Mikið svakalega hefur veðrið mikil áhrif á mig! Ég skil alveg fólk sem talar um veðrið. Veðrið hefur áhrif á svo margt í lifi manns, þar af leiðandi er veðurtal mikilvægt tal í mínum huga núna. Allavega þegar rignir og líka þegar sólin skín. bara skemmtilegra tal þegar sólin skín. . Alveg búin að átta mig á því eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í vetur. Þegar ég var útivinnandi, þá hafði veðrið ekki eins mikil áhrif á mig, því það var svo miklu meira af utanaðkomandi þáttum sem höfðu áhrif. Nú lifi ég rólegu lífi í fyrsta skipti. En það var nú ekki rólega lífið mitt sem ég ætlaði að skrifa um, heldur viðhorf mitt til rigningar.
Mér finnst ég alveg vera á kafi í rigningu og bara þoli hana ekki þessa dagana. Þess vegna finnst mér full ástæða til að taka á þessu. Reyna að sjá eitthvað gott við rigninguna.
Það er engin vafi að náttúran þarf á rigningunni að halda, en í vissu magni þó.
Ilmurinn í skóginum þegar nýbúið er að rigna er frábær.
Fallega eplatréð mitt nýtur þess líka að það fær nægt vatn og mun skila mér fögrum eplum þegar líður á sumarið.
Að baða sig í rigningu er líka frábært, engin spurning.
Gott að eiga svona horn í garðinum sínum á þessum rigningartímum.
En þrátt fyrir að rigningin eigi sínar fögru og lífsnauðsynlegu hliðar, þá finnst mér best ef hún væri bara á næturnar.
Eitt er þó gott við rigningu og það er að maður sér betur kóngulóavefina þegar regndroparnir sitja á fínofnum vefnum.
Það verður til þess að maður gengur síður á þá.
Mig langar út að hjóla en að það sé til í dæminu að ég láti það eftir mér þegar rignir. Nei!
Allt í lagi að vera úti að hjóla þegar fer að rigna. Þá er mér alveg sama.
En af því ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari, þá bíð ég bara mínum elskulegasta í hjólatúr út í skóg.
...og ef það gerir hellidembu þá höfum við regnhlífina með og stöndum í skjóli sem einn maður.
Síðan þegar styttir upp göngum við saman út í fagra og hreina veröldina.
Þá get ég skellt mér í hjólatúra í "de flade bakker" .
Siglt og synt í sjónum.
Niðurstaða:
Hvað sem öllu líður, þá er ég og verð sólskinsbarn og þrífst best þannig.
Sólin er ljósið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Miðvikudagur, 16. maí 2007 (breytt kl. 09:10) | Facebook
Nýjustu færslur
- 13.12.2009 Spurt er:
- 14.8.2009 Gengið á rétt margra.
- 9.7.2009 Vorganga
- 30.6.2009 The driver ;)
- 28.6.2009 Á ferðinni :)
- 22.6.2009 Smá myndasyrpa
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Bryndís Björk Brynjólfsdóttir
- Hulla Dan
- Ía Jóhannsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Maddý
- Vilma Kristín
- Anna Guðný
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Heiða Þórðar
- Helga Magnúsdóttir
- Aprílrós
- Birna Guðmundsdóttir
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Jóna Á. Gísladóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Sigga Hjólína
- Kristín Einarsdóttir
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Hrannar Baldursson
- Sólskinsdrengurinn
- Dana María Ólafsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
Athugasemdir
Þessi lestur gerði mig bara ástfangna af regninu...en ég er samt alger sólarkona og þrífst langbest í sumarblíðunni og birtunni. Ég veit á morgnana þegar ég vakna hvort það er rigning úti án þess að kíkja út því þá er mér lífsins ómögulegt að vakna og er hálfsofandi allan daginn. Bara vakna ekki almennilega. Geisp!!! Það er einmitt svoleiðis veður hjá mér í dag....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 16:29
Þrumur , eldingar og úrhelli= kveikja upp í brenniofninum, góð bók, upp í sófa með teppi og bara slökun. Farin þangað aftur, það er kalt við tölvuna, of nálægt glugganum
Guðrún Þorleifs, 16.5.2007 kl. 16:43
Frábær færsla. Ég er ein af þeim sem elska allar árstíðir. Finnst alltaf rosalega gaman að labba úti í sumarregni og drekka appelsín úr glerflösku með lakkrísröri. Snjókoma þegar ekki sést á milli húsa er líka sterk inni í minningunni. Sólskinskveðjur til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 01:16
elska rigningu, og augnablikið rétt á eftir að það styttir upp.
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.