Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Drap næstum manninn minn . . .

Eins og ég kom inn á síðasta bloggi, þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja ykkur frá því þegar maður búsettur á Hvolsvelli var næstum búin að drepa manninn minn án þess að vera til staðar á gjörgæsludeildinni sem minn eini sanni lá á.

Eftir að hafa haft hér góða bloggvinkonu í kvöldmat (át hana ekki) þá sé ég þið eruð fullar áhuga, enda "hryllingssögur" oft meira krassandi en kirkjuferðir.

Þannig var að í mars 2004 lenti hann Billi minn í svona líka ægilegu slysi. Ætla ekki að hrella ykkur á smáatriðum um það en get sagt ykkur að hann var mölbrotinn eins og síbrotamaður eða óbrjótanlegt glas.
Af þessum sökum var honum skutlað á gjörgæsluna hér í SDB. Þar lá hann í herbergi við vaktina hjá hjúkkunum. Eftir á að hyggja þá held ég að það hafi kannski átt sínar ástæður. Ég er samt stundum sein að fatta og er bara nýbúin að átta mig á alvarleika staðsetningarinnar. Tók samt styttri tíma en annað sem ég gæti sagt ykkur frá, en það verður þá seinna. 

Nú þegar minn lenti í þessu hroðalega slysi á föstudegi rétt fyrir morgunnkaffi, kom baklandið frá Íslandi á svæðið strax næsta dag. Ekki hægt að hafa mig og stelpurnar einar í þessum hörmungum. Baklandið var sonur okkar og múttan mín. 

Við heimsóttum hann á laugardeginum, ég og einkasonurinn. Maðurinn var þá þokkalega málhress enda gúffað í hann morfíni og álíka sulli. Þessi elska hefur alltaf haft létta lund og sennilega hefur honum fundist við mæðginin eitthvað niðurdreginn, því hann fór að segja okkur sögur af hinu og þessu sem var frekar spaugilegt og magnaðist brandara straumurinn eftir því sem við mæðginin hlógum meira. Já, það var bara alveg ferlega skemmtilegt að heimsækja þessa elsku á gjörgæsluna. Hjúkkurnar ráku inn nefið nokkrum sinnum og tékkuðu á ýmsum rörum sem úr honum stóðu inn og út , litu undarlega á okkur en sögðu ekkert.

Þegar ég kom heim úr þessari heimsókn var ég svo glöð og full af þakklæti. Maðurinn minn lifandi og húmorinn á sínum stað. Þetta mundum við komast í gegnum, engin spurning. Svo fór ég á netið. Þið vitið að lesa fréttir og þess háttar. Hvað sem á bjátar má maður ekki missa af því sem er að gerast í kringum mann. Í þessari frétta- og "að fylgjast með" gjörð minni rakst ég á pistil. Ég las pistilinn frá upphafi til enda, algerlega heilluð. Þarna sagði frá manni sem giftur er frábærri frænku minni og hetjulegri dáð hans við að bjarga ketti, sem lenti í klandri í þvottahúsinu hans, þegar hann var "einn" heima í húsinu þeirra á Hvolsvelli.(okkar gamla heimabæ) 

Hér getið þið lesið um hetjudáðina, áður en þið lesið lengra.


Ég verð að segja eins og var að mér fannst pistillinn alveg frábær, sá þetta ljóslifandi fyrir mér. (Enda ímyndunaraflið alveg í lagi) Þetta var líka svo hrikalega fyndið! Eftir smá stund rann svo upp fyrir mér ljós!!! Þennan pistil skyldi prenta út!
Næsta dag drifum við mæðginin okkur upp á gjörgæslu og enn var minn á gjörgæslustofu næst hjúkkunum. Pistillinn góði lá í vasa mínum. Ó, já nú ætlaði ég að þakka fyrir mig og soninn frá því daginn áður.
Minn elskulegi var brosmildur að vanda og lét vel af sér. Sárt og erfitt að hósta, því rifbeinin voru brotin á 8 stöðum og annað lungað samfallið. Annars góður þrátt fyrir sár eymsli í þumalfingri. Hjúkkurnar höfðu útskýrt fyrir honum að sum rifbeinin væru margbrotin og  tætt og því oddhvöss. Þegar þau hreyfðust til, þá ylli það honum sársauka og brotin slípuðust til við núninginn sem hósti og aðrar slíkar hreyfingar yllu. Æ, já, ægilega sárt!
Váááá...  hvað ég fann til með honum, en það var lítið sem ég gat gert, nema þá helst að gleðja hann, létta lund hans (sem var þokkalega létt) því dró ég upp úr veski mínu (eða vasa) pistilinn góða um köttinn og Jens og hóf lestur.
Það er skemmst frá því að segja að þetta virkaði eins og ég ætlaði. Elsku manninum mínum fannst þetta líka alveg hrikalega fyndið!
Ég hafði bara ekki gert ráð fyrir einu í þessu gleðiplani mínu. Maðurinn minn hló og hló en emjaði um leið af sársauka!!!

Dem... ég hafði ekkert pælt í að hann var margbrotinn maður. Ég bauðst strax til að hætta lestrinum þegar ég áttaði mig á alvarleikanum, en nei! Hann vildi söguna alla og það endaði með því að hann fékk allan pistilinn, allan hláturinn, allan sársaukann og undarlegt augnaráð frá vakthafandi hjúkku sem rauk inn í einni hláturs- sársaukadívunni og bætti á hann morfíni svo hann kæmist i gegnum þessa heimsókn.

OMG

Hvernig datt mér í hug að taka þennan pistil með?

Ef hann hefði nú dáið úr sársauka þarna, hefði það verið mér að kenna eða Jens?

100-0038_img.jpg

 


Gleðilegt nýtt ár til ykkar ágætu bloggvinir.

Blogg nennan er ekki mikil þessa dagana og því skelli ég hér kveðju á ykkur í einni hendingu.

Ég átti ekki til orð yfir öllum fínu kveðjunum ykkar hér í innra kommentakerfinu. Takk fyrir þær!

Ég er svona týpa sem sendi seint og fá jólakort. Sama virðist einnig eiga við um mig í bloggheimagjörðum.
Ætli það sé ekki merki um að ég sé heilsteypt og/eða samkvæm sjálfri mér? Eða kannski bara letiblóð? Blush

Í rauninni hef ég ekkert að segja, en af því ég er nú farin að blogga undir löglegu Hagstofuskráðu nafni finnst mér ekki úr vegi að minna á bloggtilvist mína.
Ætla nú samt ekki að linka bloggið við frétt. Gerið það afar sjaldan. Á samt moggablogglegan rétt á því núna. Halo

Ég er smá að spá i hvort ég ætti að segja ykkur frá því þegar maður staddur á Hvolsvelli var næstum búin að drepa manninn minn sem lá á gjörgæslu hér í SDB.
Veit ekki hvort það gæti verið áhugavert, því ég lenti ekki í fangelsi og minn lifði gjörninginn af.

Flókið?
Nei, alls ekki Sideways

 

 


Vetrarsól

Yndisleg vetrarsólin, svo lágt á lofti, skín hér inn um gluggana mína.

Ótrúlega falleg.

Laðar fram löngun í forhertu letiblóði.

Löngun til að trítla út í frostið.

Löngun til að fara út fyrir dyrnar og draga andann djúpt að sér.

En...

svo varð mér litið á stofuna mína.

Stofuna, baðaða í geislum vetrarsólar.

Dem...

allt í ryki!

Það laðar fram löngun í letiblóði.

Löngun til að trítla inn í rúm.

Löngun til að trítla inn í rúm og loka augunum og opna þau þegar einhver er búin að þurrka af.

 

Hvar ertu einhver???

Ekki ég, gerði þetta ekki. 


Takk . . .

Takk kæru bloggvinir fyrir góðar jólakveðjur og hamingjuóskir.

 

Ég hef lítið verið í bloggheimum undanfarið. Ég er búin með námið mitt og nú tekur við tími sem er óskrifaður eins og morgunndagurinn. Engin drög að handriti komin. Eitt er þó víst, í þessu óskrifaða handriti mínu verður gleði og ró.

Við höfum í fyrsta skipti haldið jól án þess að hafa öll börnin okkar hjá okkur. Skrítið, en ekki slæmt. Skrítið því það er yngsta barnið sem varð fyrst til að halda jól án okkar. Það gaf okkur góða tilfinningu að vita að hún er hjá fólki sem er svo gott við hana og henni líður vel hjá. Gott því hún fékk tækifæri á að heimsækja danska vinkonu sína sem líka er skiptinemi í USA milli jóla og nýárs. Ótrúlega skrítið allt samt, þó þetta sé gott. Barnið okkar 17 ára ferðast ein með flugi milli fylkja í USA og klárar sig flott í gegnum svona ferðalag.

Miðju barnið okkar er aftur að fara til Suður-Ameríku. Hún fer af stað í byrjun janúar og ætlar að vera rúma 3 mánuði í ferðinni. Síðast var hún "bara" 6 vikur og var strax ákveðin í að fara aftur. Nú er að koma að því. Hún ætlar að ferðast um mið- og norður hluta Suður-Ameríku. 

Einkasonurinn heldur sig trúfastlega í Köben síðan hann kom úr sinni Asíu ferð í lok júlí. Frábært að hafa hann svona nálægt sér. Ferðirnar á milli SDB og Köben eru nú fleiri en áður og er það ánægjulegt svo ekki sé meira sagt.

Við hjónagrjónin erum ekki með nein skipulögð plön en hefði ég fundið hoppferð milli jóla og nýárs í sólina í suðri værum við þar núna. En við búum við það frelsi að hafa stutt til allra átta og góðan bíl sem ber okkur öruggt um hraðbrautir og sveitaslóða. Það er bara spurning um að fá góða pössun fyrir hana Laugu okkar. Hefur aldrei reynst vandamál því við þekkjum svo mikið af góðu fólk.

Já, nú er bara að sjá til hvað mér dettur í hug og hvað ég framkvæmi. 

Ætla samt pottþétt að mála einn engill.

Ekki spyrja afhverju. Það er bara eitthvað sem mig langar að gera og ekki láta ykkur detta í hug að hér sé upprenndi pensilsnillingur á ferð því þannig er það ekki.

GN

 


Gleðilega jólahátíð

Gleðilega jólahátíð!
 
 
 
 
 
Kær kveðja,
 
Guðrún Þorleifs


. ----

 

 

 

Rasistanetið mitt er ekki enn farið að virka. 

 

 

Búin með skólann.

 

 

 

 

 

 

Já, gekk vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað nú?

 

 

 

 

 

 

 

Fá rasistanetið til að virka.

 

 

Já, ég kann illa við rasisma, svona ef þið hafið ekki áttað ykkur á því.

 

 

 

Í gærkvöldi fór rafmagnið af hér í hverfinu mínu og kannski víðar. 

Fyrsta sem mér datt í hug?

Dem... hvurn and.... eru musl.... að gera núna??????????

 

Ástæða?

 

T.d. sú að allan desember hafa "þeir" verið að sprengja ólöglega flugelda.

Það eru ekki flugeldar með ljósasýningu. Nei, þetta eru sprengjur og það er þvílík hljóðhögg með þessu.

 

Þess vegna.

 

m.a.


Hafnað um viðskipti sem íslenskum ríkisborgara búsettum í Danmörku!

Á þessu átti ég ekki von og hef stundum efast um fréttir þessa efnis. En nú er ég reynslunni ríkari. Síður en svo skemmtileg reynsla en ég ætla samt að deila henni með ykkur því mér finnst eins og þetta geti ekki staðist lög um viðskiptahætti.

 

Þannig er að ég hef um nokkurt skeið verið með símaáskrift hjá símafélaginu 3

Mér hefur líkað það vel. Í síðustu viku fékk ég sent frá þeim áhugavert tilboð um nettengingu og ákvað að taka því tilboði. Ég fór í gær til að ganga frá því. ég var beðin um vegabréf eða ökuskírteini. Eins og áður sýndi ég ökuskírteini. Það gekk ekki, þar sem það var íslenskt. Var mér sagt að ég þyrfti að framvísa dönsku vegabréfi eða ökuskírteini, ella landvistarleyfi. Þar sem ég er norðurlandabúi þarf ég ekki landvistarleyfi, einnig gildir íslenska ökuskírteinið mitt hér, um ríkisborgararétt skipti ég ekki. Ekki gat ég fengið neina skriflega yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna þessarar höfnunar, en sagt að þeir vildu velja sína viðskiptavini sjálfir. 

Nú er það mín spurning til ykkar:

- Eru þetta lögmætir viðskiptahættir?

Ég velti því fyrir mér hvaða staða getur komið upp fyrir okkur sem búum erlendis, ef símafyrirtæki taka almennt upp þessa stefnu. Mér hrýs hugur við því og finnst þetta frekar líkjast "rasisma" en vali á viðskiptavinum. 

Hver er staða erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi, þegar kemur að því að kaupa símaáskrift og nettengingu?
Er spurt um íslenskt vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða landvistarleyfi?

 


Aðventukveðja . . .

AlbumImage

 Hafið það sem best.

Er lítið á ferðinni í "bloggheimum" núna.

Over and yfir í verkefnið.

 


Ég viðurkenni...

Ég viðurkenni hér með að ég hef í gær og í dag eytt miklum skóg í formi pappírs. Þykir það leitt (tímafrekt og leiðinlegt) og mun bæta þetta jarðrask með því að planta nýju tré á nýju ári ... ef ég man eftir því

 Er að prenta út lokaverkefnið og ég og prentskipanirnar erum ekki að vinna vel saman. Engin til að kenna á þennan fína nýja prentara.

RFM = reead the fok... manual Sick

Annars ótúrlega góð.

Fjárfesti kannski bara í jólaglögg ef ég kemst í búð fyrir lokun. Humm... eða er ég á móti því? Hvernig var þetta? æææææææææææææ

Over and  Halo LoL 


Gleðiríka aðventu

01 - 03  2008 095
 
Bláar aðventukveðjur á fyrsta sunnudegi í aðventu.
Þetta jólatré fann ég í Póllandi þegar ég var þar á ferð í lok janúar síðastliðin.

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband