Gullbrúðkaup

Í dag eru liðin fimmtíu ár síðan pabbi og mamma gáfu hvort öðru heit um ævilanga tryggð við hvort annað í blíðu og stríðu. Þá voru þau ungt fólk með lífið framundan. Óbilandi ást þeirra og kærleikur í garð hvors annars hefur verið góður förunautur þeirra í gegnum lífið.
Það var gott að alast upp í því öryggi sem fylgdi kærleika þeirra, til hvors annars, til okkar barnanna, til foreldra þeirra, systkyna og þeirra fjölskyldna, ættingja og vina. Á heimili þeirra var jafnvægi og öryggi að finna. Við systkynin erum 4 og það er okkar mikla gæfa að hafa átt svo yndislega foreldra. Foreldra sem elskuðu okkur takmarkalaust, trúðu á okkur og hvöttu í hvívettna. Fyrir það vil ég þakka.
Hjónaband foreldra minna hefur verið farsæld stráð. Þar hafa þau sáð vel, hlúð að og uppskorið ríkulega.
Nú hin síðustu ár hefur illvígur sjúkdómur rænt föður minn því atgerfi sem hann bjó yfir. Rænt hann hreyfingu og tjáningu. Það er erfitt lífshlutverk að lenda í slíkri aðstöðu. En gæfa pabba var og er hún mamma. Af einstakri natni og ást annast hún hann alla daga. Skynjar allar hans þarfir betur en nokkur annar. Þar kemur ævilöng samtaka lífsganga að gagni.
Elsku mamma og pabbi hjartanlega til hamingju með þennan dag og til hamingju með að leiðir ykkar lágu saman á sínum tíma. Það var okkar gæfa hve vel ykkur tókst til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir fallega og einlæga færslu. Það er mikil gæfa að eiga góða foreldra og samstíga. Hversu miklu myndi það ekki breyta fyrir framtíðina?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband