstæðum sem ekki eru boðlegar neinum. Þegar við bætist að blessað starfsfólkið á deildinni er meira en minna af erlendum uppruna og íslensku kunnátta þess misgóð, þá finnst mér stundum eins og ég sé komin í algerann bullheim þegar ég kem þarna.
Dæmi: herbergisfélaginn liggur í rúminu sínu og kallar á dóttur sína: STÍNA, þá kemur indæla útlenska konan og klappar honum á vangann og segir: nei nei Jón minn, þú getur ekki fengið síma.
Eða gamli maðurinn sem gekk að einni starfskonunni og spurði: Skilur þú mig? Já, sagði konan sem var eini íslendingurinn á vaktinni. Getur þú tekið mig með til Íslands, spurði gamli maðurinn. Er von að hann spyrji?
Eru þetta ásættanlegar aðstæður fyrir fólkið okkar?
Getur þú hugsað þér að lenda í svona aðstæðum?
Hvað er til ráða?
Bloggar | Fimmtudagur, 8. mars 2007 (breytt 10.3.2007 kl. 18:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Mánudagur, 5. mars 2007 (breytt kl. 15:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Laugardagur, 3. mars 2007 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson