Áfram halda vorverkin . . .

Tók daginn í gær snemma. Engin ástæða til að missa af góðum degi. Í morgunnsárið var hiti um 3° en þegar sólar fór að njóta komst hitinn í rúmar 12° sem er heitasti dagur það sem af er þessa árs hér hjá okkur. Ekki slæmt það. Við hjónakornin mætum á stað staðanna rétt yfir 10. Þarna var fullt af fólki í sömu erindagjörðum og við, taka daginn snemma og losa sig við rusl. Ægilega skemmtilegt dæmi. Við kvöddum þarna gömlu rafmagnssláttarvélina okkar sem liðsinnt hefur okkur síðan sumarið 1991. Nú er hún farin á vit nýrra ævintýra . . .  Endurvinnsluferlið verður sjálfsagt feikna spennandi, engin ástæða til að efast um annað. Lífið er svo skemmtilegt!
Eftir þennan gjörning var haldið heim. Vegna veðurs ákvað minn maður að skella sér í hjólatúr, þann fyrsta á þessu ári. Ég óskaði honum góðrar ferðar og hét út í garð, rakaði saman brotnum greinum og hreinsaði illgresi. Rosalega gott að stússa í slíku þegar mikið kvef angrar. Kosturinn er fólginn í því að utanhúss getur maður notað "hjólamannaaðferðina" við að snýta sér! Hún fer vel með fögur nef.
Vorblíðan sem geisar hér nú, mun ekki endast lengi en ástæðulaust er að njóta hennar ekki.
Undir helgi mun streyma hingað kalt þurrt loft og því kólna og frjósa um nætur. Það gleður mig verulega að eiga von á næturfrosti. Þannig er að ekki fyrir svo löngu síðan fór ég í búð. Var að skila hlut sem mér nýttist ekki. Til að nota nú inneignina áður en ég tíndi henni ákvað ég að versla bara fyrir  hana. Eitthvað mikilvægt og þarft fann ég þarna, en ekki dugði það upp í inneignina. Leit ég í kringum mig og rak augun í spreybrúsa á borðinu við hægri nasavænginn á mér. Hvað er þetta spurði ég fróðleiksfús. Ungi afgreiðslumaðurinn fræddi mig á að þarna væri um að ræða sprey á brúsa sem nota ætti á köldum morgnum þegar komið væri að eigin bifreið með ísingu á rúðum. Væri efninu ætlað að eyða þeirri ísingu á nótæm, hviss, bæng engin ísing á rúðunni og því ekkert skaf með sköfu! Þetta hljómaði líkt og Ajax auglýsingin hér forðum. Þessi sem sýnir Ajaxið fara sem stormsveip um húsið og hviss og bæng allt er hreint. Hef ég margprófað þá aðferð og aldrei náð árangri. Ég ákvað samt að festa fé mitt í þessum spreybrúsa og eiga hann í skottinu á mínum eðalvagni. Er skemmst frá því að segja að síðan hefur hér herjað vorveður ef undan er skilið einn morgunn þar sem þunn ísskán lá á bílnum norðanverðum. Gaf það mér langþráð og kærkomið tækifæri til að prófa "ekki meira skafa með sköfu" efnið. Er styðst frá því að segja að helvítis efnið virkaði betur en Ajaxauglýsing og gladdi árangurinn hug minn og hjarta, þó mest hendur er ekki króknuðu úr kulda við skaf með sköfu. Ef ekki hefði háttað þannig til að ég var að fara að aka mínum manni í vinnu og sjálf svo á leið í mitt menntasetur þá hefði ég ef einhverjir bílar hefðu verið heima í sínum innkeyrslum úðað með með gleði allar rúður í norður og austur.  

Þetta var helst í fréttum núna, farin út að horfa á páskaliljurnar LoL


Vorverkin hafin í ár. . .

Ó, já Wink

Skellti mér með mínum manni í bíltúr í dag að leita að draumabílnum. Ekki bar sú leit árangur að því leiti. Veðrið var bjart og fagurt, hiti rétt yfir 10° og  glampandi sólskin sem gaf fyrirheit um að nú styttist í vorið. Það hafði áhrif á okkur, við fundum draumasláturvél. Jebbs... liðið bara fjárfesti í sláturvél sem er svo fullkomin að það er snilld. Þarf  vart að taka fram að gripurinn var að sjálfsögðu á góðu tilboðsverði Tounge Þessu til viðbótar var svo eytt í nokkra lauka í potum og með þetta var síðan haldið heim á leið. Aðeins þurfti nú að laga til hér fyrir utan húsið, því hér voru vetrarskreytingar en í notkun enda vetur hjá húsmóðurinni hér í gær Wink Nú eru fyrstu vorskeytingarnar komnar á sinn stað hér við aðaldyrnar og teborðið og stólarnir komnir á sinn stað. Vantar nú bara smá hlýju og þá verður hægt að vígja pólsku bollana 3 sem sérstaklega voru verslaðir með það í huga að nota þá við teborðið Joyful Allt að koma.
Sunnan undir stofuglugganum eru yndislegar páskaliljur búnar að stinga sér upp úr moldinni og áður en ég veit af verð ég farin að klippa páskaliljur úr eigin garði til að punta með hér inni Heart

Þetta voru fréttir úr Bjórgarði í dag Tounge


Hvað er að henni?

Í gærmorgunn snéri velgefna vinkona mín sér að mér og sagði: Rosalega finnst mér þú dugleg! Ég horfði á hana og hugsaði: Hvað skildi nú vera að henni? Spurði svo: Hvað meinar þú? Jú, sjáðu, munurinn á því sem þú gerðir fyrir sjálfa þig þegar ég kynntist þér (2000) og nú er rosalegur. Ég var enn sannfærð um að hún þjáðist af einhverju. Um hvað ertu að tala? Velgefna vinkona mín sagði af stakri þolinmæði: jú, þér hefur tekist að breyta lífsstíl þínum til betri vegar og halda þig þar. Það tekst ekki öllum.

Óóó, þannig. Er það eitthvað til að dáðst að hugsaði ég.
Eftir smá vangaveltur áttaði ég mig á, að ef um aðra persónu en mig hefði verið að ræða, þá hefði ég  líklegast verið hjartanlega sammála henni. Skrítið.

Ef ég lít í kringum mig á þá sem hafa farið út í að breyta lífsstíl sínum, þá sé ég að þeir sem ákveða að gera það til lífstíðar virðast eiga meiri möguleika á að ná árangri en hinir sem líta á þetta sem skammtímalausn til að grennast. 

Góða helgi, góðir hálsar. 


YEEEESSSSS!!!

Já, ég gerði það!

Lét drauminn rætast. Gaman að láta drauma sína rætast.
Þegar ég fór í minn fyrsta spinningtíma í nóv. fyrir þremur árum gat ég varla setið á hnakknum í þessar 60 mínútur, því síður gat ég lítið meira en reynt að hreyfa fæturna allan tímann. Sem sagt, sat eins og hræ á hjólinu fyrstu tímana. Ég ákvað að gefast ekki upp því mér fannst þetta skemmtilegt þrátt fyrir allt. Alltaf smá skrítin Tounge

Eftir einn af fyrstu tímunum rak ég augun í blað sem límt var upp á vegg í spinningherberginu (ekki salur) Á þessum seðli var verið að auglýsa spinningmaraþon. Ég varð full lotningar yfir því að til væri fólk sem hjólað gæti heilt maraþon. Í mínum huga var maraþon 4 tímar. Það kom svo í ljós að þonið átti að vera 3 tímar og fannst mér það nú talsvert aftek líka. Enginn spurning að þarna væru hetjur á ferð sem gætu þreytt svona þraut. Ég ákvað að koma mér í form og verða svona hetja. Stefnt var á annað þon í lok febrúar en ekkert gat orðið af því og svo leið vorið. Ég var komin í þokkalega þjálfun, æfði þrisvar í viku, samtals þrjá og hálfan tíma, stundum meira. Ekki vildi ég ljúka þessum hjólavetri án þess að þreyja maraþon. Tók ég það til bragðs að leggja saman tvo spinningtíma, tengja þá með áframhaldandi hjóli og bæta hálf tíma framan við fyrri tímann. Með þessum hætti tók ég mitt eigið einkamaraþon og var alsæl á eftir. Milli jóla- og ný árs í fyrra tók ég þátt í spinningmaraþoni upp á þrjá tíma og var það svakalega skemmtilegt. Ekki hafði ég æft fyrir það, þar sem ég hafði verið frá síðan í lok okt. vegna snúins ökla. Í desember sl. var svo mitt þriðja maraþon og þá var ákveðið að hafa þon aftur í lok janúar. Spurningin var hvor hjóla ætti í þrjá eða fjóra tíma. Ég var ein um að vilja hjóla í fjóra tíma svo í gær byrjaði ég rúmum klukkutíma á undan hinum Þau vildu svo hjóla aðeins lengur og því endaði ég í að hjóla í fjóra tíma og tuttugu mínútur. Algert æði og ég alsæl.

ÉG GET ÞETTA Halo

 


Æft af krafti fyrir maraþon

Þá er janúar að renna sitt skeið á enda. Markmiðin sem ég setti mér í upphafi mánaðarins verða tekin upp til endurmats hér í byrjun febrúar. Eitt af janúarverkefnunum var að stefna á spinningmaraþon. Nú er komið að því á morgunn frá kl. 17.00 til kl. 20.00. Þrír tímar að þessu sinni. Eins og glöggir lesendur kanski muna þá átti ég mér ósk um 4 tíma þon en fékk ekki hljómgrunn fyrir því. Þar sem ég er á því að maður eigi að láta drauma sína rætast, þá ætla ég að byrja að hjóla kl.16.00 og hjóla til kl. 20.00. Þar með hef ég þreytt mitt eigið fjögurra tíma þon Wink
Ég er að sjálfsögðu búin að æfa mig vel. Hef mætt í spinning tvisvar til þrisvar í viku og svo í ræktina tvo morgna í viku. Um helgina breytti ég aðeins æfingunum og skellti mér á Þorrablót hér í SDB. Ég tók minn mann með en hann var samt ekki að æfa fyrir þon.

IMG_0946
Hér er ég með hjólavini okkar Villa að hita upp fyrir létta danssveiflu sem við vorum með í æfingaprógraminu LoL
 
við Snorri
Eftir stífa dansæfingu gaf ég mér smá tíma svo hægt væri að mynda Snorra með mér Grin
Veit ekki af hverju Kjartan heldur um höfuðið en kannski hefur hann bara dansað of mikið??? 
 
 
hvíld
Allavega þurfti ég að hvíla mig á dansgólfinu og þá var nú gott að geta sest niður Tounge
 
 
Billi og Ægir
Ekki veit ég hvað Billa og Ægi fór á milli, en þeim leiddist ekki á barnum . . .
 isla053
 ... og minn fór að æfa hé beygjur eða
 
 
 IMG_1075
var hann að stríða ljósmyndaranum????
 
Já, það er hægt að æfa sig með ýmsu móti og nú er bara að sjá hverju þetta æfingarform skilar á morgunn. . . 
 
 
 
Over and out . . . 

« Fyrri síða | Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband