Myndablogg


Smá fréttir í máli og myndum. Ég er enn horfin en kem smátt og smátt í ljós eða það vona ég. Búin að mæta x3 í ræktina og taka einn góðan göngutúr í skóginn. Ég þori ekki annað en að fara hægt af stað því ökklinn er viðkvæmur og ég dauðsmeyk um að ofgera mér aftur. Ekki get ég lifað á Voltarin því það drepur víst. Það var allavega sagt hér í fréttum um daginn og hlýtur því að vera rétt.  Ég á að vera að vinna að lokaverefninu en þjáist af einbeitingarskorti.Langar að setja hér inn nokkrar myndir sem ég hef tekið hér og þar í haust. Verð að viðurkenna að mér finnst verulega leiðinlegt að minnka myndir til að geta sett þær hér inn.  

img_1321.jpg

Þegar ég var á Íslandi í lok október fékk ég "alvöru" jólaveður og hef verið í jólastuði síðan.

 

img_1352.jpg

Eftir dvölina á Íslandi eyddi ég helgi í Köben og þar voru þessi blóm og glöddu mig og aðra. 

 img_1088_737329.jpg

Skrapp líka til Helsingborg og Helsingör

 

img_1383.jpg

Úr skóginum mínum

img_1385.jpg

Skógurinn er aldrei eins

 

img_1393_737334.jpg

Skógurinn liggur að sjónum

img_1395.jpg 

Það er bara fallegt

img_1390.jpg

Skógurinn er ævintýrastaður og ég elska að fara þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt myndablogg takk  vona að allt sé í góðum gír hjá þér og þínum. Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir það Ásdís mín, kíktu bara á hitt bloggið þá sérðu gleði dagsins

Gul er komin til mín og verður eh. múttan er ansi veik.

Kær kveðja til ykkar Bjarna

Guðrún Þorleifs, 25.11.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Velkomin í hópinn minn nafnlausa persóna. Alltaf kann ég betur við að vita hver er hvað, eða hið minnsta hvort kynið minn blogg vinur er. Skemmtilegar myndir frá norðurlöndunum. Trúlega býrð þú þar.

Hlý kveðja

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sæl Sigríður og takk fyrir að samþykkja bloggvináttu hjá mér. Annars er ég bara tímabundið smá horfin, því ég hafði þörf fyrir að prófa það. Ég ekkert leyndarmál heiti Guðrún Þorleifs og er búin að vera búsett í DK í tæp 10 ár. Kem fram þegar markmiðið mitt er komið af stað bara díll við sjálfa mig

Guðrún Þorleifs, 25.11.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kæra vinkona, hef ekki haft tíma til að fara í skógarferð síðan ég kom frá kalda landinu.  Flottar myndir.  Um helgina verður bætt úr því vonandi.

Gangi þér vel með lokaverkefnið og elsku ekki ofgera þér veit alveg hvað það þýðir, nokkrir mánuðir í viðbót í andsk. basli.  Sem sagt tala af eigin reynslu.

Knús til þín.  Ferð´u ekki að endurheimta karlangann fljótlega hehehhe..... 

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sæl Ía mín, ég vona að þú komist í skóginn, það er svo gott.
Ég reyni af mætti að gera tvennt, fara rólega af stað og að koma mér í gang aftur. Finnst ég svo horfinn sjálfri mér þegar ég er ekki að hreyfa mig. Lokaverkefnið mjakast fínt enn ég er eh tímavilt. En það reddast allt á ekki von á öðru.

BT er væntanlegur viku af des svo hér er enginn itl að elda ofan í mig.

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 25.11.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Aprílrós

Flottar myndir . Mér finst fallegustu myndirnar af náttúrunni, tek samt alltof litið af þeim, og er skíringin sú að ég á ekki almennilega myndavél til þess.

Aprílrós, 25.11.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ók Guðrún mín.  Ég hef nefnilega lent í því að fá hvorukyns heiti sem vildi verða bloggvinur minn, ég samþykkti það, en lenti svo í að halda persónuna á bak við heitið konu... sem reyndist svo vera karl. Það fannst mér vera leiðinlegt. Bara velkomin í minn hóp. Gaman að eiga bloggvini víðar en á Íslandi. Þú ert númer 3 frá Danaveldi.. Ljós inn í daginn þinn.

Sigríður B Svavarsdóttir, 26.11.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Skil þig mæta vel.

Guðrún Þorleifs, 26.11.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband