Vortónleikar

 

Notur

 

Við fjölskyldan skelltum okkur á vortónleika í gærkvöldi. Eldri dóttirinn átti að koma þar fram. Til að fá þetta allt til að ganga upp með öðrum skyldum og áhugamálum tókst að mæta á tónleikana hálftíma of seint Blush En betra er seint en ekki, það sannaðist í gærkvöldi. ( var að búa til þennan málshátt Grin )

Við komum þegar dóttlan var nýbúin að syngja með sínum hóp Gasp  Svona getur það farið.

En heimurinn er stærri og þarna voru fleirri krakkar með hæfileika Smile Þetta var þvílík upplifun sem þarna átti sér stað. 

Þegar við komum voru 10 stelpur að syngja og þær voru alveg frábærar Smile 

Sungu 2 dönsk lög. Þjóðlegt.

 

kontrabassi 

Næst á eftir þeim var dúet fyrir kontrabassa. Þetta var alveg fræbært atriði. Þau spiluðu tvö lög af mikilli færni. Bæði spila þau í Strengjasveit hér í bæ og heyrði ég þau fyrst spila í vor er við fórum á 750 mínútu langa jazztónleika hér í bæ. Efnilegir krakkkar.

 

Svo kom röðin að tveimur stelpum og tveimur strákum, þau sungu 2 dönsk þjóðlög og og voru líka alveg frábær að hlusta á.  

 

Brahms

 

 

Næst á dagskrá var E mol sonata Brahms fyrir

 

  

 
klaver Píanó og Selló 
 
Þarna voru á ferðinni 2  stelpur sem ekki réðust á garðinn þar sem hann var lægstur og skiluðu sínu verki með sóma !
 
Píanóleikarinn hélt svo áfram og spilaði undir hjá einsöngvara sem á skilaði skemmtilega lögunum: Easy Monny og Wishing you wher somehow here again.
Flott atriði og gaman að því
 
Nú var farið að styttast í hlé tvö atriði eftir samkvæmt dagskrá og komið að forvitnilegu atriði.
 

metallica
 
fyrir 3   celloHér voru á ferðinni 3 hressar stelpur sem sýndu og sönnuðu að Selló getur verið skemmtilegt hljóðfæri!
 
 
Bach

En áður en kom að síðasta lagi fyrir hlé kom fram ungur og hress piltur sem viðurkenndi að hafa of seint skilað inn miðanum um að hann ætlaði að spila þarna í kvöld Shocking
Hann hafði samt fengið leyfi til að vera með og það var bara frábært! Drengurinn settist þarna við flygilinn og frá honum streymdu þvílikir Bachtónar, slegnir af færni sem tæplega tvítugur drengur má vera stoltur af!!! Snilli Smile


Síðast á dagskrá fyrir hlé var svo:
 
ompa+

 Ompa til du dør

Þetta var alveg þrælskemmtilegt atriði! Gasgríman á hljómborðsleikaranum var á sínum stað og kraftur í tónlistinni sem ekki minnkaði þegar á sviðið kom annar gasgrímuleikari til að halda tunnunni á meðan hinn gasarinn sló taktinn með kúbeini. Bara gaman að þessu!

 

tromma

Eftir hlé kom á sviðið piltur sem sagðist hafa ákveðið að æra salinn með trommuslætti í 3 mínútur og 41 sekúndu. Hann rölti þarna inn með björflösku í hendi og bindi um hálsinn. Létt kærulaus og á sínum hraði settist hann við trommusettið, lagði frá sér bjórinn, tók af sér bindið, setti i-pod heyrnartæki í eyrunn og appelsínugular heyrnarhlífar yfir. Svo hófst trommuslátturinn. Hann stóð við sitt drengurinn. Hann var alveg magnaður. Þvílík færni og kraftur sem þarna var í gangi!!!

Nú var röðin komin að

mozart

ungri stúlku sem söng Cavatina eftir Mozart. Gott hjá henni.

Eftir það atriði kom fram fjórar stelpur sem sungu lagið Girls, girls, girls í danskri þýðingu. Mér fannst frekar fyndið að heyra þetta á dönsku en stúlkurnar sungu af miklu öryggi og skiluðu sínu vel Smile

 Nú var röðin komin að því sem við komum til að heyra og sjá: dóttlunni og hennar hóp.

Þau týndust þarna fram á sviðið 2 bassar, 1 trommari 2 hljómborðsleikarar þar af önnur þeirra handleggsbrotin á hægri hönd, 1 gítarleikari og svo dótla sem setti sig við píanóið!

Þessi krakki! Ég vissi ekki að hún spilaði svona á píanó!

En þarna sat hún sjálfsöryggið uppmálað og spilaði af öryggi undir í laginu: Sådan en som os.

Hún var eins og vanur píanóleikari þegar hún veifaði salnum brosandi með sér til að klappa undir og um salin sveifluðust logandi ljós á kveikjurum. Hún hafði beðið 3 vinkonur um að kveikja á kveikjurum og sveifla í takt við lagið. Þetta smitaði salinn og stemminginn var alveg í botni LoL 

Þetta kom okkur skemmtilega á óvart. Samt hefði þetta ekki endilega þurft að gera það. Þegar hún var á fyrsta ári tók bekkurinn þátt í músikkeppni og þegar var raðað niður í hvað hver og einn átti að gera var hún fjarri góðu gamni og bekkjarfélagar hennar settu hana á trommurnar. Hún var ekki hress með það, hafði aldrei á trommukjuðum snert! En þegar kom að sjálfri keppninni sat hún keik við trommurnar, taldi taktinn og sló taktinn af þvílíku öryggi allt lagið í gegn!

Bekkurinn vann Grin

Krakki, krakki!

En allt í allt voru þessir vortónleikar hin besta upplifun og frábært að upplifa hvað unga fólkið sem erfa mun þennan heim býr yfir miklum hæfileikum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Nei, en eftir kvöldið í gær veit ég að hún getur nánast spilað á hvaða hljóðfæri sem sett er fyrir hana. Hún sat hér við hljómborðið með headsett á hausnum í nikkra daga. Ekki hvarflaði að mér að hún væri að æfa þetta Hélt bara að hún væri að gutla. Reyndar samdi hún lag og texta við það sem hópurinn flutti á hausttónleikunum. Humm... Hvað á að gera við svona krakka?

Guðrún Þorleifs, 30.3.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband