Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Gullbrúðkaup

Í dag eru liðin fimmtíu ár síðan pabbi og mamma gáfu hvort öðru heit um ævilanga tryggð við hvort annað í blíðu og stríðu. Þá voru þau ungt fólk með lífið framundan. Óbilandi ást þeirra og kærleikur í garð hvors annars hefur verið góður förunautur þeirra í gegnum lífið.
Það var gott að alast upp í því öryggi sem fylgdi kærleika þeirra, til hvors annars, til okkar barnanna, til foreldra þeirra, systkyna og þeirra fjölskyldna, ættingja og vina. Á heimili þeirra var jafnvægi og öryggi að finna. Við systkynin erum 4 og það er okkar mikla gæfa að hafa átt svo yndislega foreldra. Foreldra sem elskuðu okkur takmarkalaust, trúðu á okkur og hvöttu í hvívettna. Fyrir það vil ég þakka.
Hjónaband foreldra minna hefur verið farsæld stráð. Þar hafa þau sáð vel, hlúð að og uppskorið ríkulega.
Nú hin síðustu ár hefur illvígur sjúkdómur rænt föður minn því atgerfi sem hann bjó yfir. Rænt hann hreyfingu og tjáningu. Það er erfitt lífshlutverk að lenda í slíkri aðstöðu. En gæfa pabba var og er hún mamma. Af einstakri natni og ást annast hún hann alla daga. Skynjar allar hans þarfir betur en nokkur annar. Þar kemur ævilöng samtaka lífsganga að gagni.
Elsku mamma og pabbi hjartanlega til hamingju með þennan dag og til hamingju með að leiðir ykkar lágu saman á sínum tíma. Það var okkar gæfa hve vel ykkur tókst til.

Kerfisklúður

Mér hefur fundist danska kerfið frekar stolt af því hvernig þeir hafa tekið á Tøndermálinu. Það sýndi sig í dag að þeir hafa ástæðu til þess eða hitt þá heldur. Vegna þagnarskyldu kerfisins tókst að hýsa móður stúlknanna í íbúð örfáa km frá þeim stað sem þær eru og hafa verið á síðasta eina og hálfa árið. Geðslegur árangur það. Annar ofurárangur í þessu máli er sá stutti tími sem móðirin virðist þurfa til að jafna sig andlega. Hún stökk í burtu frá heimili og börnum ófær um að bjarga nokkru, hvorki sér né börnum sínum.  Greinilega verið einhver óþekkt töframeðferð í gangi þar eða hvað????

Þá segja fjölmiðlar hér að faðirinn verði laus úr fangelsi eftir ca. 5 ár. Verði snöggur að afplána þessi 10 ár því það er svo margt tekið inn í dæmið.

Skrítið þetta líf. 


Veðurfar í DK

Ég fékk senda fréttaumfjöllun úr mbl.is áðan með fyrirspurn um hvort veður færi ekki batnandi næstu da1snega hér í DK. Ég kannaðist ekkert við þetta veður sem var þarna í fréttinni og fór því inn á veðursíður hér í DK til að kanna málið. Viti menn, það reyndist rétt hjá mbl.is það er snjókoma sumstaðar í DK

Svo skrítið sem það nú kann að vera þá er DK minna land en Ísland. Þó hér búi ögn fleirri Tounge

Það er skrítin staðreynd að jafnvel í litlu fjalllausu landi eins og DK getur gætt mismunandi veðurs.

Hér fyrir austan mig og vestan geysa oft mikil rok, fyrir norðan mig er oft mjög kalt og snjóasamara en hér hjá mér og mínum. Ástæðan er frábær staðsettning borgarinnar minnar og án efa eyðileggur nafn borgarinnar ekki fyrir.

Nú er það þannig með mig að ef ég ætti að velja vetrarveður þá veldi ég frekar snjó en rigningu. Það gefur því augaleið að ég er ekki heilluð af því vetrarveðri sem ég bý við. Greinilega ekki á allt kosið. En fátt er svo með öllu illt. Náttúran hér fær sína vökvun og það má teljast gott. Eða er það ekki? Ég held það allavega. Ég bý í rólegheita hverfi þar sem stór uppistaða íbúanna er eldri borgarar, nefnist slíkt hverfi gullbrúðkaupshverfi HeartFerlega krúttarlegt og kanski eitthvað sem er að hverfa?  Humm...  svona miðaða við skilnaðartíðni  Errm
118-1805_IMG

En, aftur að rigningunni sem ég held að sé svo góð. Ég held að rigningin mín sé alveg svakalega góð fyrir suma nágranna mína, sem byrjuðu á nýársdag að slá garðana sína. Hlýtur að vera gott að grasflatirnar skrælni ekki eða hverfi í snjó. Hvernig á þá að slá? Er nefnilega að velta því fyrir mér af hverju sumir byrja að slá svona snemma og er helst á því að það sé byrjun á ellihrörnun frekar en skynsemi. Þá ályktun dreg ég af því að nágrannar mínir, Hans og Gréta eru ekki farin að slá garðinn sinn og Hans þó alger garðálfur!

Já, þetta var fræðilegur pistill um veðrirð og fl. í Dk

Myndirnar með "greininni" eru teknar á tveimur stöðum á Jótlandi í dag Grin

Já, þetta var DK í dag. Sideways


Tøndersagen

Nú er kominn dómur yfir manninum: 10 ár! Í allt er búið að dæmi í um 35 ára fangelsi þá menn sem að þessu máli hafa komið. Þetta mál er allt hið skelfilegasta. Talað eru um peningabætur að upphæð 250 þúsund danskra króna. Hvernig er þetta hægt? Ekki mikils metið líf þar. Mín skoðun er að þessi maður svo og þeir er hlotið hafa dóm í þessu máli hafi sloppið of vel. Peningbæturnar eru engann veginn fullnægjandi. Það þarf að byggja upp nýtt líf fyrir fórnarlambið. Hvað verður hana og systur hennar seinna meir? Þeirra dómur er þungur.

Hér er umfjöllun Jyllandsspóstsins um dóminn:  http://www.jp.dk/indland/artikel:aid=4254834/ 


mbl.is Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að þessu

Í kvöld braut ég blað í búsetu minni hér. Jamm...  ekki seinna vænna eftir tæp átta ár ( úff.. vááá... )

Ég bauð til mín útvöldum fyrrum vinnufélögum, elitunni Smile Þetta var alveg rosalega skemmtilegt, maturinn héðan og frá Íslandi. Voða gaman að bjóða upp á íslenskt grænmeti og Nóa konfekt Grin og að sjálfsögðu danskar kjúklingabringur Wink Kaffi frá Kaffitár og mitt spesíala te sem ég fæ ekki hér nema fyrir tilviljun í Nettó Happy

Í fyrramálið fer ég svo og heimsæki litlu peyjana sem ég var að kenna. Það er að þeirra ósk, svo skrítið að þeir sakna mín Halo Frekar krúttaralegt að þessu litlu gaurar sem enginn vill vinna með nema ég og örfáir aðrir, geri þesar kröfur. Þetta verður æði. Litli vinur minn sem kom frá munaðarleysingjahæli í gömlu Júgóslavíu er forsprakkinn að þessu ásamt litla saklausa DAMP vini mínum sem kallar mig "GUD" Halo og Jane kallaði hann bara: "Hej du" Það var gaman að vera fæðingarorlofsafleysingakennari í þessum bekk Smile 

Við vorum þrjú fullorðin sem reyndum að stjórna þarna á haustdögum 6 ofvirkum drengjum. Þetta var verulega fjölþjóðlegur hópur, með dani í minnihluta fullorðinna Grin  1 Englendingur, 1 Dani og svo 1 Íslendingur og inn kom annað slagið 1 Armeni Happy Skemmtilegur kokteill.  Kanski Danmörk í dag og Ísland í framtíðinni? 

En ég braut blað í sögu minni hér í kvöld og spurningin er: hvað ég geri nú?

- Held ég áfram á þessari braut og hef meira samband við dani?

- Held ég áfram á þeirri braut sem ég hef verið á og hef bara samband við alla þessa Íslendinga hér í Sönderborg ?

- Blanda ég þessu saman?

- Eða flyt ég???

Úff, vildi að ég vissi svarið Sideways


Breytingar

Ég veit hvað ég hef, en ekki hvað ég fæ.

Getur verið að þessi staðreynd komi í veg fyrir að fólk geri breytingar í lífi sínu?

Getur verið að hræðslan við hið óþekkta, komi í veg fyrir að við gerum breytingar í lífi okkar.

Nú er ég ekki að tala um breytingar breytinganna vegna, heldur vegna þess að oft sitjum föst í fari sem við komum okkur ekki upp úr, þrátt fyir að maður gæti svo vel hugsað sér eitthvað annað. 

Þá er það spurningin, getum við nýtt okkur þessa "hræðslu" sem svo oft heldur aftur af okkur til að nálgast drauma okkar og langanir? 

 


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband