Við áramót, tímamót, mánaðarmót, ættarmót, hestamót, skátamót, kökumót eða Landvegamót?

Hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna svo mikið er staldrað við og velt sér upp úr því við áramót, hvað hið nýja ár muni nú bera í skauti sér. Mér finnst það á skjön við það sem fleiri en ég erum að reyna, en það er að lifa í núinu og hafa ekki áhyggjur af því sem kannski verður ekki eða þannig0
Nú skal þetta ekki skilið þannig að ég lifi bara fyrir líðandi stund og láti allt verkast sem vill, alls ekki! Mér finnst gott að hafa stjórn á því sem gerist og að hafa plan. Afar mikilvægt að hafa plan, því ef ekki er hægt að fara eftir planinu þá er alltaf hægt að breyta því 0

Nú í byrjun þessa árs er fjölskyldan komin með nokkur plön og vinnur að plönum. Ég er að setja saman í huga mér hreyfiplan fyrir árið og veigra mér við að setja það á blað að svo stöddu því þá er það orðið "raunverulegt" plan og ég verð að fara að fylgja því. Nenni því bara ekki alveg og hef sem afsökun kvef sem ég hélt að ég væri að fá fyrir jól 0

Ef ég fer aðeins í gegnum plön fjölskyldunnar svona það sem komið er þá er lítur þetta svona út eftir aldursröð:

1. Billi búin að panta tíma í röntgen og viðtal hjá bæklunarlækni, finnst verkirnir orðið fj... sárir 0 að örðu leiti ætlar stráksi að standa sig.

2. Ég stefni á 1 spinningmaraþon í jan/ feb. 2 stórar hjólakeppnir í júní ( ætla að hafa Billa með í seinni keppninni) 1 afmæli í júlí ( slepp ekki við það ... dem... ) Svo ætla ég að klára námið um næstu jól og gera þúsund magaæfingar á viku 0

3. Baldvin Ósmann ætlar með Birnu sinni í þriggja mánaða ferð um Asíu í byrjun apríl, koma heim á klakann, pakka og flytja til Köben. ( hvað er að háskólanum hér? kommon 0 )

Hér er sonurinn frábæri!

 

4. Ingunn Fjóla ætlar að halda áfram að vinna á Ib Rene Cario fram eftir árinu en í lok apríl ætlar hún að taka sér frí og fara í 6 vikur til Suður Ammríku með henni Tinu sem hún fór með til Ameríku á sínum tíma. Flýgur til Argentínu og heim frá Brasilíu. Hvort hún fer í skóla í haust veltur á því hvort hún finnur eitthvað sem hana langar að læra... og á meðan getur hún bara verið heima hjá ma og pa, svo gaman þar 0

Hér er Ingunn Pinngunn að fara í áramótapartý í vinnunni sinni 0

 

5. Litla prinsessan og örverpið hún Bryndís Björk verður á sínum elskaða eftirskóla þar til honum líkur í lok júní. Þá kemur hún heim í hreiðrið og hvílir sig smá áður en hún breiðir út vængina og heldur til Ameríku á High school í eitt ár!!! Já, litla barnið bara tilbúið að fara svona lengi að heiman0 0

..og Bryndís Björk skellti sér líka á skauta í jólafríinu 0

 

 

Í lokin er svo mynd af okkur Billa frá gamlárskvöldi. Það var nú ekki auðvelt að ná af okkur mynd sem sýningarhæf gat talist á veraldarvefnum Heilsufar okkar var með þeim hætti að um hryllingsmyndir er frekar að ræða 0

BT var í smá stuði þegar ég setti upp Raisu húfuna mína og skellti því á sig hermannahúfunni. Annars var maður bara nettur á gamlárskvöld akandi um allan bæ með dæturnar í partý. Betra að hafa allt á hreinu og ekki minnkaði ábyrgðin við að hafa tvær vinkonur Bryndísar í gistingu á nýársnótt. Það gekk vel og vert að þakka hve maður er heppin með börnin sín.

Þetta voru svona mína pælingar við þessi Landvegamót, en víst er að ferðir okkar hjóna hingað og þangað í lofti, láði og legi verða nokkrar. En hvert og hvenær er óvíst....

Over and out...


Hið rólega líf. . .

Til að gera eitthvað af mér í þessum rólegheitum sem hér hafa ríkt undanfarið, ákvað ég að fara í að breyta síðunni. Ætlaði að nýta mér forritunarkunnáttu sem ég tel mig enn búa yfir til að eiga við liti í síðunni og sitthvað í þeim dúr. Það skemmtilega gerist að ekki vistast neinar breytingar og því fór ég að gera nýjan banner í tölvunni með bilaða grafíkkortinu, þar sem ég er með uppáhalds myndvinnsluforritið. Þetta gekk ansi vel miðað við að ég sá enga liti í réttum lit Whistling

Ætla rétt að vona að ég hafi meiri stjórn á því sem gerist hjá mér á þessu nýja ári Halo

Árið fer rólega af stað. Jólafrí til 7/1 en þá hefst skólinn aftur og nú er það "bara" skóli engin vinna líka, eða þannig. Miðað við þennan tíma sem ég mun nú hafa í að sinna skólanum ( Wink ) ætti námsárangurinn að vera í topp    ...eða það skildi maður ætla. Held ég finni mér eitthvað  til dundurs til að redda því, ekki gaman að vera nördin í bekknum  Devil

Annríkið í haust gerði það að verkum að öll líkamsrækt datt niður í 2 til 3 skipti kl 6.00 á morgnana og svo ef vel vildi 1 spinning tími í viku. Þetta kemur ekki vel út og því ætla ég að nýta þennan aukna frítíma í að undirbúa mig fyrir a.m.k. tvær stórar hjólakeppnir á komandi sumri. Sú fyrri er 31/5 og er 111 km hin er 28/6 og 187 km Síðan þarf að finna áframhaldandi markmið eftir það. Ekki dugar að detta í botninn á djúpulauginni á 2x25ára afmælinu í júlí Sideways
Eitt spinning maraþon er planað í lok janúar eða byrjun febrúar. Ég er sú eina sem vil 4 tíma maraþon, hin vilja 3 tíma svo ég bíst við að það verði niðurstaðan. Það er allt í lagi, ég ætla bara að æfa mig fyrir það Halo 

Jæja, þá er ég búin að vaða úr einu í annað fyrir þessa fáu sem enn nenna að koma hér inn Joyful
Held ég verði bara að finna mér nýja vini fyrst ég er svona léleg að viðhalda áhugaverðum samskiptum.

Hafið það gott og munið að njóta líðandi stundar.

Nú er nú Heart


Áramótasund í Sønderborg 2007

Í dag fór fram Áramótasundið hér í Sønderborg.  Þetta sund hefur verið þreytt hér í nokkur ár og er forsprakki þess sundgarpurinn og hjólakappinn Fylkir. Í fyrstu var hann einn um þetta sund en síðan hefur bættst við í hetjuhópinn. Misjafnt er milli ára hve margir taka þátt. Í ár leit út fyrir að einungis 2 ætluðu að sýna þá hetjudáð að synda í 6° köldum sjónum, þeir Kjartan og Leifur.

Áramótasund 2007 001

Á elleftu stundu snaraði Snorri sér úr kuldagallanum og kom þá í ljós að kappinn var klár í sjósundið. Þar með voru sjósundshetjurnar orðnar 3 sem örkuðu niður í sjávarmálið. Heyrðist þá á ströndinni að baki þeim að tekin var ákvörðun! Vinur vor Sveinn svipti sig klæðum, það var nú eða aldrei ! Maðurinn að flytja heim á vordögum. Á naríunum smellti hann sér í hóp hinna víkinganna.

Áramótasund 2007 002

Á haf út fóru þeir...

 

Áramótasund 2007 006

...og til baka komust þeir  LoL

 

Kæru bloggvinir,

ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar

gleði og farsældar á nýju ári.

 

Wizard Wizard Wizard


 

 

 


Hættuleg jólagjöf í handfarangri

Var að senda soninn af stað heim til Íslands. Hann tók innanlandsflugið héðan frá SDB. Hann var tekinn í öryggishliðinu hér. Með hættulega jólagjöf!!! Litla Rosendahl flösku! Honum var sagt að þetta morðvopn gæti hann ekki haft með í handfarangri, hann gæti slegið mann og annan með þessu. Ekki höfðum við áttað okkur á þessum möguleika en sjáum núna að loka verður öllum verslunum í fríhöfnum um allan heim. Það gengur ekki að hægt sé að kaupa morðvopn þar eftir að búið er að fara í gegnum stórkostlegt öryggiseftirlit við innritun. Sé alveg ljóslifandi fyrir mér nú hve hættuleg Stelton kaffikanna er svo eitthvað sé nefnt nú eða Bing og Gröndalh postulínið. OMG þetta gengur ekki! Er ekki best að setja alla í hand- og fótjárn við innritun og vera svo með færiband fyrir farþega líkt og töskur?

 

 

Kæra systir hvað varstu að pæla þegar þú keyptir gjöfina handa syni mínum???

 

Police Bandit Police

Whistling


Jólakveðja

 
Bestu óskir um
 
gleðileg jól!
 
 
 
Kær kveðja
 
 
 
 
eg1a
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband