Íslendingur

Þá er maður komin heim aftur og farin að keyra hið daglega líf, af lífi og sál Smile Já, ég er sátt við annríkið mitt hér, því ég er að gera nákvæmlega það sem mig langar.

Það er alltaf gott að kom heim til Íslands, faðma fólkið sitt og anda að sér íslensku lofti, svo eitthvað sé nefnt.

Það er margt gott á og við Ísland. Eitt af því er ýmis matur og nammi sem er bara til á Íslandi. Það er alltaf vinsælt ef ég tek með smá góðgæti á þessum ferðum mínum. Með það í hug að gleðja dætur mínar, gekk ég inn í Nettó í Mjódd síðast liðinn föstudag. Ég var ekki ein á ferð þar. Systurdóttir mín 6 ára hélt þétt í hönd mína. Við byrjuðum á að fá okkur innkaupavagn og  svo var farið að kíkja í hillur, ýmislegt féll niður í körfuna. Eftir því sem lengra var haldið inn í búðina fór óróleiki í huga mínum að gera vart við sig. Ég er ekki vön að gera svona innkaup, en nú var ég bara nánast ekki með neinn farangur heim og jólin framundan. Ostar, harðfiskur, lifrapylsa og NAMMI. Eitthvað hafa innkaupin verið farin að undra frænkuna litlu því nú spurði hún: Guðrún frænka kaupir þú ekki hollan mat? Einmitt punkturinn, ég var mest að kaupa óhollustu og var ekki alveg að fíla tilfinninguna við það, en fannst samt mikilvægt að eiga smá nammi fyrir jólin, en ekki hvaða? Íslenskt nammi er best! Þegar þarna er komið í innkaupum mínum er ég farin að spá í hvort þessi innkaupakarfa sé dæmigerð fyrir íslending búsettan erlendis. Meðan ég bíð í röð við kassann sannfærist ég um að svo sé. sannfærist algerlega um það. Hef líka smá samvisku yfir þessari óhollustu sem liggur á bandinu, er orðið í mínum heimi þarna í röðinni, hrekk í kút þegar röðin er komin að mér að borga, því afgreiðslukonan segir við mig: FÆF ÞÁSDÚND AND NÆN HÚNDRED!!! VÁ, hvað mér brá, ég kipptist við og hrópaði: Ég er ÍSLENDINGUR!!!
Konan sem stóð fyrir aftan mig fór að hlægja og sagði: Svona er Ísland í dag og þá fattaði ég það! Afgreiðslukonan hafði ekki fattað að ég bjó í útlöndum, því síður hélt hún að ég væri svo tæp að ég kynni ekki íslensku lengur.
Málið var að  hún var ÚTLENDINGUR. . .

Ó já Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já Guðrún mín, svona er Ísland í dag en ertu flutt á skerið eða bara í heimsókn?

Huld S. Ringsted, 10.11.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Huld mín, ég bý enn í DK en er á alveg ótrúlegu flakki á milli landa Voða skemmtilegt. Er meira að segja að spá í að skreppa til Pólands á fimmtudaginn og koma heim á föstudaginn. Gott að geta hreyft sig svona

Guðrún Þorleifs, 12.11.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er aldeilis ferðalög á þér kona!

Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin heim Guðmundur. Þetta er náttúrulega alsherjar klikkun og ég úti að flauta gagnvart þessum staðreyndum
Vona að þú hafir það sem best.

 Kveðja héðan úr DK  

Guðrún Þorleifs, 18.11.2007 kl. 16:00

5 Smámynd: Linda litla

Já, það er alveg sama í hvaða landi við erum að versla. Manni finnst maður alltaf vera í útlöndum, sérstaklega hérna heima á Fróni.

Linda litla, 22.11.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband